Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 Islands- meistara- mót í kraft- lyftingum á morgun ÞANN 19. maí n.k. verður haldið íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í anddyri Laugardalshallarinnar. Mótið hefst kl. 19 og verður fyrst keppt í léttari flokkun- um, en síðan í þeim þyngri. HEItceMltATH L/tTUH 'i pdicAvavJ P'rTtlR. SlCÖULUtJDi CreSK). oa HAMR.iV) Sigursælir lögregluþjónar .. og Flug- KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Vals gekksl um páskana fyrír fyrirtækjakeppni í körfuknattleik og fór keppnin fram í Valsheimílinu. 12 lið tóku pátt í keppninni og sigurvegari varð b-lið Flugleiöa, sem sigraði Skýrsluvélar ríkisins í úrslitaleik meö 22 stigum gegn 21. í priðja sæti varð a-lið Ftugleiða og Coca-Cola varð í fjórða sæti. Myndin sýnir sigurvegarana, lið Flugleiða. Aftari röð f.v.: Magnús Jónatansson pjálfari, Örvar Sigurðsson, John Spencer, Rúnar Vernharðsson, Gunnar Jóakimsson og Gunnar Olsen. Fremri röð f.v.: Óskar Óskarsson, Ólafur Finnsson og Kolbeinn Pálsson. T revino sigrar LEE Trevino varð sigurvegari á miklu golfmóti sem fram fór í Texas síðastliðna helgi. Sigur þessi færði Trevino alls 40,000 þúsund dollara, og hefur hann nú þénað 134,000 þúsund dollara í ár á golfmótum. Trevino hefur ekki gengið sem best að undanförnu og lent í öðru sæti á síðustu tveimur mótum, en lék nú á 12 undir pari og sigraði með fjórum höggum. ÚRSLIT URÐU SEM HÉR SEGIR, Dollarar Lee Trevino 10.000 60-08-68-60-268 Jerry Heard 18.500 67-66-71-68-272 Jerry Pate 18.500 6007-71-65- 272 Tom Watsson 8.800 6008-68-68-273 óesÚTAueucjJit IMvJ OVA Rncnvfc- IHW VteYDA CreSTCDAFAevJie. óv/iAte oci BEASlÚOVASVJtJ. menn þessara þriggja liða sjást á meðfylgjandi mynd Friðþjófs, lögregluþjón- arnir aftast ásamt Pétri Bjarnarsyni þjálfara, Skýrsluvélamenn í miðröð- inni og leikmenn Barkar í fremstu röð. Eins og sjá má á myndinni voru marg- ir kunnir handknattleiks- menn í þessum liðum. Morgunblaðið, Sláturfé- lagið og Rafmagnsveitur Reykjavíkur komust einn- ig í úrslitakeppnina. leiðamenn Handknattleiksmenn lögreglunnar voru sigur- sælir í firmakeppni, sem HSÍ gekkst fyrir og lauk í síðustu viku. Fyrst var leikið í 2 riðlum, en sex lið komust úr þeim í úrslita- keppnina. í úrslitunum tapaði lögreglan ekki leik, en þrisvar sinnum unnu þeir með aðeins eins marks mun, þannig að keppnin var jöfn og spenn- andi. Lögreglan varð því örugglega í efsta sæti keppninnar, en lið Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur varð í 2. sæti. Númer þrjú urðu leik- menn Barkar hf. Leik- Walker að né sér NÝSJÁLENZKI hlauparinn John Walker, sigurvegari í 1500 metrunum á Ólympíuleikunum í Montreal gekkst nýverið undir uppskurð og hermt er að vel hafi til tekist og er hann byrjaöur æfingar á ný. Walker er vinsæll í heimalandi sínu og eftirsóttur til að auglýsa ýmsan varning í sjónvarpi og blöðum, og eru auglýsingarnar á einn eða annan hátt tengdar íþróttaafrekum hans. Nýsjálendingar eiga fleiri góða hlaupara en Walker og hefur frjáls- íþróttasamband landsins lagt hart aö þeim að tala máli nýsjálenzkra landbúnaöarafurða á keppnisferöa- lögum sínum erlendis, en Nýsjálend- ingar eru eins og kunnugt er einna stærstu útflytjendur á kjöti og öðrum land búnaðaraf urðum. í þessu sambandi er haft í flimtingum að ef John setur heims- met í hlaupum hér eftir þá muni hann segja árangur sinn fyrst og fremst að þakka nýsjálenzku lambakjöti, nýsjá- lenzkum osti, nýsjálenzku smjöri. .. o.s.frv. —ágás Nýjung í gotfkennslu IIINN kunni golfkennari Þor- valdur Ásgeirsson hefur tekið upp nýjung í golfkennslu sinni. Nýjung þessi er fólgin í því, að kennslugögn þau. er Þorvaldur hefur notað, eru nú afhent hvcrjum nemenda. Er um að ræða lítið kver með myndum og fylgja greinargóðar leiðbeiningar. Eru myndirnar þær sömu og notaðar hafa verið við kennsluna en nú getur nemandinn kynnt sér þær betur og haldið áfram eins konar heimanámi. í kverinu eru staðlað- ar myndir sem hannaðar hafa verið af Golfkennarasambandi Bandaríkjanna og þykja frábær- ar kennslumyndir. Þorvaldur tjáði Morgunblaðinu, að kverið gæti verið til sölu í golfklúbbunum, en allir nýir nem- endur fengju kverið í sínum fyrsta golftíma. Þorvaldur, sem nýverið hefur dvalið á .Isafirði við golf- kennslu, kennir á Nesvellinúm og á Golfvelli Keilis. Hægt er að panta tíma með því að hringja í klúbbana. Þá kvaðst Þorvaldur reiðubúinn að taka að sér kennslu úti á landi ef óskað yrði. þr. 1 A»>/ \ A r\ X 1 l// 0— i í \ n o , ¥ 1 • Sýnishorn aí kennslumynd og leiðbeiningum. Cryuff kveður HOLLENSKA knattspyrnustjarnan Johan Cryuff tilkynnti nýlega að hann heföi nú ákveðið að hætta með öllu aö leika knattspyrnu. Cryuff er nú 31 árs og hefur verið atvinnumaöur í knattspyrnu í 14 ár, á ferli sínum hefur nánast hlotið alla þá meistara- titla, sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Frá því í ágústmánuöi 1973 hefur Cryuff leikið með Barcelona á Spáni, alls 238 leiki með liöinu, en áður lék hann meö Ajax í 9 ár og liðið var þá meöal annars þrisvar sinnum Evr- ópumeistari í knattspyrnu. í ár varð Barcelona bikarmeistari á Spáni og endaöi í öðru sæti í 1. deildinni, þremur stigum á eftir Real Madrid. Er Cryuff var seldur frá Ajax til Barce- lona þurfti spánska liöið aö greiöa fyrir hann tæplega eina milljón sterlingspunda og er þar um metfé ræða. Myndin er tekin eftir aö Cryuff hafði leikið sinn síöasta knattspyrnu- leik sunnudaginn 7. maí. Sést Cryuff veifa til áhorfenda á velli Barcelona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.