Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 15 Kynnisferð Rótarý til Ástralíu í FEBRÚAR s.l. var efnt til dæmisþing Rótarý fór fram. Þaö- tveggja mánaða náms- og kynnis- ferðar á vegum Rótarý til Ástralíu fyrir sex íslendinga og var greint frá ferðinni og tilgangi hennar á blaðamannafundi nýlega. Óskar Þór Sigurbjörnsson, for- seti Rótarýklúbbsins á Olafsfirði, Vvar fararstjóri í ferðinni og sagði hann m.a.: Ferðin sem hér um ræðir var gagnkvæm náms- og kynnisferð milli Rótarýumdæma, nefnd Group Study Exchange. Sumarið 1977 komu sex Ástralíu- menn til íslands og feröuðust þeir um landið í sex vikur. Þessar ferðir eru fastur liður í námsstyrkj akerfi Rótarýsj óðsins og er þetta í annað sinn, sem íslenzka umdæmið tekur þátt í þessum samskiptum, sem annars eru stöðugt milli umdæma víðs vegar um heiminn. íslenzka um- dæmið sendi sjö manna hóp til Ohio í Bandaríkjunum árið 1968 og hópur þaðan heimsótti ísland árið 1969. Tilgangur þessara ferða er að veita ungum mönnum utan Rót- arýhreyfingarinnar á aldrinum 25-35 ára tækifæri til að kynnast öðrum þjóðfélögum, þjóðskipulagi, atvinnuvegum og íbúum og eru þátttakendur valdir af Rótarý- klúbbum um land allt og úr öllum starfsgreinum. Rótarýsjóðurinn ber allan ferða- kostnað, en Rótarýmenn í viðkom- andi umdæmum sjá um móttökur og dvalarkostnað hópanna. Islenzku Rótarýklúbbarnir til- nefndu menn til þessarar Ástr- alíufarar og voru fimm valdir úr þeirra hópi auk fararstjóra, sem er Rótarýmaður en samkvæmt regl- um mega þátttakendur alls ekki vera félagar í Rótarý né venzla- menn félaga." Þátttakendur í Ástralíuförinni voru, auk Oskars fararstjóra, Baldur Snær Ólafsson kennari á Egilsstöðum, Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri frá Rótarý- klúbbi Keflavíkur, Sveinn Smári Hannesson viðskiptafræðingur frá Rótarýklúbbi Kópavogs, Svavar Stefánsson sóknarprestur Nes- kaupsstað og Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri í Siglufirði. Lagt var upp frá Keflavík 11. febrúar, flogið til Aþenu með viðdvöl í Luxemborg, Frankfurt og Búdapest. Eftir tveggja daga dvöl í Aþenu var flogið til Karachi í Pakistan. Næsti viðkomustaður var Bangkok á Tailandi, síðan Singapore og kom hópurinn til Sidney í Ástralíu 20. febrúar. Þar var tekið á móti þeim af ræðis- manni íslands í Ástralíu ásamt félögum úr Rótarýhreyfingunni þar. Hin skipulagða heimsókn hófst í bænum Taree og frá þeim bæ ferðuðust þeir í hálfan mánuð norður eftir ströndinni, voru ýmsir bæir heimsóttir og atvinnu- vegir kannaðir. Því næst lá leiðin upp í hálendið. Þar voru heimsóttir nokkrir bæir, m.a. Tamworth, þar sem hópurinn kynnti sér t.d. námavinnslu. Lá leið þeirra félaga einnig um hinar víðáttumiklu sléttur í New South Wales og til Casino nálægt austurströndinni, þar sem um- an var haldið flugleiðis áleiðis til Islands. Eitt skilyrðanna fyrir þátttak- endur var að hver og einn kynnti sér starfssvið sitt á þessum slóðum í fimm daga. Að sögn fararstjór- ans voru tekin við þá viðtöl í fjölmiðlum, sem þeir töldu mikla landkynningu fyrir ísland. Rótarý hyggst efna til fleiri slíkra ferða í framtiðinni og þá með tveggja til þriggja ára milli- bili. Að sögn Óskars Þórs Sigur- björnssonar hafa samtökin hér á landi möguleika á að senda fleiri hópa og einnig eru ýmiss konar nemendaskipti möguleg. Á:ó.yX -r B1f.nvrrrT...l1— ----------...--— Þátttakendur í Ástralíuförinni ásamt fararstjóra sínum í heimsókn á lögreglustöð í bænum Maxwille í New South Wales í Ástralíu. Hveragerði: Bifhjól hverfur FYRIR TÆPRI viku var stolið rauðu Zuzuki-bifhjóii frá Hvera- gerði. Iljólið. sem er stýrisla'st og rautt að lit. ber númerið X-65. Að sögn lögreglunnar á Selfossi virðist sem hjólið hafi verið tekið og flutt burtu á vagni. Biður lögregian alla þá er kunna að hafa orðið varir við hjólið að láta sig vita. AK.I.VSIM.ASIMINN ER: 22480 JWflrjjtmfclaÖiJí Eru íslendi útía Já margir hverjir, það fer ekkert milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að akaásumrin - þáskipta þeir þúsundum. Ástæðan? Jú ástæðan er einföld, hún er sú að afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift að komast utan ísumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista heimsborgir. Þeir sem þannig ferðast ráða ferð- inni sjálfir - sumir fara um mörg lönd - aðrir fara hægar yfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. Það þarf engan að undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eða leigðum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar - þau gætu komið þér þægilega á óvart - og orðið til þess að þú yrðir líka úti að aka í sumar. flucfélac LOFTLEIDIR \ LSLANDS ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.