Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 5

Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 37 í kosningaslatínum 1908, en það var ekki svo auðvelt. Hann barðist i Strandasýslu við Guð- jón á Ljúfustöðum, en ég var i Reykjavík. Ég man hve ofsa- glaður ég varð, er fréttin um sigur Ara barst í Turninn. Hann hafði unnið kosninguna með 13 atkvæða meirihluta, hlaut 99 atkvæði en Guðjón 86. Ég sá þegar Ari kom ríðandi niður Bankastræti úr sigurförinni. Hann var eins og konungur, mikill á hestbaki, fagur maður og sterklegur, góðlegur og ljóm- andi, með landvarnarmerkið í húfunni...“ Hannes segir frá því, að blaðastrákarnir hafi haft mikil hlaup við að bera út blöð um allan bæ, báru þau í þungum tréstokk eða tréskrínu þegar veður voru verst. Hann segir: „Einar Gunnarsson, fann upp á mörgu. Hann var hugmyndarík- ur framkvæmdamaður, léttur í tali og fjörmaður, en það var frumbýlingsháttur á öllu i Reykjavík. Eitt af því sem hann réðist í, var að koma upp sendisveinastöð í sambandi við Turninn. Hann lét okkur strák- ana annast ýmislegt fyrir fólk, innheimtu reikninga og ýmis- hann á góðgætið. Eitthvað mun þá þegar hafa verið talað um mataræði Þorsteins, því að allt í einu tekur Einar tíu stórar appelsínur, lætur þær á borðið fvrir framan Þorstein og segir: „Ég skal gera þér kost. Hér eru tíu appelsínur. Ef þú etur þær allar á 10 mínútum, þarftu ekkert að borga, en ef þú getur það ekki, þá borgarðu þær sem þú getur etið.“ Þorsteinn leit á appelsínurnar, strauk sér um munninn með handarbakinu og tók áskoruninni. Og frændi minn hreinsaði sig af því. Hann át allar appelsínurnar á tæpum tíu mínútum. Mikið helvíti var hann fljótur að skræla þær. Ég held að hann hafi kyngt hálfri í einu og ekkert tuggið. Menn voru að flækjast í Turninum, sumir fóru jafnvel inn fyrir borð, og það voru alls ekki síður heldri menn en hinir. Ég man alltaf eftir því, hve undrandi ég varð, þegar Éinar bað mig um að hafa nánar gætur á tveimur þekktum borg- urum, því að þeir ættu það til að hnupla. Þú getur alveg’ímyndað þér hvort ég hafi svikist um varðgæsluna gagnvart þeim.“ Þá segir Hannes frá auglýs- ára, eða til 1917. Þegar á árinu 1916 upphefjast mikil bréfa- skipti milli eigenda og bæjar- stjórnar og jafnvel stjórnarráðs um hvort eða hvar Turninn megi standa. Bæjarstjórn vill hann af Lækjartorgi, en eigend- ur "reyna að malda í móinn. Guðmundur Benjamínsson segir í bréfi 16. júní 1916 að við liggi atvinna sín og skilyrði hans stóru fjölskyldu að lifa þolan- legu lífi, enda sé Turninn og sendisveinastöðin til mikilla þæginda fyrir bæjarbúa og aðkomumenn. Er beðið um að Turninn fái að standa í 5 ár eða þá meðan heimsstyrjöldin stendur. En allt kemur fyrir ekki, enda er veganefnd nú að gera áætlanir um það hvernig haga skuli Lækjartorgi. Einar Gunnarsson sækir um að fá að flytja Turninn á ýmsa staði, m.a. á hafnaruppfyllinguna, en hafnarnefnd neitar, eða í Kirkjustræti í garð Halldórs Daníelssonar. Byggingarnefnd visar á Vitatorg til bráðabirgða, og miklar bréfaskriftir verða um það hvort Turninn fái að vera á Arnarhóli, þar sem stjórnarráðið hefur með hang- andi hendi leigt honum lóð Hér sést Söluturninn á Lækjartorgi á árinu 1912. Þá voru kíoskar víða á gatnamótum í Evrópulöndum. legt annað gátum við. Verkstjóri okkar var Júlíus Olafsson . . . Það komu margir mektarmenn í Turninn. Eitt sinn kom þangað Júlíus Havsteen, amtmaður, fyrrverandi konungskjörinn þingmaður og hafði hann hlotið flestar eða allar orður Dana- veldis og franskar í tilbót. Hann var nú orðinn aldraður maður og að sjálfsögðu einn mesti mektarbokkinn í landinu. Ég var einn við afgreiðslustörf í Turninum þennan dag.