Morgunblaðið - 18.04.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 18.04.1978, Síða 23
MÓRGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 31 Leiðrétting I blaðinu á sunnudag var farið rangt með nafn fulltrúa ITT Space Communications, sem átti lægsta tilboðið í jarðstöðina fyrir fjar- skiptasamband við gervihnött. Hann heitir Antony J. Bafile. — Sérviðræður Framhald af bls. 48 Snorra, hvort hann óttaðist ekki að samningar tækjust við VMSÍ, en síðan sætu önnur sambönd innan ASÍ eftir. Hann kvað svo ekki vera út af fyrir sig. Númer eitt væri að ná sem fyrst réttlæt- inu fram og umbjóðendúr Verka- mannasambandsins væru upp undir helmingur umbjóðenda Al- þýðusambandsins. Hins vegar sagðist Snorri viðurkenna það, að skemmtilegra væri að geta lokið öllum samningunum í einu. Ef það væri ekki hægt, væri næst bezti kosturinn þessi. Hann kvað félögin hafa þetta frelsi og ef félögin í Verkamannasambandinu gæfu því samningsumboð væri ekkert við þvi að segja, félögin réðu því og hann kvaðst ætla að þetta væri gert af mjög yfirlögðu ráði. Verzlunarmenn hefðu einnig lýst yfir sérstöðu og væru þeir að semja sér. Jón Helgason, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri, kvaðst líta á þessa ráðstöfun VMSÍ sem eðlilega ráðstöfun eftir það sem á undan væri gengið. „Við getum ekki verið með alla tross- una á eftir okkur í sambandi við þessar aðgerðir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um okkur í þessu tilliti. Þar er garðurinn lægstur og þar á að taka til hendi.“ Jón sagði að sér myndi finnast undarlegt, ef þetta mál yrði ekki tekið eðlilegum tökum af vinnuveitendum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSI, kvað sambandið aldrei sem slíkt hafa óskað eftir viðræðum við vinnuveitendur fyrr. Hins vegar hefðu einstök félög innan þess gert slíkt, t.d. Dags- brún og einnig hefðu Norðurland og Austurland samið sérstaklega. Verkamannasambandið hefði hins vegar aldrei formlega gert þetta. Ef hugur fylgir máli í tali vinnuveitenda — sagði Guðmund- ur, væri nú einstakt tækifæri til þess að laga kjör hinna lægstlaun- uöu og framkvæma láglauna- samninga. „Leggjum við ofurkapp á að Vinnuveitendasambandið svari okkur og við teljum þetta prófstein á vilja þeirra." Barði Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, kvað sambandið enn ekki hafa tekið afstöðu til beiðni VMSI um viðræður, en í dag yrði framkvæmdastjórnarfundur og yrði um málið fjallað á honum. Hann kvað Verkamannasamband- ið aldrei hafa óskað formlega eftir viðræðum fyrr, en hins vegar hefðu sérviðræður við það farið fram eftir að allsherjarviðræður við ASI hefðu verið komnar af stað. Væri slíkt ekki óalgengt, en þannig hefðu viðræður aldrei fyrr borið að, sem óskað væri nú eftir. Morgunblaðið spurði, hvort hér væri því ekki einstakt tgekifæri til þess að semja um kjör láglauna- fólks án þess að kauphækkunin gengi upp úr um allt launakerfið. Hann kvað alltaf hafa orðið samkomulag um að ákveðin teg- und vinnu ætti að hafa lægsta kaup. Væru til hliðstæðir samn- ingar eins og hjá Iðju og verzlunarmönnum. Hann kvað lægst taxta, sem nú væri samið fyrir og raunhæft væri að ræða um, vera þann sama hjá Iðju og Verkamannasambandinu, 114.399 krónur á mánuði. Væri það 2. taxtinn, en 1. taxtinn er ekki notaður. Barði kvað hins vegar þessi lágu laun eiga við afskaplega fáa. Á fimm ára tímabili milli áranna 1972 og 1977 kvað hann samkværút upplýsingum Þjóðhagsstofnunar rauntekjur kvæntra verkamanna með tvö börn hafa aukizt um 29%. Á sama tíma hafi