Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
Suður-Kóreska farþegaflugvélin:
Villtist yfir íslandi
eða Grænlandi
Kaupmannahöfn,
30. apríl Reuter. AP.
Siglingalræðinííur suð-i
ur-kóresku flugvélarinnar, sem
neydd var til að lenda í
Sovétrékjunum fyrir 12 dögum.
sagði 1 dag að hann teldi vélina
hafa farið af leið annað hvort
yfir íslandi eða Grænlandi. Þá
skýrði finnska flugumferðar-
stjórnin frá því í dag, að
flugmaður suður-kóresku flug-
vélarinnar hefði gert þrjár
árangurslausar tilraunir til að
ná sambandi við sovésku orr-
ustuflugvélarnar sem skutu á
farþegaflugvélina.
Fulltrúi í finnska flugmála-
ráðuneytinu skýrði frá þessu í
dag, og sagði að flugumferðar-
stjórnin í Rovanieimi í Norð-
ur-Finnlandi, hefði hljóðritað
tilraunir suður-kóreska flug-
mannsins til að ná sambandi við
sovésku orrustuflugmennina.
F'lugmaðurinn reyndi að ná
sambandi við Sovétmennina á
neyðarráðs talstöðvar sinnar, en
Finnar hafa skýrt svo frá, „að
svo virðist sem ^ovétmennirnir
hafi ekkert verið að hlusta á
neyðarrásina."
Fulltrúinn bætti við að
sovézkum og suður-kóreskum
stjórnvöldum yrði leyft að
hlusta á upptökurnar, svo
framarlega sem þau æsktu þess.
Flugstjóri farþegaflugvélar-
innar sagði að svo hefði virst
sem talstöðvarrásir suður-kór-
esku flugvélarinnar og sovésku
orrustuflugvélanna hefði verið
stilltar á gerólíkt bylgjusvið.
Flugstjóri og siglingafræðing-
ur suður-kóresku flugvélarinnar
voru mjög þreytulegir við kom-
una til Kaupmannahafnar frá
Sovétríkjunum og vildu fátt eitt
segja um viðskipti sín við
Sovétmenn.
Þeir flugu á mánudagskvöld
til Parísar og þaðan fóru þeir
áleiðis til Seoul í Suður-Kóreu á
þriðjudag.
Sterkur verka
lýðsflokkur?
KRISTJÁN Thorlacius. formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. sagði í ræðu. sem hann
flutti á útifundi á Lækjartorgi 1.
maí. að tími væri til kominn að
stofnaður yrði sterkur verkalýðs-
flokkur á Islandi. Að þessu tilefni
hafði Morgunblaðið samhand við
Kristján og spurðist íyrir um
Aðalfundur
VSÍ 9.—11.
maí
AÐALFUNDUR Vinnuveitenda-
samhands íslands verður haldinn
dagana 9. til 11. mai næstkom-
andi. en upphaflega hafði verið
ráðgert að hann stæði 9. og 10.
maí. en vegna margvíslegra mála.
sem ráðgert er að afgreiða á
fundinum. varð að breyta tilhög-
un fundarins. að fundir verði 9.
og 11. maí en nefndastörf mið-
vikudaginn 10. maí.
Samkvæmt upplýsingum Bald-
urs Guðlaugssonar, framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambandsins,
fara fram á fundinum venjuleg
aðalfundastörf, en auk þess mun
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra flytja ræðu á fundinum.
Undirbúningsnefndir eru við störf
og munu leggja fram álitsgerðir
um vísitöluna, um hvetjandi
launakerfi, starfsemi Vinnuveit-
endasambandsins og starfshætti í
nútíð og framtíð.
Fram verða lagðar tillögur til
lagabreytinga, m.a. um skipan
stjórnar sambandsins og einnig
munu verða til umræðu á fundin-
um gjaldamál sambandsins.
87 málverk á
10 millj. kr.
GUÐMUNDUR Axelsson í
Klausturhólum seldi í gær 87
málverk á uppboði á Hótel Sögu
fyrir um 10 millj. kr. Málverk eftir
Jón Stefánsson var slegið á 1 millj.
kr., mynd Gunnlaugs Blöndals af
Einari Benediktssyni var slegin á
450 þús. kr., baðstofuteikning
Ríkarðs á 180 þús. kr., málverk
eftir Júlíönnu Sveinsdóttur á 510
þús. kr. og mynd eftir Finn
Jónsson á 370 þús. kr.
