Morgunblaðið - 01.04.1978, Page 39
!
frá Kolstöðum, en þau voru
samtíða í skólanum. Kristín var
tvíburi, en hinn tvíburinn sem var
stúlka dó nokkurra daga gömul.
Systkini Kristínar voru: Guðrún,
lést 1947, ógift; Ari vegavinnu-
verkstjóri í Borgarnesi, kvæntur
Ólöfu Sigvaldadóttur og Þorsteinn
bóndi Skálpastöðum kvæntur Þór-
unni Vigfúsdóttur. Kristín og
Bjarni giftust 7. júlí 1928. Þau
eignuðust fjögur börn: Guðmund
og Svein bændur á Brennistöðum,
þeir eru ókvæntir; Sólveigu Helgu
húsfreyju á Akranesi, gift Amanni
Gunnarssyni véivirkja, og Eystein
bónda í Eskiholti, kvæntur er
hann Katrínu Hjálmarsdóttur
húsmæðrakennara frá Reykjavík.
Hjónin í Eskiholti verða mér og
mínu fólki minnisstæð, en ríkust
er minningin í hugum barna
þeirra og barnabarna sem þau
helguðu líf sitt. Öllum aðstandend-
um Kristínar Guðmundsdóttur eru
færðar sámúðarkveðjur á þessum
vetrardegi þegar hún er kvödd
hinstu kveðju frá Stafholtskirkju.
Mig langar til að láta fylgja
þessum orðum hluta úr ljóðaflokki
Þorgeirs Sveinbjarnarsonar sem
hann kallaði Landslag og birtist í
bókinni; Vísur um drauminn
(1965):
fer á undan
og beygir klettana.
Vekur landinu ljósrödd,
líf sandinum,
■samhljóm moldinni.
Einn sér
eyðist tónninn og deyr,
í fylgd með öðrum
aldrei.
Leið hans
liggur burt
frá þögninni.
Jóhann Hjálmarsson.
Afmælis-
og
minn-
ingar-
greinar
Að marggefnu tilefni skal
athýgli v'akin á þvf, að af-
mælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mcga ekki
vera f scndihréfsformi eða
bundnu máli.
Sé vitnað til Ijóða eða sálma
skal höfundar getið. Greinarn-
ar þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978
39
Eiríkurbigimimdar-
son -Minningarorð
Allt á sína tíð og sinn tíma, eins
er það með okkur mennina og
mannsævina, þeir eru misjafnir
mannanna dagar, bæði að lengd og
gæðum. Nú þegar Eiríkur Ingi-
mundarson er horfinn úr okkar
jarðneska heimi og við sem eftir
lifum og þekktum hann um langa
tíð lítum til baka, sjáum við
manninn sem lifði langan oggóðan
ævidag.
Eiríkur Ingimundarson var
fæddur að Sörlastöðum á Seyðis-
firði þann 24. júlí 1890. Þar ólst
Eiríkur upp hjá foreldrum sínum
Ingimundi Eiríkssyni útvegsbónda
og hans konu Rannveigu Helgu
Rasmusdóttur Lynge. Eignuðust
þau hjón 10 börn. Ingimundur á
Sörlastöðum var beykir að iðn og
vann að smíðum samhliða land-
búnaði og sjávarútvegi. Um hann
var sagt; fjörmaður vél viti borinn
og hagmæltur vel.
Ungur að árum fór Eiríkur að
vinna hvers konar störf hjá
foreldrum sínum, bæði til sjós og
lands. Snemma léku öll störf í
höndum hans, því að eðlisfari var
Eiríkur mjög vel laginn og lagtæk-
ur við hvað sem hann lagði hönd
að. Var sama hvort var um járn
eða tré að ræða er hann vildi
smíða úr. Þegar Eiríkur var 17 ára
gamall fór hann að læra skipa-
smíði hjá Ingvari ísdal, skipasmið
á Seyðisfirði. Var hann í því námi
í 1 ár. Nokkru seinna fór Eiríkur
suður til Reykjavíkur og var þar í
1 ár að læra húsasmíði hjá
Steingrími Guðmundssyni, tré-
smíðameistara (tengdaföður Her-
manns Jónassonar, fyrrv. ráð-
herra). Eftir að Eiríkur kom aftur
heim til Seyðisfjarðar stundaði
hann sjóinn á sumrin og var þá um
árabil formaður á litlum dekkbát-
um, en vann á veturna við báta- og
húsasmíði o.fl. er með þurfti.
