Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 „Það er bara að gera það” — Erindi Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm. um fjármögnun vegaframkvæmda á ráðstefnu ungra sjálfstæðismanna Góðir áheyrendur. Mér er ætlað hér að fjalla um fjármögnun vegaframkvæmda í fáeinum orð- um, þ.e.a.s. hvaða leiðir séu til þess að afla fjár til þess að auka vegagerð verulega. Þegar þetta er skoðað, er á ýmislegt að líta, sem ég skal nú rekja. Eins og eðlilegt er verður mönnum fyrst litið til tekna af umferðinni, sem svo er nefnt. Menn segja þá gjarnan, að sam- kvæmt fjárlögum 1978 verði heild- artekjur af umferðinni 21 millj- arður króna, en hinsvegar sé einungis varið til vegasjóðs 9,3 milljörðum. Mismunurinn sé svo álitleg upphæð, að allur vandi væri leystur, ef tekjunum af umferðinni . væri varið til vegagerðar að fullu. Þetta er útaf fyrir sig laukrétt, og auðveldast væri fyrir mig að hætta nú máli mínu um leið og ég byrja það, ef ég gæti bara gengið til fjármálaráðherrans, vinar okk- ar og sagt: herra minn, hér er lausnin, 21 milljarður skal til vegamálanna, þú færð þá peninga hvort sem er af umferðinni. En auðvitað vita allir, að svona einfalt er málið ekki. Ríkið aflar sér tekna með margháttaðri skatt- lagningu, og hvort sem það verður talið réttlátt eða ranglátt að skattleggja umferðina með þeim hætti, sem hér er gert, þá er það staðreynd, að notkun örkutækja hefur verið veigamikill grunnur skattaálagningar, og fjármunir þeir, sem ríkissjóður fær af umferðinni, eru notaðir til marg- háttaðra samþarfa. Útaf fyrir sig liggur það þó beinast við að færa tekjur af umferðinni í ríkari mæli til vegagerðar, en þá verðum við að sjálfsögðu að afla nýrra tekna í ríkissjóð, ef okkur ekki tekst að draga þar úr útgjöldum. Og að því er opinberu framkvæmdirnar varðar þá hefur reynzt býsna erfitt að rifa seglin, og sama er að segja um margháttuð rekstrar- gjöld. Við viljum öll báknið burt, en verðum víst að játa, að áfram miðar skammt. Við skulum þess vegna að sinni ganga út frá því, að ekki reynist unnt að fá til vegamálanna meira fjármagn af umferðinni, eða þá að við verðum að sjá ríkissjóði fyrir nýjum tekjum vegna þess, sem við ætlum okkur frá honum að taka til að auka framkvæmdir við vega- gerð, og hverjir eru þá valkostirn- ir? Fyrst nefni ég það, sem ég síðast mun gera allnokkur skil, þ.e.a.s. happdrættislánin. En ýmsir kostir aðrir eru auðvitað fyrir hendi. Á það hefur verið bent með rökum, að ekki þyrfti að vera íþyngjandi fyrir komandi kynslóð- ir, þótt veruleg erlend lán yrðu tekin til vegagerðar. Eg held að ekki sé lengur um það deilt, að arðgjöf góðra vega sé svo mikil, að vextir af hagstæðum erlendum lánum yrðu ekki íþyngjandi, held- ur jafnvel þvert á móti. Réttilega er þó sagt, að erlendar skuldir séu orðnar talsvert miklar og varlega verði að fara í aukningu þeirra. Auðvitað er mér þessi staðreynd Ijós eins og öðrum, en fjarri fer því þó að ég vilji með öllu útiloka allstóra erlenda lánstöku til langs tíma til að hrinda fram meirihátt- ar verkefnum í vegagerð. Alþjóða- bankinn mun hafa lánað hagstæð lán til vegagerðar víða um heim, t.d. í Finnlandi, og ég teldi vel til greina koma að við leituðum eftir slíkum lánum, annaðhvort frá Alþjóðabankanum eða vinveittum þjóðum. En þó ætti sú lántaka helzt að takmarkast við erlendan kostnað, þ.e.a.s. tækjakaup, elds- neyti og sv. frv. Og gjarnan mætti hún vera tengd meiriháttar útboð- um, sem erlendir aðilar jafnt og innlendir gætu tekið þátt í. í öðru lagi gæti komið til greina innlend lántaka, t.d. skuldabréfa- útgáfa, sem þá þyrfti sjálfsagt að vera verðtryggð með einhverjum hætti. Ég hef raunar verið að gæla við þá hugmynd, að mönnum yrði gert unnt að tryggja fjármuni sína í erlendri mynt, t.d. þýskum mörkum eða Bandaríkjadollurum, hvort