Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 2 1 Norrœn samvinna er staðreynd sem á sér mikinn hliómgrunn Hér fer á eftir ræða sú, er K.B. Andersen, utanríkisráðherra Dana, flutti í hófi, sem íslenzka ríkisstjórnin hélt honum til heið- urs á Hótel Sögu í gærkvöldi. „Utanríkisráöherra, Þórunn Sigurðardóttir, herrar mínir og trúr. Ég vil byrja á því að þakka hjartanlega fyrir þær hlýlegu mót- tökur, sem við höfum fengið hér á íslandi og hér í kvöld. Við metum mikils þá einlægu gestrisni, sem okkur er sýnd. Stöðugt og náið samband ríkis- stjórnanna á Norðurlöndum, bæði á fundum norrænu utanríkisráð- herranna og á fundum Norður- landaráðs, er ótvíræð sönnun þess að norrænt samfélag og norræn samvinna eru ekki innantómt oröagjálfur, heldur áþreifanlegar staðreyndir, sem eiga sér mikinn hljómgrunn hjá almenningi og hvetja okkur stööugt til aukinnar samvinnu og samstöðu. Þrátt fyrir tíða fundi á vettvangi Norðurlandaráðs er stundum nauösynlegt að nota tækifæri, sem gefast í heimsókn sem þessari, til að rækta og styrkja sambandiö milli landa okkar og ræða til hlítar alþjóðamál. Þetta hafa viöræöur okkar í dag staðfest. Þúsund ára sameiginlegur arfur tengir lönd okkar. Uppruni þjóöa okkar er hinn sami og um aldir — sagði K. B. Andersen utan- ríkisráðherra Dana í ræðu sinni í ríkis- stjórnarveizl- unni í gærkvöldi hafa gagnkvæm áhrif sett svip á sögu okkar, menningarlíf og þjóð- félagsþróun. Ég er sannfærður um að ef lýsa ætti samskiptum íslands og Dan- merkur í stórum dráttum mætti í fyrsta lagi slá því föstu að engin vandamál milli ríkjanna eru fyrir hendi. Sé litið á málið frá öðrum sjónarhóli vekur það athygli hve sameiginleg afstaða okkar kemur skýrt í Ijós, bæöi á norrænum og alþjóðlegum vettvangi. Við Danir dáumst mjög að íslandi og ís- lenzku þjóðinni, sem hefur sýnt og sannaö svo ekki verður um villzt aö miklum árangri má ná í baráttu mannsins við óblíð og duttlunga- full náttúruöfl og að sögulegur skilningur og hefðir geta auðgaö okkur á líöandi stund og í framtíð- inni. Danmörk er sem kunnugt er hið eina Norðurlandanna, sem á aðild aö Efnahagsbandalagi Evrópu, en það er okkur ánægjuefni að öll hin Noröurlöndin hafa látiö í Ijós vilja til náinna tengsla viö bandalagiö. Hinn norræni menningararfur okk- ar og stjórnmálalegar hefðir, sem við eigum í sameiningu, hafa veitt rödd Dana norrænan styrk, á sama hátt og við teijum, að vera okkar í bandaiaginu geti veriö gagnleg fyrir skoðanaskipti á Norðurlöndum. í þessu tilliti hefur Dönum ekki veitzt örðugt að gegna hlutverki sínu. Norðurlöndin og aðildarríki Efnahagsbandalagsins eiga sér aö mörgu leyti sömu hugsjónir og sömu framtíðaráform. Það er Ifka Ijóst, að Efnahagsbandalag Evrópu hefur ekki áhuga á að vera einhvers konar klúbbur útvaldra, heldur er því umhugað um að eiga samstarf viö ríki utan bandalags- ins. Þetta gildir um Norðurlöndin, sem af ýmsum ástæöum hafa annars konar tengsl viö bandalag- ið en við höfum, og þetta gildir