Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 19 Hverfafundirborgarstjóra...Hverfafundirborgarstjóra... „Síðasta stórframkvæmd á því sviði var Sætúnið, frá Skúlatorgi inn með sjó og tenging við Kleppsveg, en því verki lýkur sennilega að fullu í ár,“ sagði borgarstjóri. „Við erum ekki með brúna yfir Elliðaár á fram- kvæmdaáætlun ársins í ár, en ég reikna með og vonast til þess að fjárhagur borgarinnar leyfi að það verði byrjað næsta ár og í rauninni þurfum við þess, þar sem hluti af okkar tekjum til gatnagerðar er bensíngjaldið og er áskilið að það gangi til slíkra stofnbrautafram- kvæmda." Frekari fram- kvæmdir við íþróttamannvirki ekki tímasettar Halldór Ó. Sigurðsson spurði, hvenær fyrirhugað væri að hefja byggingu íþróttahúss við íþrótta- völlinn og Jón H. Guðmundsson spurði, hvað liði skipulagi íþrótta- svæðisins fyrir hverfið, hverjar væru næstu framkvæmdir og hvenær þær væru tímasettar. Borgarstjóri sagði, að ekki væri búið að tímasetja frekari fram- kvæmdir við íþróttavöllinn. „Það er gert ráð fyrir þremur knatt- spyrnuvöllum í hverfinu, en vallarhús með böðum og búnings- herbergjum var tekið í notkun í vetur og afhent íþróttafélaginu Fylki til rekstrar," sagði Birgir ísleifur. „Frekari frámkvæmdir fyrir utan lóðalögun þarna í kring, sem gengið verður frá í vor, hafa ekki verið tímasettar og það er ekki gert ráð fyrir því að minnsta kosti í ár aö byrja á öðrum framkvæmdum, hvorki fleiri völl- um né íþróttahúsi." reynt að koma slíku upp á fleiri stöðum. Þetta er vafalaust einn af þeim stöðum, sem þá koma til greina.“ „Eg tel okkur hafa verið blekkta í öryggismálum með slökkvistöð- inni niðri á Höfða,“ sagði Jóhann P. Jónsson. „Þar er hafður mjög þungur f j ó r hj óladrif sbí 11 og slökkviliðið úr Oskjuhlíð er einar níu, tíu mínútur hingað í hverfið. Verður ráðin bót á þessu í framtíðinni?" Borgarstjóri sagði, að „engar sérstakar aðgerðir eru fyrirhugaðar til þess að betrum- bæta öryggismálin. Slökkviliðs- stöðin er á sínum stað og það sem helzt kæmi til greina væri þá að skipta um tæki á þeirri stöð, ef menn telja að sá slökkvibíll, sem þar er fyrir, gegni ekki því hlutverki sem hann á að gegna.“ Lögin voru nauðsynleg Theodór Óskarsson spurði: „Hver er afstaða borgarstjórnar og borgarstjóra til kaupránslaga ríkisstjórnarinnar?" Fundarstjóri kvaðst telja spurninguna utan dagskrár fundarins, „en við sjáum hverju borgarstjóri svarar þessu". „Theodór Óskarsson spurði um álit mitt og borgarstjórnar á þeim lögum sem sett voru af hálfu ríkisstjórnarinnar á Alþingi nú í vor,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson. „Borgarstjórn hefur ekki rætt það mál og ekki tekið afstöðu til þess. Eg er hins vegar sjálfur eindregið þeirrar skoðunar að það hafi verið nauðsynlegur liður í baráttunni gegn verðbólg- unni að gera slíkar ráðstafanir, sem voru fyrst og fremst fólgnar í því að draga úr verðbótum sem neinni verulegri andspyrnu þeirra afla, sem nú hafa sig hvað mest í frammi gegn þeim lögum, sem sett voru að þessu sinni.