Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 42

Morgunblaðið - 18.04.1978, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978_ ÞRÓTTARAR HÖFÐU YFIRBURÐI í LEIK RISANNA f BLAKINU Á lauKardaginn fór fram í íþróttahúsi Hagaskólans úr- slitaleikur í hikarkeppninni f blaki. Áttust þar við risarnir í íslensku blaki, ÍS o« -Þróttur. Var fyrirfram búist við jöfnum og spennandi leik þar eð viðureÍKnir þessara liða hafa ávallt verið skemmtilegar í vetur og hvergi gefið eftir. i>að fór þó svo að bikarinn hélt kyrru fyrir f heimkynnum Þróttara sem sigruðu næsta auðveldlega 3—0. Gangur leiksins í megin- atriðum var þessi: í upphafi fyrstu hrinu virtist jafnræði með liðunum en ÍS var þó alltaf yfir þar til staðan var orðin 7—6 en þá hófu Þróttarar að sækja af kappi og fengu stúdentar ekki rönd við reist og náðu aðeins tveim stigum til viðbótar. Lauk því hrinunni 15—9. Önnur hrinan hófst með svipuðum hætti nema að nú voru Þróttarar yfir. Héldu þeir 2ja til 3ja stiga mun þar til komið var í 8—5 en þá tók að draga sundur og lauk hrinunni Í5-9. Örvaðir af velgengnini komu Þróttarar vígreifir til leiks og létu kné fylgja kviði. Vissu stúdentar ekki fyrr en staðan var orðin 9—1 Þrótti í vil og Leikmenn Þróttar. Á laugardaginn tókst þeim með mjög góðum leik á móti stúdentum að verja bikarmeistaratitil sinn. tókst þeim aldrei að minnka muninn. Lauk hrinunni 15—6, og þar með leiknum og var fögnuður Þróttara mikill. Það sem fyrst og fremst gerði gæfumuninn í þessum leik var að baráttuvilji Þróttara var mun meiri og þeir grimmari í vörn. Einnig var framspil stúdenta nú lélegra en nokkru sinni og varð sóknin því næsta bitlítil. Þó tókust í fyrstu tveim hrinunum fallegir skotskellir hjá Indriða Arnórssyni, en er leið á leikinn tókst Þrotturum að girða fyrir þá og hvarf þar sterkasta vopn stúdenta. Bestir Þróttara í þessum leik voru Guðmundur Pálsson og Gunnar Árnason að ógleymdum Valdemar Jónassyni. Einnig var Matthi Eliasson traustur að vanda. Hjá stúdentum stóð enginn uppúr, helst að Sigfús Haralds- son sýndi lit. Dómarar voru Þorvaldur Sigurðsson og Guðmundur Oddsson og dæmdu ágætlega. þs/kpe Gústaf úr leik á NM GÚSTAF Agnarsson náði ekki að verja Norðurlandatitil sinn f lyftingum á Norðurlandamótinu. sem fram fór f Kotka í Finnlandi um helgina. Gústaf byrjaði á því að reyna við 160 kíló í snörun, sem hefði verið nýtt Norðurlanda- met. Virtist Gústaf vera á góðri leið með að fara upp með þyngd- ina. en rann þá skyndilega og féll með þeim afleiðingum að hann tognaði á hné og varð að hætta frekari keppni. Sigurvegari í flokknum varð Finni og lyffti hann samtals 340 kflóum en Gústaf hefði átt að fara létt með þá þyngd ef allt hefði gengið eins og við var búist. íslendingarnir fengu engin verð- laun á mótinu. Már Vilhjálsmsson varð 4. í sfnum flokki, samtals 270 kíló. Ágúst Kárason 7. í 100 kflóa flokki, samtals 267 kfló. Birgir Borgþórsson 5. í sínum flokki og setti 2 unglingamet, 160 kfló