Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 31

Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 39 Miruiing - Jón Jónsson á Vestri-Loftsstöðum Jón Jónsson fyrrum bóndi og organisti á Vestri-Loftsstöðum, andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík, hinn 27. jan. s.l. Hann var nær áttatíu og fjögurra ára að aldri er hann lést og háði skamma hríð orustuna við endalokin. Hress óg andlega sterkur gekk hann um meðal vina sinna og kunningja, stjórnaði sínum málum og fylgdist af athygli með framvindu mála hversdagsins, fjær jafnt sem nær. Útför hans fór fram frá Gaul- verjabæjarkirkju hinn 4. febr. s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Á útfarardegi hans minntist ung frændkona hang, Ester Jakobsdóttir, þessa látna frænda síns og velferðarmanns með nærfærnum og myndugum orðum hér í blaðinu, og er það síst af öllu ætlun mín, með þessum fáu orðum í minningu hans, að bæta þar nokkru um, heldur bið ég góðvilj- aða lesendur þessara orða, að líta á þau fyrst og fremst sem kveðju frá Gaulverjabæjarsöfnuði við lát þess manns er þjónað hafði sóknarkirkju okkar um áraraðir með organistastarfi sínu og að því gengið einatt með opnum og einlægum huga. En þjónustan ein við kirkju sína var honum ekki næg. Hann vildi einnig í ytra starfi hennar styrkja hana og efla og framkvæmdi þann vilja sinn með því að stofna minningarsjóð um föður sinn og systkini hans og gefa kirkjunni. Þessa gjöf afhenti Jón kirkjunni á s.l. vori og staðfesti meö því tryggð sína og myndarskap gagnvart sinni gömlu sóknarkirkju hverju hún byggir á um ytra starf um óráðna framtíð. Og nú heyrir Jón — Nonni á Loftsstöðum — eins og hann var jafnan nefndur hér í sveit, sögunni til. Um hann er vissulega mikil saga þótt hún verði ví miður, ekki sögð af mér. Þó langar mig til þess að renna huganum eilítið til baka ot staldra við nokkrar vörður sem við veg minninganna eru um Jón á Vestri-Loftsstöðum. Jón var fæddur á Vestri-Lofts- stöðum hinn 7. marz 1894. Foreldr- ar hans voru Jón Jónsson bóndi þar og kona hans, Ragnhildur Gísladóttir frá Rauðabergi í Vestur-Skaftafellssýslu. Ekki man ég til að segja glöggt frá föður hans, utan þess sem aðrir er hann þekktu hafa mælt í mín éyru. Hann var sagður mikill heimilis- faðir og fjölhæfur til allra starfa. Músíkgáfu hafði hann mikla og var lengi forsöngvari í Gaulverja- bæjarkirkju. Hann stofnaði og stýrði um skeið hornaflokki er fram kom við ákveðin tækifæri hér austan fjalls á sinni tíð. Um skeið bjuggu þau Ragnhildur á Eyrarbakka og gegndi Jón þá verslunarstjórn hjá Lefolíverslun. Ragnhildi móður Nonna man ég hinsvegar vel og kom unglingur að aldri nokkrum sinnum á heimili hennar. Hún var mikil kona í sál og sinni, dugleg og gestrisin með afbrigðum. Var og ekki lakara að hún ætti nokkuð hjá sér, því lengst af var heimili hennar stórt í sniðum, mannmargt og athafna- semi mikil, ekki síst meðan útræði frá Loftsstaðasandi stóð með mestum blóma. Gestnauð var þar og mikil, og það svo að nútíminn telur til ólíkinda. Þannig var bernsku- og æsku- heimili Jóns. Umsvifamikið og verkin margbreytileg sem unnin voru dag hvern. Hann ólst upp í skjóli foreldra sinna, og að hann sagði sjálfur, einnig við umönnun og gott atlæti föðursystkina sinna, en þau bjuggu um mörg ár öll á Vestri-Loftsstöðum. Fljótt varð þess vart að Jón hafði erft músíkgáfur úr föðurætt sinni og hugurinn beygðist fljótt að því að læra að spila á orgel. Aðeins átta ára að aldri beitti Jón uppá hálfan hlut við skip föður síns og ákvað þá strax að verja hlutnum til þess að kaupa orgel, en faðir hans lofaði að bæta við því sem á kynni að vanta. Orgelið var keypt með milligöngu Jóns Pálssonar banka- gjaldkera. Einfalt Stockholms- orgel og og