Morgunblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
7
r
Mannréttindi
og jöfnuöur
Flestir munu viftur-
kenna aö kosningaréttur
sé eínn mikilvægasti
Þáttur almennra mann-
réttinda. Flestir munu og
sammála um að jöfnuður
eigi að ríkja í mannrétt-
indum hér á landi, án
tillits til búsetu, kyns eða
skoðana. Engu að síður
viðgengst Það að vægi
atkvæða er fimmfalt á
einum stað (Vestfjörð-
um) í samanburði við
annan (Reykjanes).
Fólk, sem býr í strjál-
býli, skortir mikið á jöfn-
uð um ýmiss konar aö-
stöðu borið saman við
íbúa Reykjavíkur og ná-
grennis. Það kemur m.a.
fram í námsaðstöðu,
vöruverði og mismunandi
fjarlægð frá stjórnsýslu-
og menningarmiðstöðv-
um. Það er Því almennt
viðurkennt að misvægi
atkvæða til AlÞingis geti
verið réttlætanlegt innan
vissra marka, til að jafna
annan aðstööumun. i Því
efni hefur verið talað um
tvöfalt vægi atkvæðis í
strjálbýli á við atkvæði í
stjórnsýslukjarnanum.
Hér skal enginn dómur
lagður á réttmæti slíks
misvægis. Hitt munu
flestir sammála um, að
ríkjandi misvægi sé um
of og að leiðrétting Þar á
verði ekki lengur snið-
gengin.
Frumvörp
á Alþingi
Fram eru komin Þrjú
Þingmannafrumvörp,
sem höfða til Þess mis-
vægis, er hér um ræðir.
Fyrst skal nefna frum-
varp nokkurra stjórnar-
Þingmanna úr Reykjavík-
ur- og Reykjaneskjör-
dæmum. Það felur í sér
breytt fyrirkomulag um
skiptingu uppbótarping-
sæta, Þ.e. varðandi
landskjörna Þingmenn.
Hlutfallsákvæði gildandi
kosningalaga falli niður.
Atkvæðamagn framboðs-
flokka ráöi eitt skiptingu.
Þetta raskar ekki ping-
styrk flokkanna en flytur
hins vegar uppbótarÞing-
sæti frá fámennari kjör-
dæmum til Reykjavíkur
og Reykjaness. í annan
stað er frumvarp Odds
Olafssonar, pingmanns
Reyknesinga, sem felur í
sér að Reykjaneskjör-
dæmi verði skipt í tvö
kjördæmi, er hljóti fimm
kjördæmakosna ping-
menn hvort. Reykjavíkur-
Þingmönnum fjölgi um
tvo. Þetta Þýðir fjölgun
kjördæmakosinna Þing-
manna höfuðborgar-
svæðis og Suðurnesja
um 7. Á móti fækki
landskjörnum Þingmönn-
um um sömu tölu. Loks
er frv. Jóns Á. Héðinsson-
ar, Þess efnis, að 5%
heildarkjörfylgis fram-
boðsflokks nægi til
landskjörs Þingmanns
eða Þingmanna, en í
gildandi lögum er gert
ráö fyrir Því aö ftokkur,
sem hvergi fær kjör-
dæmakosinn Þingmann,
eigi ekki rétt á uppbótar-
pingsæti.
Þetta eru einu tillög-
urnar, sem fram hafa
komið á AlÞingi um
breytingar á gildandi
kosningalögum eða kjör-
dæmaskipan.
Sýndar-
mennska
Alþýöubanda-
lagsins
Hér verður hvorki rætt
um umfjöllun stjórnar-
skrárnefndar né Þing-
flokka á kosningalögum
eða kjördæmaskipan.
Hætt er við að Þar eigi
allir flokkar hlut að um-
deilanlegu aögerðaleysi.
Þingmenn úr stjórnar-
flokkum hafa nú sýnt
viðleitni í Þá átt að ná
fram breytingum til leið-
réttingar. Sama verður
ekki sagt um stjórnar-
andstöðuna. Hún hefur
hvorki flutt frv. til breyt-
inga á kosningalögum
eöa kjördæmaskipan, ef
undan er skiliö framan-
greint frv. Jóns Ármanns
Héðinssonar.
