Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 45 ólíkindum að nokkur heiðarlegur íslendingar vilji vitandi vits stór- skaða sína eigin þjóð með svo lúalegum hætti. Og ég vil vona að þvílíkir menn finnist eigi hjá okkar þjóð. Ef svo væri þá væri illa komið sæmd vorri og sóma. Ég held að allir hefðu gott af því að hugleiða vel þessar ljóðlínur úr frelsisóði Bláskógaskáldsins okkar góða. Og þó alveg sérstaklega hinn glaðbeitti foringi fyrir banni á útflutningsvörum landsmanna á erlendan markað. „Öld sem kynnti heiftúð sína blinda dauðafjötur knýtti sjálfri sér. Sérhver athöfn dómsorð með sér ber. Hvers manns starf er vald í velferð þjóðar. Vondan málstað flýja dísir góðar. Manndómsskyldan þung á öllum er.“ J.M. Þorkell Hjaltason.“ • Mikil viðskipti Reykvíkingur, sem segist hafa þurft að eiga viðskipti við bílasölur, lét frá sér fara nokkrar línur: „Mig undraði stórum þegar ég þurfti fyrir nokkru að eiga við- skipti við bílasölu eina í borginni Þessir hringdu . . . • Naglana undan Svo mælti ökumaður við Velvakanda einn morguninn, en honum fannst of mikiö um að ökumenn drægju það að skipta um hjólbarða undir bílum sínum. — Nú þegar búið er að vera auð jörð og komið vor fyrir allnokkru finnst mér að allir bílar eigi að vera komnir á sín sumardekk. Þrátt fyrir að enn séu nokkrir dagar þar til frestur rennur út, finnst mér nánast ábyrgðarleysi hjá ökumönnum að aka enn á negldum hjólbörðum, því það er vitað mál að þeir skemma nokkuð götur, og það er varla við neinni hálku að búast úr þessu. Mér finnst að við ökumenn stöndum í þakkarskuld við gatnamálayfir- völd fyrir að reka vissan áróður gegn notkun naglahjólbarðanna, því með því hafa sjálfsagt ómæld- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Noregi í janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Ingvars Berri, sem hafði hvítt og átti leik, og Odds Barroch. 17. RxcG! - bxcG, 18. BÍ5! - IIxdI+, 19. Hxdl —. Kb7 (Eftir 19.... Dxf5, 20. Da6+ verður svartur mát) 20. Bxh3 og svartur gafst upp. - nýlega. Það sem ég furðaði mig mest á var hversu margar þær eru og átti ég eiginlega bágt með að velja á milli þeirra. Fyrir fáum árum fóru þess konar viðskipti fram á fremur ómerkilegum stöðum, nánast ein- hverjum kompum, en á síðustu árum hefur orðið mikil breyting og framför í þessum efnum, og keppast sölurnar hver um aðra þvera að veita sem bezta þjónustu. Nýjasta uppátækið í því er að birta myndir af sölugripunum og ókeypis gera það jafnvel sumar þannig að hin harðnandi sam- keppni hefur haft ýmislegt gott í för með sér. Ég hélt satt að segja að ekki væru nema tvær, þrjár bílasölur, t.d. hinar gamalgrónu við Skúlagötuna og í Bergþórugöt- unni, en nú liggur við að maður sé búinn að gleyma þeim fyrir auglýsingum frá öðrum og nýtil- komnum bílasölum. Nú er líka verið að setja einhver lög um kaup og sölu lausafjármuna á Alþingi eða ræða um þau öllu heldur, en ekki veit ég hvort þau muni ná fram að ganga eða hvort vit er í þeim. Hitt er annað að sjálfsagt vantar löggjöf um þessi efni hér og ekki sízt þegar það er haft í huga að t.d. varðandi bílasölu þá er um milljónaviðskipti að ræða, skulda- bréf, víxla og hver veit hvað og því hlýtur það að vera nauðsynlegt að bezta mögulega þekking og þjón- usta sé veitt. Reykvíkingur.“ • Úrslit í söngvakeppninni „Við erum hérna tvær 17 ára úr Kópavogi. Okkur þykir það helv... hart að þið skulið hafa birt nú þegar úrslitin í Evrópu- söngvakeppninni sem haldin.var 22. apríl s.l. Okkur og mörgum öðrum finnst að þið hefðuð alveg getað beðið með að birta úrslitin þar til að búið væri að sýna sjálfa keppnina í íslenzka sjónvarpinu, því það er miklu skemmtilegra að horfa á þáttinn án þess að vita úrslitin fyrirfram. Með því að birta úrslitin hafið þið eyðilagt alla óvissuna um það hver flytji vinsælasta lag Evrópu 1978. Við vonum að þið látið þetta ekki koma fyrir aftur næsta ár. Virðingarfyllst. 7600-2320. 5222-2648.“ Velvakandi getur tekið úndir þessa gagnrýni á vissan hátt, en varla hafa allir vitað það fyrirfram hver úrslitin voru. En þetta ætti að lagast með tilkomu jarðstöðvar, sem gerir kleift að taka á móti beinum sjónvarpssendingum. ar milljónir sparast og það kemur menn til að skipta og gera það nú okkur sjálfum mest til góða. þegar, helzt áður en fresturinn Að lokum vil ég aftur hvetja rennur út. HÖGNI HREKKVÍSI Fritz — Fritz svei ... svei! HÍS8? „Auf wiedersehen!“ PUMA íþróttatöskur gott verö Postsendum. KLAPPAHSTIG 44 SIMI 1 1 783. Reiðskóli fyrir börn og unglinga Sumarið 1978 í sumar veröa 5 daga námskeið í hestamennsku fyrir börn og unglinga, 9—16 ára. Námskeiöin byrja á mánudagsmorgni og þeim lýkur á föstudagskvöldi. Þátttakjendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki og læra meöhöndlun og umhiröu hesta. Kennt er í geröi, og á hringvelli. Fariö í útreiðatúra, kvöldvökur og leikir. Fæöi og húsnæöi, og feröir fram og aftur frá Reykjavík innifaldar í námskeiösaialdi. Námskeið no. 1 29. maí — 2. júní 11 no. 2 5. júní — 9. júní 11 no. 3 12. júní — 16. júní 11 no. 4 19. júní — 23. júní 11 no. S 26. júní — 30. júní 11 no. 6 14. ágúst — 18. ágúst 11 no. 7 21. ágúst — 25. ágúst 11 no. 8 28. ágúst — 1. sept. Síðasta námskeiöiö er aöallega ætlaö þeim sem nokkra þjálfun hafa og áhuga hafa fyrir prófi í hlýöniæfingum. Skráning og allari nánari upplýsingar veitir Feröaskrifstofan Úrval, sími 26900. aHestamiðstöðin Geldingaholt Reiöskóli,útreióar, tamning,hrossarækt og sala B3P SlGeA V//GG* £ iiLVimi Gnúpverjahrepp, Árnessýslu Simi um Ása

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.