Morgunblaðið - 18.05.1978, Síða 1
64 SÍÐUR
100. tbl. 65 árg.
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Carter Bandaríkjaforseti og Kenneth Kaunda forseti Zambíu
stinga saman nefjum í Washington í gær, en þar er Kaunda nú
í opinberri heimsókn. (Símamynd AP)
Þyngstu refsingar
krafizt yfir Orlov
Moskvu. 17. maí. AP. Rcutcr.
SAKSÓKNARINN í réttarhöld
unum yfir Yuri Orlov krafðist
þess í dag, að Orlov hlyti þyngstu
refsingu sem lög leyfa. þ.e. 7 ára I
þrælkunarvinnu og 5 ára útlegð.l
Síðasti dagur réttarhaldanna var
í dag en dómur verður kveðinn
upp á morgun. Talið er víst að
þegar sé ákveðið, að Orlov verði
da rndur sekur. en kona hans lýsti
því yfir við vestræna fréttamenn
að loknum yfirheyrslum í málinu
f dag. að réttarhöldin væru ekki
annað en fáránlegur sirkus þar
sem manni hennar væri meinað
að verja sig með eðlilegum hætti
Framhald á bls 18.
Her Zairestjómar
að ná yfírhöndiraii
Kinshasa. I’arís. Hriisscl.
17. maí. Rcutcr. AP.
STJÓRN Zaire tilkynnti í kvöld
að hermenn hennar hefðu náð á
sitt vald að nýju flugvellinum í
Kolwezi úr höndum uppreisnar-
manna. sem réðust inn í
Shaba-hérað. áður Katanga. fyrir
nokkrum dögum. Sveitir fallhlíf-
arhermanna þjálfaðra í Frakk-
landi. en þessar sveitir eru taldar
eini heraflinn sem Mobutu Sese
Seko forseti getur fullkomlega
treyst. voru sendar á vettvang og
þa>r náðu flugvellinum eftir mjög
snarpa bardaga. að því er hin
opinbera fréttastofa Zaire til-
kynnti
Stjórn Belgíu sagði í dag að
erlendir borgarar í Shaba-héraöi
væru í bráðri hættu og væru
Frakkar sérstaklega lagðir í ein-
elti í Kolwezi. Zaire var nýlenda
Belgíumanna áður en landið fékk
sjálfstæði og hét þá Belgíska
Kongó. Utanríkisráðherra Belgíu,
Henri Simonet, sagði í dag í ræðu
í belgíska þinginu, að um 3000
Evrópubúar væru lokaðir inni
vegna bardaganna i Shaba-héraði,
flestir af belgísku bergi brotnir.
Belgíska utanríkisráðuneytið hef-
ur skýrt frá því að því sé kunnugt
um að fimm til tíu Evrópumenn
Herinn
stöðvar
talningu
Santo Domingo, 17. maí.
AP. Reuter.
HERINN í Dóminíkanska lýð-
veldinu tók í dag í taumana þegar
verið var að telja atkvæði í
forsetakosningunum í landinu
þegar svo var komið, að mótfram-
bjóðandi núverandi forseta hafði
mikið forskot yfir forsetann.
Engin skýring hefur fengizt á
atferli yfirmanna hersins sem
fullyrða að þeir ætli sér ekki að
steypa stjórn landsins og taka
hana í eigin hendur.
Loft var lævi blandið í höfuð-
borginni í dag og mikil óvissa
ríkti um hver væru raunveruleg
áform hersins.
hafi verið drepnir af uppreisnar-
mönnum.
Bandarískt verktakafyrirtæki
sem haft hefur marga starfsmenn
i héraðinu flutti þá á brott í nótt
og var bílalestin sem flutti fólkið
látin óáreitt og fólkinu komið á
óhultan stað. Belgískir fallhlífar-
hermenn eru sagðir til reiðu til að
sækja þá belgíska borgara sem á
svæðinu eru.
Fulltrúar uppreisnarmannanna
sögðu í dag í Brússel, en þar hafa
þeir skrifstofu, að uppreisnarliðið
hefði stráfellt 300 franska fallhlíf-
arhermenn sem komið hafi stjórn-
arhernum til aðstoðar, en franska
stjórnin hefur sagt þetta upp-
spuna einn þar sem engir fránskir
hermenn séu í landinu.
Stjórnir Frakklands, Bandaríkj-
anna og annarra vestrænna ríkja
kanna nú möguleika á að veita
stjórn Zaire stuöning í baráttunni
við uppreisnarliðið og er banda-
ríska þingið nú m.a. sagt hafa til
athugunar hvernig megi koma við
slíkri aðstoð.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
ákveðið að reyna að beita áhrifum
Framhald á bls. 18
Eritrea:
Harðar sprengju-
árásir Eþíópíuhers
Róm, Damaskus, 17. maí.