það. hvort slík flokksstofnun
væri í undirbúningi og hvort
fyrirhugað væri að slíkur flokkur
byði fram við næstu alþingis-
kosningar.
Kristján Thorlacius kvað nei við
— slík flokksstofnun þyrfti miklu
lengri undirbúning. Hann kvað í
ræðum manna 1. maí hafa komið
fram sem rauður þráður að menn
litu á verkalýðshreyfinguna sem
mjög sterka faglega, en pólitískt
mjög veika. Kristján sagðist vera
sammála þessum sjónarmiðum. og
því hafi hann bent á þessa leið að
stofnaður yrði, nýr flokkur, nýtt
stjórnmálaafl. Þá sagði hann að
stofnun slíks flokks yrði eflaust
ýmsum erfiðleikum háð og lík-
legast þyrfti að nálgast hana með
því að verkalýðshreyfingin sjálf
stæði fyrst um sinn fyrir fram-
boði. Þetta þyrfti þó miklu meiri
undirbúning en svo að unnt yrði að
ganga frá þessu fyrir kosningarn-
ar að vori.
Vildi finna
barnabarnið
GÖMUL kona kom á Miðbæjarstöð
lögreglunnar í Reykjavík. í gær-
kvöldi og bað um að leit yrði hafin
að 15 ára stúlku, barnabarni
hennar, sem ekki hafði sézt heima
hjá sér síðan á laugardag. Kvað
gamla konan stúlkuna oft halda
sig í grennd við Hallærisplanið, en
hún mun oft áður hafa horfið að
heiman í nokkra daga.
— Játaði
Framhald af bls. 48
hann þátt sinn í málinu. Við
yfirheyrslurnar kom þetta m.a.
fram:
• Haukur játaði að hafa iagt á
ráðin um að lokka Guðbjart og
Karl til Voga og fengið stúlkurnar
tvær til þess að aðstoða sig við
það. Hann ók þeim til Reykjavíkur
og var Viðar Olsen einnig í bílnum.
Þegar til Reykjavíkur kom tóku
stúlkurnar leigubíl og hjálpaði
leigubílstjórinn stúlkunum að
hafa upp á Gúðbjarti Pálssyni.
Hittu þær hann á horni Grundar-
stígs og Spítalastígs, fóru upp í
bílinn til hans og báðu hann að
aka þeim til Grindavíkur. Karl
Guðmundsson ók bíl Guðbjarts.
• Haukur játaði að hafa lagt til
tösku með smygluðu áfengi, vodka
á 5 pela flöskum og bjórkassa, sem
koma átti fyrir í bifreið Guðbjarts
til þess að gefa Hauki átyllu til
þess að handtaka Guðbjart og
færa hann til yfirheyrslu. Fengu
stúlkurnar þá Guðbjart og Karl til
þess að aka upp í Breiðholt til þess
að sækja töskuna. Fóru þær inn í
undirgang fjölbýlishúss, þar sem
Haukur beið að húsabaki með
töskuna en Karl og Guðbjartur
biðu úti í bílnum á meðan. Þegar
stúlkurnar komu aftur tók Karl
við töskunni og setti hana í
farangursgeymslu bifreiðarinnar.
Bjórkassinn var þýfi, sem var í
umsjá lögreglunnar en smyglaða
vodkað kvaðst Haukur hafa átt
sjálfur.
• Eftir þetta var ekið um stund í
Reykjavík en síðan haldið af stað
til Grindavíkur. En samkvæmt
beiðni stúlknanna var komið við í
Vogum, þar sem stúlkurnar
sögðust eiga erindi í hús. Þær
hurfu á brott þegar þangað var
komið og lögreglumenn handtóku
Guðbjart og Karl. Voru þeir færðir
til Keflavíkúr. Karli var sleppt
eftir að hafa setið inni en
Guðbjarti haldið eftir og hann
úrskurðaður í gæzluvarðhald af
Viðari Olsen. Hófust síðan yfir-
heyrslur yfir Guðbjarti um meint
fjármálamisferli hans og stjórn-
uðu þeir Haukur og Kristján
Pétursson tollvörður á Keflavíkur-
flugvelli yfirheyrslunum. Yfir-
heyrslurnar fóru fram í Sand-
gerði.