Á þessum árum fram undir
miðjan þrítugsaldur var Eiríkur
ennþá ókvæntur. En allt á sinn
tíma, eins var það með Eirík, hans
tími var í nánd að eignast
eiginkonu. Sumarið 1926 réð hann
til sín unga og dugmikla stúlku er
átti að vinna í landi við bátinn
hans. Þessi stúlka, Magnhildur
Láretta Björnsdóttir, varð hans
eiginkona þá um sumarið. Séra
Sveinn Víkingur, sem þá var
prestur á Dvergasteini, gifti þau
Eirík og Lárettu þann 8. júlíl926.
Þetta sama sumar byggði Eiríkur
nýtt íbúðarhús í landi Sörlastaða,
er þau ungu hjón fluttu í strax að
byggingu lokinni. Var þetta hús
nefnt Alfa. Þar áttu þau Eiríkur
og Láretta heima í hálfan annan
áratug og þar fæddust börnin
þeirra fimm, tvær stúlkur og þrír
drengir..
Á þessum búskaparárum þeirra
hjóna þar var Eiríkur mikill
þarfamaður fyrir sitt byggðarlag.
Þegar eitthvað fór aflaga hjá
nágrönnum hans var hann einatt
fenginn til að lagfæra það sem í
ólagi var. Eiríkur gat oftast gert
það sem gera þurfti. Heima hjá sér
hafði hann litla járnsmiðju og
smíðaði í henni ýmsa hluti fyrir
sjálfan sig og aðra, m.a. axir og
hefiltennur og það sem að tré-
smíðunum laut heima fyrir smíð-
aði hann í trésmíðahefilbekknum.
Oft vildu vélarnar í mótorbátun-
um verða stopp. Þá var gott að fá
Eirík um borð til að líta ofan í
mótorhúsið og athuga hvað að var.
Það kom oft í hans hlut að koma
vélunum í gang á ný eftir að hugur
hans og hendur höfðu lagst á eitt
með að finna það sem að var. Eitt
var það enn á iðnaðarsviðinu er
Eiríkur vann að. Var það skósmíði.
Á tímabili smíðaði hann skóna á
fjölskyldu sína og gerði við skó
fyrir nágrannana.
Eiríkur og Láretta fluttu suður
í Njarðvíkur árið 1940 að Narfa-
koti. Þar bjuggu þau í hálfan
annan áratug. Þar í Njarðvíkum
kunnu þau hjón vel við sig og þar
ólust börnin þeirra upp. Eftir að
Eiríkur kom þangað vann hann að
mestu leyti við skipasmíðar um 16
ára skeið. Vann þó á þeim árum af
og til aðra smíðavinnu. Síðasta
vorið sem þau hjón Láretta og
Eiríkur bjuggu í Narfakoti, fékk
Eiríkur sér húslóð upp með
Akurbrautinni. Byrjaði hann á
húsbyggingu þar seinni part maí-
mánaðar þá um vorið. Vann yngsti
sonur hans sem þá var 15 ára
gamall að þeirri byggingu með
föður sínum. Hafði Eiríkur þá á
sama tíma með höndum byggingu
timburhúss austar í hverfinu. Þeir
feðgar slógu ekki slöku við vinnu-
brögðin og unnu að miklum
dugnaði alla virka daga, en aldrei
un helgar. Verkin og afköstin hans
Eiríks skiluðu sér þar sem annars
staðar með miklum ágætum, þó
ekki sýndist neinn sérlegur hraði
þar á ferð. Húsið var fullsmíðað
utan og innan, þar með allar
hurðir og innréttingar í byrjun
októbermánaðar um haustið, og
flutti fjölskyldan þá inn í nýja
húsið sitt sem fékk nafn húsbónd-
ans og byggingameistarans, og var
nefnt Eiríksstaðir. I þessu nýja
húsi áttu þau hjón heima í röska
tvo áratugi eða þar til húsmóðirin
Magnhildur Lá^retta dó þann 5.
febrúar 1976. Eftir að Eiríkur
hætti skipasmíðinni fór hann að
vinna á Keflavíkurflugvelli við
ýmiss konar smíðavinnu. Var
hann í því starfi í nærfellt 20 ár.
Á þeim árum hafði hann trésmíða-
verkstæði í risbyggingunni á húsi
sínu. Smíðaði hann þar marga
góða húsmuni o.fl. fyrir ýmsa
kunningja sína fjær og nær.
Eiríkur var mjög heilsugóður fram
á miðjan níunda ævitug, en
skömmu eftir að hann missti konu
sína fór heilsu hans hnignandi.
Var hann þó einatt eitthvað að
starfa þá helst við veiðarfæri eftir
því sem sjónin leyfði en hún hafði
mikið dofnað síðustu 1—2 árin.
