Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1978 Frá viðræðufundi Iðju og Félags íslenzkra iðnrekenda í gær. Vísað til funda sáttasemjara FÉLAG íslenzkra iðnrekenda og Iðja. félaK vcrksmiðjufólks áttu með sér viðræðufund í K*r um kjaramálin. Samkvæmt upplýsinjíum Ilauks Björnssonar. framkvæmdastjóra FÍI. voru viðra'ðurnar vinsamlegar og lýstu báðir aðilar þar skoðunum sfnum. í dag er fyrsti verkfalls- dagurinn af þremur. sem Iðja hefur boðað í yfirstandandi kjaradeilu. Fundurinn stóð í um klukku- stund. Haukur Björnsson sagði að fulltrúar FÍI hefðu bent á að þar sem deilan væri nú í heild komin ti! sáttasemjara, fyndist þeim eðlilegast að sáttaumleitanir færu fram á þeim vettvangi. Kvað hann iðnrekendur gjarnan myndu kjósa að kjaramálin væru ekki í þeim hnút, sem raun bæri vitni. í dag er verkfall meðal Iðjufólks í vefjariðnaði, spuna, vefnaði, Fundur með borgarstjóra í kvöld BIRGIR ísleifur Gunnarsson borgarstjóri heldur hverfafund í kviild fyrir Iláaleitishverfi, Smá- íbúða-. Bústaða-. og Fossvogs- hverfi og verður fundurinn í Félagsheimili Hreyfils að Fells- múla 21 (gengið inn frá Grensás- vegi). Fundrastjóri á fundinum vcrður Gunnar Björnsson tré- smíðameistari. en fundarritarar verða Unnur Arngrímsdóttir hús- móðir og Tryggvi Viggósson liigfræðingur. Á fundinum eru m.a. sýnd líkön og uppdrættir af ýmsum borgar- hverfum og nýjum b.vggðasvæðum og einnig verða sýndar litskugga- myndir af helztu framkvæmdum borgarinnar nú og að undanförnu. veiðarfæragerð, prjónaiðnaði, fataframleiðslu, tjaldframleiðslu, svefnpokaframleiðslu, seglagerð, skinna- og leðuriðnaði, hjá þvotta- húsum og efnalaugum. Næsti verkfallsdagur er á föstudag og þá er verkfall í matvælaiðnaði og skyldum greinum. Rætt um stækkun Landakotsspítala Gunnar Ólafsson kennari: Valdimir Jakúb las bréf til ís- lendinga í Moskvu A KAPPRÆÐUFUNDI Sam bands ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins sl. sunnudag í Stapa. sagði Guðmundur ólafs- son kennari, einn ra^iumanna Æn. Abl.. cn hann dvaldist um tíma við nám í Moskvu, að Vladimir Jakúb. sem kom fyrir nokkru fram í íslcnzku sjónvarpi og skrifaði greinar í íslenzk blöð. hefði njósnað um íslenzka námsmenn í Sovét- ríkjunum. Guðmundur sagði orðrétt: „Eg var við nám úti í Sovétríkjun- um, og við, sem vorum þar við nám, urðum fljótlega varir við það, að bréf okkar voru lesin af óviðkomandi aðilum, sem er að sjálfsögðu svívirðilegt. Með klækjum og refskap tókst okkur að komast að því, hvaða maður það væri, sem hefði þann starfa að lesa íslenzk bréf úti í Moskvu. Þessi maður heitir Vladimir og hefur ættarnafnið Jakúb. Ég hélt í einfeldni minni, að þennan mann ætti ég aldrei eftir að sjá eða heyra. En það var nú öðru Vladimir Jakúb. nær. Svo gerist það einn góðan veðurdag, að þessi maður fer að skrifa síðu upp og síður niður í íslenzkt dagblað. Og að sjálf- sögðu er það Morgunblaðið, sama blað og Hannes Hólm- steinn skrifar í.“ Vladimir Jakúb hefur m.a. verið kennari í íslenzkum fræð- Framhald á bls. 30 UM ÞESSAR mundir er vcrið að vinna að athugun á framtíðar- hlutverki og þróun Landakots- spitala. Kom þetta m.a. fram á hverfafundi Birgis Isleifs Gunn- arssonar borgarstjóra s.I. sunnu- dag. sem hann hélt fyrir íbúa Nes- og Melahverfis. Vestur- og Mið- bæjarhverfis. A fundinum sagði borgarstjóri, að rætt hefði verið um stækkun spítalans, en engin samþykkt né beiðni um stækkun hans héfði enn borizt borgar- stjórn. Borgarstjóri sagði að samkvæmt upphaflegri teikningu að Landa- kotsspítala væri gert ráð fyrir einni álmu til viðbótar, þvert á Öldugötu. Kvað hann engar ákvarðanir hafa verið teknar um staðsetningu þessarar álmu, hæð hennar, né hve langt hún ætti að ganga í átt að Öldugötu. Allt væri enn óljóst í þessum efnum, en að sjálfsögðu yrðu engar samþykktir gerðar varðandi byggingu fyrir- hugaðrar álmu nema tekið væri fullt tillit til umhverfisins þarna í kring, og einnig yrði fyrirhuguð framkvæmd ýtarlega fyrir íbúum hverfisins. Þá sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson, að það hefði komið fram hjá stjórnendum sjúkrahússins, að í fyrirhugaðri álmu yrði komið fyrir þjónustumiðstöð, eins konar Framhald á bls. 30 Fundir með sáttasemjara