Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 FRAMSTULKURNAR SIGRUÐU TVÖFALT SIGURGANGA meistaraflokks kvenna í Fram heldur áfram, á sunnudagskvöld sigruðu þær FH í úrslitaleik bikarkeppninnar 13—11 og voru þær svo sannarlega vel að sigrinum komnar, hafa þær því sigrað tvöfalt í ár, bæði í íslandsmóti og bikar. Síðastliðin tvö ár hefur þessi flokkur unnið öll mót nema eitt þrátt fyrir töluverðar breytingar á liðinu. Er ekki hægt að segja annað en að það sé vel af sér vikið. Fram-liðið barðist v«l allan slapp úr gæslunni. 1 FH-liðið tímann og lék vörnina af hörku, vantaði meiri baráttu og kraft, of kom vel út á móti skyttum FH og fljótt var gefið eftir í vörninni og Leikur þessara liða á sunnudag var ekki jafn vel leikinn og síðari leikur liðanna í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. FH reyndi aftur að nota þá aðferð að taka tvær úr umferð, þær Guðríði og Oddnýju, og enn á ný sönnuðu þær Jóhanna Sigrún og Jenný getu sína með því að leika ljómandi vel á móti vörn FH og þrátt fyrir góða markvörslu Gyðu náði Fram þegar öruggri forystu og hélt henni til loka leiksins. Staðan í leikhléi var 8—5 og minnsti munur í síðari hálfleik var tvö mörk. stoppaði línuspil liðsins svo til alveg. Við þennan góða varnarleik varði markvörðurinn þau skot sem fóru í gegn en helmingur marka FH var úr hröðum upphlaupum eða vítaköstum. Bestar hjá Fram voru þær Jóhanna og Jenný, þá var Oddný sterk í vörninni og Guðríð- ur er mjög efnileg, mjög skotviss og hefur gott auga fyrir að gefa á samherja í góðum færum, þá skapaði hún alltaf ógnun er hún sóknin var ekki nægilega mark- viss. Kristjana lék vel af útispilur- um, svo og Hildur, þá stendur Gyða alltaf fyrir sínu í markinu. Liðið virkaði oft á tíðum eins og það væri hálf þreytt, vantaði meiri snerpu. Mörk Frami Jóhanna, 4. Jenný 4, Guðríður 4 (2v), Sigrún 1. Mörk FHi Svanhvít 3, Katrín 2, Hildur 2, Kristjana 3, Sólveig 1. ÞR. HKSKORAÐI EKKIÍHEILAR 23 MÍNÚTUR FYRRI aukaleik HK og KR á sunnudaginn um rétt til að leika í 1. deild næsta keppnisti'mabil lauk með stórsigri KR, 22—15, eftir að staðan hafði verið 10—9 HK í vil í leikhléi. Leikurinn sem fram fór í Laugardalshöllinni var bráðskemmtilegur á að horfa og mikið var um góð tilþrif af hálfu beggja liða. fyrri hálfleik jafnframt því sem hann skoraði gullfalleg mörk. HK kom KR-ingum á óvart með mjög hröðu spili og tókst þeim að ná forystu í leiknum og um tíma var 3 marka munur HK í vil. Símon Unndórsson var í miklum ham í leiknum og gekk HK illa að hemja hann, fékk Símon of mikið ráðrúm og skoroS' 1" l^roriugí ieiKmaður hvert markið af öðru í fyrri hálfieik með uppstökkum og föstum skotum, þrátt fyrir að varnarleikur HK væri sérlega sterkur allan fyrri hálfleik og markvarsla Einars Þorvarðssonar með því besta sem sést. Það var gerbreytt HK-lið sem lék seinni hálfleik. Var allur vindur úr liðinu og sú kraftmikla barátta, sem einkennt hafði leik þess í fyrri hálfleik, var horfin, menn reyndu skot alltof fljótt og úr slæmum skotfærum og það