Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 01.04.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRIL 1978 21 Grafíksýning í Norræna húsinu Kjartan Guðjónsson er hér við stækkanir á blýantsteikningum sínum, sem hann sýnir ásamt olíu- og vatnslitamyndum á Kjarvalsstöðum. Kjartan Guðjónsson sýnir á Kjarvalsstöðum Á LAUGARDAG 1. apríl verður opnuð í Norræna húsinu sýning á grafikmyndum. Er það sænski listamaðurinn Sixten Haage sem þar sýnir 20 verk og í írétt frá Norræna húsinu segir. að hann sé talinn í röð fremstu grafík-lista- manna í Svíþjóð. Han-n stundaði listnám í Stokk- hólmi á stíðsárunum og síðan í állt tólf grafíkblöð, sem Sixten Haage nefnir „Europa-sviten", en alls eru á sýningunni um 20 verk, og eru þau öll til sölu. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma bókasafnsins, frá klukkan 14 til 19 daglega fram til 10. apríl. Sixten Haage setur sjálfur upp sýninguna, og dvelst hér á landftil 8. apríl. KJARTAN Guðjónsson listmál- ari opnar laugardaginn 1. apríl málverkasýningu á Kjarvals- stöðum. Verður sýningin opnuð kl. 15 á laugardag og stendur hún yfir til 10. apríl. Alls eru á sýningunni rúmlega 100 myndir, olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar. Teikn- ingarnar eru 35 og er efni þeirra tekið úr Sturlungu. Allar eru rhyndirnar gerðar á síðustu 2—3 árum eða frá því að Kjartan hélt síðustu einkasýningu sína árið 1975. Þetta er fjórða einkasýn- ing Kjartans. Teikningarnar úr Sturlungu stækkaðar á Ijósmyndapappír, en frumgerðin er blýantsteikn- ing. Sagði Kjartan að þettá væri í fyrsta sinn sem teikningar væru stækkaðar þannig, eftir því sem hann vissi til, en Kristján Magnússon annaðist stækkanirnar. Sýning Kjartans er opin á venjulegum sýningar- tíma kl. 14—22 um helgar og 16—22 virka daga. Seinna í aprílmánuði verður hluti þess- arar sýningar hengdur upp í Gallerí Háhól á Akureyri. Sixten Ilaaxe sýnir 20 ({rafíkmyndir í bókasafni Norræna hússins dagana 1.—10. april. París 1945—47 og hefur tekið þátt í sýningum víða, m.a. Póllandi Finnlandi, Júgóslavíu, Italíu, Vest- ur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum og hafa flest listasöfn í Svíþjóð keypt eftir hann verk. Meginuppistaða sýningarinnar í Norræna húsinu er röð mynda, í Bátur endursmíð- aður i Bátalóni hf. NÝLEGA var lokið við að endursmíða fiskibát úr stáli í Bátalóni h.f. í Hafnarfirði. Báturinn, sem er frá Stykk- ishólmi og hét áður Sigur- von SH 35, hefur hlotið nafnið Sigurður Sveinsson SH 36 og er samkvæmt nýjustu mælingu 104 rúm- lestir. Þorbergur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Bátalóns h.f., sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að vegna yfirþykktar á stáli í bol bátsins umfram kröfur, hafi verið talið hag- kvæmt að framkvæma mjkl- ar breytingar og viðgerð á honum. Yfirbygging öll var endurnýjuð og henni gjör- breytt. Sett var ný harðviðar- innrétting í brú, borðsal, eldhús og mannaíbúðir, skipt um aðalvél, ljósavél og öll helztu siglinga- og fiskleitar- tæki. Þorbergur kvað viðgerðina hafa tekið mun lengri tíma en upphaflega hafi ráð verið fyrir gert, en hún hófst á síðastliðnu sumri. Var þá miðað við að báturinn yrði búinn til háhyrningsveiða og í því sambandi stóð til boða erlent lán bátseiganda. Vonir manna um að mega nýta það fjármagn brugðust þó, þrátt fyrir yfirlýstan vilja áhrifa- manna um að nýta erlent lánsfé til innlends iðnaðar — sagði Þorbergur. Kvað hann hér skjóta nokkuð skökku við, þegar það hefur verið venja Islendinga undanfarna ára- tugi að byggja upp skipa- smíðaiðnað erlendis með er- lendum lántökum. Af þessum sökum stöðvuð- ust framkvæmdir við bátinn í 2 til 3 mánuði unz nýir kaupendur tóku við skipinu. Kom þessi seinkun mjög illa við fleiri viðskiptaaðila skipasmíðastöðvarinnar. Utgerðaraðili Sigurðar Sveinssonar er Sigurður s.f. í Stykkishólmi. Skipið er útbú- ið á tog-, net- og línuveiðar. Skipstjóri verður Sigurður Á. Hreiðarson, Stykkishólmi. Tveir sýna í Galleríi Suðurgötu 7 TVEIR listamenn opna í dag, laugardag. sýningu á verkum sínum í Gallerí Suðursötu 7. Eru það þeir Friðrik Þór Friðriksson og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson. Sýning þeirra stendur yfir til sunnudagsins 16. apríl og er opin daglega kl. 16—22 og kl. 14—22 um helgar. Gallerí Suðurgata 7 hefur skipulagt sýningar fram á haust og mun í sumar einkum kynna erlenda list. Ljósmyndasýning Nönnu í Klausturhóhun DAGANA 1.—14. apríl sýnir dansk-íslenzki ljósmyndarinn Nanna Biichert um 60 myndir í húsnæði Guðmundar Axelssonar, Klausturhólum. Sýningin verður opin alla daga frá 2—6. Nanna Búchert fæddist árið 1937 í Kaupmannahöfn, en ólst upp við Laugaveginn. Hún átti íslenzka móður, en danskan föður. Þau dóu bæði þegar hún var lítil, svo níu ára gömul kom hún í fóstur til ömmu sinnar í Reykjavík, Herdísar Jónsdóttur. Hún tók stúdentspróf frá menntaskólanum hér, en giftist síðan til Danmerk- ur. Um skeið las hún fornleifafræði við háskólann í Höfn, en 1969 fór hún að taka ljósmyndir. Fyrst voru það aðallega fréttamyndir og þess háttar fyrir dagblöð og tímarit. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sýningum í opinberum stofnunum og galleríum í Kaup- mannahöfn og út um land, svo og í Hamborg og Stuttgart. 1977 var hún kynnt í Kunstnernes Sommer- udstilling og þetta árið tekur hún þátt í vorsýningunni á Charlotten- borg. Fyrirlestrar um skúlptúr Á Kjarvalsstöðum mun Aðal- steinn Ingólfsson halda tvo fyrir- lestra um þróun skúlptúrs á 20. öldinni. Verður hinn fyrri á þriðjudaginn 5. apríl kl. 18 og nefnist „Frá Rodin til járnsuðu". Síðari fyrirlesturinn verður viku síðar og nefnist „Súrrealismi til láðlistar". í frétt frá listráði Kjarvalsstaða segir að Gestur Ólafsson hafi nýlokið við að halda röð fyrirlestra um þróun byggingarlistar á þess- ari öld og hafi aðsókn verið allgóð og rætt hafi verið um að gefa fyrirlestrana út í bókarformi. Sigurður Sveinsson SH 36 á reynslusiglingu í Hafnarfjarðarhöfn eftir breytingarnar. Ljósm.: RAX Jóhannes Jóhannesson sýnir á Loftinu Jóhannes Jóhanncsson listmál- ari opnar í dag laugardaginn 1. apríl. sýningu á Loítinu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Sýn- ir hann þar 20 myndir og stendur hún ylir í 2 vikur. Jóhanjies Jóhannesson hefur áður sýnt verk sín á Loftinu. Var það fyrir þremur árum og var hann fyrstur til að sýna sín verk þar. Bjóst hann jafnframt við að verða sá síðasti þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri Loftsins. Á sýningunni eru sem fyrr segir 20 myndir, vatnslitamynd- ir sem eru e.k. tilraunir eins og listamaðurinn orðaði það, til- raunir til undirbúnings við olíumálverk. Sýningin verður opnuð í dag kl. 14, en hún verður annars opin á venjulegum verzl- unartíma. Jóhannes Jóhannesson listmál- ari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.