“ Slitlag á Gufunesveg kostar 50—60 milljónir Hörður Björgvinsson sagði sig minna að einhvern tíma hefði verið rætt um „fyrirhugaðar æsku- lýðsframkvæmdir við Rauðavatn; siglingar og þess háttar. Hvað líður þeim framkvæmdum"? Hörð- ur spurði einnig um „varanlegar úrbætur á Gufunesvegi" og sagði jafnframt að auka þyrfti eftirlit með því að bílar sem.aka með sorp á öskuhaugana í Gufunesi séu þannig útbúnir að ruslið dreifist ekki um Gufunesveg. Borgarstjóri sagði það ekki á dagskrá á þessu ári að leggja varanlegt slitlag á Gufunesveg. „Það er alldýr fram- kvæmd að ganga frá þessum vegi. Mig minnir að þetta hafi verið áætluð 50—60 milljón króna fram- kvæmd og hún er ein af þeim framkvæmdum, sem við tre.vstum ökkur ekki til að gera á þessu ári. Hvenær það verður unnt, þori ég ekki að segja til um. Það eru þó líkur á því eftir því sem umferð þarna eykst, því nú eru uppi hugmyndir um að taka þarna svæði til byggingá, að reynt verði að hraða því að taka veginn að minnsta kosti í áföngum, ef ekki reynist hægt að taka hann í einu lagi. Varðandi ruslið á Gufunesvegi spyr Hörður, hvort aukið eftirlit gæti ekki orðið ódýrara í fram- kvæmd en rekstur vinnuflokka þeirra og tækja frá borginni sem verktakinn Völur hf. hefði fengið leyfi umferðarnefndar eða lög- regluyfirvalda til þess að aka inn í hverfið austan frá með bygginga- efni frá Sandskeiði og sömu leið út af svæðinu aftur. „Það léttir náttúrlega töluvert á,“ sagði Jóhannes. 336 íbúðir í Selásnum Ólafur Brynjólfsson spurði, hvenær lóðir í einstökum hlutum Seláshverfis yrðu byggingahæfar og hvort Re.vkjavíkurborg úthlut- aði lóðum í hverfinu. Borgarstjóri sagði borgina engum lóðum út- hluta í þessu hverfi. „Þetta var eignarland og samningar gera ekki ráð fyrir því að til borgarinnar falli annað land en það sem fer undir götur og opin svæði, en engar byggingalóðir." Borgarstjóri sagði Seláshverfinu skipt í þrjá megináfanga, sem aftur væru tvískiptir. Gert er ráð fyrír því að lóðir undir 84 íbúðir í raðhúsum í I-áfanga A verði byggingarhæfar á miðju sumri og B-hlutinn, 74 ibúðir í raðhúsum, verði bygginga- hæfur undir lok þessa árs. II- áfangi A, lóðir undir 48 íbúðir í þéttstæðum einbýlishúsum, verður byggingarhæfur í haust og einnig B-hlutinn með lóðum undir 56 sams könar íbúðir. A-hluti III áfanga, þar sem á að koma 31 íbúð á stórum einbýlishúsalóðum, verð- ur byggingahæfur um mitt sumar 1979 og B-hlutinn, þar sem eiga að koma 43 einbýlishús, haustið 1979. Jón Guðmundsson spurði með hliðsjón af árangri Fylkis í handknattleik og knattspyrnu, hvort hafizt yrði handa við fram- kvæmdir til að bæta aðstöðu fyrir félagið í hverfinu. Borgarstjóri Skólanem- endum fer fækkandi í ÁRBÆJARIIVERFI fer skólabörnum. fækkandi í ár- göngunum 7—12 ára. Meðal- tal hvers árgangs er nú 2.61% af heildaríbúafjölda hverfis- ins. en meðaltalið í borginni er 1.68%. en í Breiðholti er geysimikil aukning og sagði borgarstjóri að þar væru framangreindir árgangar nú 2.63% af heildaríbúafjöidan- um. Annað dag- heimili BORGARSTJÓRI gat þess í ræðu sinni á íundinum að nú væru í Arhajarhverfi dag- heimilið Selásborg og leikskóli við Árborg. Sagði hann gert ráð fyrir öðru dagheimili í hverfinu. en sagði að það væri „ekki á framkvæmdaáætlun alveg að sinni." MKH* . .^53 W* i iiffir ® { ' liCBv M. t úfssr- ’é- ’ £ jj Fundargestir í félagsheimili rafveitunnar. Snjógirðing kemur til greina Jóhann P. Jónsson benti á að mikil þungaumferð færi í gegnum Árbæjarhverfið á og af Suður- landsvegi og spurði hvenær væri fyrirhugað að „koma með veginn austan við væntanlega iðnaðar- byggð, það er niður í Grafarvog“. „Eg er viss um að það á mjög langt í land,“ svaraði borgarstjóri, „svo ég reikna með að þessi vegur komi til með að liggja þarna um ófyrirsjáanlega framtíð. Ég þori ekki að fullyrða neitt um að breyting verði þar á.