Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLA£)IÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 37 uði árið 1940. Hann var formaður sóknarnefndar frá upphafi til 1959 og frú Herþrúður var ein af þeim konum, sem stofnuðu Kvenfélag Laugarnessóknar 1941. Hún var í stjórn frá stofndegi, varaformaður í nokkur ár, en formaður frá 1953 í 12 ár, er hún lét af formennsku samkvæmt eigin ósk. Undir henn- ar öruggu stjórn mótaðist félagið og varð að því afli, sem segja má, aö það hafi verið innan safnaðar- ins um undanfarin ár. Ég átti því láni að fagna að starfa með henni frá árinu 1953. Það mátti mikið læra af prúð- mennsku hennar, öryggi, hug- kvæmni og djörfung, þegar taka þurfti afstöðu til ýmissa mála. Hún naut óskertrar virðingar bæði félagskvenna og allra, sem kynnt- ust henni. Frú Herþrúður var glæsileg kona, það sópaði að henni. Gestrisni hennar var þannig að hver gestur var heiðursgestur og þá var ekki sízt veitt af andans verðmæti og hlýju. Það var eins og árin færu mjúkum höndum um hana. Þrátt fyrir háan aldur — hún varð nýlega áttatíu og eins árs — hélt hún glæsileik sínum og fegurð. Ég held á slíkt gerist ekki nema persónan sé í andlegu jafnvægi. Það var unun að sjá Herþrúði sem miðpunkt, þegar hin myndarlega fjölskylda hennar kom saman í tilefni barnaskírnar, fermingar eða við önnur tækifæri. Hún var eins og drottning. En um leið var hún áreiðanlega einnig þeirra bezti vinur. Og leyndarmál- ið var það, að hún var ung, síung í anda, í hugsun og tilfinningum. Þess vegna átti hún ekki síður samleið með barnabörnunum en með börnunum sínum. Þegar lífsferill hennar nú er á enda, vil ég votta þakklæti mitt fyrir að hafa fengið að vera henni samferða um skeið og verða aðnjótandi vináttu hennar og hlýju. Ég þakka hennar mikla starf öll árin í Kvenfélagi Laugar- nessóknar fyrr og síðar. Guð blessi börnum og barna- börnum hennar og okkur öllum vinum hennar minninguna um sérstæða merkiskonu. Vivan Svavarsson Minning: Þóra Jónasdóttir frá Reynifelli Móðursystir mín Þóra Jónas- dóttir andaöist hinn 25. fyrra mánaðar og langar mig að minn- ast hennar með fáeinum línum, þótt ég viti vart hvernig orða skal þaö sem inni fyrir býr. Þóra var fædd hinn 21. júlí 1901 að Reynifelli á Rangárvölfum, dóttir hjónanna Jónasar Árnason- ar, bónda Guðmundssonar, bónda Brynjólfssonar, Keldum í sömu sveit og konu hans Sigríðar Helgadóttur bónda að Arbæ í Holtum, Jónssonar bónda s.st. Runólfssonar. Munu þetta alkunn- ar ættir um Suðurland og rek ég þær ekki frekar að sinni. Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum við gott atlæti, leitaði sér náms bæði innanlands og utan og vann að námi loknu ýmis störf. Árið 1928, hinn 22. júlí, giftist hún Halldóri Éinarssyni, rafmagnseftirlistsmanni, frá Mið- ey í Austur-Landeyjum. Settu þau bú saman í Reykjavík og hér átti Þóra heima alla tíð, síðast liðinn aldarfjórðung að Hringbraut 106. Halldór og Þóra eignuðust tvo syni, Jónas f. 12. október 1930 og Hrólf f. 21. maí 1935, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa eldri drenginn sinn þann 20. júní 1935. Halldór andaðist 14. september 1955, en Þóra naut þeirrar ham- ingju að eiga heimili með Hrólfi, syni sínum og hans ágætu konu Halldóru Sveinbjörnsdóttur og dætrum þeirra. Síðustu árin voru