Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 25

Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 25 hræruna í hvolfþakið aðeins örfá- um dögum áður en Halldór veikt- ist og dó, en undirstöður kórsins voru reistar fyrir þriðjungi aldar og var það hið fyrsta í smíði þessarar kirkju. Halldóri auðnað- ist að reisa turninn, sem hæst ber, og kórinn, helgasta hluta kirkj- unnar. Lengst af þessum aidarþriðjungi hefur Halldór Guðmundsson bygg- ingameistari verið yfirsmiður Hallgrímskirkju. Á herðum hans hafa hvílt framkvæmdir þessa mikla verks. Með óþreytandi elju, dugnaði og hagsýni hefur hann leitt verkið og alltaf átt til lausn á hverjum vanda. Þau eru mörg vandamálin, sem upp hafa komið í áratuga smíði slíkrar byggingar. Stundum hefur mönnum sýnzt sitt hvað, hvað gera ætti og hvað hægt væri að gera. En jafnan átti Halldór ráð. Hann sagði að vísu ekki margt, en það sem hann sagði, það stóð hann við. Hann var samhentur þessi litli hópur, sem Halldór leiddi og stóð að smíði kirkjunnar. Já, þeir voru traustir og trúir smiðirnir okkar, yfirlætislausir og hógværir, eins og sendir og kallaðir til þess að framkvæma þetta veglega hlut- verk. Skarð kirkjusmiðanna okkar tveggja verður vandfyllt. Svo árvakra, hæfa og útsjónarsama öðlinga verður erfitt að finna, og auk þess að vera frábærir starfs- menn voru þeir kærir vinir okkar. Það var alltaf jafn gott að leita til Halldórs. Ef eitthvað fór aflögu eða mátti betur fara, kom hann með sínar högu hendur til að laga, fegra og prýða. Þegar Halldór varð sjötugur heimsóttu nokkrir vinir úr Hall- grímskirkju hann til að samfagna honum og fjölskyldu hans. Einn þeirra líkti honum í afmælisræðu við kirkjusmiðinn fræga á Reyni, sem þjóðsagan segir frá, en sá þótti fljótur við kirkjusmíðina, svo fljótur að undrum sætti. En það væri Halldór einnig, sagði ræðu- maður, þrátt fyrir margvíslegan seinagang á verkinu, ef miðað væri við aðstæður, fjármagn, mannafla og annað, þá væri hér um afrek að ræða. Ræðumaður sagðist óska þess, að eins og kirkjusmiðurinn á Reyni fékk að telgja til síðustu fjölina yfir altarinu og líta yfir verk sitt lokið, svo fengi og Halldór og líta yfir sína kirkju fullbúna. Sú ósk hefur að vísu ekki rætzt, en hann sá þó fyrir endann á vandasömustu þáttum bygging- arinnar og honum auðnaðist að steypa síðustu hræruna í hvolfþaki kórsins. Það er vitnað til þekktra orða úr Davíðssálmum í upphafi. Við þykjumst þess fullvissir, Hallgrímskirkjumenn, að í ljósi þessara orða hafi verk þeirra Halldórs og Gunnars eigi verið til ónýtis unnið. Við trúum því að Drottinn byggi þetta hús. Það er reist honum til dýrðar. Til er helgisögn, spakleg og forn. Ferðamaður kom þar að sem steinhöggvarar voru að verki við að reisa mikla byggingu. Hann gekk til eins þeirra og spurði hann: Hvað ert þú að gera, maður