“ Síðan segir Hannes frá því að Hav- steen ætlaði að kaupa lampa- hlífar og var ekki ánægður með neitt af því sem hann sýndi honum. Hann klöngraðist tvisv- ar upp á loft, upp mjóan stiga og dró fram það sem fannst. Én amtmanni líkaði ekkert, var úrillur, kvað Hannes latan og óþjálan, sem hann taldi sig ekki vera. Strunsaði amtmaður út og kom aldrei aftur í Turninn. En ekki klagaði hann Hannes fyrir Einari. • Át appelsínu á minútu Aðra sögu segir Hannes úr Turninum: „Um þetta leyti var Þorsteinn Björnsson úr Bæ upp á sitt besta og þá þegar farið að þykja gott að borða. Einu sinni kom hann í Turninn og var Einar þá viðstaddur. Viö vorum nýbúnir á fá appelsínur og spurði Þorsteinn hvað stykkið kostaði, en appelsínurnar kost- uðu 12 aura. Það fannst Þor- steini of hátt verð og sagðist ekki kaupa, en um leið mændi ingunum, m.a. þessa sögu: „Þeg- ar Alberti-hneykslið varð upp- víst í Danmörku, en Alberti var eins og kunnugt er Islandsráð- herra, var límd upp geysistór auglýsing. Fyrsta orðið var með mjög smáu letri, en næstu fjögur orð með stórkarlalegasta letri sem hér hafði sést. Hún var svohljóðandi: „Fvrrverandi RÁÐHERRA ÍSLANDS í TUGTHÚSINU". Þetta vakti fyrst í stað gífurlega athygli, og sagt var um eina dóttur Hann- esar Hafstein, að hún hefði hrópað upp yfir sig og sagt: „Almáttugur. Það er búið að setja hann pabba í tugthúsið.“ Var von að hún segði það, telpukindin.“ Engu síður en nú hafa verið ólæti unglinga, eins og frásögn Hannesar ber með sér. „Einu sinni þegar ég var í Turninum, kvað við ógurleg sprenging. I ljós kom að sprengga hafði verið sett í gluggann á Islandsbanka, Kolasundsmegin. Glugginn fór í þúsund mola. Út úr þessu varðmikið uppistand ... Þegar ég hafði verið í Turninum í eitt ár, var Einar orðinn eigandi hans. Turninn var þá að ytra útliti alveg eins og hann er nú, nema hvað þá var afgreitt um lúgu. Mér þótti gaman í Turnin- um, en kaupið var ekki hátt og ég var að verða maður." • í Turninum verði sendi- sveinastöð o.fl. Leyfi fyrir Turninum á þess- um stað hafði verið veitt til 10 undir Turninn, en bæjarstjórn vill ekki. Einar Gunnarsson reynir meira að segja að bjóða bæjarstjórninni Turninn til leigulausrar íbúðar, meðan heimsstyrjöldin stendur, handa verkamanni eða öðrum húsnæð- islausum, segir að niðri séu tvöfaldir veggir og gasleiðsla í honum og hlýrra en víða annars staðar. En allt kemur fyrir ekki. Loks er Einari leyft vorið 1918 að flytja Turninn á Arnarhóls- lóðina á horninu milli Kalkofns- vegar og Hverfisgötu með því skilyrði að í turninum verði: sendisveinastöð, aðgangur fyrir almenning að talsíma og bæjar- skrá, allt eftir gjaldskrá er bæjarstjórn samþykkir, sala á frímerkjum, bréfspjöldum, blöð- um og tímaritum, aðgöngumið- um að skemmtunum, farseðlum og þess háttar, en engin önnur sala eða verzlun. Verði skilyrð- um ekki fullnægt, falli leyfið úr gildi. Virðist Turninn hafa verið fluttur sumarið eða haustið 1918, því 11. desember skrifar lögreglustjórinn í Reykjavík eigendum og kvartar yfir því að eftir hafi staðið óbyrgð kjallara- gryfja undan Turninum. Gryfja þessi sé á miðju torginu á almannafæri og til mikilla óþæginda og hættu fyrir um- ferðina. • Sveinn á Mælifellsá fær turninn Ekki var málið úr sögunni fyrir það, því haustið 1919 segir Framhald á bls. 53. BLÖM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Rós — drottning