Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 1
MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 48 SÍÐUR 90. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. i^^^HL H -~„- ***" " Éfes í ra£* ýi m? 1 Símamynd AP Menachem Begin. forsætisráðherra ísraels, talar við athöfn á lóð Hvíta hússins skömmu eftir komu hans til Washington. Á myndinni eru (talið frá vinstri): frú Begin, Carter forseti, Rosalynn Carter og Begin. Yfirmaður Frakka í Líbanon týndist Beirút, 2. maí. Reuter. AP. YFIRMANNS friðargæzlusveita Frakka í Suður-Líbanon. Je- an-Germain Salvan ofursta. var saknað í kvöld eftir árásir skæruliða sem felldu þrjá manna hans og særðu sjö. samkvæmt áreiðanlegum hcimildum. Seinna bárust þær fréttir að Salvan ofursti væri fundinn og hann lægi í sjúkrahúsi í Beirút þar sem gert væri að sárum sem hann hlaut þegar skotið var á jeppa hans er hann var að rannsaka bardaga í Tyros fyrr í dag. Palestínumenn hófu skot- hríð á franska hermenn í borg- inni og á búðir þeirra. Salvan fannst þegar Kurt Waldheim framkvæmdastjóri SÞ hafði sett sig í samband við PLO. Franskir hermenn hófu leit að Salvan ofursta þegar þeir höfðu árangurslaust reynt að ná sam- bandi við hann eftir snarpa bardaga við ókunna skæruliða umhverfis hafnarborgina Tyros. Irakska fréttastofan segir að Salvan ofursti hafi fallið en fréttin hefur ekki verið staðfest. Frakkarnir þrír biðu bana þegar brynvagn þeirra eyðilagðist í skothríð skammt frá Tyros fyrr í dag. YFIRMAÐUR REKINN Jafnframt tilkynnti ísraelska landvarnarráðuneytið í kvöld að yfirmaður ísraelska herliðsins á vesturbakka Jórdan, David Hagoel hefði verið leystur frá störfum vegna atburðar þess er gerðist 21. marz þegar ísraelskir hermenn Framhald á bls. 30 Þrír teknir í Moro-málinu Róm, 2. maí. Reuter. AP LÖGREGLUMENN sem leita að hryðjuverkamönnum Rauðu herdeildanna handtóku í dag þrjá menn. þar einn sem er sagður vera vinur manns sem er grunaður um að vera einn af ræningjum Aldo Moros fyrrverandi forsætisráðherra. Hann heitir Libero Maesano og var handtekinn þegar hann var að tala við móður sína og systur í einni útborg Rómar, Eur. Hinir mennirnir tveir voru handteknir þegar þeir reyndu að flýja að sögn lögreglunnar. Maésano var vinur Valerio Morucci sem er grunaður um að hafa tekið þátt í ráninu á Moro. Maesano var rekinn frá Sviss fyrir fimm árum ásamt Morucci fyrir að hafa vélbyssu undir höndum. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er vafasamt að Maesano hafi verið beinlínis viðriðinn rán Moros. Stjórnmálaleiðtogar ræddu í dag tillögu frá ritara sósíalista- flokksins, Bettino Craxi, sem miðar að því að telja ræningja Moros á að sleppa honum. Tillagan er til komin vegna nýrra til- finningaþrunginna bréfa um helgina frá Moro þar sem hann hvetur enn til fangaskipta. Craxi sagði að loknum viðræð- um við Giuíio Andreotti forsætis- Framhald á bls. 31 Símamynd AF Hermaður á skriðdreka við eftirlitsstöð í skrifstofu erlends flugfélags nálægt miðborg Kabul skömmu eftir byltinguna gegn stjórninni í Afghanistan. Afltað 10.000 féfluí byltingunni í Kabul 250 bátar til Hafnar að mótmæla Rönne. 