sem þeir fjármunir, sem þannig kæmu inn, yrðu notaðir til vegagerðar eða í öðrum tilgangi, t.d. til að bæta úr lánsfjárþörf atvinnuvega. Ég held raunar, að geysimiklar fjárhæðir væri unnt að fá að láni hjá fólkinu í landinu, ef það t.d. gæti keypt skuldabréf, sem tryggð væru í þýskum mörk- um, eða lagt fé inn á viðskipta- reikninga, sem gengistryggðir væru. Við myndum þá slá tvær flugur í einu höggi, afla sparifjár og hindra óhæfilega gjaldeyris- eyðslu, sem á sér stað, þegar allir vilja koma peningum sínum í fastafjár- eða lausafjármuni af ótta við verðrýrnun þeirra. Þessi hugmynd hygg ég, að nánar muni verða rædd á næst- unni, enda kynni svo að fara, að framkvæmd hennar yrði upphaf þess, að við skiptum hreinlega um mynt, tækjum upp gömlu íslenzku mörkina og gætum þá notað krónugreyið sem skiptimynt í stað auranna, og þyrfti þá enga seðla eða slegna peninga að eyðileggja. Seinna mundum við svo kalla krónuna aura, enda ekkert að gera með kóngafé. Næst er þá til að taka vegtoll- inn. Hann var reyndur á Keflavík- urveginum eins og frægt er orðið. Innheimta hans var dýr og hann var vissulega óvinsæll. Ekki hef ég trú á því, að slíkt veggjald muni hafa mikla þýðingu við útvegun fjármagns til vegagerðar í fram- tíðinni, en þó er rétt að nefna það. Auðvitað gæti gjaldið verið hærra á hinum lengri vegum og inn- heimtukostnaður væntanlega minni en var á Keflavíkurvegin- um. Þannig gæti slík gjaldheimta haft einhverja þýðingu. Þá er það og hugsanlegt, fræði- lega að minnsta kosti, að einhverj- ir einkaaðilar byggðu samgöngu- mannvirki, sem síðan yrðu greidd með gjaldtöku, annað hvort erlend eða innlend fyrirtæki. En litla von á ég á því, að sú verði raunin. Þá segja menn: drögum úr öðrum opinberum framkvæmdum og rekstrarútgjöldum ríkisins og færum fjármunina til vega. Svo sannarlega er ekki óeðlilegt að þessara sjónarmiða gæti, því að hvergi er í rauninni um vanþróun að ræða hér á landi, miðað við nágrannaþjóðir, nema í vegamál- um. Það hefur þó reynst býsna erfitt, eins og áður var að vikið, að færa til fjármunina. Á hinn bóginn er ástæðulaust að líta fram hjá því, að í tveimur meginatvinnuvegum landsmanna, sjávaraútvegi og landbúnaði, hef- ur þegar verið fjárfest svo mikið, að nánast á héðan í frá ekki að þurfa að vera um annaö að ræða en eðlilega endurnýjun og viðhald. Sömuleiðis hafa íbúðabyggingar verið mjög miklar á undanförnum árum, og ætti að geta dregið úr þeim hlutfallslega miðað við þjóð- artekjur. Þetta ætti að gera það að verkum, að rýmra yðri um fjár- muni í framtíðinni til annarra athafna, þ.á m. vegagerðarinnar, en á móti kemur auðvitað, að stórefla þarf íslenskan iðnað og hagnýtingu vatnsafls og varma- orku. En þjóðartekjur fara vax- andi, og þar munu landshelgissigr- ar og væntanleg iðnvæðing hafa úrslitaþýðingu. Ég’ skal játa, að til skamms tíma var ég ekki ýkja mikill hvatamað- ur þess, að stórátak yrði gert til að fullgerða helztu þjóðvegi, einfald- lega vegna þess að atvinnuöryggi var að mínu mati ekki nægilegt, og megináherzlu þurfti að leggja á uppbyggingu atvinnuveganna, styrkja útveg, hefja stóriðju og meiriháttar framkvæmdir til að hagnýta orkuna í fallvötnunum og yðrum jarðar. En á haustþingi 1974 flutti ég hinsvegar ásamt nokkrum öðrum þingmönnum frumvarp til laga um happdrættislán ríkissjóðs vegna Norðurvegar, sem síðar varð lög vegna Norður- og Austurvegar, því að samkomulag var gert um það að hækka upphæð þá, sem ákveðið var að afla með lögunum, úr 1200 milljónum króna í tvo milljarða, og rynni þriðjungur upphæðarinn- ar til Austurvegarins. Þegar frum- varp þetta var flutt var nýlokið vegagerð yfir Skeiðarársand og umræðu um málið lauk ég þá með þessum orðum: „Á miðju þjóðhátíðarári var hringvegur opnaður um landið. Það fer vel á því í lok ársins að taka ákvörðun um mestu stór- framkvæmdir í samgöngumálum hingaðtil og sameinast um að hrinda þeim í framkvæmd á næstu árum.