Morgunblaðið - 18.04.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.04.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 79. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tvö stjórnarfrumvörp um skattamál: Sérsköttun - staðgreiðsla - 1000 milljóna skattalækkun Gerbreyting á reglum um fyrning- ar og söluhagnað. Onotaður per- sónuafsláttur maka nýtist til fulls □ ------‘-----------------------------—---------------- o Sjá greinargerð með skattafrv. á bls. 18 og 19, fylgiskjal og töflur um áhrif skattafrv. á skattbyrði og samanburðartölur úr gildandi lögum, frv. og frv. 1976 á miðopnu. — ítarlega frásögn af staðgreiðslukerfi á miðopnu og umsögn fjármálaráðherra á baksiðu. □ ----------------------------------------------------- □ Ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær tvö skattafrumvörp — frumvarp um tekju- og eignaskatt og frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta, sem taka eiga gildi 1. janúar 1979. Ef miðað er við 35% hækkun tekna milli áranna 1977 og 1978 er gert ráð fyrir heildar skattbyrði landsmanna mundi lækka um 1000 milljónir króna með samþykkt frumvarpsins. Talið er að tekjuskattur mundi að meðaltali lækka um 7% af álögðum skatti. Skattar hjóna mundu þó lækka nokkru minna eða um 5% en einhleypra um meira eða um 11%. Skattar einstæðra foreldra lækka skv. þessu um 7%. Frumvarpið um tekju- og eignaskatt felur í sér veigamiklar breytingar, bæði á skattlagningu einstakl- inga og fyrirtækja. Helztu breytingar eru þessar.: • Skattlagning hjóna. Tekin er upp takmörkuð sérsköttun hjóna. Hvort hjóna um sig telur fram og er skattlagt af launatekjum sínum og atvinnurekstrartekjum. Eigna- tekjur beggja eru skattlagðar með tekjum þess hjóna er hefur hærri launatekjur. Skattstigi og persónuafsláttur hvors hjóna um sig er hinn sami og einstaklinga. Sá hluti persónuafsláttar, sem ekki nýtist öðru hjóna færist yfir til hins. Barnabætur skiptast til helminga milli hjóna. Eignir hjóna eru lagðar saman til eignarskatts og helmingur heildareigna skattlagður hjá hvoru um sig eftir sama eignar- skattstiga og gildir um einstakl- inga. • Launatekjur barna verða sér- skattaðar hjá þeim með lágu föstu skattahlutfalli en börn njóta ekki persónuafsláttar. • Frádráttarkerfi er svipað ákvæðum gildandi laga. Frádrátt- Framhald á bls. 30. Segir að Moro hafi verið tekinn af lífi □ Sji viðtal & bls. 47 — □ hringdi í kommúnistablaðið L‘Unita í kvöld og sagði að Q Róm, 17. apríl. AP. □ hryðjuverkamenn hefðu tekið Aldo Moro fyrrverandi forsætis- MAÐUR sem sagði ekki tii nafns ráðherra af lífi. Erfíðar viðræður um Rhódesíumálið Salisbury, 17. apríl. Reuter. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Bretlands, Cyrus Vance og David Owen, reyndu í dag að fá bráðabirgðastjórnina í Rhódcsíu til þess að taka þátt í ráðstefnu allra aðila Rhódesíu- deilunnar en tilraunir þeirra mættu mótspyrnu., Allir aðilarnir fjórir sem standa að bráðabirgðastjórninni, þrjár hreyfingar biökkumanna og hviti minnihlutinn, tóku fram að samkomulagið sem tókst með þeim fyrir sex vikum væri bezta vonin um friðsamiega aðlögun að myndun meirihlutastjórnar blökkumanna. Ian Smith forsætisráðherra sagði á eftir, að nýskipað fram- kvæmdaráð mundi taka tillögurn- ar til vandlegrar athugunar og birta yfirlýsingu þegar það hefði tekið ákvörðun. En þegar hann var að því spurður hvort Vance og Owen hefði tekizt að sannfæra framkvæmdaráðið um ágæti ráð- stefnu allra deiluaðila svaraði hann: „Ég efast um það.