Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
35
BGZTU fréttamyndasöguna í ár, að dómi dómnefndar Pulitzer-verðlaunanna, tók ljósmyndari AP,
J. Ross BauKhman. Myndin hér að ofan er ein myndanna í myndasögunni, og sýnir hún hermann
Rhódesíustjórnarinnar yfirheyra fanga sem hann neyðir til að vera í þessum stellingum. Atvik þetta
átti sér stað í steikjandi sólskini og hita.
sem er teiknimyndahöfundur og
starfar við dagblaöið Richmond
News Leader, verðlaun fyrir
ádeilukennd skrif sín um banda-
rísk skattamál.
Gaylord Shaw, blaðamaður
við Los Angeles Times, fékk
verðlaun fyrir skrif sín um
öryggi við stíflur og stíflugerð.
Anthony Dolan hlaut sérstök
verðluan fyrir rannsóknir sínar
á spillingu lögreglunnar í
heimabæ sínum, Stamford,
Connecticut. Dolan sagði eftir
verðlaunaafhendingu að „fyrir
blaðamann væru þetta æðstu
verðlaun, sem hann gæti mögu-
lega fengið. Það kann að hljóma
heimskulega, en það eru starfs-
menn borgarinnar, sem
stundum hættu starfi sínu og
frama við aö aðstoða mig, sem
eiga verðlaunin skilið. Fólkið
sem ég stend í mestri þakkar-
skuld við fær engin verðlaun."
Dolan sagði að hann hygðist
gefa fjölskyldu Don Bolles
verðlaunpfé sitt (256.000 krón-
ur). Bolles var blaðamaður við
dagblaðið Arizoona Republic, en
hann lét lífið í sprengjutilræði
í júní 1976.
Richard Witt hlaut verðlaun
fyrir almenn fréttaskrif fyrir
frásögn sína af stórbruna í
veitingastaðnum „Beverly Hills
Supper Club“, en þá fórust 164.
Witt starfar við Louisville
Courier-Jou rnal.
J. Ross Baughman, ljósmynd-
ari hjá AP, fékk verðlaun fyrir
beztu fréttamyndasöguna, en
hún er tekin af skæruliðum í
Rhódesíu.
Verðlaunin fyrir bestu frétta-
myndina runnu aftur á móti til
Jim Schweiker, sem starfar við
United Press, en fréttamynd
Schweikers er af gísli í Indiana-
polis, sem glæpamaður beinir
byssu að.
Meðal annarra verðlaunahafa
á sviði lista og bókmennta má
nefna Carl Sagan, er hlaut
Pulitzer-verðlaun fyrir bók sína
„The Dragons of Eden:
Speculations on the Evolution of
Human Intelligence".
Ljóðaverðlaunin hreppti
Howard Nemerov, sem er pró-
fessor í ensku við háskólann í
St. Louis, fyrir ljóðabók sína
„Collected Poems“.
I sagnfræði vann Alfred D.
Chandler til verðlauna fyrir
bókina „The Visible Hand: The
Managerial Revolution in Ame-
rican Business".
Michael Colgrass hlaut tón-
listarverðlaunin fyrir tónverk
sitt „Deja Cu fyrir ásláttar-
hljóðfæri, kvartett og hljóm-
sveit". Verkið var fyrst flutt í
New York í október í fyrra.
Qlafsvík:
Rýrasti
vertíðar-
aflinn
til þessa
Ólafsvík —
Vertíðarlok urðu hér 15.
maí að venju. Aflinn var
rýrari en nokkru sinni fyrr.
19 bátar íengu 6584 lestir í
1533 sjóferðum, en í fyrra var
aflinn 7461 lest í 1543 sjóferð-
um.
Aflahæsti bátur á þessari vertíð
var Gunnar Bjarnason SH—25
með 610 lestir í 81 sjóferð.
Skipstjóri er Ríkarð Magnússon.
Næstir komu Fróði með 577
lestir, Olafur Bjarnason 496 lestir,
Garðar II. 467 lestir, Jökull 436
lestir og Steinunn meö 420 lestir.
Aðrir náðu ekki 400 lesta afla.
Togarinn Lárus Sveinsson hefur
fengið 550 lestir í 7 sjóferðum.
Ólafsvíkurbátar áttu farsæld að
fagna á vertíðinni.
—Helgi.
Handtökumálið
til saksóknara
Ilannsóknarlögrcgla ríkisins
scndi sl. föstudag handtökumálið
svoncfnda til ríkissaksóknara-
cmbættisins til frekari ákvörðun-
ar.
Listarnir
á Flateyri
ÞAU mistök urðu í frétt
Morgunblaðsins af fram-
boðslista Framfarafélags
Flateyrar fyrir sveitar-
stjórnarkosningar að birtir
voru frambjóðendur Fram-
farafélagsins á Patreksfirði.
Framfarafélagslistinn er þannig
skipaður: Hendrik Tausen, for-
maður verkalýðsfélagsins, 2. Guð-
varður Kjartansson, skrifstofu-
maður, 3. Kristbjörg Magnadóttir,
húsmóðir, 4. Halldóra Helgadóttir,
sjúkraliði, 5. Hjálmar Sigurðsson,
sjómaður, 6. Böðvar Gíslason,
múrari, 7. Björn I. Bjarnason,
sjómaður, 8. Friðrik E. Hafberg,
sjómaður, 9. Þorsteinn Guðbjarts-
son, sjómaður og 10. Sigmar
Ólafsson vélstjóri. Listabókstafur-
inn er E.
Listi Framsóknarflokks, Al-
þýðuflokks og óháðra ber bókstaf-
inn C, og er þannig skipaður: 1.
Steinar Guðmundsson, járnsmið-
ur, Árni Benediktsson, trésmiður,
3. Guðmundur Jónsson, trésmíða-
meistari, 4. Guðni A. Guðnason,
verkamaður, 5. Áslaug Ármannsd.,
kennari, 6. Emil E. Hjartarson,
skólastjóri, 7. Þórarinn Helgason
trésmíðameistari, 8. Halldór
Mikkaelsson, bóndi, 9. Lilja Jónsd.,
húsmóðir og 10. Gunnlaugur
Finnsson, alþingismaður.
D-listi sjálfstæðismanna er
þannig skipaður: 1. Einar Oddur
Kristjánsson, framkvæmdastjóri,
2. Hinrik Kristjánsson, sjómaður,
3. Kristján J. Jóhannesson, sveit-
arstjóri, 4. Eiríkur Guðmundsson,
trésmiður, 5. Garðar Þorsteinsson,
fiskimatsmaður, 6. Bergþóra Ás-
geirsdóttir, húsmóðir, 7. Gísli
Valtýsson, vélstjóri, 8. Kristín
Guðmundsdóttir, húsmóðir, 9.
Reynir Traustason, sjómaður og
10. Aðalsteinn Vilbergsson, verzl-
unarmaður.
AUGLYSÍNGASIMINN ER:
22410
JtloreunblAbib