ásamt ekki alveg réttum innáskiptingum að mati undirritaðs varð liðinu að falli. KR-ingar hafa sjálfsagt fengið þá lexíu hjá Geir þjálfara sínum í leikhléi að þeir skyldu ekki vanmeta HK því meiri festa og agi var í leik liðsins eftir leikhlé. Haukur og Björn léku báðir vel og skutu á réttum stað á Einar sem Ilaukur Ottesen íyrirliði KR. gekk mun verr að v.erja frá þeim skotin. Þá léku KR-ingar vörnina af meiri hörku og ákveðni og skilaði það sér fljótt. Jóhannes og Ævar léku bnr y'ádlr vel. Um miðjan síðari hálfleik hafði KR tekið forystu, 14—12, og smájók hana út leikinn. Á 57. mínútu leiksins var staðan orðin 20 gegn 12 og var aldeilis með ólíkindum hve HK-mönnum lá oft á að skjóta á mark KR í vonlitlum færum. Var oft á tíðum eins og Stefán Halldórsson og Björn Blöndal væru að keppa um markatitil en ekki í leik sem þarf að spilast af varfærni. Bestu menn KR-inga í þessum leik voru Símon Unndórsson og Emil Karlsson, en liðið í heild átti nokkuð góðan dag og lék oft ljómandi vel. Hjá HK voru þeir Karl Jóhannsson og Einar Þorvarðarson markvörður bestu menn. Mörk KR: Símon 7, Haukur 4, Björn 5, Kristinnn 2, Sigurður 2. Mörk HK: Karl 4, Ragnar 3, Jón 2, Hilmar 2, Stefán 1, Björn 1. - Þr. Valsstrákarnir, sem urðu meistarar í 5. flokki á Akureyri íyrir 10 dögum. Með knöttinn í fremstu röðinni er Guðni Bergsson fyrirliði flokksins og sá er tryggði liðinu meistaratitil með marki úr aukakasti eftir að leiktima lauk í síðasta leiknum. F'yrir aftan eru þjálfararnir Jón H. Karlsson og Stefán Gunnarsson og Þórður Sigurðsson, formaður Handknattleiksdeildar Vals. FH MEISTARI í 2. FL. KARLA ÚRSLIT í 2. fl. karla í íslandsmótinu í handknattleik urðu þau að FII sigraði. Þróttur varð í öðru sæti og Þór frá Akureyri í þriðja. FII lék við Þór á sunnudag og sigraði 13>11 eftir nokkuð jafnan leik, staðan í leikhléi var 7«3 FH í hag. Bestu menn FH í leiknum voru þeir Sveinn Bragason, bráðefnilegur ungur handknattleiksmaður, og unglingalandsliðsmarkvörðurinn Sverrir Kristjánsson. FII hafð’,?.A-— sigrað Þrótt, og Þróttur sigraði Þór, ,««uuroum. Þjalían pH-piltanna a«<naugfíson og hefur hann í vetur þjalfað þau tvö FH-lið. sem unnið hafa til íslandsmeistaratitla. þriðja flokk karla og 2. flokk karla. - Þr. Sigurður I*. Sigmundsson í keppni. Þessi mynd birtist í blaðinu Trostberger Taghlatt og sýnir Sigurð sigra í Franz-Korb hlaupinu. SIGURÐURSTENDUR SIG MJÖG VEL YTRA SIGURÐUR I*. Sigmundsson. einn fremsti frjálsíþróttamaður Ilafnfirðinga. dvelur um þessar mundir í bænum Trostberg í SuðurÞýzkalandi. Ætlar Sigurður að dvelja á þessum stað við a fingar, keppni og störf fram á sumar. en þangað fór hann í lok marz. Það sem af er dvölinni hefur Sigurður tekið þátt í þremur víðavangshlaupum, og að jafnaði staðið sig með ágætum. Þann 1. aprfl hljóp hann 2.5 kflómetra hlaup í ba num Traunstein og varð annar af 1G keppendum. í Teisendorf þann 9. aprfl keppti Sigurður í 3.2 km hlaupi sem haldið var í minningu Franz Korb, þekkts íþróttamanns fyrr á árum, og gerði sér