einnig um þau ríki.sem nú hafa sótt um aöild aö bandalaginu. í öryggismálum hafa íslendingar og Danir kosið sömu lausn, það er að segja aðild að NATO. island er landfræöilega á miðri líflínunni milli Norður-Ameríku og Evrópu og því gerum við Danir okkur Ijósa grein fyrir þeirri miklu þýðingu, sem stefna islands í öryggismálum og framlag íslendinga til NATO hefur verið fyrir varnir Norður-Atlants- hafssvæðisins. Með það öryggi að bakhjarli, sem felst í aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu, hafa bæði löndin árum saman fylgt stefnu sem miðar að því að eyða tortryggni og ótta milli austurs og vesturs en koma á í staðinn gagnkvæmri virðingu, skilningi og samvinnu. Helsinki-ráðstefnan, og Bel- grad-ráðstefnan í framhaldi af henni, hafa verið mikilvæg skref á þessari leið. Á fundinum í Belgrad kom enn í Ijós að Danir og íslendingar voru sammála í öllum meginatriðum og sameinuðust um að á síðari fundum skyldi stefnt að því aö ná áþreifanlegum árangri. Með því að halda áfram með þá kröfugerð geta lönd okkar lagt sitt af mörkum til þess að slökunar- stefnan verði í samræmi við þau markmið, sem ákveðin voru á árinu 1975, og að hún skili árangri sem hefur þýðingu fyrir einstakl- inginn, bæði í austri og vestri. Það sem máli skipti á Belgrad-fundin- um var að þátttökuríkin staðfestu öll lokayfirlýsinguna og vilja sinn til að fara eftir henni í öllum atriöum. Einnig náðist mikilvæg samstaöa um aö halda áfram hinum marg- þættu slökunartilraunum í Madrid árið 1980 á nýjum fundi til athugunar á efndum á Hels- inki-yfirlýsingunni. Eins og rætt var um á síðasta utanríkisráðherra- fundi Noröurlanda virðist svo sem þróunin á alþjóðavettvangi, eink- um hvað viðkemur samskiptum stórveldanna, sé sú að fámennar þjóöir séu aö fá aukna möguleika til að hafa veruleg áhrif á gang alþjóöamála. Það hlýtur að gefa ástæðu til bjartsýni varðandi framtíð mann- kynsins að Norðurlöndin eru nú friðsælt svæði, þar sem samvinna skipar ríkan sess. Ég hef þá von og trú að einnig önnur lönd og aðrar þjóðir muni á sama hátt og Norðurlandabúar komast _aö því með aukinni kynningu og sam- bandi að bezt gengur að leysa vandamálin þegar það er gert í sameiningu. Ég er þess fullviss að í samein- ingu munum við auka enn þá góðu og árangursríku samviðnu, sem er milli Dana og íslendinga, ekki sízt á menningarsviðinu. Með þá ósk í huga skulum við skála fyrir inni- legri vináttu þjóða okkar hér eftir sem hingað til, fyrir forseta íslands, fyrir þér og Þórunni Sigurðardóttur og fyrir öllum íslenzku gestunum hér í kvöld.