minn? Hann svaraði: Ég er.að höggva grjót, eins og þú sérð! Hann gekk til annars og spurði sömu spurn- ingar. Sá svaraði, án þess að líta upp: Ég er að vinna fyrir daglegu brauði fyrir mig og fjölskyldu mína. Þá gekk hann til hins þriðja og spurði enn á sömu leið. Sá leit upp og ásjóna hans ljómaði er hann sagði: Ég er að reisa musteri hinum lifanda Guði! Sjáum við ekki lífsstarf Hall- dórs speglast í þessum orðum: Ég er að reisa musteri hinum lifanda Guði! Innilegustu samúðarkveðjur flytjum við eiginkonu og fölskyldu Halldórs með bæn um blessun Guðs. F.h. sóknarpresta, sóknarnefnd- ar og annarra samstarfsmanna við Hallgrímskirkju. Ragnar Fjalar Lárusson. Guðrún Jóhannesdótt- ir — Minningarorð Fædd 13. jan. 1891 Dáin 9. maí 1978 Hún fæddist að Brekku í Arnar- neshreppi í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Jóhannes Þorkelsson og kona hans, Halldóra Arnfinns- dóttir frá Dunhaga í sömu sveit. Barn að aldri flyst Guörún með foreldfum sínum til Akureyrar. Systkini hennar voru Katrín, gift Þórólfi Gíslasyni, þau bjuggu á Reyðarfirði; Brynjólfur, átti Evu Magnúsdóttur sem lést ung. Síðari kona Brynjólfs var Sigrún Ingi- marsdóttir og er enn á lífi; Þorkell, dó barn að aldri, og Halldór, sem dó um tvítugt. Snemma varð hún að fara að vinna. Var í sveit á sumrin. Oft minntist hún sumranna þegar hún var á Hólsfjöllum og í Sauðanesi í A-Húnavatnssýslu. Kornung gekk hún í stúkuna Isafold nr. 1, sem var fyrsta stúka á Islandi. Guðrún hafði sérstak- lega fallega söngrödd, um ferm- ingu byrjar hún að syngja með kirkjukór Akureyrar, einnig í söngfélaginu Gígju. Seinna var húneftir sótt hjá Leikfélagi Akureyrar og enn minnast gamlir Akureyringar hennar í hlutverki Ástu í Skugga- sveini. 4. marz 1916 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum, Jensi Eyjólfss.vni frá Kirkjubóli í Val- þjófsdal í Önundarfirði. Við giftin- arathöfnina sem séra Geir Sæm- undsson annaðist, bað hann Guð- rúnu að syngja með sér brúð- kaupssálminn. Sr. Geir var þekkt- ur söngmaður og sagði Jens að hann hefði aldrei hvorki fyrr né síðar heyrt eins fallegan söng. Fyrstu hjúskaparár sín búa þau á Siglufirði, þar sem Jens rak verzlun og útgerð. Eftir 7 ára dvöl á Siglufirði flytjast þau aftur til Akureyrar. Börn þeirra voru sjö auk Val- gerðar systurdóttur Guðrúnar, sem þau ólu upp frá barnæsku en lést á besta aldri 1962. Þau misstu þrjú af börnum sínum, andvana fæddan dreng, Dóru Bryndísi, sem lést árs gömul, og Halldóru, sem dó 17 ára 1937. Börn þeirra, sem upp komust, eru Valgerður, sem áður er sagt frá, giftist Björgvini Júníussyni framkvæmdastjóra á Akureyri; Unnur, gift Viktor Jakobssyni sölustjóra; Jóhannes bankamaður, kvæntur Jóhönnu Heiðdal, og Margrét, gift Sigfúsi Erni Sigfús- syni verkfræðing. Á Akureyri starfaði hún mikið í Kvenfélaginu Framtíðinni, sem