hamingjuár, samhentari fjöl- skvlda er vandfundin, einkum voru sonardæturnar ömmu sinni miklir gleðigjafar. Halidór Einarsson, maður Þóru var föðurbróðir minn og alveg einstakur mannkostamaður, leyfi ég mér að segja, þótt mér sé málið skylt. Hann dó aðeins 54 ára Guðmundína Þorleifs- dótttr— Minningarorð Fædd 14. desember 1901 Dáin 3. apríl 1978 Amma er dáin. Við barnabörnin sitjum eftir hnípin og sorgmædd. Erfitt er að trúa þessu og sætta sig við þá tilhugsun. Amma hafði alltaf verið svo hraust. Amma fæddist að Lykkju í Garði en ólst upp í Garðbæ. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Helga- dóttir og Þorleifur Guðmundsson. Systkinin voru alls 10 en aðeins 4 þeirra komust vel til fullorðinsára. Amma fluttist til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum árið 1919 og átti þar ætíð' heima síðan. Hinn 28. júní 1924 giftist hún Gunnari Jónssyni, f. 7. júní 1894, d. 8. marz 1978. Þau voru mjög samrýmd. Þau bjuggu fyrstu 3 árin hjá foreldrum afa, en fluttust þá í eigið hús að Hellisgötu 22, sem afi hafði byggt að miklu leyti sjálfur. Þau eignuðuut alls 5 börn, en misstu dreng, Baldur, sex mánaða gamlan. Hin búa öll í Hafnarfirði. Þau eru: Þorleifur Hólm, giftur Guðrúnu Jónsdóttur, Jón Erlend- ur, giftur Ólöfu Óskarsdóttur, Helgi giftur Ingveldi Einarsdóttur og Guðrún gift Gunnari Hólm- steinssyni. Amma var mikið ein með börnin þar eð afi var langdvölum á sjónum, þegar þau voru ung. Hann stundaði sjómennsku í nær 40 ár. Amma vann einnig talsvert utan heimilis fyrr á árum meðan harðast var í búi, til að drýgja tekjur heimilisins. Þau voru bæði góðir liösmenn verkalýðsfélag- anna á þeim árum. Það var gott að koma til ömmu og afa. Þau voru alltaf glaðleg og góð. Amma var hæggerð og hlédræg. Hún var engu að síður Kærasta umræðuefni þeirra systkina, Guðrúnar, Helga og Þóru voru endurminningar þaðan. Þegar þær voru rifjaðar upp, sátum við strákarnir af þriðju kynslóðinni hljóðir og heillaðir. Ennþá finnst mér ég þekkja til á heimilinu, þótt ég kæmi þar aidrei, húsaskipun, heimilisbrag- ur, fólkið, sem jafnan var margt í búskapartíð afa og ömmu, ungt og kátt vinnufólk, elskuleg börn, mildir og hlýir húsbændur, gamla fólkið í horninu. Nú er Guðrún fóstra mín ein eftir þeirra systkina og saknar Þóru okkar eins og við hin, en það var eitt af einkennum þeirra, held ég, að þykja þeim mun vænna hvorri um aðra, sem þær voru meira ósammála um menn og málefni. Samræður þeirra eru okkur frændum og vinum ógleymanleg- ar. Eitt af einkennum móðursystra minna var og er takmarkalaust umburðarlyndi við okkur þá yngri, hjá okkur var þetta margnefnda kynslóðabil alls ekki til. Börnin okkar áttu ekki síður auðvelt að ræða við Þóru en foreldrana, henni mátti allt segja, sumt leyndarmál. Við Þórunn, börn okkar og barnabörn kveðjum nú Þóru frænku með viröingu og þakklæti fyrir elsku hennar og tryggö, allt til hinstu stundar. Fyrir okkur er heimurinn fá- tækari eftir að hún er farin, en gott mun þreyttum aö sofa. Einar Ágústsson. gamall, öllum harmdauði, okkur þó mest er næst honum stóðu. Svo sem að líkum lætur átti ég tíðar komur á heimili Þóru og Halldórs, móðursystur og föður- bróður, og eru mér þær heimsókn- ir ógleymanlegar bæði fyrr og síðar. Einkum er mér þó minnisstæð sú fádæma tilhlökkun sem