Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 22 ÁRNI Grétar Finnsson, einn af helstu forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, hef- ur haldið því ítrekað fram á opinberum vettvangi, að við sem stóðum að meirihluta bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar á árunum 1970 til 1974, þ.e. bæjarfulltrúar Alþýðuflokks, Félags óháðra borg- ara og Framsóknarflokks, hefðum torveldað að hitaveitu yrði komið í Hafnarfjörð. Alveg sérstaklega hefur hann tekið fyrir bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins í þessu sambandi. Þar sem ég var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á þessum árum og fulltrúi hans í nefnd þeirri, sem annaðist samningagerð við Reykjavíkurborg varðandi þetta mál á lokastigi þess, get ég ekki lengur látið hjá líða að mótmæla slíkum rakalausum fullyrðingum, enda þótt ég sé nú ekki lengur framarlega í flokki til framboðs. En síðasta framlag Árna Grétars um þetta var í Morgunblaðinu 13. maí s.l. svohljóðandi: „Langstærsta málið sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjör- tímabilinu, segir Árni Grétar, er lagning hitaveitu í Hafnarfirði. Framkvæmdir tókust mjög vel og voru heilu ári á undan áætlun. Um þetta mál stóð mikill styr allt síðasta kjörtímabil. Bæjarfulltrú- ar Alþýðuffokksins, sem þá mynd- uðu meirihluta ásamt Fram- sóknarflokknum og óháðum borgurum voru mjög andvígir samningum Hafnfirðinga við Reykjavíkurborg um hitaveitu. Þessi afstaða Alþýðuflokksins tafði málið nær í tvö ár.“ Til þess að hnekkja þessum alvarlega áburði, tel ég þarflaust að rekja nákvæmlega í einstökum atriðum hvernig aðdragandi og undirbúningur þess máls gekk fyrir sig, en vil þó segja það, að þótt bæjarfulltrúar allir hafi verið sammála um nauðsyn þess að fá Stefán Gunnlaugsson; hitaveitu í Hafnarfjörð, var metnaður þeirra fyrir hönd bæjar- félagsins og áhugi fyrir að standa vörð um hagsmuni þess varðandi einstök atriði málsins ekki ævin- lega sá hinn sami. Sem dæmi skal nefnt, að sumir töldu að orðalaust ætti að ganga að kröfu viðsemj- enda okkur um afsal á hitaréttind- um Hafnarfjarðar í Krýsuvík til Reykjavíkur. Á tímabili á þessum árum átti ég sæti á Alþingi, og þar sem okkur bæjarfulltrúum meirihluta bæjarstjórnar fannst svo ákaflega hægt ganga til lausnar og fram- kvæmda hitaveitumálsins, tók ég mér fyrir hendur að hreyfa málinu á Alþingi í von um, að það flýtti fyrir farsælli lausn þess í þágu Hafnfirðinga. Þær umræður, sem þar fóru fram um þetta mál, liggja fyrir orði til orðs í Alþingistíðindum. Svo er aftur á móti ekki um umræður frá fundum í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Ég hefi því tekið þann kostinn að taka hér upp úr Alþingistíðindum nokkur atriði um þetta efni, sem sýna ættu öllum sannsýnum mönnum, svo ekki verði um villst, hvert mitt viðhorf og Alþýðuflokksins var til hitaveitumálsins, og að ég hygg að verulegu leyti einnig samstarfs- manna minna í meirihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar á um- ræddum árum: 1. Hinn 20. nóv. 1973 svaraði iðnaðarráðherra svohljóðandi fyr- irspurn minni í sameinuðu þingi: „Hver er afstaða ríkisstjórnar- innar til óska Hitaveitu Reykja- víkur um gjaldskrárhækkanir?" Til skýringar þessari fyrirspurn sagði ég við þaö tækifæri m.a. þetta: „Tilefni fyrirspurnar minnar er það, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur gefið í skyn á opinberum vettvangi, þ.e. á fundi Sambands sveitarfélagá í Reykjaneskjör- dæmi 10. þ.m. og í blaðaviðtali 14. þ.m., að framkvæmdir við lagn- ingu á vegum Hitaveitu Reykja- víkur muni frestast vegna þess að ríkisstjórnin hafi synjað Hitaveitu Reykjavíkur muni frestast vegna þess að ríkisstjórnin hafi synjað Hitaveitu Reykjavíkur um leyfi til gjaldskrárhækkunar, en ákvæði