f jafnhöttun og 280 kfló f samanlögðu. Reykjavikurmeistari, þvf næst bikarmeistari og nú um helgina ráku ÍS-stúlkurnar endahnútinn á glæsilegan vet- ur með þvf að vinna íslands- meistaratitilinn. Þess má geta, að ís hefur aldrei áður unnið til verðlauna f kvennakörfuknatt- leik og er þessi árangur þvf enn athyglisverðari. I leiknum á laugardaginn skoraði KR fyrstu körfuna, en siðan gerði Kolbrún Leifsdóttir næstu 8 stig fyrir ÍS. ÍS hafði forystuna framan af, hafði t.d. 15:9 um miðjan fyrri hálfleikinn, en þá kom mjög góður kafli hjá KR og staðan breyttist í 22:17 KR í vil á stuttum tíma. ÞetU var þó fljótt að breytast, þvíað ÍS skoraði næstu 10 stig og hafði yfir í leikhléi, 40:30. í síðari hálfleik léku ÍS-stúlkurnar skynsamlega, greinilega ákveðnar í að missa ekki niður fengið forskot. Það heppnaðist og munurinn varð aldrei minni en 7 stig, 50:43 um miðjan hálfleikinn. Þrátt fyrir að ÍS missti sinn bezta leikmann, Kolbrúnu Leifsdóttur, út af, tókst KR ekki að ógna sigrinum. Lokatöl- ur urðu sem fyrr sagði 62:51. Lið IS lék mjög vel að þessu sinni og var nú búið að finna svar við svæðisvörn KR auk þess sem hittnin var í góðu lagi. Kolbrún Leifsdóttir lék mjög vel og átti stærstan þátt í sigrinum. Þá var Guðný Eiríksdóttir góð, sérstaklega undir lokin er hún skoraði margar glæsilegar körfur. Ragnhildur Steinbach og Þórdís Kristjánsdóttir áttu einnig ágætan leik. KR-liðið hefur oft leikið betur en aö þessu sinni. Sérstaklega var frammistaða þeirra í fráköstum léleg og kann það að hafa haft úrslitaáhrif. Linda og Erna Jóns- dætur og Emelía Sigurðardóttir voru að venju drýgstar við að skora og stóðu fyrir sínu. Þá átti Arndís Sigurgeirsdóttir ágætan leik. Stigin fyrir ÍS: Guðný 22, Kolbrún 19, Ragnhildur 9. Þórdis 6, Sigurlaug 4 og Hanna 2. Stigin fyrir KR: Linda 15, Erna 13, Emelía 11, Arndís og Sólveig 4 hvor, Björg og Olga 2 hvor. Dæmdar voru 24 villur á ÍS, en 20 á KR. ÍS fékk 13 vítaskot og hitti 8, en KR fékk 30 vítaskot og hitti 7, sem er afleit hittni. Dómarar voru Kristbjörn Alberts- son og Erlendur Eysteinsson og dæmdu þeir mjqg vel. ÁG KR-INGAR ENN MEISTARAR í MIKIL spenna hefur nú færst í keppnina í 2. flokki íslandsmótsins í körfuknattleik, en þar leika til úrslita lið Fram og UMFN. Liðin léku nú um helgina tvo leiki, sem áttu að skera úr um úrslitin og fór fyrri leikurinn fram í Njarðvík. Var það allan tímann mjög spennandi leikur og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn, 62—62. Varð þá að framlengja leikinn og mörðu þá Njarðvíkingar sigur 72—71. Seinni leikurinn fór fram í íþróttahúsi Hagaskólans á sunnudaginn. Var það ekki síður spennandi viðureign. Framarar tóku forystuna og voru komnir í 38—22 í fyrri hálfleiknum, en með elju og miklum barningi minnkuðu þeir muninn niður í 6 stig og var staðan í hálfleik 38-32. Njarðvíkingar tóku síðan for- ystuna í seinni hálfleik og voru mestan hluta hans 5—6 stig yfir. En Framarar höfðu ekki hugsað sér að gefa