hafði á stefnuskrá sinni að byggja elliheimili. Þar naut hún sín vel og tók mikinn þátt í þeim félagsskap. Þó var heimilið látið sitja fyrir öllu. Umhyggja fyrir börnunum var hennar aðalsmerki, listræn var hún og mjög hög. Enda bar heimilið svipmót smekkvísi henn- ar og oft lagði hún nótt við dag við að sauma á börnin sín. Ég held að hún hafi aldrei kastað höndum til neins heldur lagt sig alla fram og vandað sig. Hún lét sér annt um fólk og að því liði vel hjá sér. Jafnvel óbrotin máltíð eins og soðinn fiskur, sem Framhald á bls. 29. Á laugardaginn hófst í hin- um nýju húsakynnum Skák- sambandsins við Laugaveg ein- vígið um íslandsmeistaratitil- inn í skák á milli þeirra Hauks Angantýssonar og Helga ólafs- sonar. Fyrsta skákin var síðan tefld á laugardaginn, en önnur skákin á annan f hvítasunnu. Að þessum tveimur skákum loknum er staðan f einvíginu einn og hálfur vinningur gegn háifum Ilelga Ólafssyni í vil. Helgi, sem hafði svart í fyrstu skákinni náði undirtökunum í miðtaflinu eftir mistök Hauks og innbyrti síðan vinninginn á sannfærandi hátt. í annarri skákinni fékk Helgi mun betri stöðu eftir byrjunina. en missti þráðinn og á tfmabiii leit út fyrir að Hauki myndi takast að knýja fram vinning. Haukur missti þá af sterkri leið og eftir það blasti jafnteflið við. Einvígið hefur fram að þessu verið fjörlega teflt og báðar skákirnar einkennst af mikilli baráttu. Áhorfendur hafa að vonum kunnað vel að meta þetta og einvígið verið sæmilega sótt fram að þessu. Einvígið er Ha6,16. Db3 - Bc8.17. Rf3 - Re7. 18. Rh4? (Furðuleg taflmennska. Staðan er enn í jafnvægi eftir 18. Bxf6 - gxf6, 19. Rd2) Rg4! (Mjög vel leikið. 18. Bxe7 — Bxe7, 19. Bxb7 gengur ekki vegna 19. ... Bxh4, 20. Bxa6 — Re3! og svartur stendur til vinnings. Hvítur grípur því til örþirfaráða:) 19. Bxb7?! - 16, 20. Bxa6 - Bxa6. 21. Bxaf6 — Hxf6, 22. Db6 - Dxb6. 23. Rxb6 - Re3 17. a3 - Hb8,18. axb4 - axb4. 19. Rd3 - b3 (Eftir 19... a5, 20. b3 gæti hvítur einfaldlega sótt að peðinu á 15 í rólegheitum) 20. Dc3 - Rc5. 21. Rxc5 - Dxc5, 22. Rcl! (Hvítur hefur nú greinilega mun þægilegri stöðu) Dd4!? (Haukur ákveður að freista gæfunnar í endatafli, en endatöflin telja margir vera hans sterkustu hlið) 23. Dxdl — exd4. 24. f3 — Rd7. Fjörlega teflt í einviginu um íslandsmeistaratitilinn fjórar skákir, nema ef keppend- ur standa þá uppi jafnir, þá verður framlengt um tvær skák- ir. Ef þá verður enn jafnt, verður dregið um liti að nýju og sá sem fyrri verður til þess að vinna skák hlýtur sæmdarheitið „íslandsmeistari í skák 1978“. En lítum nú á hvernig tvær fyrstu skákirnar gengu fyrir sig: 1. skákin Hvítti Haukur Angantýsson Svarti Helgi Ólafsson Enski leikurinn I. c4 - Rf6, 2. Rc3 - c5, 3. g3 - e6, 4. Bg2 - d5, 5. Rf3 - d4 (Þennan leik má vafalaust gagnrýna, en hann kom einnig fyrir í skák þeirra Hauks og Weinsteins í Lone Pine fyrr í vor) 6. Ra4 - Rc6, 7. 