Reuter, AP.
Her Eþíópiu hélt í dag áfram
hörðum sprengjuárásum á landi
og úr lofti á stöðvar uppreisnar-
manna í Eritreu. að því er
fréttastofa Eritreumanna f
Damaskus skýrði frá. Einn af
foringjum Eritreumanna skoraði
í dag á alþjóðastofnanir og
friðelskandi þjóðir að láta hern-
aðinn í Eritrcu til sín taka og
stöðva það „þjóðarmorð“ sem
stjórnin í Addis Abeba undir-
byggi nú.
Uppreisnarmenn hafa á undan-
förnum 16 árum náð á sitt vald
stærstum hluta Eritreu, en það
hérað er nyrzt í landinu og þar eru
einu hafnir landsins. Búizt hefur
verið við stórsókn Eþíópíumanna á
svæðinu í nokkurn tíma eftir að
þeir báru sigurorð af Sómalíu-
14 Rússar
drepnir
Victianc. Bangkok. 17. maí. AP.
FJÓRTÁN rússneskir ráðgjafar
stjórnarinnar í Laos og einn
N-Víetnami voru drepnir í fyrir
sát sl. þriðjudag, að því cr
dagblað í Bangkok skýrir frá í
dag.
Blaðið segir, að hægri sinnaðir
andstæðingar kommúnistastjórn-
arinnar í landinu hafi gert mönn-
unum fyrirsát um 19 kílómetra
Framhald á bls 18.
mönnum í Ogaden-eyðimörkinni.
Ekki hefur verið staðfest að
Sovétmenn og Kúbumenn aðstoði
stjórnarherinn í hernaðinum í
Eritreu en ljóst þykir að Eþíópíu-
menn sjálfir geti ekki flogið hinum
fullkomnu sovézku herþotum sem
notaðar eru til loftárásanna.
Fregnir frá skrifstofum Eritreu-
manna í Róm hermdu í dag að her
Eþíópíustjórnar hefði í dag gert
tilraun til að brjótast úr umsátr-
inu sem hann hefur búið við um
skeið í stærstu borg héraðsins,
Asmara, og harðar árásir hafi
verið gerðar á hafnarborgirnar á
svæðinu sem eru undir stjórn
uppreisnarmanna.
Ilussein Jórdaníukonungur og væntanleg drottning hans,
Elizabeth Halaby frá Bandaríkjunum, taka á móti Hassan
krónprins Jórdaníu á flugvellinum í Amman í gær. Þetta var í
fyrsta sinn sem konungur og ungfrú Halaby sjást saman
Opinberlega. Símamynd AP
Lík Chaplins fannst í gær:
Fengu hugmyndina um að
ræna Chaplin af fréttum
Lausanne, 17. maí. AP. Reuter.
LÍK Charlie Chaplins, leikarans ástsæla. kom í leitirnar í dag, en
því var rænt úr gröf þess í þorpinu Vevey í byrjun marzmánaðar
sl. Kista Chaplins fannst grafin í akri um 20 kflómetra frá
kirkjugaröinum í Vevey og hafði ekki verið hróflað við líkinu.
Chaplin lézt 25. desember sl.
Tveir austur-evrópskir flótta-
menn, annar frá Póllandi en hinn
frá Búlgaríu, hafa játað á sig
Iíkránið og hafa þeir verið
ákærðir fyrir að raska ró látinna
og fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Að því er svissneska lögreglan
upplýsti í dag var kistan grafin
í landareign bónda nokkurs sem
ekki var við málið riðinn og gerðu
ræningjarnir tilraun til að fá
fjölskyldu og lögfræðinga Chapl-
ins heitins til að reiða af hendi
háar upphæðir fyrir líkið.
Líkið var flutt á þann stað, er
það fannst á, nóttina sem því var
rænt og þegar annar ræninginn
kom með lögreglunni á staðinn
gat hann ekki komið því ná-
kvæmlega fyrir sig hvar líkinu
hefði verið komið fyrir. Varð
lögreglan að notast við tæki sem
gerð eru til jarðsprengjuleitar til
að finna kistuna.
Flóttamennirnir tveir sem
rændu líki Chaplins hafa starfað
að bílaviðgerðum í Sviss um
Framhald á bls. 18
Kista Charlie Chaplins eftir að hún kom í leitirnar í dag. Kistan
hafði verið grafin skammt þar frá sem Chaplin hafði verið lagður
til hinztu hvíldar í desember sl. (Símamynd AP)