Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1: APRÍL 1978 Barnavernd III. Ást, umhyggja, öryggi E(; gerði áður Kre'n fyrir 3 þáttum sém riK taldi grundvall- andi fyrir barnavernd, þ.e. að barnið nyti ástar, umhyggju og öryggis. Með þessu á ég við það, að tilfinningalegum þörfum barnsins sé fullnægt. Það fái að finna, að það sé einhverjum einhvers virði. Barnið sé hvatt til að takast á við verkefni og leysa þau og því sé skapað umhverfi, sem hvetur það til hugsunar og framkvæmda. Öryggi í aðbúnaði, þ.e. um- hverfi, sem getur skapað ró, er verndað frá hættum, og er ekki í sífelldri breytingu t.d. vegna tíðra flutninga, vegna veikinda eða annars, er forsenda þess, að hinir 2 fvrrnefndu þættir nái að þróast. Á fyrstu mánuðum í lífi barns er lagður grundvöllur að lífi þess, þ.e. niöguleikum þess til vaxtar og þroska. Á þessu tímabili þarfnast barnið stöðugrar umhyggju, fyrst og fremst einnar mannveru, þ.e. móðurinnar. Hún er fyrsti skipuleggjandi mannssálarinn- ar. Enginn getur komið í hennar stað að öllu leyti þennan tíma, ekki einu sinni faðirinn. Barnið þarfnast líkamlegrar snertingar við að sjúga mjólkina úr móður- hrjósti. Til að geta gefið barni sínu næga móðurmjólk, þarf móðirin öryggi, heiibrigði og jafnvægi. Hlutverk föðursins er að hjálpa hér til, og svo taka þátt í umönnun barnsins, eins og honum gefst frekast kostur á. Uppeldi barns er fyrst og fremst samvinnuverkefni beggja for- eidra, hvort sem fólk er gift eða ekki, barnið á rétt á umhyggju beggja foreldra. Það er svo hlutverk samfélagsins aö hlut- ast til um að foreldrum sé fært að rækja þetta hlutverk. Ég held því fram, að það sem helst er til marks um þroska samféiags eða menningu þess sé hvernig það býr að börnum sínum. Umhverfi bárnsins er meira en hinir 4 veggir heimilisins. Eins fljótt og veður leyfir, hefur barnið þörf fyrir að komast út. Þá vaknar spurningin — er það mögulegt? Gefst því kostur á að vera úti í ró og næði og sofa, þegar þess er þörf? Eru mögu- leikar á því að aka um með barnavagn? Þegar barnið er farið að geta skriðið eða gengið, hefur það þá aðstöðu, þar sem það getur verið í friði og öryggi? Getur það verið þar, sem foreldri getur verið óhult um það og fylgst með því t.d. út um glugga? Kemst barnið inn sjálft ef það þarf þess? Eða villist það í völundarhúsi stigaganga og nákvæmlega eins inngöngu- dyra? Þarf það e.t.v. að leita að „rauðu mottunni" til að geta komist heim? Hér er það spurning um skipulag íbúðar- hverfa, sem er einn þáttur í barnavernd. Að hvaða leyti eru íbúðarhverfi og íbúðarhúsnæði skipulögð og byggð með það í huga, að þar eigi að búa börn, sem þarfnast nágrennis við náttúruna, umhverfi, sem þau geta leikið sér í, örugg og trygg, og hefur hvetjandi áhrif á þroska þess? Er gert ráð fyrir ófrískum konum, fólki með börn í vagni, já og jafnvel þroskaheft- um börnum? Eða er gengið út frá einhverju öðru t.d. nægu rými fyrir maibikuð bílastæði? Eða koma fyrir sem flestu fólki á sem minnstu svæði? Er gert ráð fyrir því, að ungir foreldrar, sem eru að stofna heimili, geti fengið ibúð, sem hæfir stærð fjölskyldunnar og þeirri áætlun, sem er e.t.v. um fjölgun? Eða verða þeir