• Þegar búið var að handtaka
Guðbjart og Karl ók Haukur til
Keflavíkur og voru stúlkurnar
samferða honum þangað. Þegar
rannsókn handtökumálsins hófst
eftir að Karl Guðmundsson hafði
kært handtökuna var önnur þeirra
kölluð til yfirheyrslu en hún gat
sýnt fjarvistarvottorð. Komið
hefur fram að fjarvistarvottorð
þetta sé rangt. Umrædd stúlka var
leidd fyrir þá Karl og Guðbjart
ásamt fleiri stúikum við sakbend-
ingu en þeir þekktu hana ekki
aftur, enda hafði hún breytt útliti
sínu eins og framast var kostur.
Þórir Oddsson vararannsóknar-
lögreglustjóri tjáði Mbl. í gær að
reynt yrði að flýta rannsókninni
eftir föngum. Yrði málið sent
ríkissaksóknara til ákvörðunar-
töku að rannsókn lokinni.
Sem fyrr segir hafa bæði Hauk-
ur og Viðar kært gæzluvarðhalds-
úrskurðina til Hæstaréttar, en
Steingrímur Gautur Kristjánsson
héraðsdómari kvað þá upp á
laugardaginn. Bárust Hæstarétti
gögn málsins í gær og mun hann
væntanlega fella úrskurð sinn
síðar í vikunni.
— Líbanon
Framhald af bls. 1.
köstuðu táragassprengjum á ara-
bíska gagnfræðaskóla.
Ranhsókn hefur verið fyrirskip-
uð á atburðinum sem gerðist í Beit
Jallah þar sem ísraelskir hermenn
dreifðu hópi fólks sem mótmælti
innrás Israelsmanna í Suð-
ur-Líbanon. Fréttir hermdu að
þeir hefðu ráðizt inn í skóla, lokað
nemendur inni í skólastofu og
kastað síðan táragassprengjum
með þeim afleiðingum að nemend-
urnir stukku út um glugga á
annarri hæð. Sjö slösuðust og
fimm þeírra eru enn frá námi.
Eftirmaður Hagoels hershöfð-
ingja hefur verið skipaður
Benyamin Ben Eliezer ofursti sem
verður gerður að hershöfðingja og
ákveðið hefur ver'ið að lögsækja
tvo aðra yfirmenn undirofursta og
majór.
BEGIN BJARTSÝNN
Israelski forsætisráðherrann,
Menachem Begin, gaf í skyn í Los
Angeles í dag að vænta mætti
nýrra þáttaskila í friðartilraunun-
um í Miðausturlöndum og jafn-
framt bendir margt til þess að
sambúð Israelsmanna og Banda-
ríkjamanna hafi batnað. En tals-
menn Bandaríkjastjórnar létu í
ljós efasemdir vegna ummæla
Begins.
Blaðið Yediot Aharonot hafði
eftir Begin að samkomulag hefði
tekizt við Bandaríkjameiin um að
ísraelskt herlið yrði áfram á
vesturbakka Jórdan og að fyrir-
hugað þjóðaratkvæði Palestínu-
manna hefði verið tekið út af
dagskrá viðræðna hans í Banda-
ríkjunum. En talsmenn banda-
ríska utanríkisráðuneytisins segj-
ast ekki vita um slíkt samkomulag.
Þeir bentu á að Cyrus Vance
utanríkisráðherra hefði sagt að
friðarviðræður ísraelsmanna og
Egypta væru enn í sjálfheldu þótt
það táknaði ekki að ástandið væri
vonlaust.
Begin lagði á það áherzlu á fundi
með Gyðingum í Los Angeles að
breyting hefði orðið til hins betra
í sambúð Israelsmanna og Banda-
ríkjamanna, og minnti á að Carter
forseti hefði talað um „ævarandi
vináttu" þjóðanna. En fram kom í
ræðu hans að ágreiningur þjóð-
anna hefur ekki verið útkljáður.