“ Þingskýrsla um meðferð dómsmála: 9 af hverjum 10 einkamálum afgr. innan árs Ég vœnti Þess að Það verði árviss atburður að skýrsla um meöferö dðmsmála verði lögð fyrir AlÞingi, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, er hann mnlti fyrir slikri skýrslu í Sameinuðu Þingi í gnr. Slik skýrsla veitir aðhald í dómskerfinu. Þingmenn eiga rétt á að fylgjast með gangi Þessara mála. En hafa verður í huga að dómstólar starfa sjálfstntt, óháðir framkvnmdavaldinu, og eftirlit Þingmanna verður að vera innan Þess ramma sem Þrískipting stjórnkerfisins gerir ráö fyrir. STADA DÓMSMÁLA í máli ráöherra kom m.a. fram: • 1) Spurzt var fyrir um þaö hjá dómsaö- ilum, hve mörg einkamál, sem dómtekin vóru fyrir 1. júní sl., hafi legiö fyrir 1. október sl., án þess aö dómur hafi falliö í þeim. Ekkert slíkt mál reyndist vera til meöferöar hjá dómstólum. • 2) Þá var spurzt fyrir um mál, sem þingfest heföu veriö fyrir 1. október 1975 og væri enn ólokiö 1. október sl. Þessi mál reyndust vera 113, þar af 67 hjá yfirborgardómara í Reykjavík. Af þessum 113 vóru 45 þingfest á árunum 1966 til 1973. Mörg þeirra eru hins vegar úr sögunni nú. Geröi ráöherra grein fyrir stööu hvers einstaks máls og hverjar ástæöur heföu legiö til þess, aö viökom- andi mál heföi tafizt. Taldi ráöherra aö í mörgum tilfellum væru marktækar skýr- ingar til staöar en í nokkrum málum væri svo ekki, aö hans mati. MÁL 1974 OG 1975 Skv. upplýsingum yfirborgardómara í Rvík var 359 málum úthlutaö til dómara 1974, en til slíkrar úthlutunar fara einkum vandasamari mál, þar sem tekið er til varna. Af þessum 359 málum vóru 20 óafgreidd 1. okt. sl. eöa 5,6%. Fram til 1. október 1975 var 271 máli úthlutaö til dómara. Þar af vóru 18 óafgreidd 1. október sl., eöa 6.6%. Ætla má á grundvelli þessara upplýsinga aö 9 af hverjum 10 einkamálum séu afgreidd innan árs frá því aö þau eru þingfest. Þetta á viö um Reykjavík. Útl á landi eru einkamalin enn færri. Hjá embætti bæjar- fógeta á Akranesi var eitt mál, þingfest 1973, óafgreitt. Á ísafirði eitt. í Vest- mannaeyjum sex — en starfsemi embætt- isins raskaðist vegna eldgoss á Heimaey. í Árnessýslu eru fimm slík mál. i Keflavík tvö. Og loks eitt hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, flókiö landamerkjamál. Geröi ráöherra grein fyrir töfum í hverju tilfelli fyrir sig. Ekki væru allar tafir dómururn aö kenna, sagöi ráöherra. Málsaöilar ráöa nokkru um gang mála, þegar um elnkamál er aö ræöa. Sama á viö um lögmenn. Þetta er skylt að hafa í huga þegar heildaryfirsýn er gefin um stöðu dómsmála. STAÐA SAKAMÁLA • 3) Spurzt var fyrir um sakamál, þar sem ákæra heföi veriö gefin út fyrir 1. janúar 1977 án þess aö dómur hafi falliö fyrir 1. október sl. Þetta reyndust alls 239 mál. Langflest þessara mála varöa áfengis- og/eöa umferöarlagabrot, en einnig fjár- svik, líkamsárásir, þjófnaði, nytjatöku og skjalafals. Flest þessara mála eru minni háttar, þó ekki öll. Þær ástæöur, sem færöar hafa veriö fram fyrir drætti, eru annars vegar of mikið vinnuálag dómara og hve oft gengur erfiölega aö ná til sakbornings. Þetta eru þó aö mínum dómi ekki viöhlítandi skýringar í öllum tilfellurti. Mun ég beita mér fyrir því að meðferð þessara mála veröi hraöaö. Ólafur Jóhannesson. ELZTA MÁLID Ráöherra rakti í ítarlegu máli gang máls Friöriks Jörgensens, sem væri elzta máliö, sem tilgreint væri í skýrslunni. Upphaf