heildarlauna- "kostnaður aukizt um 382%. Megin- ástæða þessarar þróunar hafi verið verðbólgan. Nú væri gert ráð fyrir brúttótekjum fjögurra manna fjölskyldu miðað við árin frá 1972 að upphæð 3.698.000 krónur. Barði kvað laun verkakvenna í svokölluðum bónushúsum hafa verið yfir 200 þúsund krónur á mánuði. Hann kvað svo mikið af vaktavinnu og hvetjandi launa- kerfum í gangi, að þessar læstu tölur væru í raun mjög lítið notaðar. Ef þessar lágu tölur hækkuðu, hækkaði þetta kaup allt hlutfallslega. Hann kvað láglauna- samninga geta gengið um mjög skamman tíma, en þar sem verið væri sí og æ að semja um krónutöluhækkanir skerti það sífellt launahlutföll og kallaði að lokum á sprengingu. Barði kvað í raun enga skil- greiningu til ■ á hinum lægst launuðu og í raun tilheyrðu láglaun ekki neinni ákveðinni stétt. Fráleitt væri eins og ástand- ið væri að álykta að þar sem maður væri innan ákveðinnar stéttar, væri hann þar með lág- launamaður. Ef hins vegar grund- vallartala bónusvinnunnar lækkar í sambandi við tímakaupið, getur svo farið, að hið hvetjandi launa- kerfi verði ekki lengur hvetjandi og enginn vilji vinna samkvæmt því. Er það því mjög hæpið einnig. Eru hvetjandi launakerfi í dag mjög mörg, bónuskerfi, premíu- kerfi, ákvæðisvinna o.fl. „Mjög mörg ljón eru á veginum," sagði Barði, „á meðan starfsstétt- irnar hafa ekki komið sér saman um hvaða launahlutföll eiga að vera á milli þeirra." Salisbury. Upphaflega vonuðu Bretar og Bandaríkjamenn að ráðstefna allra deiluaðila gæti jafnvel hafizt í næstu viku. En nú telja þeir að liðið geti margar vikur og jafnvel mánuður áður en hægt verði að halda ráðstefnu. — Flúin til Kanada Framhald af bls. 47. hafa rænt mormónanum Kirk Ander- son og haft hann í haldi í þrjá daga. Anderson segist hafa verið hlekkj- aður við rúm og hafa verið neyddur til að hafa mök við McKinney, sem er fyrrverandi fegurðardrottning Wyoming-fylkis í Bandaríkjunum. Hún hefur neitað ásökunum Ander- sons. — „Græða ekkert... Framhald af bls. 47. aðilja, hefðu veikt það álit sem hann hefur notið út á við. „I bréfum þessum hefur Moro farið fram á að sér yrði sleppt lausum eins og „öðrum pólitísk- um föngum". I bréfunum er mjög slæmur tónn og þar ásakar hann meðal annars fyrrverandi samráðherra sína út af Lockheedmálinu og segir þá hafa tekið harða afstöðu gegn sér. Almenningur hér virðist því standa með stjórnvöldum í því að láta ekki deigan síga í þessum efnum og semja alls ekki við ræningjana." — Palistínumenn Framhald af bls. 47. hvort Palestínuskæruliðar hygð- ust snúa aftur til Suður-Líbanon. ísraelsmenn hafa margoft lýst því yfir að þeir muni ekki fara frá Suður-Líbanon fyrr en þeir séu öruggir um að gæzluliðar S.Þ. geti komið í veg fyrir að skæruliðarnir snúi þangað aftur. — Velferðarríkið Framhald af bls. 37. 2. skilyrðanna, 3. þeirra möguleika sem þaö býöur uþþ á — og þeirra möguleika sem það lokar fyrir. Fleiri og fleiri starfa í þágu velferöarinnar, skattarnir hækka og hækka, skattarnir sem veröa aö greiöast. Ekkert er ókeypis. Aö endingu: Þeir sem eru skapandi verða stööugt færri, þ.e. þeir sem láta eitthvaö af sér leiöa. „Vörurnar" og „verömætin" á hillunum á lager þjóöfélagsins eru tæmdar, þaö er gengið á þær þar til þær eru alveg auöar. Ekkert eftir. Síöasta skilyröiö er: Allir starfa hjá ríkinu í pýramidanum. Þjóöfélagiö er aöeins ríkiö. Einræðisríkið. Því er stjórnaö af einræöisherrum sem ekkert hafa eða gefa fólkinu. Það er ómögulegt. Þaö hefur aldrei veriö mögulegt, og það verður aldrei mögulegt aö ríkið (eöa „tilver- an") geti