Morgunblaðið - 18.04.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 18.04.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 VIÐSKIPTI C- VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALÍF. Umsjón: Sighvatur Blöndahl. Islenzka krónan hækkaði um 123% gagnvart handa- ríkjadollar á árinu 1977 Bandaríkjadollar lækkaði á s.l. ári gagnvart íslenzku krónunni um 12.3% sé miðað við hækkanir janúar-desember yfir árið. Sé hins vegar miðað við vegið meðaltal allra skráðra gjaldmiðla hérlendis á árinu er hækkunin öllu meiri eða 14,7%. Það stafar af því að á árinu lækkaði bandaríkja- dollar töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðli. Ef tekið er meðaltal tveggja ára 1976 og 1977 þannig að mið sé tekið af meðaltalshækkun- um hvers árs er hækkun gagnvart bandaríkjadollar töluvert lægri eða 9,3% og gagnvart öðrum gjaldmiðli um 10,5%. Orsök þess að hækkun- in sé meðaltal tveggja ára tekið er sú að gengisfelling á fyrri hluta tímabilsins er ekki eins há og á hinum seinni. Til fróðleiks fylgir hér á eftir tafla yfir þær hækkanir og lækkanir sem orðið hafa á hinum almenna peningamark- aði í heiminum, en tekið skal fram að þær tölur eru ekki að öllu leyti sambærilegar: 1. japanska yenið + 22,1% 2. svissneski frankinn + 21,1% 3. þýzka markið + 11,7% 4. ensk pund + 11,5% 5. belgíski frankinn + 9,1% 6. hollenskt gyllini + 7,3% 7. franski frankinn + 5,3% 8. norska krónan + 0,5% 9. US dollar + 0,3% clO. ítalska líran +3,7% 11. danska krónan • + 3,8% 12. finnska markið + 6,6% 13. kanadíski dollarinn + 7,5% 14. sænska krónan + 12,0% 15. spænski pesetinn + 15,6% 16. portúg. escúdos + 21,6% í þessum útreikningum er tekið vegið meðaltal ársins 1977, frá janúar til desember. 3,5% hagvaxtarspá Schmidts stenst ekki HELMUT Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands sagði nýverið í viðtali í þýzka sjónvarpinu að allar líkur bentu til þess að Þjóðverjum tækist ekki að standa við hið fyrra markmið sitt sem sagt, að halda 3,5% hagvexti á árinu. Telja sérfræðingar að með þessu sé kanslarinn að gefa til kynna að gripið verði til aðgerða sérstaklega innanlands til að streitast á móti þeirri öfugþróun sem hefur að vissu leyti átt sér stað undanfarna tvo mánuði, en þá hefur hagvöxturinn aðeins náð 2,5% markinu. Schmidt taldi aðalorsökina fyrir þessum vanda vera það öngþveiti sem ríkt hefur á peningamörkuðum heimsins undanfarna mánuði, sérstak- lega eftir að hagvaxtarspá stjórnarinnar fyrir 1978 var gefin út í lok síðasta árs. Þá varaði Schmidt við hættu þeirri sem af hinni miklu hækkun marksins gagnvart öðrum gjaldmiðli, sem að undanförnu hefði átt sér stað og væri það farið að skemma samkeppnisaðstöðu þýzkra útflytjenda verulega. N ey darf undur OPEC-ríkja NEYÐARFUNDUR Samtaka olíuútfluningsríkja OPEC, sem halda átti í Genf 4. maí n.k., hefur nú verið færður til og verður haldinn í Saudi-Árabíu sama dag, að því er segir í frétt saudi-arabíska dagblaðsins al- Riyadh nýverið. I frétt blaðsins er ekkert getið um ástæður fyrir þessum breytingum á fundarstað, en sérfræðingar í olíumálum telja þetta ótvíræðan sigur fyrir stefnu stjórnar Saudi-Arabíu í olíumálum. Aðalmál fundarins mun vera hið ótrygga ástand á gjald- eyrisstöðu bandaríkjadollars, sem öll olíulöndin reikna olíu- verð sitt í. í -því sambandi hefur þeirri hugmynd æði oft skotið upp kollinum að nauðsynlegt væri að breyta þessu og fara að miða olíuverð við annan traustari gjaldmiðil. Frá sýningunni á Hótel Loftieiðum. Sýning Skrifstofuvéla hf.: Ný tölvuritvél með segul- minnum og spjöldum kynnt „HVAÐ er ritvinnsla?