Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2lt»rj}unI>Iaðib
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Ðandarikjaflug Flugleiða:
Hafa hug á fleiri
lendingarstöðum
FLUGLEIÐAMENN munu einskis
láta ófreistaö til aö halda hlut
félagsíns á flugleiðinni yfir N-Atl-
antshaf, enda Þótt samkeppnin
harðní stöðugt og fargjaldastríð
geisi par, aö pví er Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, sagöi
á aðalfundi félagsins í gær. Kom
fram aö Flugleiðamenn telja að nýir
viðkomustaðir í Bandaríkjunum geti
aukíð félaginu ávinning, og hefur
félagið tekið málið upp við íslenzk
stjórnvöld og óskaö eftir að teknar
veröi upp viðræður við bandarísk
flugmálayfirvöld.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins munu Flugleiðamenn í
þessu sambandi einkum hafa auga-
staö á Baltimore og Fíladelfíu og
einni borg á vesturströndinni, helzt
Los Angeles. Er sennilegt að íslenzk
stjórnvöld taki málið upp við banda-
rísk loftferðayfirvöld í júnímánuði í
sumar nk.
Sigurður Helgason ítrekaöi í ræðu
sinni aö hin vaxandi samkeppni á
N-Atlantshafsleiðinni hefði haft nei-
kvæö áhrif á afkomu Flugleiöa árið
1977 miðað við fyrri ár. Stöðnun væri
í flutningum Flugleiða á þessari leið
þegar litið væri yfir nokkur ár og að
hlutdeild félagsins á síöasta ári heföi
verið 2,8% en árið áður 3,1% og árið
1975 3,3%. Félagið gæti ekki lengur
Framhald á bls. 26
Hádegisverður í Höfða. Borgarstjórahjónin héldu dönsku utanríkisráðherrahjónunum og fieiri
gestum veizlu í Höfða í hádeginu í gær, og var myndin tekin áður en setzt var að borðum. Talið
frá vinstrii K.B. Andersen, Sonja Bachmann, Grethe Andersen og Birgir ísl. Gunnarsson.
(Ljósm. Oi.K.Magn.)
Forstjóri Flugleiða á aðalfundi félagsins:
Sundrung innan félags
ins mesta vandamálið
Afkoma félagsins versnadi og hagnaður aðeins 12,7 millj.
FLUGLEIDIR voru reknar með
hagnaöi á síðasta ári og er pað
priöja árið í röð en afkoman varð pó
snöggtum lakari nú en hin árin tvö
á undan. Hagnaöurinn varð aðeíns
um 12,7 milljónir króna á móti 685
milljónum árið á undan og 512
milljónum áriö 1975. Heildarvelta
fyrirtækisins reyndist 18.856
milljónir króna og jókst um 10.1%.
Heildarfarpegafjöldi Flugleiða jókst
um 6,6% en um 5,1% ef Air Bahama
er tekið með í reikninginn og var
farpegafjöldinn rétt tæplega 700
51% hækk-
im á ábyrgð-
artrygging-
um bifreiða
Tryggingaráðuneytið
hefur heimiiað 51% hækk-
un á iðgjöldum ábyrgðar-
trygginga bifreiða og gild-
ir hækkunin frá 1. marz s.l.
í>á hafa stjórnvöld ákveðið
að flytja frumvarp á Al-
þingi sem miðar að því að
tryggingarupphæð hækki
úr 12 millj. kr. í 24 millj.
kr. og að sjálfsábyrgð
hækki úr 15 þús. kr. í 24
þús.
Iðgjald er mjög mismun-
andi eftir bifreiðum og
árgerðum og sem dæmi um
hækkunina má nefna að
iðgjald af Volvo 244 árgerð
1975 var 8.1. ár 30.900 kr.
með 50% bónus, en það
gjald hækkar nú í tæplega
47 þús. kr. Tryggingafélögin
fóru fram á 67% hækkun.
púsund manns hjá félögunum
premur. Samdráttur varð enn nokk-
ur í N-Atlantshafsfluginu eða um
5,7% enda harðnaði samkeppnín
par mjög á síðasta ári og
fargjaldstríð komst í algleyming.