skapað öllum fullt öryggi við allar aðstæður, — frá fæöingu til dauða. Lokamyndin: allir sitja í steinpýra- mídanum, þar sem ekkert grær, ekkert sprettur, ekkert er skapaö, búiö til, bætt, endurbætt enda er það ekki hægtj Pýramídinn stendur bara þarna í ófrjórri eyðimörkinni miöri. An vatns, án fæöu — án Ijóss. í pýramídanum éta þeir sem enn halda lífi hver annan. Svo ríkir alger kyrrö. Engum árangri hefur þó verið náö í baráttunni fyrir velferöaríkinu. Hrörnunin er löngu hafin og hún heldur áfram að „dafna". Þetta er skopstæling af velferöar- ríkinu, einhliöa, afbökuö einfölduö, ýkjur, — En.... Sigurd Madslund 1977 — Minning Símonía Framhald af bls. 39 frá okkur, hinn 25. febrúar síðast- liðinn. Nía var kona sem ætíð var gaman að hitta, alltaf kát og hress, og góður vinur vina sinna. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1925, dóttir hjónanna Ingveldar Pálsdóttur og Páls Gunnlaugssonar sjómanns, 23. óktóber 1943 giftist hún eftiriif- andi manni sínum, Karli Guð- mundssyni útgerðarmanni, og eignuðust þau 3 börn, Mörtu og Inga sem eru gift og búsett í Vestmannaeyjum og Áróru 11 ára. Nía var góð eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Er því missir þeirra allra mikili. En við skulum minnast þess að þeir sem mikið missa hafa líka mikið átt. Með þessum fáu orðum vil ég og fjölskylda mín þakka henni og manni hennar þá góðvild og þær ánægjustundir sem við áttum saman þessi ár. Eiginmanni og öðrum ástvinum hennar vottum við dýpstu samúð, og biðjum þann sem öllu ræður að halda sinni verndarhendi yfir þeim. Blessuð sé minning hennar. Kristín Magnúsdóttir — Rhódesíu- málið... Framhald af bls. 1. Bandaríkjamenn sögðu að þær hefðu verið gagnlegar. Owen sagði um tillöguna um að haldin yrði ráðstefna allra deilu- aðila til að leysa deiluna, að Rhódesíumenn hefðu samþykkt að hugleiða hána vandlega enda væri ekki farið fram á skyndiákvörðun. Hann sagði að viðræðunum yrði haldið áfram en vildi engu um það spá hvenær eða hvar hugsanleg ráðstefna allra deiluaðila yrði haldin. Þetta er fyrsta heimsókn banda- rísks utanríkisráðherra til Rhódesíu. Það voru stuðnings- menn Abel Muzorewa biskups sem stóðu að mótmælunum gegn tillög- um Breta og Bandaríkjamanna. Þeir stöðvuðu umferð og hvít kona sást kasta silfurpeningum í brezk- an embættismann og hrópa „Júd- as“. Leiðtogar skæruliða Föður- landsfylkingarinnar samþykktu á laugardag að sækja ráðstefnu allra deiluaðila ásamt Smith. Suður-Afríkumenn gáfu í skyn í gær að þeir væru fylgjandi hug- myndinni. En lítill árangur virðist hafa orðið af viðræðunum í varahlutir íbílvélar Stimplar, slífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventllstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og kefljur Olíudælur Rokkerarmar Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 Umboð fyrír amerfskar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað erhjáAgli CONCORD 2ja dyra 6 cyl. 258 cid. vél sjálfskiptur meö vökva- stýri, aflhemlum, upphitaöri afturrúöu og „De Luxe“ út- færslu þ.e.: Hallanleg sæti meö plussáklæöi, viöarklætt mæla- borö, vinyl toppur, teppalögö geymsla ásamt hlíf yfir varahjól, hliðarlista, krómlista á bretta kanta, síls og kringum glugga, klukka, D/L hjólkoppa, D78x14 hjólbaröa meö hvítum kanti, gúmmíræmur á höggvörum, og vönduö hljóöeinangrun. amCONCORD Ótrúlega lágt verð, en staðreynd samt sem áður. Ath. tilgreind verðáætlun miðast við gengisskráningu í dag. Allt á sama Staó Laugavegi 118-Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.