að byrja í 2ja herbergja íbúð og síðan að stækka við sig þannig, að þegar börnin eru komin á unglingsár og eru að fiytja að heiman, þá fyrst hefur foreldrunum tekist að koma sé upp húsnæði, sem hæfir stærð fjölskyldunnar, eins og hún var, en ekki eins og hún er nú þ.e. þau tvö. Hér er það spurningin um lánakerfi hins opinbera til íbúðarkaupa og íbúðarbygginga, sem hefur áhrif á vernd barna, með því að vera beinn áhrifa- valdur á líf og lífsháttu foreldr- anna. Barnið er ekki fært um að velja og hafna og það er háð vali foreldra sinna. Það virðist því ekki umflúið eða komist hjá því, að barnavernd er háð því gildismati, sem ríkir í þjóðfélag- inu hverju sinni. Hvort það er einhliða efnahagslegt gildismat, eins og mér virðist ríkja í okkar litla þjóðfélagi, sem einkennist af öryggi og gífurlegri þenslu efnahagskerfisins, eða hvort lagt sé til grundvallar gildismat mannlegra eiginleika og mannúðlegrar umgengni, sem mótist af virðingu fyrir ein- staklingnum og lífi hans. Þ.e. þjóðfélagið leitist við aö finna það jafnvægi, þá ró og það öryggi, sem tryggir einstakling- um þess félagslegt, andlegt og líkamlegt heilbrigði, og mögu- leika til að vaxa og þroskast, sem persónulega heilsteyptir einstaklingar. Þó svo það verði að gerast hægt og sígandi, og ekki stefnt að því að ná sem örustum efnahagslegum vexti á sem skemmstum tíma, og þá oft á kostnað einstaklinganna, þroska þeirra og heilbrigðis. Barnavernd verður því að skoða í ljósi allra þeirra ólíku þátta sem móta líf okkar og umhverfi. Þeir þættir sem hér hafa verið nefndir skipta e.t.v. meira máli, en það sem hér kemuF á eftir. Það er því ástæða til að spyrja: „HVERT STEFNUM VIÐ?“ „HVERT VILJUM VIÐ STEFNA?“ BARNIÐ er opið leitandi eftirvæntingafullt fordómalaust opinskátt og í þekkingaleit BARNIÐ er án: VALDS PENINGA FORRÁÐA KOSNINGARRÉTTAR VALFRELSIS MEÐ ÁKVÖRÐUNARRÉTTAR eftir Sævar Berg Guðbergsson félagsráðgjafa Fékk barnið mál til að tjá sig með? - (ÚR SINNETS HELSE nr. 8/1977). Iljálpartækni í barnavernd Til þess að aðstoða foreldra BARNIÐ þarfnast: upplýsinga upplifunar þekkingar og eigin revnslu BARNIÐ mótást af: foreldrum fullorðnunt kennurum stjórnvöldum félagslegu umhverfi efnahagskerfi þjóðfélagsþróun venj um BARNINU er stjórnað það verður fyrir áhrifum, þvingast og er heilaþvegið, þar til það hefur stirnað og mótast í nivnd okkar fullorðinna. IIVAÐ VARÐ AF hreinlyndinu? hreinskilninni? eftirvæntingunni? draumunum? ímyndunum? FANN BARNIÐ lindir síns eigins vals, eigins mats og reynslu? við uppeldi og barnavernd hefur samfélagið reynt að byggja upp keðju hjálpartækja, einskonar öryggisnet. Má þar fyrst nefna ungbarnaeftirlit, sent fram fer í heilsuverndar- og heilsugæzlu- stöðvum. Er þar fylgst með líkamlegum þroska barnanna fyrstu árin, og reynt að leið- beina foreldrunt með það sem þeim liggur á hjarta. Einnig er reynt að vera á 'verði fyrir þáttum, sem geta hindrað þroska barns, og bæta úr sé þess kostur. Vafalaust mætti hafa þetta starf miklu öflugra og í tengsl- um við það koma á foreldra- fræðslu. Það þjóðfélag sem við lifum í í dag er talsvert flóknara en það þjóðfélág, sem var hér fyrir um það bil 30—50 