Þessir erfiðleikar settu þó ekki
mestan svip á aöalfund Flugleiöa,
sem haldinn var á Hótel Loftleiðum
í gær, heldur óeining sem virtist vera
innan félagsins, meðal hluthafa og
starfsmanna, sér í lagi flugmanna og
stafa mun af áformum stjórnar
félagsins um aö Flugleiðir taki viö
rekstri flugvéla Loftleiða og FÍ, svo
að flugmenn yrðu starfsmenn Flug-
leiða en ekki gömlu félaganna, eins
og verið hefur. í ræðu sinni á
aðalfundinum sagöi Örn Ó. Johnson,
forstjóri Flugleiða, að sú sundrung
sem væri ríkjandi innan félagsins
væri mesta vandamál Flugleiða um
þessar mundir. „Hún getur ekki verið
neitt leyndarmál lengur, hún blasir
við öllum og þá sérstaklega þeim,
sem að undanförnu hafa orðið varir
við mikla atkvæðasmölun vegna
þessa fundar, undir misjöfnu yfir-
skyni," sagði forstjórinn.
Jafnframt vék Örn að þeim klofn-
ingi sem væri milli flugmanna félags-
ins, annars vegar þeirra sem störfuðu
hjá Loftleiðum og hins vegar þeim er
störfuöu hjá Flugfélagi íslands, sem
hann kvað skaöa félagiö mjög og
hefði stjórn félagsins í þessu Ijósi
tekið þá ákvörðun að flugmenn
beggja félaganna yrðu frá og með 28.
október n.k. starfsmenn Flug leiða
eins og aðrir starfsmenn félagsins.
Hvatti forstjórinn starfsmenn og
stjórnendur til að láta af deilum og
skapa innbyröis samstöðu, sem yrði
að telja algjöra forsendu þess að
unnt yrði með jákvæðum árangri að
takast á við aukin utanaaökomandi
vandamál, sem flest benti til að biðu
félgsins í næstu framtíð.
★ Hætta á glundroða
Örn O. Johnson sagði í ræðu sinni
að hann vildi geta nokkurra stað-
reynda um flugmannamáliö er fram
hefðu komið af beggja hálfu og við
umræður um máliö eftir að stjórnum
stéttarfélaga flugmanna var um það
tilkynnt. Sagði Örn síöan orðrétt:
„í fyrsta lagi: Stjórn Flugleiöa er
þeirrar skoöunar að ef ekki verður
Framhald á bls. 26
Skipstjór-
inn dæmdur
í 1,8 milljón
króna sekt
DÓMUR í máli skipstjórans á
togaranum Elínu Þorbjarnar-
dóttur ÍS 700 var kvcðinn upp
hjá bæjaríógetaembættinu á
ísafirði í gærmorgun. Var hann
dæmdur í 1.8 milljón króna
sekt. sem rennur í Landhelgis-
sjóð, og gert að greiða máls- og
sakarkostnað.
Landhelgisgæzluflugvélin Sýr
kom að togaranum á friðaða
svæðinu útaf Kögri á fimmtu-
dagsmorguninn og nokkru síðar
kom varðskipið Þór á staðinn.
Reyndist togarinn vera 5,7 mílur
inn á friðaða svæðinu þegar
flugvélin kom að honum. Hann
var ekki á veiðum en varpan var
í sjó. Við réttarhöldin kom fram
að skipstjórinn taldi biluð sigl-
ingatæki orsök þess að hann
hefði verið á veiðum inná friðaða
svæðinu.
Dóminn kváðu upp Þorvarður
K. Þorsteinsson bæjarfógeti og
meðdómendurnir Símon Helga-
son og Einar Jóhannsson skip-
stjórar.