lítið fyrir og sigraði. Lohs keppti Sigurður í 2.7 km hlaupi í Trostberg 15. aprfl og varð í iiðru sæti af 20 keppendum. í bréfi til Mbl. la'tur Sigurður vel af dvölinni í Trostfw'rg. Hann segir fólk þar syðra kannast við Hrein Halldórsson. en segir þó aíltof marga halda Hrein vera Norðmann. Einnig lætur Sigurður vel af aðsta-ðum til a finga og segir a'fingar sínar ganga vel. - — ágás. Oddný Sigsteinsdóttir og Guðjón Jónsson, þjálfari Fram. „SAMHELDNI OG BARÁTTA" — ÞAÐ VAR ánægður fyrirliði Fram, scm gekk af velii er Fram hafði tryggt sér sigur bæði í íslandsmóti og hikarkeppni kvenfólksins. Kossar og hamingjuóskir komu úr hverju horni og gleðin leyndi sér ekki mcðal aðstandenda Framliðsins. Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði Fram, sagði að þær hefðu átt von á því bragði frá FII að taka tvær úr umferð. — Þá kom til kasta ungu stúlknanna og þær stóðu sig með prýði, sagði Oddný. — Það var gífurleg barátta í liðinu og mikil samheldni og þessi atriði öðrum frekur færðu okkur þennan þriðja íslandsmeistaratitil, sagði Oddný. — Við æfðum alveg hæfilega mikið í vctur. Það hcíur verið rétt stígandi í þessu hjá okkur og síðustu leikirnir voru mjög skemmtilegir. Leikreynslan var þung á metunum og hún kemur bezt í Ijós þegar spennan er mest, sagði Oddný að lokum. — þr. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 3. MAÍ 1978 25 Geir Hallsteinsson sækir að vörn Víkinga, en vel var tekið á móti og Geir hafði ekKl árangur sem erfiði ao pessu sinni. (Ijósm. Mbl. RAX). Yfirburða sigur Víkings í úrslftum bikarkeppninnar VÍKINGUR varð á laugardaginn bikarmeistari í handknatt- leik eftir að hafa sigrað FH í úrslitaleik keppninnar í Laugardalshöll 25<20. Víkingarnir sýndu einn sinn bezta leik í vetur og höfðu þeir umtalsverða yfirburði yfir FH. Voru Víkingarnir mjög vel að sigrinum komnir. Þessi sigur gat ekki komið á betri tíma fyrir Víkingana, sem vafalaust hafa verið langt niðri eftir hið nauma tap fyrir Val í íslandsmótinu. Það fer ekki milli mála að tvö beztu handknattleikslið landsins munu verða fulltrúar íslands í Evrópumótunum í haust, Víkingur og Valur. Það var greinilegt strax í upphafi leiksins að Víkingarnir ætluðu ekki að missa af þessum titli líka. Þeir byrjuðu leikinn með miklum látum og fundu fljótt leiðina í mark FH-inga. FH svaraði jafnharðart fyrir sig með fremur ódýrum mörkum og gripu Víkingarnir þá til þess ráðs að hvíla Kristján landsliðsmarkvörð í nokkrar mínútur en settu hann svo inná aftur. Var Kristján þá allur annar maður og varði mjög vel það sem eftir var leiksins. Fóru Víkingarnir brátt að síga framúr og þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum höfðu þeir náð fjögurra marka forskoti og í hálfleik var staðan 15:11. —- J seinni nameiKnum juku Vík- ingarnir muninn ennþá meira. Þeim tókst að ná upp frábærlega sterkri vörn í seinni hálfleik og skoruðu FH-ingarnir þá ekki mark í 15 mínútur. Á meðan skoruðu Víkingarnir 5 mörk og staðan breyttist í 23:15. Þar með var munurinn orðinn 8 mörk og