Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 Magnús Magnússon, forstjóri: Islenska þjóðin verður að hafa for- ystuhlutverk í nýtingu hafsvæða Orfá orð um verksmiðjuskipið, tilgang þess og möguleika Allmiklar umræður hafa orð- ið í fjölmiðlum og manna á meðal vegna umsóknar minnar um kaup eða leigukaup á 40.000 tonna flutningaskipi, sem breyta á í verksmiðjuskip, en ráðgert er að setja í skipið fiskimjölsverksmiðju með um það bil 2000 tonna afköstum á sólarhring, en auk þess vélasam- stæðu til vinnslu á kolmunna til manneldis, ásamt tilheyrandi frystihúsavélum. Astæðan til þess að ég gríp til pennans er ekki sú, að mál þetta krefjist frekari útskýringa. Itar- leg óg vönduð skýrsla hefur verið lögð fyrir hlutaðeigandi yfirvöld, sem vera ber, en ég hefi orðið þess var, að margir halda að verið sé að fara fram á ríkisábyrgð fyrir skipið, eða einhverjar baktryggingar á Is- landi. Svo er ekki. Það er aðeins verið að fara fram á leyfi til kaupleigusamnings, eða kaupa á skipinu, sem kostar um 7 milljarða króna, eða viðlíka og 4—5 ný loðnuskip af fullkominni gerð. Þá er einnig rétt að taka það fram, að erlendir auðhringar eru ekki í spilinu, þetta er innlent framtak og skipinu er ætlað að nýta fiskstofna, sem eru ekki nýttir þessa stundina, m.a. vegna fjarlægðar á miðin. Forsaga málsins Forsaga þessa máls er sú, að á sínum tíma lét Hafskip hf. gera skýrslu um kaup og rekstur á norska bræðsluskipinu NOR- GLOBAL, en félagið hafði þá fengið forkaupsrétt að skipinu. Ekki varð þó af þeim kaupum af ýmsum ástæðum, sem kunnugt er. Eftir að kaupin á NORGLOBAL höfðu runnið út í sandinn og Hafskip hf. hafði fallið frá kaupum, hélt ég áfram athugunum á þessu máli með fullu samþykki hlutaðeigandi aðila og beindist athugunin nú að þeim möguleika að breyta flutningaskipi (bulk carrier) í verksmiðjuskip. Það kom í ljós við athugun að mun stærra skip en NORGLO- BAL var hentugra til þessara hluta. Veldur þar mestu að hráefnisgeymslur NORGLO- BALS eru aðeins 4000 tonn, eða sem nemur rúmlega þriggja daga afköstum verksmiðjunnar þar um borð. A hinn bóginn er talið að loðna þurfi helst að vera a.m.k. fimm daga gömul þegar hún fer til vinnslu, því á þeim tíma nær hún að brjóta sig sem kallað er og verður þá betra hráefni. I nýja skipinu verða 10—12.000 tonna hráefnis- geymslur þannig að skipið getur brætt loðnuna á hentugu vinnslustigi. En athuganir mínar leiddu fleira í Ijós. Fljótlega beindust þær að nýjum úrræðum og nýjum fisktegundum, og þá sérstaklega að kolmunnaveið- um, en kolmunnastofninn við landið er ekki nýttur. Talið er að kolmunnastofninn geti gefið af sér um 1—2 milljónir tonna á ári. Stofninn er núna um það bil 15 milljón tonn í Norður-At- lantshafi. Þetta er farfiskur og heldur sig vissa hluta ársins innan íslenzkrar fiskveiðiland- helgi, en þá myndar hann stóra torfu á Dornbanka, sem er langt undan landi, eða um 200 sjómíl- ur vestur af landinu. Talið er að fiskveiðiþjóðirnar í Norður-Evrópu veiði nú um 150—180 þúsund lestir á ári, og taka Islendingar sáralítið til sín af þeim afla. Allmikil umræða hefur verið hér á landi um nýtingu nýrra fiskstofna. Fyrir örfáum árum veiddum við ekki loðnu. Nú er loðnan orðin þýðingarmikill fiskur fyrir þjóðarbúið. Þetta er þeim mun