Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 37

Morgunblaðið - 18.04.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 45 • VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10— 11 • Handrið við Gullfoss Áfram heldur bréfritari og nú bendir hann á atriði til öryggisgæzlu fyrir ferðamenn sem koma að Gullfossi: „Að mínu áliti er nauðsynlegt að setja upp eitthvert handrið á gönguleiðina eða stígiun sem liggur frá bílastæðinu við Gullfoss nkður að fossinum. Þarna er mikil slysahætta, hált er á gönguleiðinni vegna bleytu og hún er líka það mjó og menn eiga það til að fara glannalega þar sem þeir þekkja e.t.v. ekki svo mikið til. Þyrfti endilega að setja upp handrið þarna og jafnvel við fossinn sjálfan, þ.e. á gilbarminn." Örn kemur víðar við og minnist á það að Lummurnar hafi náð miklum vinsældum og telur að auka mætti enn á vinsældir þeirra ef gefnar væru út plötur eða kasettur með vinsælum lögum frá árunum um og eftir 1950. En frá þessum málum er komið að því máli sem fær mest rúm í skrifum bréfritara, en það er um • Bjórmálið Fyrst gerir bréfritari að umtalsefni skrif templara í blöð og segir að þeir ávinni sér varla vinsældir með þeim, enda hafi þeir fengið fá atkvæði síðast er þeir buðu sig fram á þing. Segir hann einnig að templarar hafi lítið gert fyrir drykkjumenn og spyr hvort þeir vilji fremur heróín hér á landi en „hollan og góðan bjór“ sem bætir drykkjusiði landsmanna? Það á ekki að láta fúskara hræra í áfengismálum þjóðarinnar og hér er orðið býsna mikið um fíknilyf að ég held. Áfengismál erlendis eru ekki neitt svo stór í sniðum eins og templarar vilja vera láta, kófdrykkja þekkist ekki í Vest- ur-Þýzkalandi og hvað þá í Dan- mörku. Þar sem er kúgun í mat og drykk er ofdrykkja og þar á meðal á íslandi. Þar sem er bæði vín og bjór og frjálsræði í vínmálum almennt er ekkert vandamál. Menn eiga að fá að ráða því sjálfir hvers þeir neyta og hvers ekki. Ég held að samtök templara eigi að snúa sér frekar að baráttunni gegn eiturlyfjum, en ekki útmála fregn- ir um drykkju í öðrum löndum, sem orka tvímælis. Mér finnst það lágmarkskrafa að fá hingað drykkjarhæfan bjór og fá að nfeyta hans í friði fyrir þeim sem vilja ekkert annað en vatnsgutl og ég tel mig algerlega hafa farið með rétt mál nýlega er ég sagði eitthvað á þá leið í bréfi að vínvandamál skapast ekki af bjórdrykkju. Þá vildi ég aðeins minnast á reglur um ökuleyfi og vínneyzlu. í Þýzkalandi er leyft að drekka allt að einum bjór án þess að fara yfir mörk áfengismagns í blóðinu og samkvæmt prómille-tölu hér á landi má varla drekka nema eina maltflösku eða jafnvel bara borða eitt epli, ef menn vilja ekki eiga það á hættu að missa ökuleyfið. Ég held að megi vel breyta eitthvað þessum reglum. Örn Ásmundsson bifvéHv.