FYRSTI fundur sáttasemjara ríkisins með fulltrúum Verka- mannasambands íslands og vinnu- veitenda er boðaður í dag klukkan 14. Þá hefur sáttasemjari ríkisins, Törfi Hjartarson, boðað vinnuveit- endur og fulltrúa Alþýðusam- bands íslands til fyrsta sátta- fundar aðila á föstudag klukkan 14. Stal skartgripum fyrir 4 milljónir — en var gripinn með þýfið eftir nokkra kiukkutíma INNBROT var framið í skart- gripaverzlun Vals Fannar aðfararnótt s.l. mánudags og hafði þjófurinn á brott með sér skartgripi og úr að söluverðmæti tæpar fjórar milljónir króna. Vegna góðrar samvinnu Rann- sóknarlögreglu ríkisins og embættis lögreglustjóra í Reykja- vfk tókst að hafa upp á þjófinum aðcins fjórum klukkustundum eftir að innbrotið uppgötvaðist og komst allt þýfið til skila. Það var vegfarandi, sem átti leið um Lækjartorg um hálfsex- leytið að morgni mánudagsins, sem varð var við að rúða hafði verið brotin í hurð verzlunarinnar. Var rannsókn málsins þegar hafin og athuganir á staðnum bentu til þess að þarna hefði verið að verki 19 ára piltur, sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglunni. A tíunda tímanum um morguninn hafðist upp á piltinum og var hann með hluta þýfisins á sér en vísaði á hitt. sem hann hafði falið. Vinsamleg- ar viðræður á Suðurnesjum FORMENN Verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum áttu í gær fundi með fulltrúum Flugleiða annars vegar og fulltrúum Vinnuveit- endafélags Suðurnesja hins veg- ar. Á þessum fundum voru ýmsar hugmyndir viðraðar og voru fundir aftur fyrirhugaðir í viku- lokin. Samkvæmt upplýsingum Karls Steinars Guðnasonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, voru viðræður vin- samlegar, og sagði hann að vinnu- veitendur þættust allt vilja fyrir launþega gera. Þó hafi það komið fram að þeir teldu að þeir sem kveikt hefðu b4hð ættu að. ^lþkkya það einnig. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri; Nauðsynlegt að allir vinni eigi meirihlutinn að haldast Herbragð andstæðinga okkar að halda þvi fram að meirihlutinn í borgarstjórn sé öruggur „EINS og reynslan hefur sýnt. getur allt gerzt í þessum kosningum, og því fer fjarri, að Sjálfstæðisflokkurinn sé öruggur með að halda meiri- hluta í borgarstjórn,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson þeim inni. tapi meirif“kt?'Trtrí«>fyrirÞv' _Éggetekkig me59 full- iþettaak'Pt' ^ upi einum trúa og þö • áf)ur mein- halda þe.r *u,r getur alU > hlutanum v,ssule® e,í, a0 sihur •arZVTSAf.xSi borgarstjóri. er Morgunblaðið bar undir hann ummæli Sigur- jóns Péturssonar, efsta manns á lista Alþýðubandalagsins, sem viðhöfð voru eftir honum í Þjóðviljanum síðastliðinn laugardag. „Hér er augljós- lega um herbragð að ræða af hálfu andstæðinga okkar sjálf- stæðismanna. Þeir halda því nú allir fram, hver í kapp við annan, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé öruggur með meirihlut- ann. Þetta er til þess gert að skapa andvaraleysi á meðal baráttusveita sjálfstæðis- manna og jafnframt meðal þess mikla fjölda stuðnings- manna meirihluta borgar- stjórnar, sem eru óflokks- bundnir eða kjósa jafnvel aðra flokka í þingkosningum.“ Birgir ságði að sjálfstæðis- menn hefðu að vísu fengið óvenju góð úrslit í kosningun- um fyrir fjórum árum, en hann kvað þá hafa verið allsérstakar aðstæður. Við völd hafi verið vinstri stjórn, sem var mjög óvinsæl," og reynslan í borgar- stjórnarkoBningum sýnir, að þegar þannig stendur á, fáum við alltaf betri kosningu. Þegar hins vegar líkt stendur á og nú, að Sjálfsæðisflokkurinn er í stjórnarforystu, þá hefur það alltaf reynst okkur óhagstætt í borgarstjórnarkosningum og reyndar höfum við aldrei verið nær því að missa meirihlutann en einmitt, þegar við höfðum 9 borgarfulltrúa 1966. Þess vegna gæti sú saga endurtekið sig nú, ef sveiflan á annað borð byrjar niður á við. Er þá útilokað að segja, hvort hún stöðvast við 8 menn eða 7 menn.“ „Ég vil þess vegna hvetja alla okkar stuðningsmenn,“ sagði borgarstjóri, „að fá ekki slíka glýju í augun, þótt andstæðing- ar okkar haldi þessu fram. Því er nauðsynlegt að allir vinni að sigri, eigi hann að nást í þessum kosningum." . v MMflH;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.