stefndi í 10 mörk en þá fóru Víkingarnir að slappa af og FH-ingarnir náðu að minnka muninn í fimm mörk áður en lauk. í fyrri tveimur viðureignum FH og Víkings í vetur hefur FH hlotið 3 stig en Víkingur 1 stig. Að þessu sinni var það aldrei spurning hvort liðið væri betra. Víkingarnir höfðu yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins, í sókn, vörn og markvörzlu. Vörnin var mjög sterk meiri part leiksins og sóknarleikurinn oft á tíðum frá- bærlega vel útfærður. Þá átti Kristján Sigmundsson stórleik í marki Víkings og hann varði hvorki meira né minna en fjögur vítaskot. Auk Kristjáns áttu bezt- an dag í liði Víkings þeir Viggó Sigurðsson, Árni Indriðason, Björgvin Björgvinsson, Þorbergur aðalsteinsson, hinn bráðefnilegi Sigurður Gunnarsson og síðast en ekki sízt Ólafur Jónsson, sem orðinn er harðskeyttur hornamað- ur og geysisterkur varnarmaður. FH-ingar náðu sér aldrei vel á strik í þessum leik enda ekkert grín að mæta Víkingunum þegar þeir eru í ham. Geir Hallsteinsson var að venju drýgsti sóknarmaður FH-inga í þessum leik. Hann hafði góðan stuðning af Janusi Guð- laugssyni í fyrri hálfleik en í þeim seinni bar lítið á Janusi og kemur það ekki á óvart, því fyrr um daginn hafði hann leikið með knattspyrnuliði FH gegn Keflvík- ingum í Litlu-bikarWoppnUmi. Kraúmi Kagnarsson og Guð- mundur Árni Stefánsson stóðu sig báðir allvel en hvorugur þeirra virtist vera í góðri æfingu. Mörk Víkingsi Viggó Sigurðs- son 6, Ólafur Jónsson 4, Sigurður Gunnarsson 4 (2 v), Þorbergur Aðalsteinsson 4, Árni Indriðason 2, Björgvin Björgvinsson 2, Magn- ús Guðmundsson, Páll Björgvins- son og Skarphéðinn Óskarsson 1 mark hver. Mörk FHi Geir Hallsteinsson 6 (1 v), Guðmundur Árni Stefánsson 4 (1 v), Þórarinn Ragnarsson 4 (1 v), Janus Guðlaugsson 4, Árni Guðjónsson og Valgarð Valgarðs- son 1 mark hvor. Misnotuð vítaskoti Víti var dæmt ógilt hjá Viggó Sigurðssyni og Kristján Sigmundsson varði fjögur vítaskot, tvö frá Þórarni Ragnarssyni og eitt frá Geir Hallsteinssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni. Brottvisanir af leikvellii Janus Guðlaugsson, Magnús Ólafsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Jón G. Sigurðsson reknir af velli í 2 mínútur hver. Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson dæmdu leikinn og stóðu þeir sig vel báðir tveir. — Bikarmeistarar Víkings. þjálfarar og stjórnarmenn. í aftarí röðt Hannes Guðmundsson, Steinar Birgisson, Þorsteinn Jóhannsaoii, Þorbergur Aðalsteinsson, Erlendur Hermannsson. Sigurður Gunnarsson, Ólafur jonsson. Páll Björgvinsson. Guðjón Guðmundsson og Karl Benediktsson. í fremri röði Árni Indriðason, Jón G. Sigurðsson, Kristján Sigmundsson, Heimir Guðjónsson, Björgvin Björgvinsson. Viggó Sigurðsson og með á myndinni eru lukkutröll meistaraflokks Víkings. (ljósm. RAX). ÞESSIR hressilegu Víkingar sigruðu í bikarkeppni 2. flokks í handknattleik. í úrslitaleiknum unnu þeir Þrótt 18.16 í skemmtilegum leik. (Ljósm. Kristján).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.