“ • Góður fundur Maður sem sagðist vera mikið í félagsmálastörfum, „rétt eins og allir aðrir Islendingar", vildi fá að minnast aðeins á þáttinn er var í sjónvarpinu á sunnudagskvöld og var e.k. kennsla í fundarsköpum: — Ég held að mjög margir hafi haft gagn og gaman af þessum þætti, hann var að vísu dálítið „hraðsoðinn" og snubbóttur, en hann kom að sínu gagni. Mætti jafnvel endursýna hann við tæki- færi og minnast sérstaklega á leiðbeiningarnar sem settar voru fram í upphafi og væri e.t.v. ekki úr . vegi að fá þær birtar í dagblöðum. Þetta er öllum nauðsynlegt að vita og hver hefur ekki séð sjálfan sig á þessum húsfélagsfundi blokkaríbúenda þar sem sífellt er deiit um eitthvað og enginn árangur næst, fundir boðaðir á ákveðnum tíma sem byrja ekki fyrr en hálftíma of seint o.s.frv. Vil ég tjá sjónvarpinu mínar beztu þakkir fyrir þennan þátt. Jafn- framt leyfi ég mér að minnast á það sem nokkrir mætir íslenzku- menn drápu á í þætti fyrir stuttu að hefja þyrfti einhverja kennslu í rökræðulist eða mælskulist og væri sjónvarpið kjörinn vettvang- ur slíkrar fræðslu. • Meira um turninn Magnús Sigurjónsson — Ég vil fá að taka undir með Sveini Sveinssyni þar sem hann ræðir og finnur að staðsetn- ingu gamla söluturnsins. Eins sjálfsagt og það er að fá þennan gamla turn aftur í miðbæinn er jafn sjálfsagt að velja honum stað við hæfi, þar sem hann er til fegurðarauka og fellur vel í umhverfið. Nú eyðileggur hann heildarmynd torgsins og er hindr- un í umferð á þessu mesta umferðarhorni landsins. Hætt er við troðningi og pústrum þegar starfsemi í turninum hefst og ég hef ekki heyrt í neinum borgarbúa sem er ánægður með þennan stað. Við getum fagnað komu hans og þeirri hugmynd að fá hann í bæinn, því hann lífgar uppá og yljar gömlum Reykvíkingum, en þá verða líka fegrunarsérfræðing- ar borgarinnar að taka sig° til til að ofbjóða ekki fegurðarskyni borgarbúa og finna stað sem hæfir honum vel. NÝ Enskar og danskar dragtir Kjólar stuttir og síöir í st. 36—50. Blússur í st. 36—50. Glœsilegt úrval. Gott verö. Opiö laugardaga kl. 10—12. Dragtin, Klapparstíg 37. SENDING ■MANNELDISFRÆDlH Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefjast ný námskeiö í manneldisfræöi í næstu viku. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEDAL ANNARS UM EFTIRFAR- ANDI ATRIÐI: • Grundvallaralriði nwringarfraöi. • Innkaup, vorulýeingar, auglýsingar. • Réðlaggingar asm hailbrigðisyfirvöld margra Þjóða hafa birt um aaskilagar breytingar á matarasði, til að fyrirtoyggja sjúkdóma. • Fmðuval, garð matsaðla, matraiðsluaðfarðir (sýnikannsla) mað tilliti tií éðumafndra réðlagginga • Mismunandi framraiðsluaðferöir, dúka og skrayta borð fyrír mismunandi taskifsari. • Magrunaraðfarðir. Sémémskaið. Kynnist pví sam néðurstöður nýjustu vísindalagra rannsðkna bafa að sagja um offitu og magrunaraðfarðir. MUNIO að varanlagur érangur naset ainungis af grundvallarpakking é vsndamélinu og maðfarð Þaaa ar fyrír handi. Rangar magrunaraðfarðir aru mjög akaðiagar og gata valdtd varanlagu bailautjðni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: • Andlagan, Kkamlngan og Mlagalngan gronka altt Irá trumbamsku. • Mótatáduafl gagn sjúkdAmum og andtogu álagí. • Liksmsoyngd fltna, ADEINS RÉTT N/ERÐUR EINST AKLINGUR GETUR VÆNST BEZTA ÁRANGURS Í NÁMI, LEIK OG STARFI. Allar nánuri uppiýsingar sru gslnsr I sima 7420« kl. t—12 Mi. og sftir kL 7 á kriHdin. Kristin Jóhsnnsdóttir, msnnsidisfrmóingur. L’i melka FRAKKAR AUSTURSTRÆTI 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.