kostaði 60 krónur. Síðar var fenginn heimilis- kennari að Loftsstöðum til þess að kenna því unga fólki sem á heimilinu var, að spila, en á þetta orgel lærði Jón í fyrstu, svo og systkini hans sum og frænkur, dætur Kolbeins á Háeyri, Elín og Kristín. Ennfremur Bjarnveig dóttir Bjarna föðurbróður Nonna. Af því má ráða að allt í kringum hann var fólk sem nema vildi og numið gat orgelleik. Jón fór svo siðar til frekara náms í orgelleik hjá Isólfi Pálssyni á Stokkseyri og rómaði mjög kennarahæfileika hans. Þar mun og hafa verið um gagnkvæmt álit að ræða, að Isólfur taldi Jón afbragðs nemanda og efnivið til frekara náms í þeirri list, ef kringumstæð- ur Jóns á öðrum sviðum hefðu þá boðið uppá það. En Jón var ekki eingöngu maður listarinnar. Hann var jafnframt maður starfs og framkvæmda. Dugnaður hans og bjartsýni var með ólíkindum. Ungur að árum hóf hann störf við sjómennsku svo sem fyrr var að vikið. Fyrst við útgerð föður síns á Loftsstaða- sandi, síðar sem formaður á eigin bát og var síðastur þeirra manna er rötuðu Loftsstaðasund. En hann sótti ekki eingöngu björg í greipar Ægis heiman frá Loftsstöðum, heldur einnig um mörg ár sem háseti á skútum og togurum. I samtalsbók Guðmundar Daníels- sonar, „Þjóð í önn“, er út kom árið 1965, lýsir Jón sjálfur fyrstu veiðiferð sinni á skútu, og segir svo frá: „Jú, ég byrjaði að fara á skútur rétt eftir ferminguna ... Pabbi var kunningi Jóns Olafsson- ar skipstjóra (síðar bankastjóra) frá Sumarliðabæ. Hann var með kútter Hafstein. Pabbi bað hann að taka mig og hann gerði það. Ég var með honum í eitt vor. Karlinn var bæði góður við mig og þó strangur. Einu sinni munaði minnstu að ég yrði rekinn. Ég stóð við fiskidrátt á miðsíðunni, þar sem ég var vanur, en næstur mér til annarrar andar var karl, heldur skapstirður. Nú lendum við éinu sinni í færaflækju, þannig að fiskurinn sem ég var að draga snéri öngultaumnum um færið hjá karlinum. Þegar fiskurinn kom að borði þá skar karlinn hann af taumnum svo að hann fór í sjóinn og ég tapaði honum. Ég snögg- reiddist, sleppti færinu mínu og réðist á karlinn, ætlaði að lumbra á honum. Allt allt í einu kallar Jón til mín höstuglega. Mér verður þá litið til færisins míns og sé að það er runnið í sjóinn. Jón fer nú með mig niður í káetu, átelur mig fyrir vanstillinguna og segist ekki sjá að það þýði neitt að láta mig hafa nýtt færi. Ég svaraði honum kaldur og rólegur og sagði að það yrði þá að hafa það, ég fengi þá að lifa náðuga daga það sem eftir væri af túrn.um. Það endaði nú samt með því að Jón lét mig hafa nýtt færi og sökku, en hann flutti mig aftur fyrir messavant, þangað sem ég komst j betri félagsskap, enda gekk allt vel eftir það. Þegar ég fór í land fékk Jón með 40 silfurkrónur, sem mér þótti mikill fjársjóður. Heim kominn að Lofts- stöðum afhenti ég föður mínum sjóðinn. Veturinn eftir var ég á Keflavíkinni, en eftir það fór ég á togara, gamla Skallagrím hjá Kveldúlfi. Já, ég var mörg ár til sjós, fjöldamörg ár, og stundum réri ég heima.“ Þannig lýsir Jón sjálfur upphafi sjómennsku sinnar í útveri, og mun mörgum finnast skýrlega til orða tekið. Eftir að vist á skútum og togurum lauk, sneri Jón heim til föðurtúna og gerðist þátttakandi í búskapnum með foreldrum og systkinum en síðar einn með móður sinni eftir fráfall föður síns. Mörg járn voru jafnan í eldinum við búskapinn á Vestri-Loftsstöðum og ekki ein- skorðað sig við eina tegund búskapar. Búfé átti Jón jafnan afurðagott og garðræktin var ekki með neinum hokurssvip. Hann gekk að hverju verkefni með bjartsýni og ákafa, og opnum huga fyrir tækni og nýjungum sem mættu verða til aukinna afkasta og léttir í endalausu striti hvers- dagsins. Ég staldra við í minning- unni þegar ég hugsa til þess