ævin- lega greip mig þegar var leyft að fara orlofsferðirnar til Reykjavík- ur, fyrst árið sem móðir min dó og ég var sjö ára, og alla mína æskutíð þar til ég kom hingað til vetrardvalar í skóla og bjó hjá þeim. Mér er ómögulegt að lýsa þessu nánar, enda á það vitaskuld ekkert erindi við annað fólk þótt litlum labbakút hafi þótt sér sómi sýndur, en fyrir hann eru þarna óbrotgjarnir dýrgripir, geymdir í þakklátu hjarta. Afi og amma á Reynifelli voru látin fyrir mína tíð. Get ég því að sjálfsögðu ekkert um þau sagt frá eigin brjósti. En spurnir hef ég haft af því heimili og allar góðar. Víst er líka að börn þeirra minntust æskuheimilisins með þakklæti og virðingu. fReösur á morgun (il)ÐSJALL DAGSINS, Markus Ifi. M—20. LITIIR DAGSINS. Ilvítur. Litur RloÁinnar Uppstígningar- dagur DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra þórir Stephensen. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guömunds- son. Handavinnu- og föndursýning eftir messu. Átthagakór Stranda- manna syngur. Kaffisala. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Séra Karl sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Séra Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Séra Ingólfur Guömundsson lektor predikar. Kaffisala kven- félagsins verður í Domus Medica kl. 3 síöd. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2 e.h. Séra Guömundur Óskar Ólafs- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2 síöd. Séra Þorsteinn Björns- son. GRUND elli- og hjúkrunarheimil- ið: Messa kl. 2 síöd. Séra Tómas Guðmundsson prédikar. Kirkjukór Hveragerðis syngur. DOMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. — Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síöd. KAPELLA St Jósefssystra í Garöabæ. Hámessa kl. 2 síðd. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. seljum tilfinningarík en bar tilfinningar sínar ekki á torg þó eitthvað bjátaði á. Hún var trúuð koma og , setti traust sitt á Guð, bæði í sorg og í gleði. Amma og afi áttu fallegt og snyrtilegt heimili og voru þau samhent um að prýða það, en umfram annað var það þó hlýjan sem einkenndi það eins og viðmót þeirra sjálfra. Marga fallega muni gerðu þau amma og afi bæði fyrir heimilið sitt og til að gleðja með börnin og barnabörnin. Þau voru baeði listfeng vel. í desember siðastliðnum fluttust þau á Hrafnistu í Hafnarfirði og undu þau þar hag sínum vel. Við barnabörnin og litla barna- barnabarnið, sem enn er svo lítil, að hún skilur ekki hvað hún hefur misst, spyrjum. Af hverju? Við því fæst ekki svar. Enginn má sköpum renna. Líf þeirra var fagurt og hamingjuríkt og við geymum minningu um gæskuríka ömmu og afa. Guð blessi minningu þeirra. Erla Jónsdóttir. • Gluggatjaldaefni og húsgagnaáklæöi úr bómull og ull — 450 tegundir • Kókos- og sísalgólfteppi — 25 tegundir. • Leöursófa og stóla — húsgögn í samkomusali og fundaherbergi — sérhönnuö húsgögn handa öldruðum. Við leggjum sérstaka áherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur úr náttúruefnum, sem endast vel og vinna á með aldrinum. Vörur, sem menn geta verið stoltir af að hafa á heimili sínu. epol I V/Laugalæk Reykjavík V/Laugalæk Reykjavík — sími 36677 Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 14—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.