blómanna Að líkindum mun engin garð- planta njóta jafn mikilla vin- sælda og rósin. Um aldir hefur hún verið dáð og oft verið nefnd drottning blómanna. Ymsir blómaunnendur sjá í rósinni ímynd kærleika, sakleysis, feg- urðar og friðar. Hin þekkta Peace-rós — friðarrósin — skreytti salarkynnin á stofn- fundi Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. Það eru fyrst og fremst hin skrautlegu ofkrýndu og blómstóru afbrigði rósa sem margir garðeigendur hafa gam- an af að reyna að rækta. Slík afbrigði eru jafnan ágrædd á villirós. Stórblómstrandi rósir eru hákynbættir blendingar og er langt í frá að þær geti talist harðgerðar garðplöntur. Ef svo sprettu hraða, blómgunargetu og vetrarþolni. Hér skortir kannanir á þessu sviði sem innflytjendur rósa gætu síðan byggt innkaup sín á, til meira öryggis fyrir ræktendur. Rósum verður skilyrðislaust að velja skýldan og bjartan stað þar sem þær fá notið sólar sem best. Rótarkerfi rósa er gisið en rætur þeirra leita djúpt. Verður því að vanda sérstaklega vel til undirbúnings á jarðvegi, og umfram allt þarf að koma i veg fyrir að vatn geti safnast undir beðinu. Ef gróðursetja á nokkr- ar rósir er því best að grafa ca. 60 sm. djúpa gryfju og setja dálítið af grófri möl á botn hennar, sem síðan er losaður væri, væru margir garðar hér á landi þegar orðnir sannkallaðir rósagarðar, því kynstrin öll hafa verið sett niður af rósum á hverju vori um langt skeið. En margir hafa einmitt gaman af að glíma við að rækta það sem er vandmeðfarið og vangæft og beri slíkt árangur — sem það vissulega gerir hjá mörgum — þá örvar það til dáða og smitar út frá sér. Hvernig til tekst með ræktun rósa veltur ekki aðeins á því hvernig árar heldur fer það einnig mikið eftir tegunda- vali, stærðarvali og undirbún- ingi og síðast en ekki síst hve mikið ræktandinn leggur á sig við að vernda þær fyrir um- hleypingasamri vetrarveðráttu. Viður umræddra rósa nær aldrei að þroskast það vel að plöntum sé borgið að vetri án skýlingar, ef náttúran sjálf er ekki það hliðholl að skýla með snjóalögum. En það gerir hún sumsstaðar og þar er ræktun rósa jafnan öruggust. Afbrigði stórblómstrandi rósa eru óhemju mörg og árlega bætist álitlegur fjöldi nýrra í hópinn. I gróðrastöðvum hér á landi er rósum ekki fjölgað, þess í stað eru söluhæfar plöntur fluttar inn frá útlöndum. Verulegur munur getur verið á afbrigðum bæði er varðar þannig að mölin blandist vel saman við jarðveginn. Síðan er blandað nær W hl. af gömlum áburði saman við uppmokstur- inn, einnig ögn af áburðarkalki eða krít sem getur verið til bóta. Sömuleiðis getur reynst vel að setja smávegis af vikri, einkum ef jörð er leirborin. Stuðlar vikurinn að greiðari loftrás. Nokkuð af blöndunni er nú mokað ofan í gryfjuna en síðan eru rósirnar gróðursettar þann- ig að ágræðslustaðurinn verði minnst 5-8 sm. undir yfirborði að gróðursetningu lokinni. En ágræðslustaðurinn er efst á rótarhálsinum þar sem greinar kvíslast. Nauðsynlegt er að gróðursetja nokkuð fast og vökva vel áður en alveg er lokið við að fylla með mold umhverfis plönturnar. Væxtur stór- blómstrandi rósa er breytilegur og ræðst vaxtarrýmið nokkuð með tilliti til þess. Vissar tegundir villtra rósa eru hér langtum ljúfari í ræktun en mjög kynbættar rósir. Auk þess mjög skemmtilegar í vexti og blómgun. Má þar nefna fjallarós, hjónarós, meyjarós, ígulrós, einkum þó ýmsir blend- ingar þeirrar síðasttöldu, t.d. Hansa, Moja Hammarberg og Grootendorst. Ó.V.H.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.