“ Einnig spurði Jóhann P. Jónsson hvort ekki væri mögulegt „ef þessir bílskúrar eiga langt í land á beltinu milli Hraunbæjar og bæjarháls að fá þar snjógirðingu líkt og gert hefur verið í Breið- holti“. Borgarstjóri kvað það vissulega koma til greina. „Það var gerð tilraun með slíka girðingu, einmitt í Breiðholtshverfunum, og reynslan af henni er það góð að það er ekki ólíklegt að það verði leggjast á laun vegna verðbólg- unnar. og ég minni á að þetta eru mun saklausari aðgerðir en gerðar voru fyrir 4 árum, þegar líkt stóð á í okkar efnahagslífi, en þær aðgerðir mættu þó af ástæðum sem ég ætla ekki að fara út í hér en allir hljóta að vita um ekki Kvöld- og helgarferð- ir SVR um „Höfðann” felldar nið- ur 1. júní þurfa að hirða upp allt þetta rusl að minnsta kosti einu sinni í viku allt árið. Þetta er verulegt vanda- mál með fráganginn á þessum bílum og virðist ekkert duga, hvorki fortölur né hótanir yfir- valda. Þeir sem flytja ekki aðeins rusl, heldur og hvers kyns efni, ganga ekki nægilega vel frá sínum bílum og svo flýtur farmurinn út um allar götur. Eftirlitið á að vera í höndum lögreglunnar sem ekki er undir forsjá borgarinnar, en það greinilega tekst ekki betur en raun ber vitni.“ Þungaumferð í Selás komi að austan Skúli Möller spurði vegna vax- andi framkvæmda í Seláshverfi, hvort hægt væri að beina þunga- umferð styttri leið inn á fram- kvæmdasvæðið, þannig að hún komi austan að í stað þess að fara upp í gegnum hverfið. Fundar- stjóri, Jóhannes Óli Garðarsson, sagði að sér væri kunnugt um að sagðist geta fallizt á að auðvitað væri æskilegt að geta ráðist í slíkt, en minnti á að talsvert hefði verið unnið á þessu sviði í hverfinu sem vafalaust yrði félaginu mikil lyftistöng, húsið og völlurinn sem komin eru. „En varðandi íþrótta- hús af fullri stærð, sem félagið myndi þurfa á að halda, þori ég ekki að gefa nein loforð á þessu stigi hvenær fært verður að leggja í þá framkvæmd. Iþróttahús eru geysidýr mannvirki. En við mun- um vafalaust halda áfram að hafa gott samstarf við Fylki um áfram- haldandi framkvæmdir, þó ég geti á þessu stigi ekki lofað neinu. Á fjárhagsáætlun þessa árs eru ekki aðrar framkvæmdir en að ljúka við vallarhúsið og ganga frá lóðinni." Sennilega ekki almenningssundlaug Gylfi Konráðsson spurði hvort nokkur möguleiki væri á að íbúar við Hraunbæ fengju hjálp með Framhald á bls. 32. Malbikun i iðnaðar- hverfunum Gatnagerðarframkvæmdir í Árbæjarhverfinu í sumar verða fyrst og fremst malbikun í iðnaðarhverfunum. það er á Ártúnshöfðasvæðinu og Borgar- mýrinni sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, í ræðu sinni á fundinum. fbúða- svseði Árbæjar er nú allt mal- bikað. en borgarstjóri sagði að síðan væri gert ráð fyrir því að lagðar yrðu malargötur í Selás- hverfið, þar sem byggingafram- kvæmdir eiga að geta hafizt í sumar. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni að hann vonaðist til að unnt yrði að hefja framkvæmdir við lengingu Höfðabakka milli Árbæjar og Breiðholtshverfa á brú yfir Elliðaárnar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.