Morgunblaðið - 13.05.1978, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.1978, Side 1
Laugardagur 13. maí 1978 Bls. 33—64 Begin og Sadat. Myndin var tekin sunnudaginn 20. nóvember í Jesúsalem. Þá voru vonir margra um frið í Mið austuriöndum bjartari en áður. Jóhanna Kristjónsdóttir: Fjórtánda dag maímánaðar fyrir þrjátíu árum lýstu Gyðing- ar í Palestínu yfir stofnun Ísraelsríkis. Þess minnast ísraelar nú með hátíðahöldum. Fáeinum klukkustundum eftir að þeir höfðu á sínum tíma gefið út sjálfstæðisyfirlýsinguna hófu Arabaríki árás á nýja ríkið. Þau átök voru hörð og stóðu í nokkrar vikur. Gyðingar voru vanbúnir að öllu leyti nema því, að þeir höfðu í sér þá óbilandi sannfæringu að þeir væru loks eftir allar þessar aldir komnir heim til Zions og þeir töldu öllu skipta að verja tilverurétt sinn. Ýmsar þjóðir, t.d. Islendingar, viðurkenndu ríkið og þar á meðal voru bæði Bandaríkin og Sovétríkin. En bandarískur stuðningur var þá ekki orðinn jafn afgerandi og hann varð seinna og auk þess töldu stofn- endur ríkisins að Bretar, sem höfðu farið með umboðsstjórn í Palestínu í þrjá áratugi á undan, væru Aröbum vilhallari, Þó stóðu Gyðingar af sér árás- ina á svo magnaðan hátt að Arabar áttu ekki annars kost en sætta sig við vopnahlé, sem komið var á fyrir meðalgöngu Folke Bernadotte greifa eins og frægt varð. En sá biti sem Israelar urðu að kyngja var að vísu stór, og er þar einkum átt við skiptingu Jerúsalem. Vikum saman vörðust Gyðingar í gamla borgarhlutanum. Frásagnir af þessari andspyrnu minna um sumt á lýsingar á Gyðingauppreisninni í Varsjá. Þarna í gömlu borginni háðu nokkur þúsund Gyðingar bar- áttu sína, innikróaðir, matar- lausir, vatnslitlir og nánast vopnlausir, við ofurefli jór- danskra hermanna. Að lokum urðu þeir að láta undan síga. Um svipað leyti var Tel Aviv hrjáð af loftárásum egypzkra orrustuvéla. En vopnahlé var að nafninu til samið. Og Jerúsalem var skipt við mikinn harm og trega Israela. I nítján ár var þeim meinaður aðgangur að þessum borgarhluta, sem er Gyðingum, jafnt sem kristnum mönnum og múhameðstrúar- mönnum, einna helgastur staða. Með því var eins og hluti af þjóðarsál þeirra væri numinn brott. Það mætti kannski gera þetta skiljanlegt með því að líkja því við, að Islendingar yrðu að afsala sér Þingvöllum og fengju ekki að stíga þar fæti. Þetta urðu Gyðingar að þola og miklu meira næstu árin eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Ovinir við hvert fótmál, styrjaldir hvað eftir annað. Yfirlýst stefna fjandmanna þeirra var útrým- ing Israelsríkis og ómæld hryðjuverk voru unnin í ísrael i nafni þeirrar hugsjónar. En auk þess aö lifa af og verja hendur sínar stefndu Gyðingar einnig að því að byggja upp velferðarríki í vestrænum stíl, og þar fengju Gyðingar allra landa hrjáðir og ofsóttir um aldir að eiga sér athvarf. Og það er í minnum haft og segir m.a. frá því í bók Goldu Meir, að daginn eftir sjálfstæðisyfir- lýsinguna þegar fólk var hætt að dansa á götum úti vegna loft- árása egypzkra flugvéla, þá lagðist skip að bryggju í Tel Aviv með fyrstju löglegu inn- flytjendurna til ísraels. Jerúsal- em var í herkví, leiðin milli börganna lokuð. En samt var þetta hátíðleg stund og gnýr orrustuvélanna megnaði ekki að rjúfa þann hátíðleika. Það eru ekki allir á einu máli hvað varðar Ísraelsríki. En engum blandast hugur um, að fáar þjóðir hafa gert jafn mikið á jafn fáum árum. Ibúafjöldinn hefur fjórfaldast og það hefur tekizt með ofurmannlegum dugnaði að útvega flestum þeim milljónum vinnu sem hafa leitað til ísraels síðan ríkið var stofnað. Hebresku tala allir; jafnt gamalmenni sem ungbörn eru við komuna til landsins sett á skólabekk. Og þeir hafa leitt vatn yfir eyðimörkina og ræktað hana svo að hún er að gróa upp, þar sem áður voru dauðir sandar eru nú akrar. Þeir hafa byggt nýjar borgir og stækkað þær gömlu, byggt hafnir, steypt vegi um gervallt landið, komið upp flugvöllum. Um menntun þarf ekki að fara mörgum orðum, hún er