Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
19
Sigurður Sigurðssen dýralæknir:
Hvers vegna ekki má
koma með hestinn
aftur til landsins
fólgin að freistast ekki til undan-
halds á þeim vettvangi um leið og
leiða er leitað til að draga úr
vígbúnaði.
Carter forseti hefur ekki frekar
en aðrir friðarins menn verið
áfjáður í að innleiða ný vopn, en
afvopnunarmál eru eins og gefur
að skilja flóknari mál en svo að
hægt sé að leiða þau til lykta með
því að stöðva einfaldlega vopna-
smíðar. Forsetinn hefur á þeim
fimmtán mánuðum, sem liðnir eru
síðan hann tók við embætti, sýnt,
að hann er fús til að taka nokkra
áhættu í því skyni að draga úr
vígbúnaðarkapphlaupinu, en hver
verður raunverulegur árangur
þessarar stefnu á hins vegar eftir
að koma í ljós. I huga forsetans
eru þessi mál ekki síður spurning
um siðferði en stjórnmál og
hernaðarmál, og hann virðist
býsna ákveðinn í því að Banda-
ríkjunum beri að ganga á undan
með góðu fordæmi í þeirri von, að
Sovétstjórnin verði þá tilleiðan-
legri en áður til raunhæfra
samninga um að draga úr vopna-
búnaði og hervæðingu.
í sambandi við hinar viðkvæmu
og erfiðu Salt-viðræður er litið á
nevtrónu-vopnið sem mikilvægt
tromp, enda þótt ýmsir séu þeirrar
skoðunar að með því að tilkynna,
að hann hafi frestað ákvörðun um
hvort smíði þess skuli hafin, hafi
Carter þegar spilað því út úr
höndunum á sér. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum í Hvíta
húsinu hefur forsetinn lagt á það
megináherzlu að samstaða
aðildarríkja NATO næðist um
smíði vopnsins, og að án slíkrar
samstöðu væri í samningaviðræð-
um við Sovét sterkara, að engin
ákvörðun lægi fyrir, heldur en að
vafi léki á því hvort samþykki
fengist fyrir því að vopninu yrði
komið fyrir í Evrópu þegar það
væri fullsmíðað.
Warren Christopher aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
fékk fyrir skömmu það verkefni að
útskýra þessi sjónarmið forsetans
fyrir ráðamönrtum í
Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi,
bersýnilega í því skyni að þeir
tækju loks af skarið og lýstu
opinberlega yfir afdráttarlausum
stuðningi sínum við að hafizt yrði
handa um framleiðslu. Ferð
aðstoðarútanríkisráðherrans hafði
ekki tilætluð áhrif, að því er The
New York Times hefur eftir
áreiðanlegum heimildum í Hvíta
húsinu. Skömmu síðar kom vest-
ur-þýzki utanríkisráðherrann,
Hans Dietrich Genscher, til
Washington þar sem hann gerði
Carter forseta grein fyrir því, að
vestur-þýzka stjórnin væri því
fylgjandi að framleiðsla yrði
hafin, en treysti sér hins vegar
ekki til að lýsa því yfir að svo
stöddu að nevtrónu-oddunum yrði
síðan komið fyrir í Vestur-Þýzka-
landi. Samkvæmt sömu heimildum
skýrði Genscher forsetanum frá
því, að ef stjórn annars bandalags-
ríkis á meginlandinu, t.d. Belgíu,
óskaði eftir því að fá vopnið, kynni
þessi afstaða Vestur-Þjóðverja að
breytast.
Eins og sjá má var málið nú
orðið að meiriháttar þvælu, og auk
þess bættist þar við, að blöð höfðu
fengið af því veður að Carter hefði
í hyggju að slá ákvörðun á frest.
Um leið hitnaði verulega í kolun-
um á Bandaríkjaþingi og stuðn-
ingsmenn við nevtrónu-vopnið létu
að sér kveða í vaxandi mæli. Loks
fór svo að forsetinn tilkynnti, að
hann hefði frestað ákvörðun sinni,
og þessa dagana er það helzta
viðfangsefni stjórnmálasérfræð-
inga að spá í afleiðingarnar.
Forsetinn hefur sem kunnugt er
sætt verulegri gagnrýni fyrir
þessa ákvörðun, og má í því
sambandi benda á beizkjublandin
ummæli Genschers um, að hann
væri óútreiknanlegur og ekki
treystandi í utanríkismálum og
sameiginlegum hagsmunamálum
Atlantshafsbandalagsins.
Eftir stendur þó það, að Carter
forseti og bandamenn hans í
NATO hafa það eftir sem áður í
hendi sér hvort framleiðsla
nevtrónu-odda verður hafin eða
ekki, og er því vandséð, að
ákvörðunin um frestun skipti slíku
máli sem margir vilja vera láta.
Viðbrögðin við ákvörðun Carters
af hálfu stjórna í aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins hafa
borið vott u m varfærni, og dr.