dýrmætara, þar sem um ofveiði hefur verið að ræða á hinum hefðbundnu fiskteg- undum, þorski og ýsu. Ef Islendingar ætla að halda lífskjörum sínum og rétta í leiðinni við þorskstofninn við landið, verðum við að nýta nýja fiskstofna og það tel ég vera unnt með hinu nýja skipi. Vinnsla á kolmunna Kolmunninn er talinn vera sú fisktegund sem mest er af í Norður-Atlantshafi. Stofnstærð 10—20 milljónir tonna. Fiskurinn vex hratt og hefur við tveggja ára aldur náð 23—25 centimetra stærð. Hann bragð- ast líkt og þorskur, enda af sömu ætt, og þýðingarmiklar tilraunir hafa vérið gerðar til þess að nýta hann í staðinn fyrir þorsk, t.d. í Bretlandi og víðar. Smíðaðar hafa verið sérstakar flökunarvélar, og þótt þær hafi ekki allar reynst vel, er nú svo komið að búið er að finna upp nothæfar vélar af fleiri en einni gerð. Það virðist þó enn vera forsenda nauðsynlegrar nýting- ar, að fiskurinn sé nýr, en hann geymist illa, mun verr en aðrar þorsktegundir, vegna átunnar. Ymsar tilraunir til geymslu hafa verið reyndar, og nú virðast menn helst hallast að því að heilfrysta kolmunna á fjarlægum miðum, þýða síðan upp í landi og vinna hann þar. Þar að auki er kolmunninn bræddur í fiskimjöli í stórum stíl. Má nú telja að kolmunnaveiði til manneldis sé órðin staðreynd t.d. í Bretlandi, þar sem hann kemur í staðinn fyrir þorsk, en auk þess er hann unninn í mjöl og lýsi. Þarna vinnst tvennt. Unnt er að útvega þjóðinni fisk til neyslu og unnt er að nýta togaraflota landsins við arðbær- ar veiðar, þótt fiskveiðar á fjarlægum miðum séu að mestu úr sögunni hjá Bretum. Hugmyndir mínar með hið nýja verksmiðjuskip eru þær að skipið geti starfað á kolmunna- miðunum suður og vestur af landinu. Þessi mið liggja of fjarri landi til þess að hag- kvæmt sé að nota togaraflota okkar við veiðarnar. Skuttogar- arnir hafa ekki stórar lestar og 300—400 sjómílna sigling með fullfermi svarar ekki kostnaði. Ef unnt væri að landa á miðunum í stórt verksmiðju- skip, breytast allar forsendur. Þá má veiða í stórum stíl og landa á staðnum. Þá má nýta togaraflota landsmanna, sem telur um 75 skip og beina flotanum eða hluta hans frá sókn í þorskinn og aðra við- kvæma stofna. Alls er gert ráð fyrir að skipið geti fengið til vinnslu um 250 þúsund tonn af kolmunna á ári, og fiskurinn færi til mjölvinns.u og til manneldis. Um borð í verksmiðjuskipinu Verður að vera góð þjónusta fyrir veiðiflotann. Hann fær þar vistir, eldsneyti og matvæli. Einnig viðgerðarþjónustu og læknishjálp og annað, sem sótt er í hafnir. Stórt þyrluþilfar verður að hafa, þannig að samgöngur úr lofti séu möguleg- ar. Gert er ráð fyrir að kol- munnanum sé dælt um borð í verksmiðjuskipið og hann sé flokkaður. Stærsti fiskurinn fer í flökunarvélar, þar sem hann síðan er unninn í marning, sem síðan verður seldur til Japans í „surimi", sem er einskonar fiskfars. Japanir nota árlega um 6—800 þúsund tonn af surimi, en þar sem veiðar þeirra á fjarlægum miðum hafa dregist stórlega saman, ríkir nú fisk- skortur þar og skortur er á „surimi". Telja útflytjendur því að auðvelt sé að selja þessa framleiðslu. Afköst nýja verk- smiðjuskipsins yrðu um 2—300 tonn af frystum kolmunna á sólarhring. Afurðir skipsins yrðu fluttar á márkað í sérstökum flutninga- skipum, mjöli