eru í samningum, sem Hafnar- fjörður og Kópavogur hafa gert til Hitaveitu Reykjavíkur um lagn- ingu hitaveitu í þessi sveitarfélög, að Hitaveita Reykjavíkur geti endurskoðað framkvæmdahraða, ef ekki er tryggt, að árlegur rekstrararður Hitaveitu Reykja- víkur verði a.m.k. 7% af endur- metnum eignum Hitaveitunnar, en það ákvæði mun byggt á lánaskil- málum Alþjóðabankans. Hér er á ferðinni ákaflega alvarlegt mál fyrir íbúa þeirra sveitarfélaga, sem hlut eiga að máli og eru nú samtals nálægt 27 þús. talsins. Þeir hafa lengi gert sér vonir um að geta hitað húsakynni sín með jarðvarma og trygRt sér með því húsahitun á svipuðu eða sama verði og Reyk- víkingar. Þegar við blasir, að sá draumur ætti að geta orðið að veruleika á næstu 3—4 árum, þá virðist sem deilan milli ríkisvalds- ins og Reykjavíkurborgar geti orðið til þess að tefja eða koma í veg fyrir, að þetta stórkostlega hagsmunamál um 27 þús. íbúa á Reykjanessvæðinu nái fram að ganga. Þegar svo bætast við gífurlegar hækkanir á olíuverði þessa dagana og óvissa um öflun hennar á komandi árum og um leið fyrirsjáanleg enn stóraukið mis- rétti milli þeirra, sem búa við hitaveitu og hinna, sem þurfa að nota olíu til upphitunar húsa, getur engum blandast hugur um, að þetta deilumál verði að leysa tafarlaust og þannig, að hitaveita verði lögð í umrædd byggðarlög með ekki minni hraða en um hefur verið talað og samningar gera ráð fyrir." 2. Hinn 18. apríl 1974 ræddi ég aftur um vandamálin, sem við var að etja vegna hitaveitu fyrir Hafnarfjörð og þau ljón, sem þar væru í veginum. Var það í sameinuðu þingi í sambandi við þingsályktunartillögu iðnaðarráð- herra um nýtingu innlendra orku- gjafa. Fórust mér þá orð á þessa leið m.a., um samningamál Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um hitaveitu fyrir Hafnarfjörð: „En svo var komið þessum samninga- málum í des. 1972, sem embættis- menn viðkomandi sveitarfélaga unnu að, að bæjarstjórn Hafnar- fjarðar taldi samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum, að Hafnar- fjörður ætti kost á sams konar samningi við Reykjavíkurborg um byggingu og rekstur jarðvarma- veitu og gerður hafði verið við Kópavogskaupstað. Endanlega var þó ekki gengið frá samningum, þar sem forráðamenn Reykjavíkur- borgar töldu ekki nægilega tryggt að því skilyrði, sem þeir settu um 7% rekstrararð, að endurmetnum fjárfestingum Hitaveitu Reykja- víkur yrði fullnægt, eins og málum væri þá háttað, nema Hitaveita Reykjavíkur fengi gjaldskrá sína hækkaða. En til þess að þessum þröskuldi í vegi fyrir hitaveitu- samningum við Reykjavíkurborg yrði rutt úr végi fóru fulltrúar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðahrepþs á fund hæstvirts iðnaðarráðherra og hæstvirts for- sætisráðherra út af því máli og í framhaldi af því var Hitaveitu Reykjavíkur síðan heimilað að hækka gjaldskrá sína um 20%. Eftir að gjaldskrárhækkun hafði verið samþykkt, taldi bæjar- stjórn Hafnarfjarðar með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fyrir lágu í málinu að nú væri Reykja- víkurborg ekkert að vanbúnaði lengur að ganga frá samningi og það eitt væri nú eftir að undirrita lokasamninga. Þar sem því atriði, sem staðið hafði í veginum fyrir því hafði verið rutt í burtu. En það óvænta skeður, að svo reynist ekki vera. í bæjarráði Hafnarfjarðar er frá því skýrt 21. mars 1973, að Reykjavíkurborg væri enn ekki reiðubúin til þess að staðfesta umræddan samning. Þegar málum var þannig komið samþykkti bæjarstjórnin samkvæmt tillögu bæjarfulltrúa meirihluta bæjar- stjórnar að fá sameiginlegan fund með borgarstjóra Reykjavíkur og hæstvirtum iðnaðarráðherra til þess að komast til botns í þessu máli. Sá fundur var haldinn. Þar lýsti hæstvirtur iðnaðarráðherra því yfir, að heimild til hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur um 20%, 12. mars 1973, hefði m.a. verið veitt með hliðsjón af því, að með þeirri afgreiðslu væri verið að greiða fyrir, að samningar tækjust um lagningu hitaveitu í nágranna- byggöir Reykjavíkur. í framhaldi af þessum fundi eru svo settar á laggirnar nýjar samninganefndir aðila, skipaðar bæjarfulltrúum og borgarfulltrúum og frá samningi síðan gengið í okt. s.l.