“ Þegar ég samdi frumvarpið um happdrættislán lagði ég áherzlu á, að kröftunum yrði einbeitt að einni ákveðinni framkvæmd, þ.e.a.s. að veginum milli Reykja- víkur og Akureyrar. Hinsvegar náðist ekki um þetta samkomulag á þingi og varð að fella Austurveg inn til þess að málið fengi framgang, og var ég útaf fyrir sig ekkert andvígur því, þótt ég legði á það áherzlu, að sérstaklega yrði boðið út fé vegna Norðurvegar og í öðrum flokki vegna Austurvegar- ins, sem raunar hefur ekki verið gert. Þá er skemmst frá því að segja, að þessi lög, sem vissulega mörk- uðu tímamót í löggjöf um sam- göngumál á Islandi, hafa fram að þessu ekki náð tilgangi sínum nema að litlu leyti. Én hvers vegna? I fyrsta lagi hefur ógnarleg verðbólga að sjálfsögðu skert þetta fjármagn eins og annað, en hitt er hálfu verra, að smámunaleg sjón- armið hafa ráðið því, að sífellt hefur verið sælst í þessa peninga til annarra framkvæmda en þeirra, sem þeir samkvæmt lands- ins lögum eiga að renna til. Hefur mörg rimman verið háð af því tilefni, og tvisvar sinnum hefur svo viljað til, að ég hef verið á fundum hafréttarráðstefnu S.Þ. um það leyti, sem að vegaáætlun hefur verið unnið og orðið þess vísari við heimkomu, að menn hafi gerst alldjarftækir til þessa fjár. Vorið 1977 varð um það samkomu- lag, að ríkisstjórnin gæfi út skýlausa yfirlýsingu um það, að lögin um Norðurveg og Austurveg næðu tilgangi sínum, þótt nokkru síðar yrði en áformað var, ella hefði ég ekki staðið að afgreiðslu vegaáætlunar, því að landslögum verður ekki breytt með þingsálykt- unum, en vegaáætlunin og aðrar tillögur í vegamálum — hversu góðar sem þær kunna að vera — eins og tillaga Ólafs Einarssonar o.fl. og „upp úr snjó“ tillagan eru þingsályktanir og breyta auðvitað ekki Iögunum um happdrættislán vegna Norður- og Austurvega. Því er raunar ekki að neita, að ég sem aðrir stjórnarliðar hef orðið að sætta mig við það, að fjárhagsástandið útheimti ýmsar fórnir, enda hefur óspart verið til þess vitnað, að þá ábyrgðartilfinn- ingu yrði að sýna að fara hægar í framkvæmdir samkvæmt lögun- um. Á það hef ég getað fallist. En hinsvegar auðvitað ekki að lögin yrðu sniðgengin til eilífðarnóns. Um það átak í vegamálum, sem við ræðum um nú, má kannski segja, að það sé stórátak, en þó hefur t.d. Valdemar Kristjánsson bent á, að ekki sé það nema áþekkt því, sem Reykvíkingar ákváðu árið 1962, þegar Geir Hallgrímsson kunngerði, að hann hygðist full- gera allar götur höfuðborgarinnar á 10 árum. Það gerði hann líka, að vísu á 11 árum í stað 10. Það er vissulega verðugt stefnumark næstu ríkisstjórnar hans að ljúka gerð hringvegarins. Lögin um Norður- og Austurveg verður að kframkvæma, og eftir því verður gengið. Hugmynd mín er sú, að lögunum verði breytt á þann veg, að fjárhæðin verði verulega hækkuð og þannig staðið að útboðum happdrættisskuldabréfa, að áhugi almennings vaxi til muna. Tel ég ástæðu til, að happdrættisvinning- ar yrðu dregnir út að minnsta kosti ekki sjaldnar, en mánaðar- lega og fólk fengi að fylgjast vel með því, hvernig fjármunum þess væri varið, hvaða vegarkafla væri verið að undirbúa eða vinna að og hvað hann kostaði. Enginn efi er á því, að afla mætti geysimikils fjár með þessum hætti ef hæfileg- ur áróður væri í frammi hafður og árangurinn léti þá ekki á sér standa. En þessa peninga verður ein- hverntíma að endurgreiða, og hvernig á að fara að því, segja Framhald á bls. 29. í A-flokki yrði vegurínn frá Sérstök fjármögnun mundi Akureyri til Reykjavíkur og austur í Vík. Aðrir vegir með bundnu slitlagi yrðu í B-flokki. flýta gerð þessara vega en samhliða yrði lögð áherzla á að byggja upp aðra vegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.