yrði blásið í flutningaskip og unnt er að ísa kolmunna í kassa og flytja til lands með ódýrum hætti í 500 tonna flutningaskipum, sem kosta aðeins brot af verði togara. Þannig væri unnt að senda flokkað hráefni til lands til vinnslu í frystihúsunum. Togarar væru við veiðar ein- vörðungu. Þessar samgöngur má síðan nota til áhafnaskipta og til að afla vista og nauðsynja. Ef um loðnuveiði væri að ræða, yrði þeim hagað á svipað- an hátt og gert var í NORGLO- BAL, nema meiri nýting fæst með fullkomnari vélum og mengun verður minni, því nýja skipið verður með gufuþurrkur- um, en ekki eldþurrkurum, einsog nú tíðkast í fiskimjöls- verksmiðjum hér á landi. Loðnufrysting verður auk þess um borð og hrognasöfnun, sem er mikið atriði. Gjaldeyristekjur og verksmiðjuskip Það hefur verið sýnt fram á það hér að framan, að 40.000 tonna verksmiðjuskip getur gert þjóðinni kleyft að nýta nýjan fiskstofn, sem ekki er nýttur við núverandi aðstæður. Allmörg stór verksmiðjuskip eru nú í Atlantshafinu, þau eru notuð við Afríkustrendur og hafa reynst arðsöm. Hollenska hvalveiðifélagið Framhald á bls. 30. Sjötugur: Andrés Kristinn Hansson bifreiðastj. Þegar farið er um landið má sjá, að víða hafa verið reistir steinar við veginn, þar sem á eru letraðar vegalengdir, og þá er oftast miðað við fjarlægðir frá Reykjavík. Áður fyrr tóku menn vel eftir þessum áletruðu steinum, því að þá voru farartækin oftast hestar og kerr- ur, og öll umferð hægari en nú er, en menn vildu þó gjarnan vita, öðru hvoru, hvernig ferðinni mið- aði. Nú þjóta menn áfram í bifreið- um sínum, og þurfa ekki annað en líta sem snöggvast á mæjaborðið, til þess að fylgjast með hraðanum eða sjá, hve langt hefur verið ekið. Tíminn er oftast furðu fljótur að líða og aldur okkar mannanna miðast við árin, sem aðbaki liggja. Öðru hvoru lítum við til baka, ekki síst þegar stendur á heilum tugum, og við viljum minnast góðra vina og samferðamanna. í dag er Andrés Kristinn Hans- son, bifreiðastjóri, Skeggjag. 25 sjötugur og áreiðanlega hugsa margir hlýtt til hans, á þessum merkisdegi á ævi hans. Andrés Kristinn er fæddur að Fitjakoti á Kjalarnesi 15. apr. 1908, foreldrar hans voru þau hjónin Hans Gíslason, bóndi ætt- aður af Kjalarnesi og Guðlaug Jónsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna og var yngstur systkina sinna. Á æskuárum Andrésar var siður, að bórn og unglingar störfuðu á heimilum foreldra sinna, eftir því sem kraftar þei'rra leyfðu og myndu þó sum þessara starfa þykja allerfið börnum og unglingum nú í dag. Þá var siður, að mjólk var flutt á hestvögnum til Reykjavíkur úr nágranna- byggðum borgarinnar og ungling- ar önnuðust oft þessa flutninga. Andrés Hansson var ekki gamall, þegar hann byrjaði á slíkum flutningum, og í fyrstu munu mjólkurbrúsarnir hafa reynst honum nokkuð þungir í skauti. En kannski hafa þessir mjólkur- flutningar drengsins frá Fitjakoti orðið fyrirboði þess, er síðar varð, því að vissulega átti Andrés eftir að aka betri og afkastameiri farartækjum en gömlu hestakerr- urnar voru. Bílaöldin var þá gengin í garð og þótti það, á þeim árum, nokkur frami ungum mönnum að stjórna slíkum farartækjum. Rúmlega tvítugur eða 1929 gerðist Andrés bifreiðarstjóri hér í Reykjavík og segja má, að það hafi verið