Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 36

Morgunblaðið - 01.04.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 k) Mynd frá Svíþjóð Það er ekki oft, sem Barna- og fjölskyldusíðunni berast bréf og kveðjur frá útlöndum. En auðvitað finnst okkur skemmtilegt að fá bréf sem víðast að, og gaman að fá sem fjölbreyttast efni fyrir lesendur. Ásdís Halla, 9 ára, sendi okkur þessa skemmtilegu tfeikningu og skrifaði með henni stutt bréf. Hún segir, að myndin sé frá Hjállbo, sem er úthverfi í Gautaborg. „Hér búa margir íslendingar. við erum 20 íslenskir krakkar í skólanum. Á myndinni sést blokkin, sem ég bý í og miðbærinn í þoku. Áður en ég fluttist hingað bjó ég í Ólafsvík." TIL GAMANS Framtíöarvonir „Ég ætla aö verða kennari, þegar ég verö stór“, sagöi Óli. „Hvers vegna?“ spuröi mamma hans. „Af því að þá þarf ég aldrei aö kunna lexíurnar, ég get bara flett upp í bókunum og lesiö það þar!“ Læknirinn „Vitiö þér ekki, aö ég hef aöeins vitjanatíma klukkan fjög- ur?“ spuröi læknirinn. - „Jú, ég vissi þaö. En hundur- inn, sem beit mig klukkan fimm, vissi þaö ekki!“ í lok afmælisins Þegar afmælisveizlunni var lokiö, tók Anna litla eftir því, aö enn voru nokkrar perur eftir á einu fatinu. Hún spuröi mömmu sína, hvort hún mætti ekki fá eina þeirra. En mamma hennar sagöi, aö hún heföi þegar fengið nóg. Anna litla hætti samt ekki aö biðja mömmu sína um peru. Henni fannst þær svo góöar. „Má ég ekki fá eina enn, mamma. Bara eina enn“, sagði hún. „Ég skal láta hana undir koddann minn?“ „Jæja, þá“, svaraöi mamma hennar aö lokum. „En gleymdu þá ekki, aö hún á aö vera undir koddanum!" Skömmu síöar um kvöldiö kom mamma hennar inn til hennar, til þess aö bjóöa henni góöa nótt. Og viti menn! Hvaö haldið þiö, aö hún hafi séö? Anna litla lá í rúminu eins og venjulega, en hún haföi kodd- ann ofan á maganum ... En ef ég ek mjög gætilega? Óli var þekktur fyrir að vera sneyddur öllum hæfileikum til viögeröa. Einu sinni hætti vélin aö ganga uppi í sveit og nú komst hann í hin mestu vand- ræöi. Hann ákvaö aö kalla á viðgeröarbíl frá F.Í.B. og þegar bíllinn haföi verið rannsakaöur sögöu þeir honum, aö bensín- geymirinn væri bara alveg tómur, svo aö þaö væri ekki von, að hann kæmist langt. Og þá svaraöi Óli: Haldið þiö samt ekki, aö ég komist á honum heim, ef ég ek mjög gætilega? Ríkastí maður sveitarinnar Einu sinni kom ríkur jaröeigandi til fátæks viöarhöggsmanns. Hann nam staöar viö veginn og horföi á skógarhöggs- manninn viö vinnu sína. — í dag hef ég enn grætt mikiö, sagöi ríki maöurinn. — Nú á ég allan dalinn, svo langt sem augaö eygir. — Jæja, svaraöi fátæki viöarhöggsmaöurinn. — Nú á ég alla akrana í sveitinni, sagöi sá ríki. — Þaö er einmitt Þaö, svaraöi skógarhöggs- maöurinn. — Og ég á líka öll fjöllin í nágrenninu, hélt ríki jaröeigandinn áfram. — Jæja, svaraöi Þá skógarhöggsmaöurinn. — Þú átt kannski himininn líka, sem hvelfist yfir dalnum? Ríki maöurinn yppti öxl- um. — Ég á hann, svaraöi skógarhöggsmaöurinn og friöur skein úr andliti hans um leiö og hann leit til himins og hélt áfram aö vinna. Næstu nótt dreymdi ríka jaröeigandann, aö ríkasti maöur sveitarinnar væri dáinn. Hann vaknaöi upp meö andfælum. Hann gat ekki skiliö petta ööru vísi en aö Þaö hlyti aö vera hann sjálfur. Og hann var ósköp feginn, Þegar hann sá, aö Þetta var aöeins draumur. En um morguninn frétti hann, aö fátæki skógar- höggsmaöurinn heföi dáiö um nóttina úr hjarta- slagi. Ríka manninn setti nú hljóöan og undarlegur ! tilfinningar bæröust í brjósti hans. Skógar- höggsmaöurinn var Þá Þrátt fyrir allt ríkasti maöur sveitarinnar. Tóti trúður eftir Sigríði Ingu, 9. ára. Einu sinni var trúður. Hann hét Tóti. Tóti ætlaöi einu sinni í gönguferö. Þá datt hann og meiddi sig. — Og ég, sem ætlaöi í fjölleikahúsiö! sagöi Tóti grenjandi. Og krakkarnir hlógu aÖ Tóta. En aumingja Töti, greyiö komst ekki í fjölleikahúsiö um kvöldiö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.