Joseph Luns framkvæmdastjóri
bandalagsins, sem er fylgjandi því
að smíði nevtrónu-oddanna verði
hafin, hefur ekki látið í ljós
gagnrýni. Luns lagði á það áherzlu
fyrir helgina að enn væru allar
leiðir opnar, og að með ákvörðun
forsetans fengju Rússar nokkra
mánuði til viðbótar til að sýna
hvort þeir hefðu raunverulegan
áhuga á að koma til móts við
Vesturveldin á sviði afvopnunar.
Ljóst er að niðurstaða varðandi
nevtrónu-oddana er enn langt
undan, og án efa verður málið enn
meira til umræðu á næstunni, en
hingað til, meðal annars í kosn-
ingabaráttunni, sem framundan er
fyrír þingkosningar í Banda-
ríkjunum. Þar hefur málið raunar
ekki verið rætt að neinu marki
fyrr en nýlega, þótt það hafi verið
í hámæli á meginlandi Evrópu um
nokkra hríð.
Áróður og
tilfinningahiti
Það er kannski ekki úr vegi að
halda því fram að ákvörðun
Carters um frestun hafi að
minnsta kosti einn mikilvægan
kost, því að í ljósi þeirra umræðna,
sem orðið hafa um málið að -
undanförnu, fer vart hjá því að á
næstunni fari skoðanaskipti um
það fram á málefnalegri og
ábyrgari hátt en hingað til.
Andstæðingar nevtrónu-vopn-
anna halda því fram, að hér sé um
að ræða enn eina djöfullega
uppfinningu, sem
hernaðarspekúlantar vilji fyrir
hvern mun pranga inn á
vopnamarkaðinn, og að hér sé um
að ræða eitt hrikalegasta úrkynj-
unarmerki kapítalismans hingað
til. Þessi kenning stenzt vissulega
ef litið er á málið af sjónarhóli
alheimskommúnismans, sem
Sovétríkin vilja fyrir hvern mun
koma á. Kenningin verður hins
vegar harla haldlítil, ef málið er
skoðað niður í kjölinn með varnar-
hagsmuni lýðræðisríkjanna fyrir
augum, ásamt þeirri staðreynd að
kommúnistaríkin í Austur-Evrópu
halda ótrauð áfram á þeirri braut
að styrkja hernaðarlega stöðu sína
í Mið-Evrópu.
Þessi áróður hefur verið mark-
viss og óspart verið slegið á
tilfinningastrengi friðsamra borg-
ara í velmegunarríkjunum vestan
tjalds, þá strengi sem Aleksander
Solzhenitsyn hefur haft til marks
um sljóleika og sofandahátt.
Að sjálfsögðu er þetta vopn
jafnviðurstyggilegt í eðli sínu og
öll önnur vopn, en vopn sem eyða
lífi en þyrma mannvirkjum eru
engin ný uppfinning. Nærtækt er
að benda á dæmið um Gulag í
þessu sambandi þótt það dæmi sé
afstætt. Þá má benda á sýklavopn,
sem Sovétmenn eru ekki sízt
sérfræðingar í.
Ekki er með nokkru móti hægt
að líta á nevtrónuoddana sem
einangrað fyrirbrigði í þeim frum-
skógi vítisvéla, sem heimsfriður-
inn hefur fra stríðslokum grund-
vallazt á, heldur hlýtur endanleg
ákvörðun um framtíð þeirra að
verða tekin í samræmi við aðra
þætti varnakerfis Atlantshafs-
bandalagsins.
Það er hins vegar íhugunarefni
fyrir þá, sem láta sig varnarmál
skipta, hvað þetta máí hefur verið
lagt klaufalega fyrir, svo og hversu
einhliða áróður og rökleysur hafa
vaðið uppi í umfjöllun um það á
opinberum vettvangi. Sú þróun
hefur án efa ekki sízt orðið til þess
að ala á ótta stjórnmálamanna við
almenningsálitið, sem hefur aftur
gert það að verkum að Carter
frestaði ákvörðun þar sem eining
hafði ekki. náðst milli stjórna
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins um málið.
Heiðraði ritstjóri!
Mér hefur borist bréf frá
Hjörleifi Kristinssyni, Gilsbakka,
Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.
í bréfi hans voru m.a. nokkrar
spurningar, sem hann biður mig
að svara. Þar a meðal er eftirfar-
andi spurning, sem ég held að
margir hafi velt fyrir sér eins og
Hjörleifur.
Ég sendi hér með spurninguna
og svar við henni í trausti þess að
það gæti orðið til fróðleiks öðrum,
ef hún fær rúm í blaðinu.
„Hvers vegna má ekki fara með
hestinn sinn til útlanda og koma
með hann aftur?
Greinargerði „Ég var nýlega að
horfa á mót íslenskra hesta
erlendis. Þá fór ég að hugleiða,
hvort Island væri eina landið í
Evrópu, sem gæti ekki sent þangað
hest og hann ætti afturkvæmt.
Vegna læknavísinda er nú hægt
með talsverðu öryggi að ferðast
hvert í heim sem er og koma aftur,
án þess að taka hættulega sjúk-
dóma eða bera þá með sér heim.
