Morgunblaðið - 19.04.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.04.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 11 Brottflutningurinn f rá Líbanon gengur seint Þetta gerðist Jerúsalem, 18. apríl. AP. ÍSRAELSMENN fullvissuftu í dag Kurt Waldheim framkvœmdastjóra Sameinuðu pjóðanna um að Það vœri ætlun ísraelsmanna aö hörfa fró Suður-Líbanon, en ágreiningur er enn uppi um hve langan tíma brottflutningurinn eigi að taka. Waldheim hitti að máli Menachem Begin forsætisráðherra og Moshe Dayan utanríkisráðherra til þess að kvarta yfir því hve brottflutningur ísraelsmanna gengi seint áður en hann ferðaðist með þyrlu til friðar- gæzlusveita SÞ í fjöllum Suöur-Líb- anons. Agapova send á hæli Moskvu, 18. apríl. Reuter. FLÓTTAMANNSMÓOIRIN Antonina Agapova sem drakk sýru pegar embættismenn höfn- uðu síðustu beiðni hennar um að fara úr landi verður send í sovézkt geðsjúkrahús til með- ferðar aö sögn tengdadóttur hennar. Frú Lyudmila Agapova, kona Valentin Agapovs, sem flúði af kaupskipi í Svíþjóð fyrir fimm árum, sagði vestrænum frétta- mönnum að hún heföi fengið þessar upplýsingar hjá læknum í sjúkrahúsinu sem hún var flutt í til þess að hægt væri að gera að sárum hennar. Lyudmila sagöi að líf hennar væri „martröð". Hún hefur reynt að fá leyfi til að flytjast ásamt dóttur sinni og frú Agapovu til manns síns í Svíþjóð. Veður víða um heim Amsterdam 11 bjart Apena 20 bjart Berlín 14 skýjað Briissel 10 bjart Chicago 11 rigning Frankfurt 11 skýjað Genf 8 skýjað Helsinki 7 sókskin Jóh.borg. 22 sólskin Kaupm.höfn 12 skýjað Lissabon 18 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 22 bjart Madrid 20 bjart Málaga 23 skýjað Miami 25 skýjað Moskva 15 bjart New York 12 skýjað Ósló 7 skýjað Palma Majorka 19 skýjað París 11 skýjað Rómarborg 14 bjart Stokkh. 4 sólskin Tel Aviv 21 skýjaö Tokyó 15 rigning Vancouver 12 skýjað Vínarborg 12 skýjað Hann sagöi fréttamönnum aö Sameinuðu þjóðirnar heföu enn áhyggjur af þeirri töf sem heföi orðið á því að framfylgja til fullnustu ályktun Öryggisráösins um skjótan brottflutning. „Forsætisráöherrann sagði mér að þaö væri ætlun ísraelsmanna aö hörfa frá herteknu svæöunum en að komast yrði hjá því aö tómarúm skapaöist eins og hann orðaði það," sagði Waldheim. Yfirmaöur friðargæzluliðs SÞ t' Miðausturlöndum, Ensio Siilasvuo hershöföingi, og forseti ísraelska herráðsins, Raphael Eytan hershöfð- Ingi, hittust seinna í dag til þess aö ræöa brottflutninginn og hvenær honum skyldi Ijúka. Dayan sagöi að „fullt samkomulag og full samræm- ing“ væri í sjónmáli. Dollarinn á uppleid London, 18. apríl. Reuter. STADA dollars hélt áfram að batna í dag vegna mikillar verð- hækkunar hlutabréfa í Wall Street. í Tokyo hækkaði dollarinn um tvö yen og seldist um tíma á 223.30 yen 222.20 yen við lokun. Svipaöa sögu var að segja á öörum gjaldeyrismörkuðum. 1971 — Charles Manson og þrjár vinkonur hans dæmd tll dauöa fyrir að myrða Sharon Tate og sex aðra í Los Angeles. 1967 — Adenauer deyr, 91 árs gamall. 1951 — MacArthur hershöfðingi kemur fyrir Bandarfkjaþing og ræðst á stjórn Trumans forseta. 1898 — Bandaríkjamenn setja Spánverjum úrsiitakosti og krefj- ast að þeir afsali sér yfirráðum á Kúbu. 1859 — Austurríkismenn setja Sardiníumönnum úrslitakosti og krefjast að þeir afvopnist en þeim er vísað á bug. 1824 — Byron lávarður deyr í Grikklandi þar sem hann barðist í frelsisstríöinu. 1783 — Bandaríkjaþing lýsir því yfir að frelsisstríðinu sé lokið. 1775 — Frelsisstríðið í Norð- ur-Ameríku hefst meö ósigri Breta við Lexington og Concorde. 1587 —■ Brezkur floti undir forystu Sir Francis Drake ræðst á Cadiz. Afmæli dagsins: Edward Pellew enskur flotaforingi (1752 — 1823) — August Wilhelm Iffland, þýzkt leikritaskáld (1759 — 1814). Orð dagsins: Kunningi: einhver sem við þekkjum nógu vel til að tá lánað hjá, en ekki nógu vel til að lána — Ambrose Bierce, banda- rfskur rithöfundur (1842 — 1914). Rússinn lengi á snærum CIA og FBI New York, 18. apríl, AP. ARKADY N. Schevchenko, aðstoð- arframkvæmdarstjóri Sameinuðu pjóðanna, hefur í mörg ár verið í sambandi við bandarísku alríkislög- regluna (FBI) og bandarísku leyni- Þjónustuna (CIA), að Því er New York Times skýrir frá í dag. Blaðið hefur upplýsingar þessar eftir fyrrverandi starfsmanni CIA. Þaö segist ennfremur hafa það eftir kunnugum aðila, aö Schevchenko hafi boðist til að skýra stofnunum frá því hvort sovézkir heimildamenn stofnanna skýri þeim satt og rétt frá ýmsum málum. Bæöi New York Times og tímaritið Time segja að Schevchenko vilji fá 100,000 Bandaríkjadali fyrir upplýs- ingarnar. Hann hefur ekki ennþá sagt upp störfum hjá Sameinuðu þjóðun- um, og dvelst ú einhvers staöar í New York fylki. Alþjóöleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa 24 bílar sem ekki hafa sést á Islandi fyrr Fjöldi bíla sem hlotió hafa alþjóóleg verólaun TÍSKUSÝNING í KVÖLD KL. 21QQ Sýnd veróur nýjasta vor og sumartískan í bílklæónaói BÍLAHAPPDRÆTTI — vinningur MAZDA 323 aðgöngumióar gilda sem happdrættismióar—þannig eiga allir sýningargestir jafna vinningsmöguleika GESTUR DAGSINS er valinn alla daga sýningar- innar og hlýtur hann sólarlandaferó meó Samvinnuferóum Símar sýningarstjórnar 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.