ámóta og þar sem bezt gerist.'Listir og menning óvíða á hærra stigi, ótal söfn, listakólar, tónlistarakademíur, Barenboim, Perlman eða Zuckerman eru daglegir gestir í Israel. Allir eiginleikar gyðing- legrar snilligáfu virðast hafa sameinazt í þessu landi. Meira að segja fóru þeir svo á dögun- um létt með að vinna söngva- keppni sjónvarpsstöðva eins og alkunna er. Svo að þeir eru ekki einvörðungu í klassíkinni. Allt hefur þetta gerzt í skjóli Kannski eru Mið- austurlönd bólstaður kraftaverka... eitt þeirra kom Sadat til að fara til Jerúsalem — kanrtski það nœsta komi vitinu fyrir Begin ógnunarinnar. Með aðra hönd- ina nánast á byssunni alla tíð. Sú stund hefur varla runnið upp yfir Israei þessi þrjátíu ár, að styrjaldar— eða hættuástand teldist ekki vera á næstu grös- um. Það er að vísu fráleitt að halda því fram, að þann tíma, sem leið frá samþykkt Balfour- samþykktarinnar uni Palestínu pg til ársins 1948, er sjálfstæði Israels varð að veruleika, hafi friður ríkt. Kynslóð tók við af kynslóð einnig þá án þess að vita hvaö það var að lifa í friði. Margir ísraelar telja styrjaldar- ógnunina hluta af arfleifðinni. En þó er hvergi lífið dýrmætara einstaklingnum en í ísrael. Og kannski vegna þess hve þeir hafa næma og skýra skynjun á því hversu mjög þeir mega þakka fyrir hverja stund. Þó eru þeir ekki þunglyndir né beizkir, öllu heldur að þeir hafi sætt sig við þetta hlutskipti og tekið örlögum sínum af æðruleysi. Séu þetta örlög okkar, þá látum svo vera. . . Og síðan kom Anwar Sadat — sem af himnum sendur. Þó að Messias hefði stigið niður af himni, hefði hann ekki vakið meiri undrun og gleði. Friður sem hafði virzt svo órafjarri, var allt í einu innan seilingar. Það trúði enginn því kraftaverki sem fólk varð vitni að. En svo dofnaði þessi ljómi nóvemberdaganna, ekki allt í einu að vísu, en það var eins og friðarvonin væri á ný tekin kverkataki og sem stendur virðist hún í andarslitrunum. „Þeim fannst sem það væri draumur," sagði Amos Oz einn þekktasti rithöfundur ísraela. „Og þeir vöknuðu og sjá — það var draumur.“ En kannski má nota draum sem hyrningarstein veruleikans. Nú ér að minnstá kosti komin upp öflug hreyfing í landinu sem vinnur að því öilum árum. Menachem Begin hefur jafnan átt sína andstæðinga, sem hafa ekki skirrzt við að gagnrýna hann harðlega en jafnvel þeir segja að hefði minniháttar persónuleiki verið við stjórnvöl- inn hefði Anwar Sadat ekki talið ómaksins vert að koma. En Begin hefur í þessu máli ekki tekizt að vinna sér traust. Fáir tala af heitari tilfinningu en hann um frið — SHALOM, og enginn virðist treysta sér til að véfengja að hann þrái friðinn — en bara upp á sín ákveðnu býti. Hann er reiðubúinn að gera tilslakanir í Sinai og ef þörf krefur á Golanhæðum, en hvað varðar Vesturbakkann og Gaza- svæðið er hann gersamlega ósveigjanlegur og hefur ekki hvikað allan tímann. Oft hefur verið sagt að hugsanagangur Begins ráðist ekki fyrst og fremst af raun- veruleika nútíðarinnar né horf- um framtíðarinnar heldur af reynslu og þjáningum fortíðar- Sjá nœstu 1 síðu ^jj mtmifrlafrife |7 ,:;angur 1 K,. — l au jnn'. tgur 15. inai 1918. Isafoldarprentsmiðja h.f.l lersveitir Araba rjeðustinn í Palestínu ■ nóttj Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis ndaríkin VÍSur Handknameikskeppni vi8 Dani Arabaherir umlykja landið á þrjá vegu iiina ísraels- rikið lumboðstjórn Breta lokiö ' (salcm í gærkvðldi. Kinkaskeyti til Mbl. i !'á Reuter. ,,A ilyðmga lýsti _þ\ri_yN Handknattíeikskeppni við Dani * k g ± Tilkynninq egypska forsætisráðherrans Cairo i gærkvöldi. i.inkaskcyti til Mbl. f'.'-i P.outcr. I ORS/ETISP.AÐUERKA Esvptalands tilksnti i kv.ldi aö 1 cftypsku iicrjunum viO landamn ri Palcslintt hcfni yciiö ecli.il Skipun um, aö hcfja sókn inn j-fir landanuvrin. Samkvicmtl írcgnum scint í ga-rkvöldi. voru fwmstu svcitir Egvpta l>cqj ar komnar inn i Palestinu, cn citt af blöaunnn^r-1''" ha™JI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.