0-0 - Be7, 8. d3 - 0-0, 9. e3 (9. e4!?) e5, 10. Hel (10. b4!? — cxb4, 11. a3 kemur einnig til greina, en Haukur vill hafa vaðið fyrir neðan sig) Bd6 (Weinstein lék hér 10.... Be6 og Haukur svaraði með 11. exd4 — exd4, 12. Bf4 og hvítur hefur rýmra tafl). II. a3 — a5, 12. exd4 — exd4, 13. Bg5 - BÍ5,14. Rh4 - Be6, 15. f4? (Þessi leikur þjónar ekki hags- munum hvíts. Miklu sterkara var 15. Db3! og síðan Ra4 — b6 — d5 og svartur á mjög óhægt um vik) (Nú reynist f4 veikingin þung á metunum) 24. Hacl - Bb7, 25. bl (Örvænting, en svartur hótaði t.d. einfaldlega h6 og g5) axbl. 26. axb4 - cxbl. 27. c5 - Bc7, 28. Rcl - R7d5, 29. RÍ3? - Rxf4!. 30. gxf4 - Bxf3. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 31. Rxc3 — dxe3, 32. Hxe3 — Bxf4. 33. He8+ - Kf7. 34. Hcel - Kg6, 35. d4 - b3. 36. H8e6 - b2. 37. He8 - Bd2, 38. Hbl - Bc3, 39. Hd8 - Be4 og hvítur gafst upp. 2. skákin Ilvítti Helgi ólafsson Svarti Haukur Angantýsson Kóngsindversk vörn. 1. c4 - e5, 2. Rc3 - Rf6. 3. Rf3 - d6, 4. d4 - Rbd7, 5. g3 - g6, 6. Bg2 - Bg7, 7. 0-0 — 0-0, 8. Dc2 (Algengasta framhaldið er hér 8. e4, en leið sú sem Helgi velur er talin mjög traust) c6, 9. Hdl - He8, 10. e4 (10. d5!?) Da5? (Mun öruggara fram- hald er 10... De7!) 11. d5 - c5 (Galli 10... Da5 er nú kominn í ljós. Svartur getur nú ekki leikið 11 ... cxd5, 12. cxd5 — Rc5, einfaldlega vegna 13. a3! og lið svarts verður rekið til baka) 12. Rb5!? - Bf8,13. Rel - a6. 14. Rc3 - b5. 15. Bd2 - b4 (15 ... bxc4 hefði vafalaust verið svarað með 16. Ra4 — Db5?! 17. Bfl 16. Re2 - Dc7 (16... Db6 var án efa nákvæmari leikur) 25. Rd3 - f5, 26. Ha3 - Rf6. 27. Rf2? (Með þessum leik linar hvítur tökin. Eftir 27. Hel! héfur hann mjög vænlega stöðu) fxe4 — fxe4. 28. fxe4 — Rgl!. 29. Rxgl — Bxg4. 30. Hel d3! (Svartur hefur nú skyndi- lega hrifsað til sín frumkvæðið) 31. Bfl (Helgi hugsaði sig um í 45 mínútur fyrir þennan leik, sem er vafalaust bezti möguleiki hans í stöðunni. 31. Hxa6 hefði verið svarað með Bg7 og ef 32. Bcl þá Bc3!) Bg7, 31. Bfl - Bg7. 32. Bxd3 - Bxb2. 33. Hxa6 - Bd4+? (Eftir bæði 33 ... Ha8! og 33 ... Hf8! hefur svartur mjög góða vinningsmöguleika vegna virkr- ar stöðu manna sinna) 34. Be3 - Bxe3+, 35. Hxe3 - Bdl. 36. Hel?! (Nákvæmari vörn var 36. Hal! - Bc2, 37. Bxc2 - bxc2, 38. Hcl) Bc2. 37. Bxc2 - bxc2. 38. Haal (En alls ekki 38. Hcl?? - Hbl, 39. Haal - Hxal, 40. Hxal - Hb8) Hec8?! (Mun betri vinn- ingsmöguleiki var 38... Hbc8, þó að hvítur ætti að halda sínu eftir 39. Hacl - Hxc4 40. He2 - Hexe4, 41. Hexc2 — Hxc2, 42. Hxc2 - Hd4, 43. Hc7 - Hxd5, 44. Kg2) 39. Kf2 - Hxc4. 40. Hacl - Kf7. 41. He2 - Hbc8. 42. e5! - dxe5. 43. IIxe5 — He7. 44. Hxe7+ - Kxe7. 45. Ke3 - Hc5. 46. Kdl — Ilc8 jafntefli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.