Alvarlegasti ágreiningurinn varð-
ar sölu F-15 orrustuflugvéla til
Saudi-Arabíu.
SADAT
FRIÐMÆLIST
I Kaíró kallaði Anwar Sadat
forseti arabíska andstæðinga sína
„pólitíska táninga". Hann kvaðst
ennþá fylgjandi samstöðu Araba
og vera reiðubúinn að taka að nýju
upp stjórnmálasamband við fimm
Arabaríki sem Egyptar slitu sam-
bandinu við vegna gagnrýni þeirra
á friðarstefnu Sadats. Það vakti
mikinn fögnuð 20.000 verkamanna
sem Sadat ávarpaði í útborg Kaíró
að hann ætlaði að gera breytingar
á stjórn sinni.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum verður hvorki skipt um
utanríkis- né landvarnaráðherra.
— Landakot
Framhald af bls. 2
göngudeild, og hugsanlega heilsu-
gæzlustöðu fyrir spítalann sjálfan.
Kvað hann forráðamenn Landa-
kotsspítala hafa tjáð sér, að þessi
framkvæmd væri ekki alveg á
næstu grösum.
I framhaldi af þessu hafði
Morgunblaðið samband við Loga
Guðbrandsson, framkvæmda-
stjóra Landakotsspítala og spurði
hann um fyrirhugaða stækkun
spítalans. Logi sagðist geta sagt
það eitt, á þessari stundu að verið
væri að vinna að athugun á
framtíðarhlutverki og þróun spít-
alans. Málið væri enn mjög
skammt'á veg komið, en Garðar
Halldórsson arkitekt væri stjórn-
endum spítalans innan handpr um
tillögugerð að álmunni.
Þá sagði Logi, að bæði heilbrigð-
isráðherra og borgarstjóri hefðu
fengið að fylgjast með þeim
hugmyndum, sem fram hefðu
komið um stækkun spítalans.
— Jakúb
Framhald af bls. 2
um við Háskólann í Moskvu,
hefur dvalizt á íslandi og
skrifað fræðiritgerð um íslenzka
setningafræði. Morgunblaðinu
er ekki kunnugt um önnur störf
hans. Ýmsum mun að sjálfsögðu
þykja fróðlegar þær upplýsing-
ar, sem fram komu á Stapafund-
inum, en þær hefðu þó mátt
koma fram fyrr og þá rækilega
rökstuddar.
— Breki
Framhald af bls. 48
1200—1400 milljónir kr. í dag, en
þessi vá setur stórt strik í
reikninginn í Eyjum og var þó
ekki á erfiðleikana bætandi.
Breki átti að fara á veiðar um
næstu helgi en væntanlega verða
kannaðir möguleikar á því að fá
annað skip, því hráefni vantar
stórlega í frystihúsin í Eyjum.
Sverrir Pálsson, fréttaritari
Morgunblaðsins á Akureyri,
fylgdist með slökkvistarfinu á
Akureýri í gær og fer hér á eftir
frásögn frá honum:
Akureyri 2. maí
Mikill eldsvoði varð í tog- og
nótaskipinu Breka frá Vestmanna-
eyjum (áður Guðmundur Jónsson
frá Sandgerði), þar sem skipið lá
við viðlegukant Slippstöðvarinnar
h.f. Það hafði verið þar til
viðgerðar í fjórar til fimm vikur
vegna skemmda sem urðu á því í
vetur, þegar loðnuskipin lágu öll í
Akureyrarhöfn og skyndilegt
sunnanrok gerði, þannig að sum
þeirra slógust saman og urðu fyrir
hnjaski. Aðeins fárra daga verk
var eftir af viðgerð skipsins.
Eldurinn kom upp kl. 09.08 í
morgun og varð mjög bráður. Má
segja að allt milliþilfarið hafi
orðið alelda á svipstundu. Langt er
frá að menn hafi enn gert sér
grein fyrir skemmdunum, en víst
er að tjónið skiptir hundruðum
milljóna króna.