titilinn átakalaust frá sér og komust yfir þegar skammt var til leiksloka. Voru bæði liðin nú komin í mikil villuvandræði, enda hart barist á báða bóga. Framarar tryggðu sér síðan sigurinn á síðustu mínútum leiksins, en lokatölur urðu 68—64. Verða liðin því að reyna með sér í* þriðja skiptið og verður það hreinn úrslitaleikur. GG. FYRSTA FLOKKI NorðarUnda-, Rokjavlknr. bikar ok Islandsæeistarmr ÍS, Aftari röö l.v, Oirk Dunbar þjálfari, Kolbrún Jónadóttir, Kolbrún Leifsdóttir. Rairnhildur Steinbaeh, Ester Adansdóttir. Marsrét Eirfksdóttir og Siirurlaug Karlsdóttir. Fremri röö f.Vj Anna BJönc Aradóttir, Valcerðnr Sigurðardóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Hanna InxibjörK Birgisdóttir ag Gnðný Eiríksdóttir. (Ljósm. GG) GLÆSILEGUR ÁRANGURÍS (S varð á laugardaginn ís- landsmeistari f mfl. kvenna f körfuknattleik, er liðið sigraði KR í úrslitaleik suður í Njarð- vík með 62 stigum gegn 51. Sigur ÍS var mjög verðskuldað- ur og er árangur liðsins f vetur einstakur. Liðið varð f haust sigurvegari f Norðurlandamóti stúdenta, sfðan varð það KR-INGAR fóru létt með íslandsmótið f 1. flokki karla og voru þeir reyndar öruggir sigurvegarar áður en þeir léku síðasta leik sinn gegn stúdentum. Leikurinn gegn ÍS var þó engin undantekning frá því, sem á undan var gengið, en KR-ingar sigruðu með 21 stigs mun, 94—73 eftir að staðan var 48—24 f hálfleik. KR-ingar tóku strax 20 stiga forystu í leiknum, en slökuðu á þegar á leikinn leið enda sigur- inn allann timann öruggur. Stigahæstir KR-inga voru Gísli Gíslason með 21 stig, Hilmar Viktorsson með 18 og unglinga- landsliðsmaðurinn Garðar Jó- hannsson með 10 stig. Hjá ÍS-mönnum (eða ÍS-ung- um eins og þeir eru kallaðir) var Ólafur Thoroddsen bestur, en einnig var Axel Jónsson góður, en báðir skoruðu þeir félagar 20 stig. Fyrir einn KR-inga var þessi “>«mr merkur áfangi. Er sá hinn kunni Guðmundur Pétursson, sem e.t.v. er þekktari fyrir markvörslu sína á þeim tímum er KR var meira stórveldi í knattspymu en nú. Guðmundur varð nú í 10. sinn í röð íslandsmeistari með 1. flokk KR og í 12. sinn á síðustu 13 árum, en 1967 sigruðu Ármenningar KR-inga í úrslitaleik. Eru fáir sem geta státað sig af slíkum sigurferli sem Guðmundur, en hann varð einnig íslandsmeist- ari með meistaraflokki KR 1974 auk fjölda verðlauna, sem hann hefur unnið til í knattspýra- unni. GG íslandir og RcykjavíkoræoÍKtarar 1. floklw. KR< Aftari röð frá vinstri, Halldór KristjánsKon. Jón Otti Ólafsson fyrirHói liðsins. Sófus Guðjónsson. Garðar Jóhannsmn. Þorvaldur Blöndal. Hilmar Viktorsson. Carsten Jón Kristinsson. Neðri röð f.v. Gunnar Inin'mundarson. Gunnar Gunnarsson. Guðmundur Pétursson oit GúiH Gíslason Auk þess rru á myndinni lukkupollar Hðsins þeir Hrlxi Gunnar Helxason of Hörður Ganti Gunnarsson. Á myndina vantar þá Hjört Hansson. Birifi Guðbjörnsson. Ólaf Finnsson. Davið. Jrnsson og Pálma Siithvatsson. (Ljm GG/ÓT)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.