Morgunblaðið - 13.05.1978, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978
SAMBANDIÐ AUGLÝSIR
gólfteppi
Úrval af Rya-teppum
Einlitum og munstruöum — Ensk úrvalsvara
SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
BYGGINGARVORUR Teppadei/d
SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033
AARQAPlAgrr
ogfaiobetri kartoflur
og meiri uppskeru
á skemmri tíma.
Á undanförnum árum hafa margir
kartöfluræktendur náð mjög góðum
árangri með notkun garðaplasts.
Sumarið 1975 gerði Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins tilraunir með garðaplast í
garðalandi Korpúlsstaða.
Niðurstaðan varð:
1. Uppskeran rúmlega tvöfaldaðist.
2. Kartöflumjölvi jókst um 20%.
3. Flokkunin varð miklu betri.
4. Vaxtartíminn styttist.
GARÐAPLAST er auðvelt í notkun. Eftir
að kartöflurnar hafa verið settar niður er
nauðsynlegt að úða garðinn gegn illgresi,
síðan er plastið lagt yfir beðin. í lok júní er
plastið gatað (skorið í kross) svo grösin nái
að vaxa uppúr.
Garðaplast er framleitt af
-I
4
Aðalútsölustaður
.
i i
■k. /m J
-5ÖUJí£U\G
Reykjanesbraut 6, sími 24366.
Sjötugur:
Páll Kolbeins fyrr-
verandi aðalféhirðir
Páll Kolbeins fyrrverandi aöal-
féhirðir Eimskipafélags íslands
hf. verður sjötugur á morgun.
Hann er fæddur að Melstað í
Miðfirði, sonur hjónanna séra
Eyjólfs Kolbeins og Þóreyjar
Bjarnadóttur. Páll var yngstur
barna þeirra, en alls áttu þau tíu
börn. Séra Eyjólfur féll frá, þegar
Páll var aðeins þriggja ára gamall.
Víár það mikið áfall fyrir fjölskyld-
una, ekki sízt yngstu börnin.
Það kom snemma í ljós, að Páll
var gæddur miklum dugnaði og
atorku, sem átti eftir að nýtast
honum í lífsbaráttunni. I æsku
vann hann að öllum þeim störfum,
er þá voru algeng bæði til sjávar
og sveita, þó einkum búskap, og er
enginn efi, að það mun hafa mótað
hann til ævistarfsins.
Um nokkurt skeið dvaldist Páll
að Stað í Súgandafirði hjá bróður
sínum séra Halldóri Kolbeins, sem
þar var prestur. Vann Páll við
verzlunar- og útgerðarstörf á
Suðureyri um skeið.
Síðar settist Páll í Verzlunar-
skóla íslands og lauk þaðan prófi
árið 1930 með lofsamlegum vitnis-
burði. Bar strax á því að bókfærsla
var hans sérgrein og hugðarefni.
Nokkru síðar fór Páll til Þýzka-
lands til framhaldsnáms og lauk
þaðan verzlunarprófi í þýzku og
ensku. Þar að auki var hann við
nám í Kaupmannahöfn um skeið.
Skömmu eftir að hann kom heim,
gerðist hann skrifstofustjóri hjá
Prentsmiðjunni Eddu, og var þar
til ársins 1944 er hann réðst sem
aðalbókari til Eimskipafélags Is-
lands hf. Þeim störfum gegndi
hann til ársins 1963, er hann tók
við starfi aöalféhirðis hjá félaginu.
Mannúðarmál hafa alla tíð verið
aðaláhugamál Páls, og hefur hann
helgað þeim krafta sína hverja
frístund og það gerir hann enn.
Meðal þeirra má nefna bindindis-
mál, en þau hefur Páll látið sig
miklu varða. Hann hefur verið í
Góðtemplarareglunni mikinn
hluta ævi sinnar og gengt þar
fjölda trúnaðarstarfa. í stjórn
Barnaheimilisins Skálatúns hefur
Dr. Hallgrímur Helgason:
N orr æn
samvinna
ogfram-
tíð íslands
Víða skal fara reynslu ríkri að
safna. Þetta skilst öllum þeim,
sem erlendis hafa dvalizt og
hlakka til þess að koma aftur heim
og miðla heimalandinu þekkingu
sína. Þótt víða sé vel tekið
utanlands á móti Islendingi, þá
eiga Norðurlönd sérstöðu. Hér
finnast skyldleikamerki betur en
annarsstaðar. Víða í Noregi svipar
mjög til Islands. Þar gróa sömu
grös á jörðu, sömu fuglar fljúga
um geim og sömu steinar finnast
í fjöru. Hér lifir þá líka uppruna-
minning íslendinga.
Sú var tíðin,'að öll Norðurlönd
(nema Finnland) töluðu tungu þá,
sem nú nefnist íslenzka, einnig
nokkur hluti af Bretlandseyjum,
Frakklandi og Rússlandi. Sökum
rithefðar og landlegu hefir tungan
geymzt á íslandi en gleymzt á
meginlandi Evrópu. En þrátt fyrir
það, að nú hafi norrænar tungur
greinzt í tvo meginflokka, vest-
norræn og austnorræn mál, þá er
þó skyldleikinn enn mjög mikill;
og vafalaust eykst nú á síðustu
tímum sá orðaforði, t.d. í dönsku,
sem aftur snýr til samnorræns
uppruna.
Islendingar sem smáþjóð þurfa
á athvarfi að halda. Eðlilegast má
telja,” að norrænar bræðraþjóðir
láti það í té. Óraunverulegar
hugmyndir um lífsmöguleika lítill-
ar þjóðar, sem í félagslegum
vanþroska sínum hyggst geta veitt
sér allan munað milljónaþjóða, og
jafnvel meira til, ættu frekar að
taka mið af norrænum en t.d.
engilsaxneskum þjóðum. Bók-
menntaleg samstaða gullaldar
hvetur og til samheldni, ekki síður
en hugsunarlegur, málfarslegur,
mannflokkalegur og menningar-
legur skyldleiki. Samvinna, sam-
hjálp og samhugur meðal ættþjóða
er dyggðanna prýði í allsherjar-
samfélagi mannkyns, því að með
skyldum er að skipta.
Samskiptamiðill manna í milli
er tungan. Norrænar þjóðir tala
sumpart svo líkar tungur, að gjör
mega skiljast án þess að nemast
sérstaklega. Þar má telja dönsku,
norsku og sænsku. I grein dr. Jóns
Gíslasonar, Nýi
sáttmáli(Mbl.29.4.78.) leggur hann
til, að enska verði upp tekin sem
ráðstefnumál Norðurlandaþjóða,
sennilega til þess að þóknast
dönsku—vankunnandi Islending-
um. Hér ætti þá 200 þúsund
manna hópur að segja um 15
milljón manna hópi fyrir verkum.
Lítil sanngirni mælir með raun-
gervingu slíkra tilmæla, enda lítill
ávinningur að þvílíkri málnotkun-
arlegri einstefnu. Enska setur ekki
ofan fyrir það.
Vilji íslendingar halda áfram
norrænni samvinnu, þá hljóta þeir
að temja sér tungu bræðraþjóð-
anna. Danska virðist vegna
menntahefðar vera bezt til þess
fallin. Tjóar þá lítt að ala með sér
kala vegna gamallar nýlendustöðu
Islands. Jaðrar það nú á dögum við
tímaskekkju sem úr sér genginn
„anakrónismi." Er vissulega mörg-