Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 2

Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Raudi- núpur íslipp RAUÐINÚPUR, skuttogari Rauf- arhafnar, var væntanlegur til Reykjavíkur seint í gærkvöldi eða nótt en dráttarskipið Goðinn hafði togarann í togi. Togarinn fer í slipp í Reykjavík og er gert ráð fyrir að viðgerðin eftir strandið nyrðra taki minnst 3 mánuði. Að sögn fréttaritara Mbl. eru tveir forráðamenn útgerðarinnar væntanlegir til Reykjavíkur í því skyni að reyna að finna lausn á hráefnisvanda frystihússins á Raufarhöfn, sem upp er kominn vegna þessa óhapps. Munu tví- menningarnir reyna að fá leigt skip til að unnt verði að sjá frystihúsinu fyrir afla meðan skuttogarinn er í slipp, en að sögn fréttaritarans stendur og fellur atvinnulíf á Raufarhöfn að miklu leyti með starfrækslu frystihúss- ins. Þórir skipaður vararannsóknar- lögreglustjóri ÞÓRIR Oddsson lögfræðingur hefur verið skipaður vara- rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins frá 15. apríl að telja. Forseti íslands veitti honum stöðuna að tillögu dómsmálaráðherra. Þórir er 36 ára gamall, fæddur í Reykjavík 19. maí 1941 sonur dr. Odds Guðjónssonar fyrrv. ambassadors og konu hans Lise- lotte Guðjónsson. Hann varð stúdent frá MR 1961 og lögfræði- prófi lauk hann frá Háskóla Islands 1968. Að afloknu prófi gerðist hann fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur og aðalfulltrúi varð hann 1973. Hinn 1. apríl 1977 var Þórir settur aðalfulltrúi við Rann- sóknarlögreglu rikisins. Hann hefur stundað framhaldsnám er- lendis í rannsóknum sakamála. Þórir Oddsson er kvæntur Jóhönnu Ottesen viðskiptafræð- ingi og eiga þau einn son. Hassmálið: Ungum manni sleppt úr 30 daga varðhaldi UNGUM manni var í gær sleppt úr gæzluvarðhaldi, sem hann hafði setið í í 30 daga vcgna rannsóknar fíkniefna- málsins. sem nú er á lokastigi. Tveir menn hafa að undan- förnu setið inni vegna þessa máls og var hinum fyrri sleppt á föstudaginn eftir 99 daga í gæzluvarðhaldi. Vegna rannsóknarinnar fór Guðmundur Gígja lögreglu- maður við fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík til Dan- merkur og Hollands í síðustu viku til þess að taka skýrslur af nokkrum aðilum og fá staðfest- ingu á atriðum í rannsókninni. Er Guðmundur nú kominn heim úr þeirri för. Mál þetta snýst um innflutn- ing á nokkrum kílóum af hassi, en hassinu var aðallega smygl- að hingað í notuðum sjónvarps- tækjum. Yfír 20 þúsund gestir MIKIL aðsókn hefur verið að bflasýningunni Auto ‘78 sem nú stendur yfir í Reykjavík og voru gestir hennar í gærkvöldi orðnir um 20 þúsund. Var 20 þúsundasta gestinum afhent að gjöf stcreohljómtæki í bfl. Um helgina komu samtals um 14 þúsund gestir, 5000 á laugardag og um 9000 á sunnudag, og sagði Vilhjálmur Kjartansson framkvæmdastjóri sýningarinnar, að þrátt fyrir þennan mikla fjölda hefðu ekki myndazt nein þrengsli, fólk hefði dreifzt það mikið um svæðið. I kvöld verður í fyrsta sinn tízkusýning og verður sýnd vor- og sumartízka í bflafatnaði eins og Vilhjálmur sagði eða eins konar sportfatnaður. Verða þessar sýningar endurteknar á miðvikudags- og föstudagskvöld. Nokkrir erlendir gestir hafa skoðað sýninguna og lokið iofsorði á hve vel hefur verið til hennar vandað og sagði Viihjálmur að það gilti bæði um fyrirkomulag allt og um það hve mikla vinnu umboðsmenn hefðu lagt í hana. Á hverjum degi er valinn einn sýningargestur og hlýtur hann sólarlandaferð frá Samvinnuferðum og var sá fjórði valinn í gærkvöldi. Vilhjálmur vildi að lokum benda á að fólk gæti komið og skoðað í meira næði í miðri viku, þá væri heldur minni aðsókn og því gæfist betra tækifæri til að skoða bflana fyrir þá sem vildu athuga þá nánar í ró og næði. Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði: „Sýnir veruleg- an styrk okkar „HIN mjög svo góða þátttaka í prófkjörinu er mikið ánægjuefni. Persónulega er ég mjög ánægður með úrslitin og þakka þeim, sem mig studdu“, sagði Árni Grétar Finnsson, sem varð efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði um helgina. „Það var mjög mikil breidd í framboðslist- anum hjá okkur og ýmsir fleiri en þeir, sem að komust, hefðu sómt sér vel í öruggum sætum. En varðandi skipan efstu sæt- anna er mjög ánægjulegt, að ung kona kemur sem nýr fulltrúi í fimmta sætið og í sjötta sætið kemur maður, sem var nýr í áttunda sæti hjá okkur síðast, en hefur nú unnið sig upp að trausti fólks. Nýir menn eru í 8. og 9. sæti. Allt eru þetta mjög efnilegir menn, sem ég vænti mikils af. Fyrir þá, sem fyrir voru, og gáfu kost á sér, eru úrslitin góð traustsyfirlýsing. I heild tel ég prófkjörið sýna yerulegan styrk okkar sjálfstæðis- manna. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að miklum fram- kvæmdum hér í Hafnarfirði og þessi mikla þátttaka í prófkjörinu sýnir að Hafnfirðingar vilja að áfram verði unnið á þeirri braut. Á grundvelli þessa prófkjörs göngum við því bjartsýnir til kosninga". Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. 0*liver Steinn Jóhannesson, sem skipaði fimmta sæti listans síðast, gaf ekki kost á sér nú. í prófkjörinu greiddu 1864 at- kvæði og voru 85 seðlar auðir og ógildir. Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar í Hafnarfirði hlaut listi Sjálfstæðismanna 2.264 atkvæði og mynda fulltrúar hans meiri- hluta bæjarstjórnar ásamt tveim- ur fulltrúum óháðra borgara. Niðurstöður prófkjörsins urðu þær, að 4 hlutu bindandi kosningu sem var miðuð við 50% atkvæða- magn: 1. Árni Grétar Finnsson með 1130 atkvæði, þar af 496 í fyrsta sæti, samtals 60,62% greiddra atkvæða, 2. Guðmundur Guðmundsson 1346 atkvæði, þar af 883 í fyrsta og annað sæti, samtals 72,21%. 3. Einar Þ. Mathiesen 1019 atkvæði, þar af 572 í fyrstu þrjú sætin, samtals 54,66%. 4. Stefán Jónsson 754 atkvæði, þar af 519 í fyrstu fjögur sætin, samtals 40,45%. 5. Hildur Haraldsdóttir Framhald á bls. 30. Rán seldi TOGARINN Rán frá Hafnarfirði seldi 80.3 lestir af fiski í Hull í gær fyrir 16.9 milljónir króna. Meðal- verð á kíló var kr. 211.57. Pétur Sigurðsson, formaður ASV: AUsherjarverkfall fljótvirkari leid en útftutningsbann Fulltrúaráðsfundur Alþýðusambands Vestfjarða samþykkti um helgina að aðildarfélög þess leituðu eftir heimild til allsherjarvinnu- stöðvunar á Vestfjörðum frá og með 24. aprfl með venjulegum fyrirvara. Því gæti allsherjarverkfall á Vestfjörðum fyrst hugsanlega komið til framkvæmda hinn 1. maí. Jafnframt samþykkti fundurinn að leita eftir viðræðum við Vinnuveitendafélag Vestfjarða á þeim tíma, sem til stefnu er. samningana í gildi eða sambærileg kjör — og það var tekið strax fram í upphafi af Verkamannasam- bandinu að ASV hefði óskað viðræðna við vinnuveitendur þar Framhald á bls. 30. Úrval: Flugleiðir eiga 80% Eimskipa- félagið 20% „EFTIR AÐ Eimskipafélag ís- lands seldi Gullfoss, eina far- þegaskip sitt, minnkaði áhugi félagsins á einaraðild að ferða- skrifstofunni, en öll farmiða- sala og annað í sambandi við Gullfoss fór fram hér á skrif- stofunni. Því var það, að þegar hlutafé skrifstofunnar var auk- ið í fyrra ákvað Eimskipafélag- ið að stækka ekki sinn hlut og því urðu Flugleiðir meirihluta- eigendur," sagði Steinn Lárus- son, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofunnar Úrvals, í sam- tali við Mbl. í gær, en í ársskýrslu Flugleiða fyrir 1977 kemur fram, að flugfélagið varð á árinu meirihlutaeigandi ferðaskrifstofunnar. Steinn sagði, að fyrir hluta- fjáraukninguna hefðu Eim- skipafélagið og Flugleiðir átt ferðaskrifstofuna Úrval til helminga, en nú eiga Flugleiðir 80% á mqti 20% Eimskipa- félagsins. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða kvað fundarmenn hafa litið svo á að allsherjarvinnustöðvun væri fljót- virkari leið að settu marki en útflutningsbann. Á þessu stigi hafi menn því hafnað útflutningsbanni og verið sammála um að fara þessa leið. I millitíðinni verður svo vinnuveitendum á Vestfjörðum gefið tækifæri til viðræðna og sagði Pétur að verkfallsboðun færi að sjálfsögðu eftir viðbrögðum þeirra. Itrekaði fundurinn fyrri óskir um viðræður við vinnuveit- endur, m.a. með tilliti til yfirlýs- ingar formanns Vinnuveitendafé- lagsins í fjölmiðlum. Kvað Pétur hana þó enn ekki hafa borizt ASV. Þessi ákvörðun var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna á fulitrúaráðsfundinum. Pétur Sigurðsson kvað það draga úr gildi útskipunarbanns á Vestfjörðum, að Vestfirðir voru ekki samstíga öðrum landshlutum. Nú kvað hann allar geymslur hafa verið tæmdar og sagði hann að sennilega væru stærstu frysti- geymslur á landinu þar vestra, nema á tveimur stöðum, Bíldudal og Tálknafirði. Nefndi hann sem dæmi að í Súðavík væri unnt að geyma hálfs árs afla, þar sem frystihúsið þar hefði keypt húsin á Langeyri. Því yrði útflutnings- bann mjög seinvirkt á Vestfjörð- um, þótt það myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér fjármagnsskort. Boöun slíkra aðgerða myndi taka um 10 daga og yrðu þá allar geymslur tæmdar og væru menn þá byrgir með geymslurými í þrjá, fjóra og upp í sex mánuði eftir stöðum. Trilluútgerð er nú að hefjast og kvað Pétur ákveðinn ugg hafa komið fram um að fyrst yröi lokað á afla frá trillum eins og gerðist í yfirvinnubanninu. Á trillunum eru menn úr verkalýðsfélögunum, verkamenn mestallt árið, en róa síðan að sumri til. „Eru með trillubakteríuna," eins og Pétur orðaði það og kvað ólæknandi. Morgunblaðið bar þessa ákvörð- un ASV undir formann Verka- mannasambands Islands, Guð- mund J. Guðmundsson. Hann kvaðst líta á þessa ákvörðun Vestfirðinganna sem algjöra sam- stöðu með aðgerðum Verkamanna- sambandsins. í allsherjarverkfalli fælist útflutningsbann sem bann við annarri vinnu. Báðir hefðu sama mark að keppa að — Síðustu borgarmála- fundimir verða í kvöld SÍÐUSTU þrír borgarmálafundir sjálfstæðismanna í Reykjavík' verða haldnir í kvöld og verður þar fjallað um íþróttamál, fræðslumál og æskulýðsmál. Fundirnir hefjast klukkan 20.30. Fundurinn um íþróttamálin verður haldinn í Valhöll, Háa- leitisbraut i, 1. hæð. Málshefjend- ur verða Sveinn Björnsson, vara- borgarfulltrúi, Albert Guðmunds- son borgarfulltrúi, Þórir Lárusson formaður ÍR og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri. Fundurinn um fræðslumál verð- ur haldinn að Hótel Esju, 2. hæð. Málshefjendur verða Ragnar Júlíusson borgarfulltrúi, Sigurjón Fjeldsted skólastjóri og Gísli Baldvinsson kennari. Æskulýðsmálafundurinn verður haldinn í Valhöll. Málshefjendur verða Davíð Oddsson borgarfull- 'trúi, Bessí Jóhannsdóttir vara- borgarfulltrúi og Áslaug Friðriks- dóttir skólastjóri. Umræðustjóri verður Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri. Sveik út 746 þús. með fölsk- um ávísunum Rannsóknarlögregla ríkisins handtók s.l. föstudagskvöld 19 ára gamlan pilt, sem hafði orðið uppvís að því að svíkja 74G þúsund krónur út úr tveimur bönkum á höfuðborgarsvæðinu með því að breyta og falsa tvær ávísanir. Viðurkenndi pilturinn brot sitt. Honum var sleppt á laugardag en pilturinn hafði ekki áður komizt á skrá hjá lögregl- unni. Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.