stórræðis þegar Jón braust á eindæmi í því að kaupa jarðýtu. Þetta gerði hann á miðjum fimmta áratugnum, en slíkar vinnuvélar voru þá lítt þekktar hér á landi, og ekki hér austan fjalls. Á vordögum í þennan tíma kom Jón á fund í búnaðarfélagi sveitar- innar, nýorðinn eigandi þessa stórvirka vinnutækis, og bauð bændum afnot þess við byltingu og jöfnun á löndum þeirra. Hann vildi bara fá að vita hvað margir ætluðu að notfæra sér þetta tækifæri til bættra búskaparhátta á svo mörgum sviðum. Það skiptir minnstu þótt ég nú ekki muni um viðbrögð eða undirtektir bænda við máli Jóns. Hitt er ógleyman- legt með hve mikilli bjartsýni og óbilandi kjarki Jón leit á þetta framtak sitt. Hann var sér þess vel meðvitandi að hann var hér að brjóta í blað með auknar framfar- ir í landbúnaði. Og bjartsýni hans, úrræðasemi og traust hans á viðskiptamönnum sínum sigruðu. Jón varð í farjirbroddi framfara- mannanna sem byltu og bættu með framtaki sínu, undirstöðum að gjörbyltingu í búskap sunn- lenskra sveita. Auðvitað er hér stiklað á stóru um athafnir og umsvif Jóns á Vestri-Loftsstöðum. Rétt tæpt á fáum atriðum sem hæst ber í minni miklu yngri manns. Nákvæm greining umsvifa Jóns í gegnum líf hans og starf væri enda efni í heila bók, svo víða kom hann við sögu. Hann var allsstaðar hvetjandi til framfara, og hvar- vetna aufúsugestur. Hann var samviskusamur verkamaður og hollur húsbændum sínum í hverju því verkefni sem hann vann að. Hann var mikill af sjálfum sér. Hans verður lengi minnst sem eins af bestu sonum Árnesþings. Gunnar Sigurðsson. Seljatungu. Símonía Valgerður Minning Pálsdóttir Fædd 6. febrúar 1925 Dáin 25. febrúar 1978 Laugardagsmorgunn með sól- skini. Undirritaður er á venjubundn- um akstri um bæinn, hafnarsvæð- ið og bryggjurnar. Það er stoppað af og til og spjallað við kunningja. Maður veitir varla athygli fána í hálfa stöng á svo fallegum morgni. Það er svo algengt. Áldnir hníga til moldar eða eru jarðsungnir. Slíkt snertir mann varla meðán ekki er seilst í ættingja- eða vinahópinn. Er hallar að hádegi er einum kunningjanna ekið heim til sín, og þá er spurt, meira af forvitni en að maður eigi von á að þekkja sérstaklega til: „Af hverju er flaggað í hálfa stöng?" Og svarið virkar eins og högg, þegar hugur- inn loks skynjar járnkaldan raun- veruleikann. „Hún Nía hans Kalla á Hafliða er dáin.“ Gat þetta verið satt? Kvöldið áður hafði ég hitt þau í innkaupa- ferð, og hafði orð á því við Kalla af hverju hann væri upp á búinn. Sagðist h^nn hafa verið að fylgja vini til grafar þá um daginn og öðrum daginn áður. Og nú skyndi- lega stóð þriðja útförin í röð fyrir dyrum hjá honum. Hvern hefði órað fyrir slíku í gærkvöldi? Snögglega hafði morgunninn misst lit sinn og einkennilegur dapurleiki settist að. Ekið var heim í skyndi og sögð tíðindin, en þá hafði síminn sagt þau. Undar- leg móða vildi falla á augu, svo oft þurfti að bera hendi að. Minning- arnar hrannast upp, líkt og leiftur á tjaldi, en allar kærar og ljúfar. Hver var Nía? Hitti maður hana á mannamót- um eða samkomum? Var hún kannski ein þeirra, sem sífellt er á þönum innanlands eða utan í leit að lífsfyllingu, sem stressað þjóð- félag kallar eftir? Nei, ekkert af þessu átti við hana. Ekkert var fjær henni en slíkt kapphlaup og innantómt glys. Hún var fyrst og fremst eiginkona og móðir, sem maður hitti á afar fallegu heimili þeirra hjóna, og þangað var maður ætíð velkominn. Heimili, sem þau voru rétt að ljúka við að lagfæra þegar hún féll frá. Fjálgleg orð um ævi hennar og starf eiga ekki við, enda fjarri hennar skapi. Hún var einstaklega heil og traust alþýðukona, sem gat sómt sér hvar sem vqfr, ef því var að skipta. Eftirfarandi ljóðlínur Davíðs koma í hugann: „Þótt sértu af gulli og gersemum snauó og gistir ci konunga borgir, þá áttu hinn dýrasta drottningarauð og drauma og gleði og sorgir...