Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGtíR 15. APRÍL 1978 31 Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Bridgesamband Vesturlands Vesturlandsmót í tvímennings- keppni var haldió í Stykkishólmi helgina 8.—9. apríl s.l. Þátttakendur voru 24 pör frð Akranesi, Borgarnesi, Reykholts- dal, Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík, auk pess sem Hjalti Elíasson og Þórarinn Sigpórsson úr Reykjavík spiluðu sem gestir. Keppnisstjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson, sem stjórnaði keppninni af sinni alkunnu snilld. Spiluð voru 4 spil milli para, eöa alls 92 spil. Úrslit uröu þau, aö gestapariö Hjalti og Þórarinn urðu langefstir meö 234 stig. Úrslit Vesturlandsmótsins urðu annars þessi: stig. 1. Jón Alfreðsson og Valur Sigurðsson, Akran. 124 2. Kristinn Friðriksson og Guöni Guðmundss., Stykkish. 3. Ólafur G. Olafsson og Guöjón Guðmundsson, Akranesi. 4. Guöjón Pálsson og Jón A. Guðmundsson, Borgarnesi. 5. Steingrimur Þórisson og Þórir Leifsson, Reykholtsdal 81 6. Guðjón Karlsson og Eyjólfur Magnúss., Borgarn.75 7. Þórður Björgvinsson og Karl Alfreðsson, Akran. 72 8. Davíð Stefánsson og Jón Jóhannsson, Búöardal 33 9. Ellert Kristinsson og Halldór S. Magnússon, Stykkish. 31 10. Jón Gíslason og Guömundur Sigurjónsson, Akran. 17 Önnur pör voru fyrir neðan miölung, sem var 0 stig. Fimm efstu pörin unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni íslands- mótsins í tvímenningskeppni. Bridgefélag Hafnarfjaröar Nú er eftir áð spila í eitt kvöld (3 umferðir) í barómeter-tví- menningskeppni félagsins og tekur nú aö teygjast á liðnu. Staöa efri helmings er þessi fyrir loka- sprettinn n.k. mánudag: 1. Árni — Sævar 1199 2. Björn — Magnús 1164 3. Kristján — Ólafur 1123 4. Hörður — Þorsteinn 1112 5. Bjarni — Þorgeir 1105 6. Albert — Sigurður 1095 7. Ólafur — Sverrir 1087 8. Guðni — Kristófer 1076 9. Bjarnar — Þórarinn 1049 10. Óli — Vilhjálmur 1013 Meðalskor 1008 Síöasta spilakvöld náðu þeir Hörður og Þorsteinn bestum árangri eða 77 stigum yfir miölung. (Þeir fóru í vitlausa átt fyrsta kvöldiö). Þeir Björn og Magnús voru líka stórstígir með 58 stig yfir meðalskor. Laugardaginn 15. apríl verður spilað við Selfyssinga í 32. sinn. Þangaö til annaö kemur i Ijós verða menn að trúa því að hér sé um elstu og alla vega viröulegustu félaga- og bæjakeppni í bridge á íslandi aö ræða. Spilaö veröur á bökkum Ölfusár að þessu sinni. Frá Baröstrendinga- félaginu Síöasta umferð í sveita- keppni félagsins var spiluð síðastliðinn mánudag og uröu úrslit pessi: Sveit Guðbjarts Egilssonar vann sveit Ágústu Jónsdóttur 16—4. Sveit Ragnars Þorsteinssonar vann sveit Guðmundar Guðveigssonar 11—9. Sveit Sigurðar Kristjánssonar vann sveit Baldurs Guðmundssonar 15—5. Sveit Helga Einarssonár vann sveit Gísla Benjamíns- sonar 13—7. Lokastaöan í sveitakeppninni varð þessi: stig. 1) Sveit Ragnars Þorsteinssonar 188 í sveitinni eru auk Ragnars Eggert Th. Kjartansson, Finnbogi Finnbogason og Þórarinn Þórarinsson. 