Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri:
Óháðir farm-
flytjendur
— Líftrygging frjálsrar verzlunar
Á myndinni sjást nokkrir þeirra er fengu viðurkenningu fyrir 30 ára
öruggan akstur.
Afhentu viðurkenningu fyrir
30 ára öruggan akstur
„Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.“
Þessi víðfleyga staka íslenzks
bónda, sem kveðin var vestur í
Kanada, lýsir eftirminnilega þeirri
fjölhæfni, sem forðum var lífs-
nauðsynleg til þess að hinn
heimafengni baggi yrði þeim
hollur, er hans varð að afla.
Samtíð okkar hefur gert þessa
gömlu búvizku að öfugmæli. Hag-
sæld nútíma þjóðfélags byggist á
víðtækri verkaskiptingu inn 'á við
og miklum samskiptum við aðrar
þjóðir. Öflun sérþekkingar og
einbeiting að hagnýtingu hennar
er í dag arðvænlegra þjóðfélaginu
en fjölfræði þúsundþjalasmiðanna
og þess vegna þjóðhollari stefna.
Nútíma velferðarþjóðfélag fær
vart þrifizt án stöðugs hagvaxtar,
og þó að hugtakið hagvöxtur sé
misjafnlega vinsælt í seinni tíð þá
virðist enginn vilja missa af
ávöxtum hagvaxtar. Við verðum
þess vegna að samræma aðgerðir
okkar stefnu samtímans til aukins
hagvaxtar, hverfa frá gamalli
búvizku einyrkjans til hagfræði
nútímans, sérhæfingar og verka-
skiptingar. Þessi gerólíka stefnu-
mörkun krefst algers endurmats
gamalgróinna hugmynda. Þau
áttaskipti eru oft tímafrek og
torveld. Má víða sjá þess merki í
þjóðfélagi okkar, að hagvöxtur
hefur beðið hnekki vegna þess að
mikilvægi verkaskiptingar og sér-
hæfingar var vanmetið.
Hvaða erindi eiga þessar hug-
leiðingar til lesenda Fréttabréfs-
ins? Því er fljótsvarað. Allt frá
stofnun Eimskips hefur félagið
einskorðað sig við að halda uppi
siglingum og bæta samgöngur á
sjó milli íslands og útlanda og með
ströndum fram. Stefnumarkið var
aldrei að flytja eigin vörur. Það
var og er til þess stéfnt að flytja
hvers konar varning fyrir alla þá
mörgu, sem þurfa á slíkri flutn-
ingaþjónustu að halda og veita þá
þjónustu og aðstoð í tengslum við
flutningana, sem þörf er á.
I eina tíð var það nokkuð
algengt að Islandskaupmenn gerðu
út sín eigin skip í Danmörku,
fluttu með þeim söluvarning sinn
til Islands og íslenzkar afurðir til
baka. Þegar verzlunin komst
smám saman í hendur Islendinga
tóku sumir íslenzkir kaupmenn
upp sama hátt og hinir dönsku að
flytja varning sinn með eigin
skipum. Eftir fyrri heimsstyrjöld-
ina gerðu einstakir kaupmenn út
eigin flutningaskip og sömuleiðis
nokkrir fiskframleiðendur, síldar-
spekúlantar o.fl. I flestum tilfell-
um komust menn að þeirri niður-
stöðu fyrr eða síðar að útgerðin
borgaði sig ekki. Þótt menn hefðu
full not fyrir skipin vissan tíma
ársins þá var erfitt að finna
hentug verkefni fyrir þau þess á
milli, og loks rak að því að útgerð
þeirra var lögð niður.
Það er ef til vill skiljanlegt að
menn, sem stunda umfangsmikla
utanríkisverzlun og þurfa að borga
milljónir eða jafnvel milljónatugi
í flutningsgjöld árlega, fái þá
hugmynd af og til að gott væri að
geta flutt sínar vörur sjálfir, og
þar með „sparað" þá peninga, sem
fara í greiðslu flutningsgjalda.
Þeir reikna út útgerðarkostnað
með sérfræðinga sé við hlið.
Utkoman er hagstæð; þetta er
upplagt fyrirtæki. Það kann líka
að reynast svo í sumum tílfellum,
en oft hafa menn orðið að reka sig
á að raunveruieikinn verður öðru-
vísi en útreikningarnir.