Gildir þetta aðeins um menn?“
Svari Hér á landi eru smitsjúk-
dómar í hrossum svo til óþekktir,
sem betur fer. Hross hér á landi
hafa verið einangruð í 1000 ár og
laus við smitálag. Það er því víst,
að mótstaða í stofninum er engin
eða mjög lítil gegn ýmsum alvar-
legum sjúkdómum og kvillum, sem
landlægir eru erlendis.
Fjölmargir sjúkdómavaldir:
veirur, bakteríur, sveppir, sníkju-
dýr (lýs, maurar, innyflaormar,
lungnaormar, hrossasullaveiki,
skorkvikindalirfur) hafa aldrei
fundist á íslandi.
Annað kastið eru að finnast nýir
smitsjúkdómar erlendis og er þá í
fyrstu engin þekking eða lítil um
smitleiðir og varnaraðgerðir.
Á þessu hafa margir hestaeig-
endur brennt sig fyrr og síðar og
gilda því strangar reglur um mót
af því tagi sem þú sást sagt frá,
þótt ytri mynd þessi sýni sam-
komu lausa við aðhald og afskipta-
semi af þessu tagi.
Þrátt fyrir reglurnar og aðhald-
ið verða „slys“. Nýir smitsjúkdóm-
ar berast með hestum til heima-
landsins. Mér eru minnisstæðir
faraldrar m.a. hrossainflúensu,
sem bárust til Noregs meðan ég
var þar við nám. Ýmislegt var þó
stöðvað þar í sóttkví. Norðmenn
hafa mjög strangar reglur við
slíka flutninga landa á milli, mun
strangari en sumir aðrir og eru þó
margir sjúkdómar í hestum þar í
landi þeir sömu og í mörgum
löndum Evrópu.
Sumir smitsjúkdóma í hrossum
eru svo skæðir, að hætta getur
fylgt reiðtygjum og reiðfötum
þeirra, sem mótin stunda og hefur
verið haft eftirlit með því hérlend-
is, að slíkur búnaður væri sótt-
hreinsaður við heimkomuna. Sjálf-
sagt fer eitthvað af slíku fram hjá
eftirliti og má vænta „slysa" hér,
þegar skilningur manna á varúð-
arráðstöfunum og vilji til að fara
eftir þeim dofnar. Allar horfur eru
á því að slíkt verði fyrr en síðar.
Fræðsla til almenningsiim þessi
efni er nauðsyn, en erfið fáum
dýralæknum. Við eigum enga
sóttkví fyrir hross og aðstaða til
rannsókna á smitandi hrossasjúk-
dómum og baráttu gegn þeim er
lítil sem engin hér á landi, enda
hefur ekki þurft á slíku að halda
nema vegna prófa á vissum
sjúkdómum i hrossum sem flutt
eru utan. Enginn veit þó til þess,
að þeir sjúkdómar sem prófað er
fyrir hafi fundist hérlendis. Heil-
brigðisyfirvöld í löndum þeim, sem
héðan kaupa hross krefjast þó þess
að prófin séu gjörð vegna eigin
öryggis. Rannsóknaraðstaða og
starfslið, sérmenntað og skipulagt
til að fást við faraldra, ef upp
kæmu í kjölfar innflutnings er þó
margfalt öflugra í flestum öðrum
löndum en Islandi.
Við innflutning á dýrum er
alltaf tekin áhætta. hversu víð-
tækar rannsóknir sem gerðar eru
og hversu öflugt sem eftirlitið er
fyrir og eftir innflutning.
Vegna þess að hross okkar eru
af einangruninni viðkvæmari fyrir
sjúkdómum en önnur kyn, kemur
það oft fyrir, að íslensk hross, sem
flutt hafa verið til útlanda, hafa
sýkst þar, þrátt fyrir bólusetning-
ar og önnur varnarráð, enda eru
engar bólusetningar fullkomlega
öruggar til varnar.
Við búum við þá cftnetanlegu
sérstöðu að eiga hrossastofn, sem
er svo til laus við smitsjúkdóma.
Af þeim sökum eru engar hömlur
á flutningi hrossa innan lands,
eins og þær sem gilda um flutn-
inga á sauðfé, geitum og nautgrip-
um.
Hægt er að skrifa lista með
tugum sjúkdómavalda, sem aldrei
hafa fundist hér en gera usla eða
hafa fundist í nágránnalöndum
okkar, meginlandi Evrópu, Banda-
ríkjunum og raunar hvar sem
borið er niður. Þessir sjúkdóms-
valdar gætu borist heim með
hrossum, sem leyft væri að flytja
til landsins aftur eftir veru
erlendis og myndu öruggustu
þekktar sóttvarnarreglur ekki
Framhald á bls. 27
Renault 14
r c
VHE) KYNNUM ENN EINN NÝJAN FRA RENAULT
HVORKl OF STÓR
NÉ OF LÍTILL
Þessi nýji bíll frá Renault hefur framhjóladrifog sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum
sem gefur mjög góða aksturseiginleika. Hann er rúmgóður og einstaklega
sparneytinn, eyðir aðeins 6,3 1 á 100 km.
Renault 14 er bíllinn sem hentar í öllum tilvikum.
RENAULT
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976
KRISTINM GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633