ævistarf hans. Á fyrstu árunum ók hann mjólkurbílum austan úr Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu og víðar um Suðurland. Vegir voru þá víða slæmir og í bílana vantaði þá ýmis tæki, sem nú þykja nauðsynleg og sjálfsögð, þegar verið er að hlaða þá og afferma. Það var tæplega á valdi annarra en harðduglegra manna, að stunda bifreiðarakstur á þess- um árum. En -auk þess höfðu bifreiðarstjórarnir á hendi margs konar fyrirgreiðslu fyrir fólk, sem bjó nálægt helstu flutningaleiðum bíianna, og tölu þeir yfirleitt ekki eftír sér snúningana, ef þeir gátu gert fólki greiða. Andrés var sérstaklega farsæll maður í starfi sínu, gætinn og athugull, lipur og hjálpsamur. Á löngum starfsferli hans hafa miklar breytingar orðið. Vegir hafa batnað, og farartækin sjálf orðið kraftmeiri og vandaðri. Þá er til þess tekið, hve Andrés hefur jafnan verið hirðusamur um bila sína og látið sér umhugað um, að hafa allt í sem bestu lagi. Hann hefur jafnan notið trausts og virðingar, sem öruggur og ábyggi- legur bifreiðarstjóri og gott að vita af honum við stýrið í lengri eða skemmri ferðum. Hann er jafnan léttur í lund og gamansam- ur, reglusamur og ábyggilegur, og drengur hinn besti. Áreiðanlega eru margir, sem beint eða óbeint telja sig standa í þakkarskuld við hann. Andrés kvæntist vorið 1934 Þuríði Björnsdóttur úr Reykjavík og hafa þau lengst af búið á Skeggjagötu 25 hér í borginni. Af 6 börnum þeirra eru 4 á lífi, Erna gift Valdimar Hansen, lækni, Sigrún gift Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi, Kristín gift Gunnari Árnasyni sálfræðingi og Þorgeir verkfræðingur kvæntur Þrúði Gunnlaugsdóttur. ÖIl eru börnin búsett í Reykjavík og nágrenni og bera vitni góðs uppeldis og um mannkosti foreldra sinna, og hafa öll notið hinnar bestu menntunar. Þó að stundum hafi á móti blásið í lífi þeirra Þuríðar og Andrésar, þá hafa þau mætt erfiðleikunum sameiginlega með festu og bjart- sýni. Þó að Andrés hafi lengst af orðið að vinna hörðum höndum, hefur hann gefið sér tíma til þess að ferðast allmikið, bæði hér heima og erle dis og jafnan reynst góður ferðafélagi, úrræðagóður og öruggur, hvort sem hann hefur setið við stýrið á íslenskum fjallvegum, þar sem vandfarið er, eða hann hefur ekið á hraðbraut- um erlendis, eða í iðandi umferð stórborga. Hann er alstaðar jafn salla rólegur og öruggur og enginn sér honum bbregða. Munum við hjónin seint gleyma góðum ferða- félögum frá ánægjulegri ferð um Norðurlönd 1961. Þegar Andrésar er minnst á sjötugsafmæli hans, þá má síst gleyma þeim þætti, sem frú Þuríður á í lífsgæfu þeirra hjóna og hve sterk þau bönd eru, sem tengt hafa börnin þeirra við æskuheimilið á Skeggjagötunni. Það þarf enginn að staldra þar lengi við, til þess að sannfærast um myndarskap húsfreyjunnar og þeirra hjónanna beggja. Nú þegar vorar verður þess ekki langt að bíða, að við sjáum húsbóndann við garðyrkjustörf, sunnan við húsið þeirra. Andrés hefur alltaf verið í þjónustu vorsins og gróandans, og svo mun jafnan verða, meðan kraftar hans leyfa. Með þeirri hugsun sendum við hjónin þeim frú Þuríði og Andrési og fjölskyldu þeirra bestu árnað- aróskir og afmæliskveðjur á þess- um tímamótum í ævi húsbóndans. Óskar J. Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.