Kjósendur AIÞýðu-
bandalagsins í Reykjavík
og á Reykjanesi, sem Það
hefur algjörlega sniö-
gengið varðandi prófkjör
og almannaáhrif á fram-
boð, hafa engu að síður
vænzt Þess að Þingmenn
Þess sýndu lit á breyting-
um varðandi jöfnuö á
vægi atkvæða. Sú von
hefur herfilega brugðízt
— eins og aðrar, tengdar
Þessum flokki. Þess í
stað flytur Þingflokkurinn
bla-bla-tillögu, sem er
gegnsæ eins og gler. Allir
vita að Þar ráða ferð
persónuleg viðhorf varð-
andi tiltekin uppbótar-
Þingsæti. Hagsmunir
hinna almennu kjósenda
á Reykjavíkur- og Reykja-
nessvæðinu skipta Þing-
flokk Þess engu, fremur
en prófkjör eða almanna-
afskipti á öðrum sviðum.
Litla Ijóta kommaklíkan
verður að deila og
drottna í Þessu sem öðru.
jilesöur
á morgun
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd.
Séra Hjalti Guðmundsson. Messa
kl. 2 síðd. Séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson prestur á ísafiröl
messar. Sunnukórinn á ísafiröi
syngur, organleikari Kjartan Sigur-
jónsson. Séra Þórir Stephensen.
LANDAKOTSSPÍTALINN Messa
kl. 10 árd. Séra Þórir Stephensen.
ÁRB/E JARPREST AK ALL
Barnasamkoma í Safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í Safnaóarheimilinu
kl. 2. Fermingarmyndir afhentar
eftir messu. Séra Guömundur
Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 aó
Norðurbrún 1. Séra Grímur Gríms-
son.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Fermingarguðsþjónustur í Bú-
staöakirkju 16. apríl kl. 10.30 árd.
og kl. 2 síðd. Altarisganga fer fram
þriöjudagskvöld 18. apríl kl. 8.30.
Séra Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA
Fermingarmessur Breiðholts-
prestakalls kl. 10.30 og kl. 2.
Sóknarnefndin.
DIGRANESPREST AKALL
Barnasamkoma í Safnaöarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30
og kl. 14. Séra Þorbergur Krist-
jánsson.
FELLA- OG HOLAPRESTAKALL
Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11
árd. Guðsþjónusta í Safnaðar-
heimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 síðd.
Séra Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA
Barnasamkoma kl. 11.00. Ferm-
ingarmessa og altarisganga kl.
14.00. Organisti Jón G. Þórarins-
son. Séra Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11.
Lesmessa n.k. þriöjudag kl. 10.30
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
LANDSPÍTALINN Messa kl. 10
árd.. Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Guösþjónusta kl. 2. Séra Tómas
Sveinsson.
KÁRSNESPREST AKALL
Barnasamkoma í Kársnesskóla kl.
11 árd. Athugið, sóknarpresturinn
verður fjarverandi fram til 1. júní.
Séra Þorbergur Kristjánsson
gegnir störfum fyrir hann á meðan.
Séra Árni Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL
Ferming kl. 10.30 árd. Guðsþjón-
usta kl. 2. Kór Árbæjarskóla
annast söng. Sóknarnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL
Guösþjónusta í Hátúni 10b (Land-
spítaladeildum) kl. 10 árd. Barna-
guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 2.
Kirkjukaffi eftir messu í fundarsal
kirkjunnar. Teikningar af nýja
safnaöarheimilinu verða til sýnis.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Séra Guðmundur Óskar
Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 2 e.h.
Séra Frank M. Halldórsson. Bæna-
guðsþjónusta kl. 5 síðd. Séra
Guömundur Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN Reykjavík
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni
Gunnarsson. Messa kl. 2 síöd.
Séra Þorsteinn Björnsson.