þess var í desember 1966. Sagöi ráöherra þetta mál einsdæmi og meö ólíkindum hve mörg atvik heföu skotiö upp kolli, er tafiö heföu meöferö þess. Nú heföi veriö skipaður nýr maöur til aö annast sókn í málinu, eftir aö Hallvaröur Einvarösson tók við embætti rannsóknarlögreglustjóra. „Standa vonir til þess, aö þessu einstæða máli Ijúki síöar á þessu ári,“ sagöi ráöherra. ENN UM SAKAMÁL • 4) En var spurzt fyrir um sakamál, sem kærö vóru fyrir 1. aprfl 1976 og enn var ólokió 1. október sl. Þessi spurning tók eingöngu til mála, sem hugsanlega gátu varöaö fangelsi. Þau reyndust 141 á öllu landinu. Þar af haföi veriö gefin út kæra í 61 máli á árinu 1977. Flest málin veröa sakarefni á borö við líkamsárás, þjófnaö, fjársvik og skjalafals. Tilkoma rannsóknarlögreglu ríkisins og sérstakra rannsóknardeilda viö embætti lögreglustjóra hvar sem er á landinu á aö tryggja þaö, aö kærur séu framvegis afgreiddar fyrr en tíökazt hefur til þessa. Aö lokum fór ráöherra nokkrum oróum um þessa nýjung. skýrslugjöf um stööu dómsmála, sem vitnaó var til í upphafi þessarar frásagnar. HÆSTIRETTUR Þingmennirnir Ellert B. Schram (S), Friöjón Þórðarson (S) og Tómas Árnason (F) þökkuöu ráöherra skýrsluna og framsögu, sem væri nýjung og líkleg til aö veita aöhald og hafa áhrif á framvindu mála til góös. Ellert sagöi m.a. aö þaö kæmi sér á óvart, hve fá mál væru óútkljáö hjá dómsaóilum. Ekki væri vafi á því aö vitneskjan um þessa skýrslugerö heföi gert sitt til aö ýta á eftir gangi mála í dómskerfinu. Eðlilegt sé aö Alþingi láti sig þessi mál varöa. En hafa veröi ríkt í huga aö stjórnkerfi okkar væri þríþætt: löggjaf- Ellert B. Schram. arvald, framkvæmdavald og dómsvald. Dómstólar ættu aö starfa algjörlega sjálfstætt, óháöir Alþingi aö ööru leyti en því, er varðaöi eölilega og hyggilega löggjöf og starfsaöstööu dómsaöila. Nýlunda væri aö vísu raddir um rannsókn- arnefndir Alþingis, sem fara ættu inn á starfssvió sjálfstæöra rannsóknar- og dómsaöila. Gjalda yröi varhug viö slíkum brýningum. Ellert ræddi og þá viðleitni ýmissa aðila, sem kæmi fram í aö tefja mál, einkum varöandi ýmis kröfumál. Þann veg rýröist verðgildi krafna. Spurning væri, hvort dómstólar ættu ekki aö hafa vald til aö ákveöa dómvexti, er tryggöu vprögildi slíkra krafna. Þá ræddi hann og mál hæstaréttar. Um hæstarétt væri ekki fjallað í skýrslu ráöherra. Þar er nokkur „flöskuháls" sagöi þingmaðurinn. Liðiö geta tvö, þrjú ár unz mál fást þar tekin fyrir. Spurói hann ráöherra, hvort vænta mætti úrbóta í því efni. MÁL HAFA EÐLILEGAN GANG Ólafur Jóhannesson sagói aö sakamál væru yfirleitt tekin fyrir hjá hæstarétti jafnóöum og þau bærust þangað. Ekki heföi verið umtalsveröur dráttur þar á. Ööru máli gegndi meö einkamál. Þau heföu hrannast nokkuö upp. Ráöherra sagöi hæstarétt hafa sent tilmæli og frumvarp, er stefndu aö bótum í þessum efnum. Frumvarpiö geröi ráö fyrir aö hæstaréttardómurum yröi fjölgað úr sex t sjö. Ennfremur fælist í því heimild fyrir