“. Síðar segir svo orðrétt í þessari sömu ræðu minni: „Hinn 19. sept s.l. samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögu, sem flutt var að frumkvæði meirihluta bæjarstjórnar og er svohljóðandi, með leyfi hæstvirts forseta: „Þar sem nú er enn mikilvægara Framhald á bls. 25. Um hitaveitu- mál Hafnarfjarðar Vinsældalistar og fréttir ér poppheiminum.... Vinsœldalistar Þau undur og stórmerki gerðust í vikunni að Bee Gees féllu úr 1. sætinu á bandaríska vinsældalistanum, en þar hafa þeir trónað undanfarna tvo mánuði. Við sæti þeirra tók söngkonan Yvonne Ellman, en hún hafði verið í 2. sæti. Að öðru leyti er bandaríski listinn svo til óbreyttur, aðeins tvö ný lög eru á honum. í Bretlandi eru Bee Gees eftir sem áður í efsta sæti vinsældalistans, en Boney M. stíga æ hærra upp listann. Annars staðar eru listarnir að mestu óbreyttir, sömu lögin eru þar og hafa verið undanfarnar vikur. 9. (10) Count on me — Jefferson Starship 10. (16) Disco inferno — Tramps Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Amsterdam 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. ' (2) Agentina — Conquistador 3. (5) Suvstitute — Colout 4. (4) Only a fool — Mighty Sparrow and Byron Lee 5. (16) Night fever — Bee Gees 6. (17) Lady McCorey — Band Zonder Naam (3) U o me — Luv 8. (12) Ca plane pour moi — Plastic Betrand 9. (10) Oh, heideroosje — Havenzangers 10. (11) Everyone's a winner — Hot Chocolate Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Tíu vinsælustu lögin í London. 1. (1) Night fever — Bee Gees 2. (3) Rivers of Babylon — Boney M. 3. (2) Too much, too little, too late — Johnny Mathis/ Deniece Williams 4. (5) Never let her slip away — Andrew Gold 5. (4) Automatic lover — Dee D. Jackson 6. (11) Let‘s all chant — Michael Zager band 7. (9) Matchstalk men and marchstalk cats and dogs — Brian og Michael 8. (7) I wonder why — Showaddywaddy 9. (14) Because the night — Patti Smith 10. (8) If you can‘t give me love — Suzi Quatro New York 1. (2) If I can‘t have you — Yvonne Elliman 2. (4) With a little luck — Wings 3. (3) The closer I get to you — Roberta Flack, Donny Hathaway 4. (1) Night fever — Bee Gees 5. (6) You‘re the one that I want — Olivia Newton-John/John Travolta. 6. (8) Too much, too little, too late — Johnny Mathis/ Deniece Williams. □ (5) Can‘t smile without you — Barry Manilow 8. (15) Shadow dancing — Andy Gibb Andrew Gold — í 4. sæti í brezka vinsældalistanum. Bonn 1. (1) Take a chance on me — ABBA 2. (4) For a few dollars more — Smokie 3. (2) Mull of Kintyre — Wings 4. (7) Runaround Sue — Leif Garrett 5. (3) Love is like oxygen — Sweet 6. (10) If Paradise is half as nice — Rosetta Stone (5) Don‘t stop the music — Bay City Rollers 8. (6) Love is in the air — John Paul Young 9. (9) Rockin' all over the world — Status Quo 10. (15) Hey Deanie — Shaun Cassídy Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Hong Kong 1. (2) Emotion — Samantha Sang 2. (7) Dust in the wind — Kansas 3. (8) Night fever — Bee Gees 4. (10) Love is thicker than water — Bee Gees 5. (11) Dantasy — Earth, Wind and Fire 6. (1) Staying alive — Bee Gees (4) Love is like oxygen — Sweet 8. (3) Before my heart finds out — Gene Cotton 9. (5) Can‘t smile without you — Barry Manilow 10. (9) It amazes me — John Denver Tvö lög jöfn í sjötta sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.