FILADELFÍUKIRKJAN Almenn
guösþjónusta kl. 8 síðd. Ræðu-
maður Einar Gíslason frá Hjalteyri.
Einar J. Gíslason.
DOMKIRKJA KRISTS Konungs
Landakoti Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síöd.
SELTJARNARNESSÓKN
Guösþjónusta í félagsheimilinu kl.
GUÐSPJALL DAGSINS:
Jóh. 16.:
Eg mun sjá yður aftur.
LITUR DAGSINS
Hvítur. Litur gleðinnar.
11 árd. Séra Frank M. Halldórs-
son.
GRUND — elli- og hjúkrunar-
heimílíð Messa kl. 2 síðd. Agnes
Siguröardóttir guöfræöinemi
messar. Fél. fyrrverandi sóknar-
presta.
K.F.U.M. Amtmannsstig 2B
Sunnudagaskóli fyrir öll börn kl.
10.30 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 siöd. Hjálp-
ræöissamkoma kl. 8.30 síöd.
Lautinant Evju.
FÆREYSKA Sjómannaeimilið
Samkoma kl. 5 síðd. Jóhann
Olsen.
GARÐAKIRKJA Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Ferming
og altarisganga kl. 2 síöd. Séra
Bragi Friðriksson.
KAPELLA Sl. Jósefssystra
Garðabæ Hámessa kl. 2
síðd.
MOSFELLSPRESTAKALL
Lágafellskirkja. Messa. Ferming kl.
13.30. Séra Birgir Ásgeirsson.
HAFNARFJARDARKIRKJA
Fermingarmessur kl. 10.30 árd. og
kl. 2 síðd. Séra Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði
Guösþjónusta kl. 2 síðd. Aðalfund-
ur safnaðarins eftir messu. Séra
Magnús Guöjónsson.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL
Fermingarguösþjónusta í
Innri-Njarövíkurkirkju kl. 2 síðd.
Séra Páll Þóröarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA
Fermingarguösþjónusta kl. 10.30
árd. og kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA
Fermingarguösþjónusta kl. 10.30
árd. Séra Björn Jónsson.
ODDAKIRKJA
Fermingarmessa kl. 2. Séra
Stefán Lárusson.
Kaffihlaóborð
veröur í félagsheimili Fáks, sunnudaginn 16. apríl.
Húsiö opnaö kl. 15.
Nú komið þiö og drekkiö ^íðdegiskaffiö hjá
okkur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hestamenn og velunnarar hestamennsku, mæt-
um öll.
Fákskonur sjá um hiö rausnarlega kaffihlaöborö.
Fákskonur.
Kökubazar
Kvenfélagiö Hrönn heldur kökubazar aö Dvalar-
heimilinu Hrafnistu í dag laugardaginn 15. apríl
kl. 2.
Nefndin.
Vökvabeltagröfur
til sölu
JCB 8 D 1973.
JCB 6 V 1969
Eínnig frámokstursbóma og skófla á Broyt X2 B.
Upplýsingar í síma 91-83151.
sýningarsalur
Síöumúla 35 sími 85855
Fiat 132 GLS ‘77 km: 20 Þ. 2.700.000-
Fiat 131 Sp ‘77 km: 11 Þ. 2.400.000-
Fiat 128 Sp ‘76 km: 20 Þ. 1.600.000-
Fiat 127 Sp ‘77 km: 10 Þ- 1.650.000-
Fiat 128 ‘74 km: 40 Þ. 900.000-
Fiat 127 ‘74 km: 50 Þ. 750.000-
Toyota Mark II ‘72 km: 90 Þ- 1.100.000.-
V.W. 1300 ‘72 km: 67 Þ- 700.000-
HAFNFIHÐINGAR,
Sveinn Þ. Guðbjartsson
Vandið val ykkar í prófkjöri
Prófkjöri Sjálfstæöisflokksins lýkur
í kvöld kl. 22.00.
Sýnum átak í verki meö góöri þátttöku.
Stuðningsfólk
Sveins Þ. Guöbjartssonar.
Aðstoð og upplýsingar: Símar 50361
53460