Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1978 Tvenn samtök leyst úr banni í Rhódesíu 1. maí: Fjölmenn hátíðahöld víða um heim London 2. maí. AP. MILLJÓNIR manna um allan hrim hóldu 1. maí hátíðsdaj; vcrkalýðsins. hátídlcgan ok fóru hátíóahöldin víðast hvar friðsam- lcga fram. þótt sums staðar kæmi til átaka. I Moskvu var löjfð mcst áhcrzla á að lofa forscta Sovctríkjanna. Lconid I. Brczhncv. cn háti'ða- höldin þar fóru annars fram mcð svipuðu sniði ojf undanfarin ár. Kommúnistar og sósíalistar fóru fremstir í 1. maí-göngunni á Madríd, og er gizkað á að um ein milljón manna hafi tekið þátt i fföngunni þar. Yfirvöld hafa þó sajft að aðeins 800.000 manns hafi verið í gönjfunni. Þetta er stærsta 1. maí fíanga sem farin hefur verið á Spáni. Nýnasistar og fasistar settu sterkan svip á hátíðahöldin í London, en 1. maí göngur þar voru ekki vel sóttar. Flestir sátu heima og nutu þess að þurfa ekki að fara til vinnu. 1. maí í ár var frídagur lögum samkvæmt, og er það í fyrsta sinn sem svo er í Bretlandi. í Istanbúl í Tyrklandi voru miklar öryggisráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir að sagan frá því í fyrra endurtæki sig, en þá féllu 34 göngumenn fyrir kúlum leyniskytta. Um fjórar og hálf milljón manna tóku þátt í 1. maí hátíða- höldunum í Japan, og kröfðust göngumenn þar að stjórnin gerði eitthvað til að draga úr atvinnu- leysinu í landinu. Vestur-Berlín, 1. maí. Reuter. AP. BANDARÍKIN skiptu í dag á bandarískum njósnara Sovétríkj- anna og handarískum náms- manni scm handtckinn var er hann var að aðstoða Austur-Þjóð- verja við að flýja til Vest- ur-Þýzkalands. Skipti þcssi eru lokaáfangi flókins samkomulags þriggja landa um skipti á mönn- Sailsburv, Rhódesíu, 2. maí. BRÁÐABIRGÐAST.IÓRN Rhódcsíu aflctti í dag banni á tvcnnum blökkumannasamtökum í landinu og hvatti hermenn þeirra scm cru 6000 talsins til að Icggja niður vopn. Litið hefur verið á ákvörðun stjórnarinnar sem fyrsta skrefið til að binda enda á skæruhernað- inn í Rhódesíu. Njósnarinn, Robert Thompson, hefur setið í fangelsi í Bandaríkj- unum í 13 ár, en hann var á sínum tíma dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Hinn maðurinn, Alan Van Norman, var handtekinn í ágúst í fyrra. Skiptin fóru fram á hinum bandaríska hernámshluta Vest- ur-Berlínar, og tóku um 10 mínút- 4» n í yfirlýsingu sem fjögurra manna stjórn landsins gaf út eftir fund í dag lofaði hún skæruliðun- um því að þeir myndu verða látnir í friði, ef þeir létu af hernaði sínum. Blökkumannasamtökin sem nú verða leyfð í landinu eru undir stjórn þeirra Joshua Nkomo og Roberts Mugabe, en þeir hafa hinn sami og hefur staðið fyrir nfu sprengjutilræðum í Kaup- sögn lögreglu hefur maðurinn. sem er 19 ára gamall náms- maður, viðurkennt að hafa búið til sprengjurnar og að hafa komið tveimur þeirra fyrir. Sprengjurnar sprungu í stór- verzlun, strætisvagni, símaklefa og annars staðar þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Sprengingin, sem