Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 29

Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 29 — Minning Guðrún Framhald af bls. 25. er hversdagsmatur á Islandi, varð að veislumat í hennar höndum. Enn er þó eitt ótalið í önn hversdagsins, sem gerði hana svo ljúfa að mann langaði alltaf til að vera í návist hennar, það var söngurinn. Hún var sísyngjandi við verkin sín og heimilisstörf, ég held að hún hafi sungið frá sér allt sem var vont og allt sem var ljótt. Mér er enn í minni þegar dóttir hennar, nýgift, var að flytja að heiman í annan landsfjórðung og það sótti að henni tregi, þá sagði Guðrún við dóttur sína: „Stattu þig Stína mín“, síðan breiddu þær faðmana brosandi á mót hvor annarri og kvöddust. Svipað sagði annar maður á Akureyri, sem lést fyrir skömmu, þegar við ræddum saman eitt sinn: „Er ekki misráðið að vera alltaf að ræða um gáfur og jafnvel afsaka mistök sín og annarra með þeim, væri ekki eins gott að segja hvernig stendur viðkomandi sig.“ Mér hefur komið í hug hvort hin svokallaða aldamótakynslóð, sem nú er óðum að hverfa, hafi tileinkað sér þessa lífsskoðun og lagt sig fram þess vegna, minnug þess að orðstír deyr aldrei, og að þeim var kennt að láta gott af sér leiða og að koma sem mestu í verk. Síðustu 20 árin bjuggu þau Guðrún og Jens í Reykjavík. Guðrún var oft veik og varð að gangast undir miklar læknisað- gerðir og langar sjúkrahúslegur. Þess á milli hélt hún heimili fyrir mann sinn. Síðustu tvö ár, er kraftar hennar voru að mestu þrotnir, annaðist Jens hana sjálf- ur af einstakri alúð og nærfærni. Heimili þeirra var miðstöð allra barnanna, og stöðugt stækkaði hópurinn. Mér fannst hún aldrei gömul þrátt fyrir háan aldur. Hún var ung í anda og fylgdist með. Svipurinn bjartur og lundin létt, stundum brá hún á leik og raulaði gömlu lögin sín með fjarrænt blik í augum. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnaldur Þór — HitaveitumáL. Framhald af bls. 22. en nokkru sinni áður, að Hafnar- fjörður geti hið fyrsta hitað upp hús sín með jarðvarmaveitu vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í olíumálum, þá samþykkti bæjar- stjórn að fela nefnd þeirri, sem á lokastigi undirbjó samninginn við Reykjavíkurborg um hitaveitu fyrir Hafnarfjörð að kanna alla tiltæka möguleika á því, að framkvæmdum verði flýtt svo sem frekast er kostur frá því sem umræddur samningur gerir ráð fyrir. Verði það gert með viðræð- um við fulltrúa Reykjavíkurborgar og eftir atvikum við aðra aðila, sem mál þetta snertir og haft geta áhrif á gang þessa máls“. í framhaldi af þessari samþykkt var svo haldinn fundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar, sem tóku málaleitan Hafnfirðinganna mjög vel. Og í fundargerð af þessum fundi kemur glöggt fram, hver þau vandamál eru helst, sem við er að fást í þessum efnum. En þar segir m.a. orðrétt með leyfi forseta: „Niðurstaðan virðist því vera,“ segir áfram í þessari fundargerð: „Aðilar eru sammála um að flýta framkvæmdum eftir megni, þar sem hagsmunir beggja fara saman í því. Flýta ber allri hönnun og öðrum undirbúningi, til að ekki standi á slíkum atriðum, ef verktakar, fé og aðrir fram- kvæmdaþættir reynast vera fyrir hendi. Hugsanlegt er talið, að flýta megi framkvæmdum þannig, að vatn komist á aðalleiðsluna fyrir mitt árið 1975 og u.þ.b. % hlutar bæjarins verði komnir í samband haustið 1975, svo og allur bærinn haustið 1976“. 