Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 Úrslitakeppni íslands- mótsins í sveitakeppni í KVÖLD hefst á Hótel Loftleiöum úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni, en alls taka átta sveitir þátt í keppninni. Dregið hefir verið um töfluröð og verður hún þessii 1. Iljalti Eliasson 2. Jón Ásbjörnsson 3. Sigurjón Tryggvason 4. Stefán Guðjohnsen 5. Steingrímur Jónasson 6. Ármann J. Lárusson 7. Guðmundur T. Gislason 8. Guðmundur Hcrmannsson í fyrstu umferðinni sem hcfst klukkan 20 í kvöld spila saman. 1 og 8. 2 og 7, 3 og 6. 4 og 5. Keppni þessi verður án efa mjög spennandi og væntanlega allir leikirnir úrslitaleikir. Ekki þarf að taka fram að áhorfendur eru velkomnir og verður væntanlega eins og að undanförnu sýnt á sýningartöflu. Spilaðar verða 7 umferðir og verða þær sem hér segir: 1. umf. miðvikud. 3. maí kl. 20.00 2. umf. fimmtud. 4. maí kl. 13.15 3. umf. fimmtud. 4. maí kl. 20.00 4. umf. föstud. 5. maí kl. 20.00 5. umf. laugard. 6 maí kl. 13.15 6. umf. laugard. 6. mai kl. 20.00 7. umf. sunnud. 7. maí kl. 13.15 Brldge eftir ARNOR RAGNARSSON Frá Barð- strendingum 7. Sveinbjörn Axelss. 200 8. Ragnar Þorsteinss. 200 Þökkum ykkur fyrir veturinn og bjóðum ykkur öllum gleðilegt sumar. Sjáumst hress og kát í haust. Breiðfirðing- ar sigruðu Sl. fimmtudag fór fram árleg keppni milli Bridgefélags kvenna og Bridgedeildar Breið- firðingafélagsins. Úrslit urðu þau að Breiðfirð- ingar fóru með sigur af hólmi á öllum borðum nema tveimur. Á fyrsta borði varð sveit, Jóns Stefánssonar að láta sér nægja 5 stig á móti 15 stigum sveitar Hugborgar Hjartardóttur. Keppnin fór í alla staði vel fram. Á fimmtudag verður spiluð önnur umferð í tvímennings- keppni Breiðfirðinga. Spilað er í keppni félagsins, úrslit þessi: A. 1. Guðmundur Guðveigss. urðu 114 Bridgefélag Breiðholts 2. Kristinn Oskarss 103 Þriðja umferð i barometer- 3. Pétur Sigurðsson 102 keppni félagsins var spiluð 4. Gunnlaugur Þorsteinss. 95 þriðjudaginn 25. apríl. Urslit 5. Birgir Magnússon 95 urðu þessi: 6. Finnbogi P’innbogason 94 Finnbogi Guðmarsson — B. Sigurbjörn Ármannss. +55 1. Baldur Guðmundss. 109 Guðlaugur Karlsson — 2. Viðar Guðmundsson 108 Elísabet Sigvaldadóttir +28 3. Helgi Einarsson 106 Guðmundur Pálsson — 4. Olafur Árnason 103 Guðbjörg Jóelsdóttir +28 5. Jóhanna Árnadóttir 102 Staðan eftir 3 kvöld var þessi: 6. Ragnar Þorsteinsson 101 Finnbogi Guðmarsson — Lokastaðan í keppninnii Sigurbjörn Ármannss. +79 1. Helgi Einarss. 212 Sigríður Rögnvaldsdóttir — 2. Ólafur Árnason 211 Vigfús Pálsson +63 3. Viðar Guðmundss. 206 Guðlaugur Karlsson — 4. Kolbrún Indriðadóttir 203 Elísabet Sigvaldadóttir +28 5. Pétur Sigurðss. 202 Síðasta umferðin var spiluð í 6. Finnbogi Finnbogas. 201 gærkvöldi. Bridgeíélag Breiðholts var stofnað fyrir fáum árum og er vaxandi áhugi fyrir bridgeíþróttinni í þessum byggðar kjarna Rvíkur. Myndin var tekin í vetur, en þá stóð yfir sveitakeppni. Formaður bridgefélags Breiðholts er Sigurjón Tryggvason. „Casa” hælt á Ítalíu Ilér að ofan gefur að líta opnu í nýjasta tölublaði ítalska tíma- ritsins Ottagono. sem fjallar um húsbúnað og húsagerðarlist. Er hér farið lofsamlegum orðum um starfsemi „Casa“ við Borgartún í Reykjavík. en fyrirtækið starfar jöfnum höndum sem sýningarsal- ur og sölubúð. Þar er mikið um ítalska húsmuni, og segir m.a. í umsögn Ottagono. að vcrzlunin standist fyllilcga samanhurð við það bezta, sem um er að ræða á sama sviði í erlendum stórborg- um. Þá er vakin athygli á smekklegrí hönnun og frágangi húsakynnanna. sem verzlunin starfar í. svo og því að vel hafi tekizt að velja saman hluti, sem séu upprunnir á ólfkum slóðum. eins og t.d. Ítalíu og Finnlandi, en í verzluninni cr mikið um muni frá fyrirtæki Alvars Aalto hins finnska. Ilclgi Hjálmarsson arkitekt teiknaði innréttingar í „Casa“, en vcrzlunina rcka tvenn hjón. Að sögn Einars Magnússonar. tann- læknis í Keflavík, sem er einn eigenda. þótti þeim húsgagnaval hér á landi nokkuð einhæft og langaði því til að reyna hvort ekki væri grundvöllur