Þegar hugleidd eru útgerðarmál
þeirra, sem nota eigin vörur til
grundvallar skiparekstri, ber að
minnast þess veigamikla þáttar,
að þeir eru ekki hlutlausir farm-
flytjendur og geta því tæplega
vænzt 'sama trausts og óháður
farmflytjandi á sama markaði. En
það er einmitt gæfa Eimskipa-
félagsins að hafa haldið fast við
hið upprunalega stefnumark
þeirra víðsýnu manna, sem stóðu
að stofnun félagsins fyrir 64 árum,
að einbeita orku sinní til þess „að
reka siglingar, aðallega milli
Islands og annarra landa og við
strendur Isiands", svo sem fyrir er
lagt í samþykktum félagsins. Á
það hefur oft verið réttilega
minnt, að þetta stefnumark sé
líftrygging frjálsrar verzlunar.
Fundur um
vegamál og
skattlagningu
FELAG ísl. bifreiðaeigenda efnir í
dag, laugardag, til fundar um
vegamál og skattlagningu um-
ferðarinnar. Verður fundurinn
haldinn í Selfossbíói og hefst kl.
15.
Framsögumenn verða Jón
Helgason alþingismaður og Þór
Hagalín sveitarstjóri og að erind-
um þeirra loknum verða almennar
umræður. Samgönguráðherra,
fjármáiaráðherra, alþingis-
mönnum kjördæmisins og vega-
málastjóra hefur verið boðið að
sækja fundinn.
Ársfundur klúbbsins
Öruggur akstur í Reykjavík
var haldinn fyrir nokkru og
sóttu hann um 200 manns. Á
fundinum var úthlutað
viðurkenningar- og verð-
launamerkjum Samvinnu-
trygginga 1977 fyrir örugg-
an akstur.
Tilkynnt var um og afhentar 345
viðurkenningar fyrir 5 ára örugg-
an akstur, 110 fyrir 10 ára öruggan
akstur, 24 fyrir 20 ára og 7 fyrir
30 ára, en þetta er í fyrsta sinn
sem 30 ára verðlaun eru veitt. Fá
ökumenn þessir allir iðgjaldsfría
ábyrgðartryggingu ökutækja
sinna hj-á Samvinnutryggingum.
Sigurður Ágústsson fulltrúi
Umferðarráðs flutti framsöguer-
indi um umferðarmál og að
loknum umræðum voru samþykkt-
ar tillögur frá stjórn klúbbsins um
umferðarmál. Er í annarri þeirra
skorað á fólk að hefja samstilltan
áróður gegn slysaöldu og eigna-
tjóni í umferðarslysum og að láta
árið 1978 valda þáttaskilum í
umferðinni. Þá var í annarri
tillögu samþykkt að ítreka tillögu
síðasta fulltrúafundar landssam-
taka kulbbanna um sérstakt um-
ferðarár í tilefni af 10 ára afmæli
hægri umverðar á íslandi og er
skorað á dómsmálaráðherra að
hann gefi Umferðarráði fyrirmæli
um myndarlega forgöngu í þessu
máli.
Stjórn klúbbsins var endurkjör-
in, en hana skipa Kristmundur J.
Sigurðsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn formaður, Tryggvi Þor-
steinsson læknir og Grétar
Sæmundsson rannsóknarlögreglu-
maður.
Gömlu lögin
Það er eins og maður sé
kominn heim í heiðardalinn og
heyri gamalt lag spilað einu
sinni til. Maður getur tekið
undir, því maður veit hvaða
hending kemur næst.
Enn er búið að setja gömlu
plötuna á efnahagsfóninn.
Gengisfall til að forða atvinnu-
vegunum frá stöðvun, hliðarráð-
stafanir til þess að bjarga hinu
og þessu og hindra að hægt sé
að selja vörur á endurkaups-
verði, bjargráð hér og bjargráð
þar. Thorlacius og Snorri bíta í
skjaldarrendur og segjast munu
stöðva þessa vitleysu og Þjóð-
viljinn kveður saman Alþingi
götunnar til þess að taka í
lurginn á bófunum við Austur-
völl.