Vorið 1976 fór Eiríkur sem vist-
maður á Dvalarheimilið Ás i
Hveragerði. Var hann þar við góða
aðbúð fram á haust en flutti þá á
nýja Dvalarheimilið Garðvang í
Garði. Var hnann þar í ágætum
félagsskap og umhyggju, þar til
hann fór á sjúkrahúsið í Keflavík.
Þar var hann við bestu aðhlynn-
ingu og hjúkrun. Þar lést hann að
kveldi mánudagsins 27. marz
síðastliðinn.
Það er margs að minnast frá
dögum þeirra Lárettu og Eiríks.
Það var einatt gott að koma inn á
þeirra myndarlega heimili, hús-
móðirin glöð og gestrisin, hús-
bóndin veitull og viðræðugóður.
Eiríkur var mikill bókamaður,
víðlesinn og mjög fróður um
marga hluti. Hann kunni frá
mörgu skemmtilegu að segja. Gat
hann oft hlegið hátt þegar eitt-
hvað spaugilegt var til umræðu.
Margar ferðir kom hann Eiríkur
að Tjarnarkoti til foreldra minna
og eins eftir að móðir mín dó, til
Finnboga föður míns. Finnborgi
hafði róið frá Hánefsstöðum á
Seyðisfirði og höfðu þeir Eiríkur
margt að spjalla frá Seyðisfirði á
þeim tímum.
Það er mikill sjónarsviptir að
sjá ekki lengur þennan stóra og
myndarlega mann hann Eirík á
Eiríksstöðum á gangi um byggðar-
lagið sitt sem hann tók svo mikla
tryggð við, en eins og fyrr var sagt
á allt sinn tilverutíma og nú var
það elzti karlmaðurinn í Njarð-
víkunum sem hvarf af okkar
lífssviði, sóma- og heiðursmaður-
inn Eiríkur Ingimundarson.
Börn þeirra Magnhildar Lárettu
Björnsdóttur og Eiríks Ingi-
mundarsonar eru Helga Sigríður,
búsett í Bandaríkjunum N-Amer-
iku, Svanfríður Olöf, búsett í sama
landi, Ingimundur, slökkviliðs-
maður, búsettur í Innri-Njarðvik,
Sveinn Rafn, slökkviliðsstjóri,
búsettur í Njarðvík, Ástvaldur,
yfireldvarnaeftirlitsmaður, bú-
settur í Kópavogi, og Gunnbjörn,
sonur Lárettu, búsettur í Reykja-
vík. Afkomendur þeirra hjóna
munu nú vera 35 að tölu.
Kveðja frá skrifstofufólki
Sementsverksmiðju ríkisins
Þegar fregnin um lát Svavars
Pálssonar, framkvæmdastjóra,
barst hingað til aðalskrifstofu
Sementsverksmiðjunnar á Akra-
nesi að morgni hins 14. febrúar s.l.
setti aila hljóða og svo mun víðar
hafa orðið raunin á.
Það var eins og hjól tímans
stöðvaðist og ysinn í önn dagsins
hljóðnaði þessa morgunstund.
F’regnin lamaði og vart var
trúað að rétt væri heyrt, þrátt
fyrir það, að síðustu spurnir af
æðrulausri baráttu hans við erfið-
an sjúkdóm bentu til þess, að
naumast yrði vörnum haldið uppi
öllu lengur og að senn mundi
draga að daghvörfum.
Staðreyndinni, sem fregnin
flutti, varð eigi breytt og eigi
umflúin —
„en hér féll grein af góðum
stofni
grisjaði dauði meira en nóg.“
Það er eftirsjón að sérhverjum
samferðamanni, sem fellur frá, og
allra helst þegar mikill hæfileika-
maður og drengur góður er burt-
kallaður langt um aldur fram.
Við, sem eftir dveljum, finnum
„til skarðs við auðu ræðin allra,
sem áttu rúm á sama aldarfari"
og enn frekar finnum við til
þegar við sjónum blasir hið auða
rúm, sem varð við fráfall Svavars
og það skarð, sem ófyllt er.
I fáum kveðjuorðum verður
hvorki rakinn æviferill né önnur
persónusaga Svavars í einstökum
atriðum, enda mun það gert af
öðrum, sem eftir hann mæla.
Við, samstarfsfólk um áraskeið,
geymum minninguna um ágætt
samstarf, drengilegt viðmót og
skilningsrík viðbrögð, ef til var
leitað. Um hógværð, skilning og
háttprýði i hvívetna í umgengni
allri, um festu og öryggi í fram-
kvæmdum og ákvörðunum.
Um hæglátt fas, sem rót sína
mun hafa átt í eðli hans og uppeldi
nema hvort tveggja sé og innri
menningu, er veitti honum yfir-
vegaða rósemi hugans og öryggi á
lífsferð allri.