fyrir verzl- un. þar sem áhcrzla væri lögð á listræna hönnun og háan gæða- flokk. Sagði Einar að þessi tilraun hefði tekizt vonum fram- ar. r Ljósmæðrafélag Islands 60 ára: Saga ljósmæðra frá upphafi á næsta ári „LJÓSMÓOURSTARFIÐ er fyrsta viðurkennda starfsgrein kvenna hér á landi og lengst af sú eina, sem konur áttu kost á að læra og taka próf í,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Ljósmæðrafélagi íslands sem verður sextugt á næsta ári. í tilefni atmælisins mun félagið gefa út stéttartal Ijósmæðra og láta skrá sögu starfsgreinarinnar hér á landi. Með stofnun landlæknisembætt- isins árið 1760 hófst skipulögö fræðsla Ijósmæðra hér á landi. Fyrsti landlæknir Bjarni Pálsson, sat að Nesi við Seltjörn og árið 1761 útskrifaði hann fjórar fyrstu Ijós- mæðurnar. Nú er til hjá félaginu spjaldskrá yfir nær allar íslenzkar Ijósmæður frá 1761 til þessa dags eða um 1500 nöfn og æviágrip flestra þeirra. Þegar Vilmundur Jónsson land- læknir var aö viöa aö sér efni á Þjóöskjalasafni í ritverk sitt „Læknar á íslandi", hreyfði hann þeirri hug- mynd viö Harald Pétursson, fyrrum safnhúsvörð, aö skrá þyrfti einnig fyrstu embættisstétt íslenzkra kvenna. Um árabil skráöi Haraldur allt er til fannst um Ijósmæöur og eru heimild- ir hans einkum skýrslur landlækna, prófbækur héraöslækna, launa- skýrslur amtmanna, manntöl og ýmis annar fróöleikur á skjölum í safninu. Þetta mikla safn handrita hefur Haraldur Pétursson afhent Ljós- mæörafélagi íslands til úrvinnslu viö útgáfu Ljósmæöratals. Varö þaö félaginu ómetanleg lyftistöng til aö ráðast ( útgáfuna, en sú skoöun hefur lengi verið ríkjandi hjá forráöamönn- um Ljósmæörafélagsins, aö ekki væri vansalaust aö slík skrá um stéttina væri ekki til, segir ennfremur í frétt frá fólaginu. í safni Haralds er að finna meira en eitt þúsund nöfn og æviágrlp* Ijós- mæöra síöan 1761 eins og fyrr getur. Jóhanna Friöriksdóttir fyrsta yfirljós- móöir Fæöingardeildar Landspítal- ans, safnaöi nokkrum fróöleik og myndum af starfandi Ijósmæörum á árunum 1930—1940. Fyrir nokkru sendi Ljósmæörafélagiö út eyöublöö til allra félagsmanna meö beiöni um upplýsingar fyrir stéttartaliö. Auk venjulegra æviatriöa, eins og tíökast í starfsgreinatölum, er lögö áherzla á ættartengsl með Ijósmæör- Ritnefnd Ljósmæðrafélags íslands. um og frásagnir ef til eru, svo og ef eitthvað liggur eftir þær á prenti. Annaö efni ritverksins „Ljósmæöur á íslandi" er sögulegur fróöleikur um stéttina, sem Anna Siguröardóttir, forstööumaöur Kvennasögusafns ís- lands, hefur skráö. Skráö verður saga Ljósmæörafélagsins frá stofnun 1919, getið um lög og reglugerðir viökomandi stéttinni og birtir kaflar úr bókinni „Ágrip af sögu Ijósmæðra- Sýniehom af æviégripi úr sféttartali liósmæðfá.............— fræöslu á islandi" eftir Sigurjón Jónsson lækni, sem kom út 1959. Ritnefnd starfar á vegum félagsins meöan þetta mikla verk er í undir- búningi og er Sólveig Matthíasdóttir formaður nefndarinnar. Aðrir nefnd- armenn eru Guörún L. Magnúsdóttir, Halldóra Ásgrímsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Soffía Valdimars- dóttir og Björg Einarsdóttir, en hún hefur ritstjórn með höndum. Núver- andi formaöur félagsins er Steinunn Finnbogadóttir. Stjórn Ljósmæörafélagsins leitaöi upplýsinga hjá sveitarstjórnum um Ijósmæöur fyrr og nú, jafnframt var spurt hvort viökomandi sveitarstjórn viidi styöja útgáfuna fjárhagslega í viröingarskyni viö Ijósmæður við- komandi héraöa. Um þriðjungur sveitarstjórna hefur svaraö játandi og sent eða gefiö fyrirheit um aðstoð. Ljósmæörafélagiö hefur nýlega fest kaup á húsnasöi aö Hverfisgötu 68A. Sjóöir félagsins eru ekki gildir og segir í frétt frá félaginu að í mikið sé ráöist aö kaupa húsnæði og standa samtímis í aö gefa út ritið. Ennfremur fer félagiö þess á leit aö upplýsingar, sem kann aö skorta frá Ijósmæörum og öörum um stéttina berist sem ffyrst, svo og myndir. Skrifstofa félagsins er opin daglega að Hverfisgötu 68A miHi 16—17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.