maðurinn særftist í, varð rétt hjá aðal- stöðvum kommúnista í Kaupmannahöfn og olli nokkurri skelfingu meðal nærstaddra. Maðurinn hefur nú verið dæmdur í fjögurra vikna gæzlu- varðhald, en hann liggur nú á sjúkrahúsi, og ekki verður hægt að yfirheyra hann að marki fyrr en í fyrsta lagi í dag. barist hvað harðast gegn núver- andi valdhöfum Rhódesíu. Stjórnin hefur sagt að þegar verði hafist handa við að afnema „vernduðu þorpin“. Þorp þessi eru víggirt og búa hermenn í þeim, sem þorpsbúar. Stjórnvöld ákváðu á sínum tíma að „vernda" þorpin til að koma í veg fyrir að skæruliðar kæmust yfir matvæli og aðrar nauðsynjar. Fyrr á þessu ári gaf Rhódesíu- stjórn út yfirlýsingu þar sem öllum fyrrverandi skæruliðum var heitið sakaruppgjöf, en áreiðan- legar heimildir í Salisbury herma að aðeins örfáir skæruliðar hafi nýtt sér þá reglugerð. Þá sagði stjórnin að nú væri hafin skráning á öllum íbúum Rhódesíu 18 ára og eldri, til að hægt væri að sjá hverjir yrðu á kjörskrá þegar kosningar fara fram í landinu 31. desember næstkomandi. Khacha- turyan látinn Moskvu, 2. maí Reuter SOVÉZKA tónskáldið Aram Khachaturyan. kunnastur á Vesturlöndum fyrir „Sverð- dansinn" úr ballettsvitunni „Gayaneh“ lézt í gær eftir lang- varandi vcikindi að sögn sovézku fréttastofunnar Tass. Ilann var 74 ára gamall. Khachaturyan var Armeni og kunnastur yfir balletttónlist sína en samdi einnig þrjár sinfóníur, fjölda píanó- og fiðlukonserta og tónlist við rúmlega 20 kvik- myndir. Hann var mikill aðdáandi George Gershwins og Duke Ellingtons. Gosið í Etnu heldur áfram Catania, Sikiley, 2. maí. AP. GOSIÐ í Etnu hélt áfram í dag, fjórða daginn í röð, og eru hrauntaumarnir nú orðnir fimm kílómetra langir. Mikill kraftur er í eldfjallinu og þeyttust glóandi grjót úr iðrum jarðar um hálfan kílómetra í loft upp í dag. Síðast gaus Étna í apríl 1971, og stóð gosið þá í nokkra mánuði og olli talsverðum skemmdum á ræktuðu landi við rætur fjailsins. Einn síns liðs á Norðurpól Washington, Tókýó, 2. maí. AP-Reuter. JAPANSKI Landkönnuðurinn Naomi Uemura náði þvi' takmarki í gær að verað fyrstur til að ferðast einn á hundaslcða yfir hcimskautaísinn til norðurpóls- ins. Á fcrðalaginu varð Uemura fyrir árás fsbjarnar. Uemura, sem hóf ferð sína 7. marz á Ellesmere-eyju í norðvest- ur héruðum Kanada, varð að takast á við blindbyl á ferð sinni og einnig olli ísjak honum erfið- leikum á tímabili Bandarískir vísindamenn í geimvísindamiðstöð Bandaríkjanna (NASA) nálægt Washington hafa fylgst náið með ferðum Uemura sem hefur tæki meöferðis sem sendir útvarps- geisla í gegnum gervihnött. Uemura tafðist ennfremur um einn dag þegar einn af hundunum sem dró sleða hans gaut sex hvolpum. Flogið var til móts við hann með annan hund í stað þess sem varð léttari á drættinum. Þegar Uemura hóf ferðalag sitt hafði hann í hyggju að ferðast frá Norðurpólnum á heimskautaísn- um til Grænlands, en ljúka síðan leiðangrinum