Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 32

Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 32
YSINGASÍMINN ER: 22480 2H«r£wtbI«feib AUGLÝSINGASÍMtNN ER: 22480 2HarguniiI«2iit> FIMMTUDAGUR 18. MAI 1978 Reykjavíkurborg: Fyrstu leiguíbúðim- ar fyrir aldraða við Furugerði afhentar í GÆR voru afhentar fyrstu leiguíbúðirnar, sem Reykja- vikurborg hefur byggt fyrir aldraða í Furugerði 1. í Furugerði 1 eru alls 60 einstaklingsíbúðir og 14 hjónaíbúðir og verður flutt inn í þær fyrstu næstu daga. Auk íbúðanna eru í húsinu salarkynni, sem ætlað er að nýta fyrir félagsstarf fyrir fbúa hússins og gamalt fólk í næsta nágrenni og verður sú aðstaða tilbúin síðar í sumar. Þá verður þarna aðstaða fyrir matsölu til fbúanna. Framhald á bls. 18 9 til 10% kaup- gjaldshækkun um næstu mánaðamót Iljónin Felix Pétursson og Ágústa Bjarnadóttir veita viðtöku leigusamningi að einni hjónaibúðinni í Furugerði 1. Með þeim er Gunnar Þorláksson, húsnæðisfulltrúi Reykjavíkurborgar. Ljósm. Kr. Ól. ASV hvetur til alls- her j ar ver kf alls frá og með 1. júní SAMKVÆMT upplýsingum. sem Morgunblaðið afiaði sér í gær. lætur na'rri að kaupgjaldshækk- un um næstu mánaðamót verði á hilinu frá tæplega 9% og upp í um lfíVf. Er þá meðtalin áfangahækk- un. sem samið var um síðast- liðnu sumri og er til ASI-félaga 5.000,- krónur og 3c/c áfanga- hækkun til BSRIHélaga. Gert er ráð fyrir að kaupgjalds- Mini-golf á Miklatúni? VERDKÖNNUN á tækjahún- aði fyrir mini-golf á Miklatúni hefur farið fram og er áætlað verð miðað við átta sjálfsta'ðar brautir 7—8 milljónir króna. Þetta kemur fram í fram- kvæmdaáætlun um umhverfi og útivist, sem lögð var fram í borgarráði í fyrradag. Fram- kvæmdaáætlunin nær til áranna 1978—83 en fram- kvæmd varðandi mini-golf á Miklatúni er ekki tímasett, „en hægt er að taka ákvörðun um hana við gerð fjárhagsáætlana hverju sinni og hlýtur að ráðast af því hvort einhver aðili fæst til þess að sjá um reksturinn", segir í framkvæmdaáætluninni. vísitala hækki um það bil um 11% um mánaðamótin, en vegna efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinn- ar, sem samþykkt voru í febrúar, kemur í hlut launafólks um 55% kaupgjaldshækkun vegna þessa. Þessi hækkun ásamt BSRB-áfangahækkuninni 3%. ger- ir 8,7%. kaupgjaldshækkun. Á láglaun, sem fá um 5.000 krónur, er hlutfallið hæst eða um 4,3%., sem myndar kaupgjaldshækkun- ina 9,8% eða tæplega 10%. Nákvæmur utreikningur á verð- bótavísitölu liggur enn ekki fyrir, en reiknað er með, að fréttatil- kynning Hagstofu íslands verði birt að loknum fundi í Kauplags- nefnd, sem haldinn verður á föstudag. EFNISLEGA vildu samningamenn ekkert um viðræður aðila vinnu- markaðarins segja f gær eftir samningafundi ASÍ og VMSÍ við vinnuveitendur. Engin tilboð komu fram á fundinum og engin gagntilboð, en nýr fundur hefur verið ákveðinn á morgun. föstu- dag, klukkan 14. Munu þá bæði samningancfndir ASÍ og VMSÍ vera boðaðar á sama tima. FUNDUR í Fulltrúaráði Al- þýðusambands Vestíjarða, sem haldinn var í gær, samþykkti að beina þeim og var það yfirleitt. viðkvæði samningamannanna að þeir vildu ekki láta neitt hafa eftir sér. Menn munu hafa velt fyrir sér ýmsum hugmyndum og einn samninga- nefndarmanna sagði við Morgun- jblaðið, að viðræður hefðu verið efnismeiri en áður“ tilmælum til allra aðildar- félaga sinna, að þau boðuðu allsherjarverkfall á Vest- fjörðum frá og með 1. júní næstkomandi, hafi samning- ar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfallið þarf að boða með viku fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir og þyrfti því boðun þess að fara fram eigi síðar en 24. maí næstkomandi. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Pétri Sigurðssyni forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða. Samningafund- ur milli ASV og Vinnuveitenda- félags Vestfjarða var haldinn klukkan 11 árdegis í gær og þar höfnuðu vinnuveitendur þeim 7 umræðupunktum, sem ASV hafði nokkru áður lagt fram sem grund- völl. Fóru vinnuveitendur á fund- inum fram á frestun viðræðna, unz í ljós kæmi, hverja stefnu samningamálin í landinu tækju. Á fundi í Fulltrúaráði ASV var síðdegis síðan ákveðið að beina áðurnefndum tilmælum til aðildarfélaga ASV um boðun allsherjarverkfalls frá og með 1. Framhald á bls. 18 Ólíklegt að undanþága fáist fyrir bensínskip Vidrædur efnis- meiri en áður málin eru á mjög viðkvæmu stigi / 1 Tvær félagsmiðstöðvar notkun og tvær í byggingu 7 /ER íélagsmiðstöðvar hafa 'ð teknar í notkun í Reykjavík //• <>orar tvær eru í byggingu. Fellahellir, félagsmiðstöð fyrir Fella- og Hólahverfi, var opnuð í nóvember 1974 og Bústaðir, félagsmiðstöð fyrir Smáíbúða- Fossvogs- og Bústaðahverfi. voru opnaðir tveimur árum síðar. I>á hefur Æskulýðsráð gert samning um leigu á efri hæð félagsheimilis knattspyrnufélagsins Þróttar við Sæviðarsund og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við húsið ljúki á næsta ári. f Árbæjarhverfi eru framkva*mdir hafnar við félags- miðstöð. scm verður að mestu hyggð á þessu ári og því næsta. Til æskulýðsheimila í Reykjavík var varið 129 milljónum króna samtals á árunum 1974—77 og er þá miðað við verðlag hvers árs. Árið 1974 var 43.2 milljónum króna varið til æskulýðsheimila, þar af 31 til Fellahellis. 1975 var 15 milljónum varið til æskulýðs- heimila og þá mestu, eða 6,1 milljón til framkvæmda í Bústaða- hverfi og Fossvogi. Til þeirra framkvæmda var svo varið 12 milljónum króna árið 1976, en samtals til æskulýðsheimila það árið 28,7 milljónum króna. Árið WkWmm Teikning af fyrirhugaðri félagsmiðstöð mm ■ í Árbæjarhverfi. 1977 fer svo stærsta framlagið, 11,4 milljónir króna, til fram- kvæmda í Árbæ, en samtals var Framhald á bls. 18 SOVÉZKT bensínflutningaskip er va>ntanlegt til landsins og að því tilefni hafa olíufélögin skrif- að verkalýðsfélögunum fjórum, sem samþykkt hafa olíuinn- flutningsbann, og óskað eftir undanþágu til að mega landa bensíninu úr skipinu. Félögin, sem samþykkt hafa olíuinn- flutningsbann, eru Vcrkamanna- félagið Dagsbrún, Verkamanna- félagið Hörður í Hvalfirði, Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði Framhald á bls. 18 Ættleiðingar barna frá S-Kóreu stöðvaðar „ÉG veit ekki betur en að þessi mál séu að komast í lag og að ættleiöingar barna frá Suður- Kóreu geti þá hafizt aftur, cn mjög margar umsóknir liggja nú fyrir.“ sagði Ágústa Bárðardóttir í samtali við Mbl. í gær, en Ágústa á sæti í stjórn félags foreldra, sem ættleitt hafa börn frá Suður-Kóreu. Ágústa kvaðst að öðru leyti ekkert vilja láta hafa cftir sér um þetta mál, en staðfesti að suður-kórcsk stjórn- völd hefðu tekið fyrir ættleiðing- ar íslendinga af ástæðum. sem hún kvaðst ekki vita hverjar hefðu verið. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.