Um 25 slökkviliðsmenn ásamt 15
manna sveit frá Slippstöðinni
börðust við eldinn klukkustundum
saman. Allt kvoðuefni sem
slökkvilið Akureyrar hafði yfir að
ráða var notað á eldinn, og þar að
auki var fengiö kvoðuefni frá
Slökkviliði Dalvíkur og með flug-
vél var efni sent frá Reykjavík.
Alls voru notaðir 50 brúsar (1400
lítrar) af efninu og meðal annars
var vélarrúmið fyllt, svo og lestar
skipsins.
Um upptök eldsins var ekkert
vitað með vissu. Ljóst er þó að í
morgun voru menn að vinna við
logskurð, en meðan sú vinna fór
fram voru hafðar uppi strangar
varúðarráðstafanir vegna eld-
hættu, enda urðu menn þá einskis
óvenjulegs varir. Klukkan níu fóru
allir í kaffi, og var skipið
mannlaust í nokkrar mínútur.
Skyndilega sást, meðal annars frá
skrifstofu Slippstöðvarinnar og
kaffistofu starfsmanna, hvar eldur
og reykur gaus upp um mitt skipið
og þegar slökkviliðið kom var allt
milliþilfarið alelda stafna á milli.
Þar eru íbúðir, matsalur, eldhús og
vinnslusalur.
Mjö erfitt var að fást við eldinn
vegna reykjar og hita. Hár nokk-
urra slökkviliðsmanna sviðnaði og
sumir fengu hitablöðrur í andlit,
en enginn meiddist alvarlega. Svo
mikill var hitinn að vatn, sem
rann eftir þilfarinu, bullsauð.
Enginn eldur komst á stjórnpall
skipsins, en þar er allt sviðið og
bráðnað af hita og öll tæki þar
virðast vera gjörónýt. Hins vegar
eru mestar líkur til að vélarrúm og
lestar hafi sloppið við skemmdir,
enda full af froðu. Skipsskrokkur-
inn er nokkuð undinn af hitanum,
einkum þilför og bakborðsbyrðing-
ur. Nokkrar sprengingar urðu,
sennilega reyksprengingar og litlu
hefur munað að olíugeymar í
vinnslusal spryngju vegna hitans.
Um kl. 12.30 fór slökkviðliðið að
ná tökum á eldinum og kl. 14.00
mátti heita að hann væri slökktur
að mestu. Slökkvistarfi lauk að
fullu kl. 15.00.
Forstjóri Slippstöðvarinnar,
Gunnar Ragnars, óskaði í dag eftir
nákvæmri lögreglurannsókn á
eldsvoðanum og tildrögum hans.
Sú rannsókn er þegar hafin undir
stjórn Ásgeirs P. Ásgeirssonar,
aðalfulltrúa bæjarfógeta. Ófeigur
Eiríksson bæjarfógeti skipaði í
dag, þrjá sérfræðinga í nefnd til
aðstoðar við rannsóknarstarfið, þá
Aðalstein Jónsson efnaverkfræð-
ing, Brynjar I. Skaftason skipa-
verkfræðing og Knút Otterstedt
rafmagnsverkfræðing.
Gunnar Ragnars sagði í dag í
viðtali við Morgunblaðið, að yfir-
menn og starfsmenn Slippstöðvar-
innar hefðu alltaf verið mjög
eldhræddir og reynt að fara
varlega með eld. í fyrra var
eldvarnarkerfi stöðvarinnar allt
endurskoðað í samráði við Slökkvi-
lið Akureyrar. Æfingar voru
haldnar fyrir starfsmenn og sér-
staklega skipulögð fyrstu viðbrögð
við íkviknunum á frumstigi þeirra
áður en slökkvilið kemur á bruna-
stað. I þetta sinn hefði eldvoðann
borið svo brátt að að engum
slíkum vörnum hefði verið hægt að
koma við.
Breki var smíðaður í Slippstöð-
inni og afhentur fyrstu eigendum
sínum sumarið 1976. Þá hét hann
Guðmundur Jónsson og var talinn
fullkomnasta og bezt búna fiski-
skipið, sem þá var í eigu íslend-
inga. Síðar var skipið selt til
Vestmannaeyja og var þá gefið
núverandi nafn.
Sv.P.