“ Þúsundir blökkumanna mót- mæltu sáttatilraun Breta og Bandaríkjmanna þegar viðræð- urnar hófust í morgun eftir komu Vance og Owens frá Pretoria. Viðræðurnar stóðu í rúma fimm klukkutíma og Smith sagði að þær hefðu verið jákvæðar. Bretar og Framhald á bls. 31 ógerningur var að fá úr því skorið strax hvort um var að ræða gabb eða tilkynningu frá Rauðu herdeildunum sem rændu Moro og tilkynntu á laugardag að Moro hefði verið dæmdur til dauða að loknum „alþýðuréttar- höldum“. „Þjónn fjölþjóðafyrirtækjanna Aldo Moro var tekinn af lífi kl. 22.00. Flugmiði verður afhentur," sagði maðurinn sem hringdi í L‘Unita. Lögreglunni var tilkynnt um hringinguna og hún virtist í vafa um hvort mark væri takandi á henni. Maðurinn hringdi kl. 22.20 (21.20 GMT). Alltaf þegar Rauðu her- deildirnar hafa sent frá sér fréttatilkynningar hafa fjölmiðlar fengið hringingar frá mönnum sem hafa ekki sagt til nafns. Lögreglan bendir á að maðurinn tiltók ekki að hann hringdi fyrir hönd Rauðu herdeildanna. Framhald á bls. 30. AÐ MINNSTA kosti 45 fórust og 95 særðust þegar tvær járnhrautarlestir rákust á um 30 kílómetra suður af Bologna á laugardag. Enn er unnið að björgun farþega úr lestunum og óttast er að fleiri lík kunni að finnast i flaki lestanna. Slysið varð með þeim hætti að hraðlestin Feneyjar-Róm rakst á hægfará járnbrautarlest sem farið hafði út af sporinu. Við áreksturinn ultu nokkrir vagnar hraðlestarinnar niður bratta við hliðina á járnbrautarteinunum. Frakkar vinna að nifteindasprengju París, 17. apríl. Reuter. FRAKKAR vinna að áætlunum um smíði nifteindasprcngju að Mótmæli í Grúsíu Moskvu, 17. apríl. Reuter. AP. EFNT var til mótmada í Tbilisi, höfuðborg sovétlýðveldisins Grúsíu, á föstudaginn gegn fyrirætlunum um að láta grúsísku ekki lengur vera opinbert tungumál í lýðveldinu samkvæmt fréttum sem hafa borizt til Moskvu. Samkvæmt fréttunum tóku allt að 50.000 manns þátt í mótmælunum og leiðtogi kommúnistaflokksins í Grúsíu lofaði því að gengið yrði að kröfunum. En Konstanton Kepiladz innanríkisráðhcrra Grúsíu neitaði því í símtali að nokkrar mótmælaaðgerðir hefðu átt sér stað. Hann sagði að það eina sem hefði gerzt hefði vcrið það að ungir Grúsíumenn hefðu haldið upp á nýja stjórnarskrá lýðveldisins. Fréttirnar herma að ungt fólk í Tbilisi hafi farið út á götur til að mótmæla ákvæði nýrrar stjórnarskrár um grúsísku og farið að stjórnarbyggingunni þar sem því hafi verið iofað, að gengið yrði að kröfum þess. Samkvæmt gömlu stjórnar- Framhald á bls. 30. því er franskir embættismenn sögðu í dag. Vísindamenn, sem vinna við áætlunina, hafa þó ekki fullkom- iega sigrazt á ölltim tæknierfið- leikum og því verður þess langt að bíða að ljóst verður hvort þessi umdeilda sprengja verður fram- leidd eða ekki að sögn embættis- mannanna. Talsmaður landvarnaráðuneyt- isins neitaði í dag að ræða um þá erfiðleika sem við væri að stríða en bætti viði „Við erum stöðugt að gera tilraunir með kjarnorku- vopn og ætlum ekki að láta neitt eftir okkur hafa um þau.“ Frakkar eru staðráðnir í því að bæta við nýjum kjarnorkuvopnum í vopnabúr sitt þar til náðst hefur Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.