3. Af því sem undan er rakið hlýtur öllum sanngjörnum mönn- um að vera ljóst að það eru algjör öfugmæli, að meirihluti bæjar- stjórnar 1970 — 1974 „hafi verið andvígir samningum Hafnarfjarð- ar við Reykjavíkurborg um hita- veitu“, eða tafið málið í tvö ár. Þvert á móti var reynt eins og hægt var að flýta þessu máli og koma því í höfn þannig að viðkomandi aðilar mættu við una. Eg fullyrði, að bæjarfulltrúarnir allir hafi haft áhuga fyrir að hitaveita kæmi í Hafnarfjörð svo fljótt sem frekast væri kostur, þótt nokkrir þeirra hefðu jafnframt haft í frammi sérkennilegar til- tektir í afskiptum sínum af málinu, augljóslega með það í huga að hafa af því pólitískan ávinning á kostnað andstæðinga í öðrum flokkum. Stefán Gunnlaugsson. — Tólf dags- ferðir . . . Framhald af bls. 20 við á Bessastöðum og ekið um Arnarnes. Verð kr. 650.00,- • 12. ferði Fimmtudaginn 27. júlí. Farin verður Reykjavíkurferð. Skoðað verður Alþingishúsið, ekið um Árbæ og Breiðholt, skoðaður fundarstaður borgar- stjórnar og þar verða kaffiveit- ingar. Verð kr. 650.00.- Nánari upplýsingar um þessar ferðir eru gefnar að Norðurbrún 1, alla virka daga klukkan 9:00-12:00. Sími 8 69 60. — Það er bara .. Framhald af bls. 10 einhverjir. Eiga börnin okkar að borga þetta fyrir okkur. Eins og ég hefi áður vikið að, þá eru vega- framkvæmdir arðvænlegar. Vænt- anlega verða einhver farartæki á landi notuð um alla framtíð, og ekki gufa vel gerðir vegir upp. Enga trú hefi ég á því, að vegagerð yrði ódýrari fyrir börnin okkar, sem líklega kæmust ekki hjá því að Ijúka þessu verkefni, heldur þvert á móti, að næsta kynslóð fengi ódýrari vegi en vera mundi, ef við létum allt reka á reiðanum. Góður vinur minn, sem látinn er f.vrir mörgum árum, Ásmundur Einarsson í Sindra, sem margir hér könnuðust við, var vanur að segja, þegar við félagarnir vorum að bjástra við eitthvert erfitt verkefni: „Það er bara að gera það“, og það var þá venjulega gert. Mig langar að ljúka þessum fátæklegu orðum mínum hér í kvöld með því að segja um vegamálin og þá stórframkvæmd, sem við öll höfum í huga: „Þetta er lafhægt, og það er hægt samkvæmt þeirri stefnu, sem Alþingi ísndinga markaði með setningu laganna um Norður- og Austurveg fyrir 3 árum. Þeim lögum ber að framfylgja. Vegina ber að byggja, það er bara að gera það.“ — Málefni þroskaheftra Framhald af bls. 21 því þungt á þeim stofnunum, sem þeir eru tengdir, en þær eru flestar reknar á ábyrgö áhugamannafélaga, sem hafa engan fastan tekjustofn, en eru háö gjafmildi og stuöningi almennings. Þaö getur engan veginn talist eölilegt eöa viðunandi, að afmarkaður hópur nemenda sé þannig settur hjá og njóti ekki þeirra sjálfsögöu réttinda aö fá sótt skóla sem kostaðir eru af almanna fé, eins og aörar menntastofnanir. Fundarmönnum er kunnugt um, að stjórn Visth. Sólborgar á Akureyri hefur séð sig tilneydda til aö lýsa því yfir, aö ekki veröi lengur rekinn skóli á Sólborg á hennar ábyrgö ef ekki veröi breyting á rekstrargrundvelli hans. Þessi ákvörðun var tilkynnt menntamálaráöuneytinu í lok síðasta árs og þá óskaö eftir viöræöum um framtíö skólans. Þeirri ósk hefur ekki veriö sinnt og allt á huldu um fyrirætlanir ráöuneytisins. Fundurinn skorar á menntamála- ráðuneytið að taka þegar upp viðræður við stjórn Visth. Sólborgar um mál þetta og tryggja þeim nemendum, sem hér um ræðir eölilega skólavist. Morgunblaðið óskar laftir blaðburðarfólki Austurbær: Snorrabraut frá 61, Sóleyjargata, Ingólfsstræti. Kópavogur: Skólageröi. Upplýsingar í síma 35408 á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö breögast vel viö og leggja listanum liö m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 28. maí næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. 4HAV0RS Braffðteffundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu, jarðarberja og sítrónu. aaunaotnar og kletar tyrir heimahús og félagsheimili ávallt fyrirliggjandi. Finnsk gæöavara. Verö á klefa meö ofni frá 330 þúsund. Benco Bolholti 4. S. 91-21945. Helo Sauna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.