Vinnuveitendasambandið
sendir frá sér tilkynningar og
segir: Sko, þarna sjáið þið. Við
vöruðum ykkur við. Þið fenguð
allt of mikið. Af hverju við
iétum ykkur fá það, kemur ekki
málinu vð. Nú verðum við að fá
gengisfall til þess að halda uppi
atvinnu.
Verðbólgunefndin er búin að
skila áliti eftir tveggja ára strit.
Það eina sem hún er sammála
um er það, að það sé verðbólga.
Um hitt sýnist sitt hverjum, af
hverju hún stafi. Æpt er í
fjölmiðlum á veltuskattlagningu
fyrirtækja, þó svo þau tapi,
skattfrelsi launþeganna, meiri
niðurgreiðslur, jöfnunargjöld
fyrir iðnaðinn, hærri vexti,
lægri vexti, harðara verðlags-
eftirlit, ríkisverzlanir, verkföll
osfrv. osfrv. Mig verkjar í eyrun.
Ætli þetta breytist ekki ef við
höfum kosningar hugsum við.
Þegar Snorri og Thorlacius
verða ráðherrar og Vilmundur
verður orðinn formaður í „óís-
lenzku nefndinni" og er farinn
að taka þrjótana á hvalbeinið. I
rauninni finnst mér að það sé
algerlega tilgangslaust að vera
að eyða orðum á þetta ástand
eða horfur, ég hef fullt í fangi
með að verja eigið líf. Þó má
rifja upp gamla sögu.
- • -
Eftir stríðið var allt í kalda
koli í Þýzkalandi. Peningarnir
féllu og voru orðnir verðlausir,
allir vildu kaupa varning,
enginn vildi peninga. Allt var
skammtað og verðlagsstýrt, en
ekkert fékkst nema á svörtum
fyrir sígarettur sem ‘voru hinn
raunverulegi gjaldmiðill. Allt
var í upplausn og þjóðin svalt.
Þá leituðu menn til manns að
nafni Ludwig Erhardt og báðu
hann um ráð. Hann hugsaði sitt
ráð fyrir hádegi einn sunnudag.
Eftir hádegið lagði hann til-
lögur sínar fram. Þær voru
einfaldar: Gefið allt frjálst.
Gefið gengið frjálst, verðlagið
frjálst, vextina eins háa og
nokkurt fífl vill borga fyrir lán.
Við fólkið sagði hann: Sparið
aurana ykkar þennan mánuð og
ég skal sýna ykkur að þeir verða
verðmeiri næsta mánuð og enn
meiri mánuðinn þar á eftir.
Gerið hóflegar launakröfur og
þá munuð þið fá meira fyrir
peningana ykkar. Hafið hóf á
ykkur sjálfum (Masshalten).
Það er sjálfsagt til lítils að
halda slíkar ræður yfir hálf-
siðaðri hjarð- og veiðimar.na-
þjóð eins og íslendingum,
hverra forfeður voru flæmdir úr
samfélagi manna forðum daga
sakir ribbaldaháttar og kölluðu
Halldór Jónsson verkfræðing-
ur
sig því konungborna. En Þjóð-
verjar, bardagalúnir, barðir og
beygðir, höfðu skynsemi til þess
að hlusta. Enda var flestum í
fersku minni þjóðargjaldþrotið
1924, þegar prentaður milljón-
kall frá ríkisbankanum varð
jafngildi pappírsins sem í hon-
um var. Og þeir fóru eftir því
sem Erhardt sagði og gera í
megindráttum enn.
Þegar ég var á skóla í
Þýzkalandi árið 1957 kostaði
markið hér opinberlega 3,80.
Þýzkir bankar seldu þá 10
íslenzkar krónur fyrir markið,
sem var líkast til réttara gengi.
Nú kostar markið 124. Þarna
geta menn sér hlutfallið á milli
skynsemi Þjóðvera og skynsemi
Ísíendinga beint: 124/10=12.4.
Þjóðverjar eru þannig 12.4.
sinnum skynsamari en við —,
nettó, þó við kveðjum til forn-
sögur og galdramenn. Þar fyrir
utan er lífskjarastigið töluvert
hærra þar vegna margfeldis-
áhrifa hagræns búskapar, rétt
eins og munur er á vel reknu
heimili og illa reknu. Við getum
líka litið á Sviss. Þar ráða menn
ráðum sínum í þjóðaratkvæða-
greiðslum í meginmálum,
fremur en að fela þau flokkseig-
endafélögunum og hafa hóf á
sjálfum sér. Enda er þar 0—1%
verðbólga, en kaupið jafnvel
þrefalt við það sem hér gerist.