hæstarétt aó ráöa sérhæft aöstoöar- fólk, sem gæti létt undir meö dómurum. Þá væri og talað um verulega hækkun á áfrýjunarkostnaöi, til samræmis viö verö- breytingar gjaldmiöils okkar. í því efni minnti ráöherra á tilhneigingu varnaraöila til aö tefja mál, eins og fram heföi komiö í máli ESch. Ráöherra sagöi ekki líklegt aö frv. þetta yröi lagt fram nú á síöustu dögum þings. Hins vegar minnti hann á frumvarp um lögréttur, sem væri nú til meöferöar í þingnefnd, og létta ættu m.a. störfum af hæstarétti, ef samþykkt yrói (síöara og endanlegt dómstig í tilteknum málum). Sjá þyrfti fyrir, hverja afgreiöslu það mál fengi, áöur en erindi hæstaréttar yröi afgreitt. Veröi frv. um lögréttur ekki afgreitt í næstu framtíö, verður aö koma til móís við óskir hæstaréttar. Ráöherra minnti og á heimild hæstaréttar til deildaskiptingar viö meö- ferö sumra mála, þann veg aö þrír dæmdu í tilteknum málum. SAKADÓMUR REYKJAVÍKUR Þá kom fram í máli ráðherra aö þrátt fyrir óafgreidd mál hjá Sakadómi Reykja- víkur, heföi þar veriö vel unniö. í því sambandi væri m.a. þess aö geta, hve mörg mál heföu hlotiö afgreiöslu. 1971 heföu verið kveönir upp dómar í 544 sakamálum, 1972 í 526 málum, 1973 í 697 málum, 1974 í 653 málum og 1975 í 957 málum. Dómssættir heföu oröiö í 1252 málum 1971, 1972 í 1546 málum, 1973 í 1370 málum, 1974 í 1873 málum og 1975 í 1708 málum. Auk þessa væri svo barnsfaðernis- og véfengingarmál. í stuttu máli: Markmið og leiðir í flugörygg- ismálum SKÝRSLA MENNTA MÁLARÁÐIIERRA Vilhjálmur Iljálmarsson. mcnntamálaráðhcrra, hefur lagt fyrir Alþingi „skýrslu um fram- kvæmd grunnskólalaga og undir- búning undir níu ára skólaskyldu, sbr. ákvæöi til bráðabirgða í lögurn nr. 63. frá 21. mai 1974 um grupnskóla. Skýrslan er 142 bls. og mikið upplýsingarit fyrir þá, sem áhuga hafa á fræðslumálum þjóðarinnar. MARKMIÐ OG LEIÐIlí í ÖRYGGISMÁLUM Ilálldór E. Sigurðsson. samgönguráðhcrra. hefur lagt fyrir Alþingi tillögu til þings- ál.vktunar um markmið og leiðir í flugöryggismálum. Þar segir að Alþingi álykti, að stefnt skuli að því við skiptingu þess fjár, sem árlega er veitt til framkvæmda í flugmálum, að hliðsjón verði höfð í öllum meginatriðum af tillögum flugvallanefndar frá í nóvember 1976, og að við mat á forgangsröð slíkra framkvæmda verði eftir- farandi einkum haft í huga: • a) Örvggisbúnaður flugvallar- ins. • b) Aðbúnaður flugfarþega. • c) Fjöldi flughreyfinga og magn flutninga. • d) Ástand núverandi flug- brauta og/ eða búnaðar. • c) Mikilvægi flugs fvrir við- komandi byggðarlag. • f) Þarfir millilandaflugs. ■ 1 athugasemdum er vísað til skýrslu sérstakrar nefndar unt áætlunarflugvelli frá 1976. Gögn og töflur fylgja tillögunni í 60 bls. sérriti. SUÐUR NESJAÁ/ETLUN Gils Guðmundsson (Abl) flutti í gær s.þ. framsögu fyrir tillögu til þingsályktunar um Suður- nesjaáætlun. Nokkrar umræður urðu um málið. Nánar veröur minnst á þetta cfni á þingsíðu Mbl. síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.