Við minnumst hins sívökula
óþreytandi áhuga og önn við að
rækja öll störf á hinn bezta hátt
og staðfesta þannig þann trúnað
og það traust, sem hann hvarvetna
naut meðal samskiptamanna inn-
anlands og utan.
Öll loforð efndi hann, því orð
skulu standa og heit, sem efna
skyldi, þurfti eigi að rita niður
með vottum. Orðheldni hans var
óbrigðul. Sánnleikurinn var hon-
um leiðarljós og heiðarleikinn
kjölfestan. Hann leið önn fyrir, ef
svik fundust í munni saniskipta-
manna. Ráðhollur var hann, ráðs-
vinnur og hollvinur þeim sem
hann kaus sér að vini.
Eðlislæg þörf til þess að veita
liðsinni og líkn þeim sem þess
þurftu var honum í brjóst lagin,
enda sló þar hjarta sem kunni að
finna til og næmi sem vísaði
veginn og léði orku til athafna og
hæfni, sem gerði kleift að finna
hina farsælustu lausn hverju sinni
svo drýgst notin yrðu af.
Þegar ég nú í marzmánuði sá
Eirík í síðasta sinn, þar sem hann
lá í rúmi sínu á Sjúkrahúsinu í
Keflavík, gat ég rætt við hann
dálitla stund. Var hann þá furðu
hress og hafði sem oftar gaman-
mál á vörum og er ég ræddi um
aldur hans sagði Eiríkur hlægj-
andi m.a.: Eg er orðinn allt of
gamall og ætti að vera farinn fyrir
löngu. Og nú er hann dáinn,
blessaður. Hafi hann bestu þakkir
fyrir langa og góða samtíð með
mér, minni fjölskyldu, foreldrum
og frændum. Guð blessi minningu
þeirra ágætu hjóna, Lárettu
Björnsdóttur og Eiríks Ingi-
mundarsonar. Innilegar samúðar-
kveðjur til barna þeirra, vensla-
manna og afkomenda.
Guðmundur A. Finnbogason.
Yfirsýn hans yfir rekstur fyrir-
tækis og hin ýmsu viðskipti þess
var nánast með eindæmum. Það
var eins og hann læsi í huga sínum
allar færslur og hreyfingar við-
skipta.
Hafði á reiðum höndum stöðu
hvers viðskiptamanns, hvenær
greiða skyldi og hversu r.iikið.
Þessi hæfileiki hans verði hvort-
tveggja í senn að vera styrkur
hans og veitti honum öryggis-
kennd við dagleg verkefni í
stjórnun fjármála og viðskipta, en
háði honum að vissu marki, að
loknu starfi — oft síðla kvölds —
því samvizka hans bauð honum að
þetta skyldi ekki falla úr huga
hans og hann unni sér vart hvíldar
frá erli og önn stjórnunarstarfa
vegna umhugsunar um hag og
framtíð fyrirtækisins, og þreytti
hann meir en margur gerði sér
grein fyrir og jafnvel hann sjálfur.
Hin víðfeðma og ætíð tiltæka
þekking hans á öllu er að fjármál-
um og fjárhagsmálum laut aflaði
honum mikils trausts á sviði
viðskipta og efnahagsmála og
auðveldaði honum alla ákvörðun-
ártöku og gerði honum kleift að
sjá oft fyrir um þróun þeirra mála
og draga af þeim ályktanir, sem
allir voru kannski eigi ásáttir um,
en reynslan sýndi að glöggskyggni
hans og skarpi hugur sagði þar
rétt fyrir um.
Leiftrandi athugasemdir hans
lýstu upp allar hliðar máls og
sýndi sumar þeirra í nýju ljósi og
aukaatriðin urðu aldrei að aða’atr-
iðum.
En nú er dagsverkinu lokið.
Stóllinn auður. Erill og ys starfs-
ins hljóðnaður á skrifstofu hans.
Þögnin tjáir staðreyndir.
Lífið krefst fórna og þó að
hlekkur bresti í keðju þess, krefst
hið sama líf, að því sé haldið við
og þess vegna kemur maður í
manns stað. Annar mun setjast í
hið auða sæti, en það, sem var,
kemur aldrei aftur fyrir ytri
sjónir. Er aðeins geymt í minning-
unni og i hinni innri sjón er lýsir
og veitir brautargengi.
Því skal minning um madan
dreng og mikilhæfan ylja okkur og
verða styrkur í þeirri viðleitni að
halda merki hans á loft — vinna
störfin í þeim anda og með því
hugarfari, sem hann var fyrir-
Framhald á hls. 45.
Svavar Pálsson
—Minningarorð
!