“ — Svar við þessari spurningu geta menn fengið á sýningu sem nú stendur yfir á vegum fyrirtækisins Skrifstofuvéla h.f. á Hótel Loftleiðum. Hjá Skrifstofuvélum fengust þær upplýsingar að rit- vinnsla væri frágangur rit- aðs máls á sérstakan hátt, — allt frá þvi að hugmynd fæðist, þar til hún væri fullfrágengin og vélrituð. IBM hefur undanfarin ár framleitt nokkrar tegundir ritvéla, sem sérstaklega eru gerðar fyrir ritvinnslu. Skrifstofuvélar h.f. kynna nú tvær af þessum vélum hér á landi, IBM 82M og IBM MC80. I umsögn um vélarn- ar segir, að IBM 82M hafi elektrónískt minni og segul- geymslu, sem gerir ritaran- um mögulegt að skrifa hin flóknustu verkefni á einfald- an hátt og þægilegan af fyllstu nákvæmni. Hin sjálfvirki leiðréttinga- búnaður IBM vélarinnar auðveldar mjög allar leiðréttingar, og flýtir þannig lestri á próförkum. Aðrir kostir IBM 82, vélarinnar, sem sparar tíma ritarans við vinnslu flókinna verkefna, eru m.a. eftir- farandi: Sjálfvirk uppsetning á fyrirsögnum og undirstrikunum, sjálfvirk dálkastilling, mikill út- skriftarhraði, 15,5 slög á sekúndu eða 930 slög á mínútu. Hið elektróniska minni vélarinnar gerir ritaranum kleift að breyta, endurbæta og umskrifa verkefnið á hinn fjölbreytilegasta hátt. IBM 82M hefur 100 geymslu- minni sem geta geymt, hver um sig, 4000 starfi eða sem næst 2 vélritaðar A4 síður. IBM MC80 ritvinnsluvélin hefur sömu eigin- leika og 82M, en í stað 100 geymsluminna, hefur hún segul- spjöld, þannig að geymslumögu- leikar eru ótakmarkaðir, segir að lokum um vélarnar. Auk þessara ritvinnsluvéla eru á sýningu Skrifstofuvéla ýmis annar búnaður, s.s. ný lítil rafritvél frá Japan, nýjar tegundir borðreikni- véla og vasareiknivéla, bókvarpi sem endurkastar beint af rituðu máli á vegg, nýir þýzkir stólar sérstaklega gerir fyrir þægindi á setu og baki og margt fleira. Ottó A. Michelsen forstjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Mbl. að hann hefði stofnað fyrir- tækið árið 1946, þá nýkominn frá námi í Þýzkalandi og Danmörku. í byrjun annaðist fyrirtækið eingöngu viðgerðir á ýmsum teg- undum skrifstofuvéla og tækja, en 1950 gerðist Ottó umboðsmaður fyrir IBM hér á.landi og um það leyti komu hingað til lands fyrstu IBM-rafritvélarnar og skýrslu- vélarnar. Auk IBM véla bætti fyrirtækið smám saman við sölu á reiknivél- um, ljósritunarvélum, klukkum, stimpilklukkum og klukkukerfum, auk pappírs, og hefur verið braut- ryðjandi með ýmsar nýjungar á sínu sviði, t.d. kúluritvélar, raf- reindareiknivélar o.fl. Allt frá byrjun hefur verið lögð megináherzla á að veita trausta og góða viðhalds- og viðgerðarþjón- ustu, og ekki hefur verið hafin sala neinna tækja fyrr en eftir góðan undirbúning, sagði Ottó. 1967 stofnaði ÍBM eigið útibú fyrir tölvur og tilheyrandi tæki hér á landi og var Ottó ráðinn forstjóri þess, en jafnframt hélt hann áfram að vera umboðsmaður fyrir IBM-ritvélar, hljóðrita og fleiri tæki, en Skrifstofuvélar h.f. hafa sölu þeirra og þjónustu með höndum. Auk IBM-tækja selur fyrirtækið nú ljósritunarvélar, reiknivélar, búðarkassa, frímerki- vélar og margt fleira. Að lokum sagði Ottó A. Michel- sen að strax upp úr 1950 hefði vöxtur fyrirtækisins verið mjög hraður og stöðugur, og er fjöldi starfsmanna nú 41, þar af 19 í tæknideild. Árið 1977 var brúttó- velta fyrirtækisins 584 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.