Þó er Sviss harðbýjt land að
mörgu leyti. Nýbúið er að semja
i Svíþjóð, ætli það þætti merki-
legt hér að fá kauphækkun 1.9%
á þessu ári og 3.1% á næsta ári
á 21 mánaða samningi. Hvað er
þá til bjargar? Geri Thorlacius
og Snorri alvöru úr skrúfu 1.
apríl, á þá Vinnuveitendasam-
bandið að láta hafa sig í að
skrifa undir nýja samninga, sem
það ekki getur staðið við nema
með ríkisaðstoð? Er ekki betra
að ríkið taki við samninga-
gerðinni alfarið, ef það er
nauðsynlegt að leysa allar
skrúfur með „ósigri auðvaldsins
en frækilegum sigri verkfalls-
rnanna" til þess að „hjól
atvinnulífsins geti farið að
snúast“ eins og það er kallað á
fínu máli? Eða eigum við að
hafa verkfallið, sem við áttum
að fá 1979,1980,1981,1982 osfrv.
um leið og þetta. í Svíþjóð var
gert verkfall, 1907, að ég held,
sem stóð í nærri ár. Síðan hafa
málin leystst þar í landi yfirleitt
án skrúfugerða. Kannski að ASI
vilji einfaldlega taka við
atvinnurekstrinum ogsemjavið
sig sjálft, jafnvel gegn því að
þeir svokallaðir atvinnurekend-
ur, sem það vilja, fái að flytja
úr landi með eigur sínar, þær
eru ekki svo miklar nettó, að
landið þyldi það ekki.
En það er áreiðanlega
nauðsynlegt fyrir okkur litlu
karlana, að fá að vita það, hvort
það er Alþingi við Áusturvöll
eða ASÍ, BSRB og alþingi
götunnar sem eiga að ráða í
þessu landi. Hvort seinni
flokkurinn getur ógilt lög af því
þau séu ólög að þeirra mati. Því
sé það svo, þá er skriftin komin
á vegginn, sem Þjóðverjar
myndu kannast við frá 1933.
Það er svo í rauninni ergilegt,
að við gætum haldið friðinn og
hætt þessu vísitölupexi, sem alit
ætlar að drepa núna. Ef við
létum NATO létta af okkur svo
sem 10 milljörðum í vegamála-
útlátum, 2 milljörðum í hafnar-
málafé og nokkrum tugum í
spítalabyggingum (og jafnvel 10
sinnum það) þá gæti þessi
blessaður marghrjáði, launþegi
farið að „brosa gegnum tárin".
Mikið ef Stjórnmálaflokkurinn
getur ekki trekkt fylgi út á þetta
hjá hinum „soltna, arðrænda
fjölda", úr því að gömlu flokks-
draugarnir, og Vilmundur líka,
eru svona samtaka í þröngsýn-
inni. Meira að segja væri hægt
að laga þetta strax, langt frá
allri Aronsku, sei sei já, með því
að fara og skipa Kananum að
ganga almennilega um Kefla-
víkurflugvöll, rífa allt kofadrasl,
og byggja mannsæmandi íbúðir
handa sínu fólki, þrífa síma- og
rafmagnslínur ofan af staurun-
um og leggja í jörð, steypa götur
og gangstéttir, planta trjám og
tyrfa. Allt þetta gætu Aðalverk-
takar príslagt og látið aðra
vinna.
En hver heldur þú að verði
framtíðin lesandi góður? Þú
þekkir forystumennina og flokk-
ana okkar, þeas. okkur sjálf.
Heldurðu í alvöru að verðbólgan
fari nú að minnka á þessu
komandi kjörtímabili?
Heldurðu að skattarnir muni
hækka? Heldurðu að kaupið
muni hækka raunverulega,
nema svona 4—6%? Heldurðu
að ríkisbáknið muni nú fara að
dragast saman? Heldurðu að við
förum að heyra ný lög spiluð?
Ef þú heldur það, — þá það.
13.3.1978
Ilalldór Jónsson verkf.