með því að fara á sleðanum eftir endilögnum Græn- landsjökli. Nú er hins vegar ljóst að heimskautaísinn er að losna í sundur og tilkynnti Bandaríska landfræðifélagið í dag að fljúga yrði með Uemura og farkost hans til Grænlands. Þegar Uemura kemur að Græn- landsjökli verður hann fyrst fiðkra Framhald á bls. 32. Skýrt frá Suður- Kórensku flugvél- inni í N-Kóreu Tokýo, 27. apríl. Reuter. HIÐ OPINBERA málgagn norð- ur-kóresku stjórnarinnar skýrði í fyrsta sinn í dag frá þeim atburði, er Sovétríkin neyddu suður-kóreska flugvél til að lenda í Sovétríkjunum. Dagblaðið segir frá atvikinu í einni setningu og hljóðar hún svo: „Tilkynnum lesendum okkar að Sovétríkin neyddu suður-kóreska flugvél til að lenda, eftir að flugvélin hafði rofið lofthelgi Sovétríkjanna." VEÐUR 1 i heim Amsterdam 16 skýjaó Apena 25 skýjaó BrUssel 16 rigning Chicago 9 bjarf Frankfurt 17 rigning úenf 11 skýjaó Helsinki 8 sólskin Jóhannesarb. 20 sólskin Kaupmannahöfn 11 sólskin Lissabon 17 rigning London 10 rigning Los Angeles 21 bjart Madríd 14 bjarf Malaga 19 skýjað Miami 27 skýjað Moskva 7 skýjað New York 12 skýjað Ósló 11 sólskin Palma, Majorca 18 bjart París 11 bjart Róm 15 bjart Stokkhólmur 8 sólskin Tel Aviv 27 bjart Tókýo 28 skýjað Vancouver 17 skýjaö Vín 17 skýjað Þetta gerðist 1977 — Bandaríkjamenn og Vfetnamar hefja viðræður í París til að færa sambúð sína í eðlilegt horf, tveimur árum eftir fall Saigon. 1968 — Eisenhower forseti leggur til að Suðurskautið verði vopnlaust svæði. 1945 — Bandamenn sækja inn í Hamborg. 1917 — Bretar hefja nýjar árásir við Arras til að rjúfa Hindenburglínuna. 1898 — Hunguróeirðir bæld- ar niður í Mílanó. 1859 — Frakkar segja Austurríkismönnum stríð á hendur. 1849 — Prússar bæla niður uppreisn í Dresden. 1841 — Nýja-Sjáland form- lega lýst brezk nýlenda. 1833 — Tyrkir viðurkenna sjálfstæði Egypta og láta Sýr- land og Aden af hendi við Mehemet Ali. 1814 - Loðvík XVIII snýr aftur til Parísar eftir ósigur Napoleons. 1660 — Oliviafriðurinn undir- ritaður: endir bundinn á stríð Brandenborgara, Pólverja, Austurríkismanna og Svía, yfír- ráð Brandenborgara í Austur-Prússlandi viðurkennd; Pólverjar afsala sér tilkalli til sænsku krúnunnar og Eistlands og Líflands og Svíar og Pól- verjar viðurkenna fullveidi Rússlands. finnur Niccolo stjórn- 1492 — Kólumlni? Jamaica. Afmæli dagsins. Machiavelli, ítalskur málaheimspekingur (1469—1527) _ William Broome, enskur fræðimaður — skáld (1689-1745) - Golda Meir, fyrrvefandí forsætisráð- herra ísraels (1898------) — Wiiliam Inge, leikritahöfundur (1913-1973). Orð dagsins. Gæfan er ekki á bandi heigulsins — Sófókles grískt leikritaskáld (um 496-406 f. Kr.) Kaupmannahöfn: Hefur staðið fyrir 9 sprengjutilræðum Frá fréttaritara Mbl. annar mannanna tveggja sem í Kaupmannahöfn í gær. særðust í sprengingu í NÚ HEFUR komið í ljós að Kaupmannahöfn 1. maí, er sá Njósnaskipti í V estur-Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.