2. maí. Reutcr. FLOTI 250 fiskibáta frá Borg- undarhólmi sigldi áleiðis til Kaupmannahafnar í kvöld til að mótmæla því að fiskveiði- rcttindi þeirra hafa verið stórskert. Bátarnir ætla að mætast við innsiglinguna í höfnina í Kaup- mannahöfn á morgun. „Við viljum beina athygli stjórnarinnar, þingsins og þjóð- arinnar að þeirri staðreynd að fiskimenn á Eystrarsalti eru að svelta í hel," sagði talsmaður fiskimanna eyjaskeggja. Svíar, Pólverjar, Aust- ur-Þjóðverjar og Rússar hafa allir fært út fiskveiðilögsögu sína á Eystrasalti á undanförn- um tólf mánuðum og þar með hafa fiskimenn frá Borgundar- Framhald á bls. 31 Kabul 2. maí. Reuter. AP. FRAM KOM í dag að Afghanist an er orðið íyrsta landið i SuðurAsíu sem lýtur stjórn kommúnista og gegna óbreyttir borgarar valdamestu embættun- um eftir hina blóðugu herbylt- ingu í síðustu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum biðu þúsundir bana í bar- dögum á fimmtudaginn og föstu- daginn áður en hin vinstrisinnaða herforingjastjórn náði fullum tök- um á ástandinu. Samkvæmt sum- um heimildum getur verið að allt að 10.000 hafi beðið bana en það er ekki hægt að fá staðfest. Aðeins þrír herforingjar eiga sæti í nýrri stjórn sem hefur verið mynduð og er skipuð 21 ráðherra. Meðal ráðherranna er Abdul Kadir ofursti, annar æðsti maður flughersins, sem er talinn aðal- driffjöður byltingarinnar. Hann verður landvaínaráðherra. Diplómater í Kabul segja að félagar í Khalq (Alþýðu)-flokknum sem fylgir Rússum að málum hafi töglin og hagldirnar í stjórninni. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er ómögulegt að meta hve róttæk kommúnistastjórnin verði en yfirleitt er talið að hún muni reyna að forðast að gera Afganist- an að leppríki Sovétríkjanna. Þjóðhöfðingi og forsætisráð- herra landsins Nur Mohammec Tarakki er 65 ára gamall op formaður og stofnandi Khalq. Er hann er talinn hófsamur og viðurkenna að við ríkjandi aðstæð- ur sé ógerningur að gera Afghan- istan að kommúnistaríki. En helzti aðstoðarmaður hans Badrak Karmal og Hafizullah Amir aðstoðarforsætisráðherra sem fer með utanríkismál eru þekktir fyrir ósveigjanlega hug- myndafræðileg afstöðu. Þeir klufu sig úr kommúnitaflokknum fyrir fimm árum og stofnuðu flokkinn Parcham (fáninn) en gengu aftur í aðalflokkinn í maí í fyrra fyrir tilstilli Rússa að því er áreiðanleg- ar heimildir herma. Vestrænir ferðamenn og Framhald á bls. 31 Muhammed Daod. Breti vekur uppnám með ummælum í Kína London, 2. maí. Reuter. BREZKA stjórnin vísaði í dag á bug kröfum um að æðsti yfirmaður brezka heraflans Sir Ncil Cameron flugmarskálkur og forseti landvarnaráðsins yrði settur af fyrir að halda andsovézka ræðu í Kína. Vinstrisinnar í Verkamanna- flokknum gagnrýndu hann harðlega fyrir að segja kín- verskum skriðdrekaforingjum að Sovétríkin væru sameiginleg- ur óvinur Bretlands og Kína. James Callaghan forsætisráð- herra viðurkenndi á þingi að eina athugasemd eða tvær í ræðu Sir Neils — sem hann hélt blaðlaust þegar Kínverjar höfðu skálað fyrir honum — „hefði mátt orða dálítið öðruvísi". En stjórnin tók skýrt fram að hún stæði með flugmarskálkn- um í málinu. Fred Mulley landvarnaráðherra sagði í Neðri málstofunni að Sir Neil hefði „ekkert gert sem rýrði traust sitt á honum." Pravda sagði að ummæli Sir Neils væru ögrandi og óvinsam- leg í garð Sovétríkjanna. I kvöld sakaði Tass-fréttastofan David Ovven utanríkisráðherra um að reyna að draga úr áhrifum ummælanna og breiða yfir glundroðann sem ummælin hefðu haft í för með sér. Pravda gaf í skyn að sovétstjórnin vænti skýringa frá brezku stjórninni á ummælum Sir Neils. Sir Neil sagði þegar hann heimsótti skriðdrekasveit í Pek- ing í gær: „Lönd okkar færast Framhald á bls. 31 --< .«#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.