Þrír úrskurðaðir 1 gæzluvarðhald:
Fantaleg líkams-
árás í heimahúsi
ÞRÍR ungir menn í Reykjavík
voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald
í gærkviildi vegna fantalegrar
árásar sem þeir frömdu s.l.
fimmtudagskvöid, en Rannsókn-
arlögregla ríkisins óskaði eftir
ga’zluvarðhaldsúrskurði við
Sakadóm Reykjavíkur. Tveir
VMSÍ lýsir yfir við Sjómannasambandið:
Stöðva ekki siglingar nema
til komi óeðlileg aukning
Verkamannasambandið jafnframt reiðu-
búið til viðræðna við vinnuveitendur
Verkamannasamband Islands
hefur í bréfi til formanns Sjómanna-
sambands íslands lýst pví yfir aö
pað muni ekki hindra siglingar
fiskiskípa með afla fil erlendra
hafna nema Ijóst sé að meö peim
siglingum sé verið að fara í kringum
gildandi útflutningsbann og jafn-
framt sagt að ekki verði leitað til
verkalýðsfélaga erlendis með
beiðni um löndunarbann á pessi
skip nema að höfðu samráöi við
Sjómannasambandið. Þá hefur
framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins lýst sig reiðubúið að
taka' upp viöræður við samtök
vinnuveitenda og hefur kosið 8
msnna nefnd í pessu skyni.
í fréttatilkynningu sem Morgun-
blaðinu barst í gær frá Sjómanna-
sambandi íslands kemur fram að
formaður sambandsins, Óskar Vig-
fússon, gerði sambandsstjórn Sjó-
mannasambands íslands í gær grein
fyrir bréfi frá framkvæmdastjórn
Verkamannasambands íslands um
framkvæmd boðaðs útflutnings-
banns. i tilkynningunni segir svo:
„í því bréfi hefur komið fram, að
þaö sé ekki ætlun Verkamannasam-
bands íslands aö stööva siglingar
togara á erlenda markaði nema því
aðeins að til komi óeölileg aukning
siglinga til þess aö komast hjá
útflutningsbanninu. Framkvæmda-
stjórn Verkamannasambands íslands
hefur lýst því yfir, að engin tilmæli
veröi send til erlendra aöila um aö
stööva afgreiöslu íslenzkra skipa án
þess að fullt samráð verði haft við
Sjómannasamband íslands.
Gaqnkvæmt traust og skilningur á
Framhald á bls. 26
árásarmannanna eru 18 ára, en
einn er 26 ára. Sá elzti var
úrskurðaður í gæzluvarðhald til
31. maí, en tveir þeir yngri til 26.
apríl. Sá elzti mun hafa talið sig
eiga eitthvað sökótt við þann sem
ráðist var á, en sá liggur mikið
slasaður í sjúkrahúsi.
Þremenningarnir réðust inn í
íbúð við Hrísateig s.I. fimmtudags-
kvöld ásamt þremur öðrum og
réöust þeir þar á tvo menn. Annar
þeirra skrámaðist en hinn liggur
mikið slasaður á sjúkrahúsi eftir
árásina, nefbrotinn, kinnbeinsbrot-
inn, með brotnar tennur og auk þess
er óttast að augnbotn hafi sprungið.
Mennirnir sem ráðist var á eru 32
og 28 ára gamlir.
Arásarmennirnir voru handtekn-
ir daginn eftir árásina, en þeir hafa
allir komið við sögu lögreglunnar
áður.
Verðlag dagblaðanna hækk-
ar frá 15. aprfl. Áskriftar-
verðið hækkar í kr. 2000.- á
mánuði, þannig að Morgun-
blaðið kostar 1850.- fyrir
aprílmánuð. Lausasöluverð er
nú kr. 100,- eintakið. Grunn-
verð auglýsinga cr kr. 1200,-
hver dálksentimctri.