árum. Þá var nokkuð öruggt, að synir fetuðu í fótspor feðra sinna. Atvinna var fremur einhæf og menntunarmöguleikar tak- markaðir. I dag eru atvinnu- möguleikar fjölmargir og Úr ritgerð Jónasar Gústafssonar sálfræðingsi Ansatser til en analyse af den islanske familie og de unge i Reykjavík, 1977. menntunar möguleikar sömu- leitlS. Hefur það að sjálfsögðu áhrif á líf og lífsafkomu fólks. Áður voru það margir ættliðir, sem bjuggu saman, nú er það hin svonefnda kjarnafjölskylda, þ.e. faðir, móðir, börn, sem er svo einkennandi. Áður var það gamla fólkið sem annaðist gæzlu barnanna og fræddi þau um mannleg samskipti. AHt innan fjölskyldunnar. Nú fer mikið af fræðslu barna um mannleg samskipti fram utan heimilisins, í leikskóla, dag- heimili, hjá dagmömmum og í skóla. Oft án afskipta foreldra og úr tengslum við það líf og lífsform, sem fjölskyldan Iifir. Hér væri í miklu ríkara mæli ástæða til að draga foreldrana inn í hið daglega líf barnanna t.d. með foreldrafélögum og hópvinnu foreldra, þar sem rætt væri um börnin, vandamál þeirra, gleði þeirra og sorg, og hvernig allir þessir aðilar geta unnið saman að því að leiða barnið til aukins þroska. Barnið hefur þörf fyrir félags- skap sinna líka, en er það æskilegt að það-sé jafnvel 9—10 tíma á dag, en þannig getur það verið á dagheimilinu. Þar er vissulega möguleiki til að hvíl- ast og sofa. En er þetta barna- vernd? Er það barnavernd að barnið sé 4—5 tíma á leik- skólanum og síðan 4—5 tíma hjá dagmömmu? En þetta gerist, og hér spilar lífsafkoma og efna- hagslegt gildismat inn í. Hér er það spurning um aðlögun á vinnutíma, og atvinnumöguleik- unt eins og áður er bent á. Það er því eðlilegt að spyrja hvort dagvistarstofnanir séu fyrir börnin, foreldrana eða atvinnu- rekendurna? Að sjálfsögðu fyrir börnin, segjunt við, en er það satt? Mér virðist oft, að það séu tveir aldurshópar fólks, sem allt er nógu gott fyrir, þ.e. annars vegar börn og hins vegar gamal- ntenni. A.m.k. virðist enginn vilja spyrna við fótum og gera þjóðfélag okkar meira við hæfi barna og gantalmenna en það er í dag. Reyndar teljum við okkur vera að gera það núna með uppbyggingu dagvistarstofnana, sálfræðideilda skóla, félags- málastofnana, æskulýðsráða, unglingaheimila, hjúkrunar- heintila og elliheimila. Og ekki skal lasta það sem vel er gert. En höfum við ekki verið svo upptekin af að uppfylla okkar eigin þarfir, að við höfum nú engan veginn bolmagn til' að gera það, sem þarf til að styrkja hlekki öryggisnetsins? E.t.v. erum við svo upptekin af því að byggja hjálpartækin, að það hefur farið frant hjá okkur, að grundvöllurinn er brostinn, þ.e. það sem ég nefndi í upphafi, forsenda barnauppeldisins, hæfni föður og móður. Tími þeirra og þekking þeirra er í molum. Við erum svo upptekin af þ.ví sjálf að vera til, að við gleymum því, að það eru for- eldrarnir sjálfir sem leggja grundvöllinn að því sem barnið verður. Sé grundvöllurinn ekki nógu góður, geta hjálpartækin e.t.v. bætt eitthvað og haldið barninu á þokkalegri þroska- braut, í versta falli hindrað hörmungar, en þau geta aldrei bætt þann grundvöll sem er brostinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.