“ Fyrstu kynnin sköpuðust á heimili sameiginlegs vinafólks, að Lágafelli. Ekki minnist ég þess að hafa komið heim til þeirra hjóna fyrir eldgesið í Heimaey. En eftir það, þegar fjölskyldur okkar höfðu snúið aftur til Eyja, var mikill og góður samgangur þar á milli. Þá höfðu ýmsir góðir vinir ög skyld- menni orðið eftir uppi á landi, og því trúlega orðið sterkari tengslin milli þeirra, sem heim sneru. Oft var þeirra minnst, sem ekki gátu komið aftur, af einhverjum orsökum. Ekki hallmælti hún þeim, en gleði fyllti ósjálfrátt hugann yfir hverjum þeim sem heim sneri. Ekki held ég að Nía hafi talað illa um nokkurn mann, en örugg- lega eru þeir ófáir, sem hún rétti hjálparhönd án þess að það væri í hámæli haft. Hún gat verið ákveðin og haft eindregnar skoð- anir, en hún særðUengan. Varla var hægt að hugsa sér viðkunnan- legri fjölskyldu heim að sækja en húsráðendur á Sóleyjargötu 4. Þar var allt svo eðlilegt og óþvingað að maður hafði það á íilfinningunni g.ð maður væri heima hjá sér. I útfararræðunni gat presturinn þess við syrgjendur, að söknuður- inn væri mikill, því þeir hefðu misst mikið. Það voru orð að sönnu. Hver getur nú á saknaðarstund lesið í hug þeirra, sem mest misstu? Barnanna. Litlu dóttur- innar, sem var augasteinn foreldr- anna. Hennar sem nú er á viðkvæmasta skeiði lífsins, þegar ótal spurningar vakna og kalla á svör. Hennar, sem kemur svo ótrúlega sterk frá sorg sinni, þótt svo ung sé. Nú eru hollráð móðurinnar ekki lengur fyrir hendi í miskunnarlausum heimi. Eiginmaðurinn. Hver getur lesið hug hans á svo döprum tímamót- um? Allt er gjörbreytt. Þrátt fyrir kærleika eldri dótturinnar, sem nú hefur flutt með fjölskyldu sína til að halda heimili fyrir föður sinn, þá er húsmóðursætið autt. Skyldu sporin ekki vera þyngri heim, þegar komið er frá sjónum? Hvað hugsar ungi maðurinn, sem þau hjónin héldu heimili fyrir? Hann, sem ekki vildi fylgja fjölskyldu sinni til borgarinnar eftir eldgosið, en átti nú sitt annað heimili hjá Níu og Kalla, og hún var honum sem önnur móðir. Skyldi hann ekki sakna umhyggj- unnar og hlýjunnar frá húsmóður- inni? Hverju gat það þjónað að sláttumaðurinn sækti svo unga konu, nýlega 53 ára, og að því er virtist heila heilsu og ótal margt ógert? Þannig mætti endalaust spyrja. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir" stendur einhverSStaðar. Hljómar þetta ekki eins og öfugmæli? Væri ekki eðlilegra að snúa þessu við og segja: „Þeir sem guðirnir elska deyja gamlir og saddir lífdaga". Við getum enda- laust spurt um tilgang þessa eða hins en verðum engu nær. Og ef til vill er hið dulda viss líkn í sjálfu sér. Erfitt væri trúlega að vita sitt lífshlaup eða æviskeið fyrirfram. Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Þess vildi ég af heilum hug biðja þeim til handa, sem um sárt eiga að binda, að sé sannmæli. Ég vil að lokum þakka samveru- stundirnar við Níu og fjölskyldu hennar, þakka kynnin, sem ég og fjölskylda mín áttum með þeim, og sem við hefðum ekki viljað án vera. Við óskum henni blessunar í ókunnum heimi. Richard Þorgeirsson Enda þótt nokkuð sé umliðið frá andláti þeirrar konu sem hér skal minnst, gleymast ekki þau djúp- stæðu og farsælu kynni okkar sem hófust fyrir 25 árum og voru ætíð ánægjuleg til þeirrar stundar er hún svo skyndilega var kölluð burt Framhald á bls. 31 Kveðja HÖFÐINGI hefur kvatt okkur að sinni: Konráð Þorsteinsson verzlunarmaður. Það er sagt að Konráð sé dáinn, en hann lifir, það er mín skoðun. Okkar kynni voru ekki löng, en þó það, að ég hlakka til að hitta hann aftur. Kári Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.