2) Sveit Helga Einarssonar 110 3) Sveit Sigurðar Kristjánssonar 103 4) Sveit Baldurs Guömundssonar 94 5) Sveit Guðbjarts Egilssonar 88 6) Sveit Gísla Benjamínssonar 76 Viö endum vetrarstarfið með tveggja kvölda . ein- menning og er þegar orðiö fullbókaö í hann og þeir sem eru bókaöir þar verða að mæta kl. 19.45, ekki mínútu eftir þann tíma. — Álitamál Framhald af bls. 14. förunum, en ekki skrifstofubáknið. Við verðum að halda áfram að safna þekkingunni og auðnum, ef við ætlum að bæta lífskjör okkar, og tækin til þess eru markaðskerfið og lýðræðisskipulagið. Ávöxtun þekkingarinnar er verkefni okkar, og því getum við ekki sinnt án frelsisins. Andstæðingar frelsisins spyrja: „Hverjir hagnast á frelsinu?" — og syara því svo, að „kapítalistarnir" hagnist á því, frelsið sé frelsi þeirra til að græða. En ég held, áð Hayek hafi fært fullnægjandi rök fyrir því, að allir hagnist á frelsinu, að skipulag siðaðra, frjálsra manna sé tæki til þess að dreifa hagnaðinum, þekkingunni, gróðanum, til allra manna. Munurinn á frjálslyndum mönnum og stjórnlyndum er sá, að hinir frjálslyndu vita af vanþekkingu sinni eins og annarra, en hinir stjórnlyndu vita aðeins af vanþekkingu annarra. Vonin er aðal frjálslynda mannsins — vonin um aukna þekkingu, bætt lífskjör — vissan hins stjórnlynda. — Draumurinn um húsið Framhald af bls. 32. sameinast undir einn fána, þó ekki væri nema að nafninu til, og kallast Tónlistarfélag íslands. En áður en til þess kæmi yrðu æði mörg stórmenni að fallast í faðma.. Kæru vinir. Áður en ég kveð ykkur ætla égað . vitna í hann nafna minn, Stein Steinarr. Hann kvað: Húsið, sefur, sefur. Húmsins þögn um þak og veggi breiðist. Húsið sefur... Að svo mæltu er draumurinn búinn," mælti grjótið og stein- þagnaði, enda búið að berja höfðinu svo lengi við steininn. Til að spara prentsvertu Máli grjótsins til skýringar fylgir uppdráttur, eða draumsýnin eins og hún kom fyrir hugskots- sjónir. Hér er að sjálfsögðu ekki á ferðinni tillaga um húsbyggingu í eiginlegri merkingu, heldur fremur riss til að spara prent- svertu. Þar sést greinilega, að miðpúnktur Tónlistarmiðstöðvar íslands yrði tónbóka- og hljóm- plötusafn, einskonar almenningur, en út frá honum dilkar, þar sem hver einstök stofnun hefði aðsetur. Að lokum þetta: Vonandi vakna menn nú ekki við vondan draum, með andfælum og jafnvel stein- hissa, eins og áheyrandi grjótsins gerði að morgni fyrsta apríl 1978. — Vaxtamálin Framhald af bls. 10 Ymis önnur skattaákvæði koma til greina í þessu skyni. Þannig hefir t.d. eitt land, svo að vitað sé, heimilað þegnum sínum skatt- frjálst tillag í húsbyggingarsjóð, nál. kr. 250 þús. á ári, er geymist á bundinni bankabók, unz bygg- ingarframkvæmd hefjist. Hækkanir al- mennra banka- vaxta stöðva ekki verðbólgu, nema síður sé Ef' nota á bankavexti sem hagstjórnartæki, verða þeir að vera virkir (effective), þ.a. hafa áhrif á eftirspurn lána. Banka- vextir á Islandi eru og hafa verið óvirkir frá stríðsbyrjun. Alla þessa tíð — að undanskildum 2 eða 3 árum — hafa raunvextir verið neikvæðir, minni en verðbólgan, og því ekki megnað að draga úr eftirspurninni. Ef gera ætti vexti virka í dag, þyrftu þeir líklega að vera á bilinu 48—62%. Er þá reiknað með 8—12% normal vöxt- um að viðbættri 40—50% áætlaðri verðbólgu 1978. Hver vill reka atvinnufyrirtæki með þess konar vaxtakjörum? Jafnvel slíkir vextir eru þó áhrifalausir og ná ekki að minnka peningaframboðið, meðan skuld ríkissjóðs við miðbankann vex og seðlaveltan er aukin. Gerum samt ráð fyrir, að vaxtahækkanir haíi áhrif í því efni að skerða útián. Má þá telja öruggt, að slíkt dragi úr verð- þenslu? Því er fyrst til að svara, að þetta er samdráttarleið, sem er seinvirk og kostar fórnir. Ekki er heldur víst, að