Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 35 Frá vinstri: Stefán Jóhannsson féiagsráðunautur á Vistheimilinu að Vífilsstöðum, Ólafur Grímsson trúnaðarlæknir og Valgarður Breiðfjörð formaöur Líknarfélagsins Risið. Ljósm. RAX. CWfet c! tfie ^rtls. t Nú er loksins komin ný sending af hinum víðfrœgu og dásamlegu Ctwrfes o! fíie ítffz. snyrtivörum fyrir dömur. Mikið úrval TOYOTA 3 i C £S :o 3 H ^******* ■s • £ <o ? ö) 0)<0 ?> Ó 0 <>k 0» o> >o 4» 4 TOYOTA ÍT*- VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F ARMULA 23, REYKJAVÍK SIMI 81733 ■HHI í 2 Overlock saumar 2 Teygjusaumar □ Beinn SAUMUR □ Zig-Zag []] Hraðstopp (3ja þrepa zig zag) | | Blindfaldur Sjálfvirkur hnappagatasaumur | | Faldsaumur Tölufótur [7] Útsaumur [H Skeljasaumur [ j Fjölbreytt úrval fóta og stýringar fylgja vélinni Einnig höfum viö mikiö úrval af öðrum snyrtivörum, bœði dýrum og ódýrum. LAUGAVEGS APÓTEK Snyrtivorudeild Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarf ólki Austurbær Sóleyjargata. Vesturbær Ægisíöa. Upplýsingar í síma 35408 *f$nnfrIafeU>í Líknarfélagið Risið var stofnað á liðnu sumri og var tilgangur stofn- unar Þess einkum að setja á stofn og starfrækja vistheimili fyrir fólk er væri að koma úr meöferö vegna ofneyzlu vímugjafa. Hefur félagið síöan á líðnu hausti rekið Gistiheimili aö Brautarholti 22 í Reykjavík og hafa s.l. vetur dvalið par alls um 90 manns í lengri eöa skemmri tíma og stundað vinnu Þaöan og síðan e.t.v. horfið til fyrri heimkynna. Forráöamenn vistheim- ilisins boðuðu fréttamenn á sinn fund nýlega og greindu frá Því að nú lægi Þaö fyrir að húsnæði Þaö er félagið hefði haft á leigu væri ekki í boði lengur en til 1. júní og Því hafin leit á öðru húsnæði og er jafnframt efnt til happdrættis til að standa undir kostnaði við rekstur- inn. Stefán Jóhannsson félagsráóu- nautur á Vistheimilinu á Vífilsstöðum sagði að vistheimiliö hefði veriö stofnað til þess eins að starfrækja eftirmeðferöarheimili fyrir það fólk sem kæmi úr meðferð vegna of- neyzlu vímugjafa frá Vistheimilinu að Vífilsstöðum, Gunnarsholti, Víðinesi, Kleppsspítala eöa frá Bandaríkjun- um, en aö stofnun heimilisins heföu staðiö fyrrverandi vistmenn frá Vífilsstöðum og starfsfólk þar. Sagöi Stefán að borið hefði á því •að erfitt væri að útvega þessu fólki húsnæöi og atvinnu og þar sem margt væri þaö slitiö úr tengslum viö ástvini og fjölskyldu gæti þarna gefizt tækifæri til að byggja upp nokkuö fjölskyldulíf eða heimili og skapa mönnum það öryggi sem þyrfti til að blandast öðru fólki og öðlast frelsi á ný. Stefán sagöi aö til aö standa undir kostnaði heföi verið leitað til fyrir- tækja um fjárframlög svo og með þaö í huga aö þau tækju fólk í vinnu til reynslu og hefði verið brugðist vel við þeim málaleitunum. Þá hafa verið haldnar mánaöarlega skemmtanir til aö afla tekna og nú síðast væri ákveöiö að efna til happdrættis og væri vinningur bifreið af gerðinni Renault 5 TL, en dregið yrði hinn 17. júní n.k. Vistheimilið aö Brautarholti hefur verið rekið að mestu í kyrrþey, sagði Stefán, en nú veröum við að fá fólk til liðs viö okkur en fyrir utan þetta heimili er aðeins eitt rekið í Reykjavík meö svipuðu sniöi, en það er á Ránargötu. Á þessum heimilum rúmast um 50 manns samtals. — Heimilið hér hefur veriö rekið á þann hátt aö hingað eru aðeins teknir þeir sem eru að koma úr meðferð og fá aö dvalja hér, þeim er hjálpaö til aö finna atvinnu og greiða þeir fyrir húsaskjól og mat og fyrir kemur einnig að þeir sem hverfa héðan í annað húsnæöi séu hér áfram í fæði. Hafa margir lagt hönd á plóginn til aö koma þessari starfsemi af stað og halda henni gangandi og er formaður félagsins Risið Valgarður Breiðfjörð, en Ólafur Grímsson læknir hefur verið trúnaðarlæknir heimilisins. Um meðferð þeirra er hyrfu frá heimilinu og kæmust í annað hús- næði sagði Stefán að vettvangur þeirra væri t.d. AA-samtökin en lagði á þaö áherzlu aö ekki væru aðrir teknir til dcalar á heimilinu nema þeir Leita ad húsnæði fyrir vistheimilið að Brautarholti er kæmu úr meðferð t.dr frá einhverri framangreindra stofnana. Á heimilinu geta dvalist 26—28 í einu og hefur meirihluti þeirra veriö karlar, en um 10% konur. Stefán sagði að draumur þeirra væri að eignast eigið húsnæði, en um sinn yrði það að bíöa, nú væri aöallega leitað eftir hentugu leigu- húsnæði þar sem hægt væri að halda starfseminni áfram eftir að hún verður að flytja úr Brautarholtinu. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.