hún leiði til lægra vöruverðs. Afleiðingin gæti orðið sú ein, að minna yrði keypt og minna framleitt. I þessu sambandi er fróðlegt að skírskota til Milton Friedmans, er sumir ráðamenn í fjármálum hérlendis virðast telja sinn læri- meistara. í ræðu, sem hann hélt 28. des. 1971 í ameríska hagfræði- félaginu (American Economic Assocation), lét hann þess getið, að hann hefði þolað „refsingu" við þá reynslu að sjá peningapólitík sína bregðast djarflega auglýstum vonum sínum. Hann vék að sam- dráttarstefnu bandaríska mið- bankakerfisins (FRS) í peninga- málum 1969—70 og kvaðst ekki hafa búizt við, „að svo mikill hluti tekjuhjöðnunarinnar kæmi fram í minna magni framleiddrar vöru og þjónustu og svo lítill hluti í minni verðbólgu“. (Bandarísk stjórnvöld sneru baki við Friedman 1971 og tóku þá upp tímabundna verðlags- og kaupgjaldsbingingu. Kanada- menn fylgdu á eftir skömmu síðar). Ef við viljum í alvöru ráðast gegn verðbólgubraski skuldakónga, er skattalöggjöf- in nærtækasta vopnið. Fyrsta skrefið yrði að afnema ákvæði laga, er lætur vexti af veð- lánum koma til frádráttar tekj- um á framtali (nema að því er tekur til íbúða). Þá mætti vissu- lega skattleggja skuldahjöðnun af völdum verðbólgu eins og hvern annan gróða. í USA og Kanada, svo og í EBE-löndum, tíðkast svonefndur auðvaxtarskattur (capital gains tax). Hann kemur á verðauka fasteigna (nema eigið íbúðarhúsnæði) og stundum á verðauka annarra eigna við sölu þeirra eða eigendaskipti af öðrum ástæðum. Alyktunarorð Hér verður látið staðar numið. Heildar niðurstaðan er á þá lund, að háir bankavextir af skammtíma rekstrarlánum séu ekki fær leið í landi með opið hagkerfi. Útflutn- ings-atvinnuvegirnir bera þá ekki, en byrðinni er af þeim létt með gengisfellingum, sem skaða spari- fjáreigendur meira en aðra sam- félagshópa. Enda þótt réttlæta megi með gildum rökum verð- tryggingu langtíma fasteigna- og framkvæmdalána, verður að fara að með gát. Mestar * vonir um stöðvun verðbólgu eru tengdar breytingum á ákvæðum og fram- kvæmd skattalaga — að því tilskildu þó, að ríkið sjálft haldi að sér höndum. LÆRIÐ AÐ SNÍÐA HEIMA k V Útflylliö, klippið auglýsing- una út og sendið til: Brevskolen SCANDIA, Hælderni 15, DK 2850, Nær- um — og þér munuð án nokkurra skuldbindinga fá nánari upplýsingar um nám- skeið okkar. Nafn ...................... Staða ...................... Heimilisgang .............. A námskeiði okk- ar læriö þér allt sem viðkemur konu- og barna- fatasniði. Nám- skeiðið er gert af sérfræöingum, sem hjálpa yður á leiö yöar aö tak- markinu, sem er: —100% nýting á saumavél yðar. —að sauma falleg föt á börn og táninga. —aö sauma falleg föt á sjálfa yður á ódýran hátt. I stuttu máli: að gera saumaskap bæði að tómstundagamni og til aö hafa góð not af. Þér og fjölskylda yðar verðið vel klædd fyrir litia peninga. Nám- skeiðið krefst engrar undirbúningsþekkingar. í því eru húsmæður og ungar stúlkur, sem vilja fá meira fyrir fata- peningana. Ártúnshöfðasamtökin Aöalfundur veröur haldinn þriöjudaginn 18. apríl 1978 kl. 16 í matstofu Miöfells h.f. aö Funahöföa 7. Dagskrá: 1. Borgarstjóri heimsækir fundinn og skýrir stöóu borgarinnar og pær framkvæmdir sem gerðar veröa á Ártúnshöföasvæðinu af borgarinnar hálfu áriö 1978. 2. Aðaifundarstörf 3. Fegrun og snyrting umhverfis. 4. Næturvarzla. 5. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.