Morgunblaðið - 18.05.1978, Page 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
Þessi var einn af þremur. sem var á naxladckkjum. Páll Garðarsson lögregluþjónn
gefur ökumanninum bendingu um að stöðva.
bessi Landrover frá Vélamiðstöð borgarinnar var með nagla í öllum dekkjum. Varla
verður gatnamálastjóri borgarinnar ánægður þegar hann fréttir það en naglarnir
eru taldir slita malbiki fyrir milljónatugi ef ekki hundruð milljóna árlega.
Undantekning ef
bílar sjást orðið
á nagladekkjum
Örtröð myndaðist hjá dekkjaverkstæðunum fyrstu dagana í maí.
Ljósm. Mbl.i Friðþjófur.
LÖGREGLAN í Reykjavík fylgist um þessar mundir nákvæmlega
með því hvort bifreiðaeigendur fara eftir rcglum um hjólbarða, en
óheimilt er að aka á negldum hjólbörðum eftir 1. maí eins og
kunnugt er.
Morgunblaðsmenn fóru nýlega með lögreglunni í eftirlitsferð um
borgina þar sem sérstaklega var athugað hvort farið væri eftir
settum reglum um hjólbarða. Meðal annars stöðvuðu lögreglu-
mennirnir um stund á Miklubraut og athuguðu hvern einasta bíl,
sem þar fór um. Er skemmst frá því að segja að árangurinn var
mjög góður. aðeins 3 bílar af 300, sem þarna óku um, voru kærðir
fyrir að vera á nagladekkjum.
Páll Garðarsson lögreglu-
maður, sem stjórnaði eftir-
litinu, sagði greinilegt væri
að ástandið væri orðið mjög
gott og það væri undantekn-
ing ef menn ækju enn á
nagladekkjum. Sagði hann
að viðvaranir í fjölmiðlum
hefðu haft mikið að segja og
bifreiðaeigendur hefðu
flykkzt á dekkjaverkstæðin
þegar þeim varð ljóst að þeir
áttu á hættu að vera sektaðir
sem næmi einu dekkjarverði
ef þeir trössuðu að setja
sumarhjólbarðana undir.
Bifreiðaeigendur hugsa
greinilega mest um sumar-
hjólbarðana um þessar
mundir. Þessu til sönnunar
má nefna að í fyrradag var
maður einn stöðvaður við
hraðamælingar enda ók
hann á 81 km hraða. Maður-
inn stöðvaði bílinn, rak
hausinn út um gluggann og
hrópaði: „Ég er búinn að
setja sumardekkin undir," og
ók svo rólegur á brott!
Auðvitað náðist hann fljótt
aftur.
Landsþing Junior Chamber:
Öryggi bama í umferð-
inni næsta verkefnið
LANDSÞING Junior Chamber
Island fór fram um hvítasunnu-
hclf'ina i' Hveragerði. Sóttu það
um 300 manns og er það fjöl-
mennasta þing samtakanna til
þessa. Aðalstörf þingsins utan
sjálfs þinghaldsins voru nám-
skeiðahald, skipulagt var nefnd-
arstarf og var í nefndum starfað
að hinum þremur málefnaflokk-
um JC-hreyfingarinnari félaginn,
félagið og byggðarlagið.
Á þinginu fluttu aðildarfélögin
skýrslu um starfsemi sína, skipst
var á skoðunum, rætt um nýjar
hugmyndir og samþykkt verkefni
fyrir komandi starfsár. Á liðnu
starfsári hefur hreyfingin stækk-
að nokkuð og eru nú starfandi 22
aðildarfélög með 849 félögum.
Iðnaður var ofarlega á dagskrá
undir yfirskriftinni: Iðnaður til
framfara, leiðin fram á við og
unnu aðildarfélögin að þessu
verkefni m.a. með umræðum um
íslenzkan iðnað, skoðanakönnun-
um og nokkuð var um blaðaútgáfu.
Af öðrum verkefnum má nefna
brunavarnir, gerður var sjón-
varpsþáttur um fundarsköp og
fundarstjórn og í haust er væntan-
leg handbók um fundarsköp, hin
fyrsta sinnar tegundar hérlendis
og sögðu forráðamenn JC að hér
væri um handhæga uppsláttarbók
að ræða.
Alþjóðahreyfing JC hefur ný-
lega samþykkt verkefnið Tækifæri
fyrir börn sem byggðarmálaverk-
efni 1978 og nýlega var ákveðin
samvinna JC við Rotary, Kiwanis
og Lions hreyfingarnar um verk-
efnið Umferðarmál Islendinga.
Verður JC hreyfingin með í
þessari samvinnu undir kjörorðun-
um Öryggi barna í umferðinni með
tilliti til áðurnefnds alþjóðaverk-
efnis um tækifæri fyrir börn. Þá
má nefna að Alþjóðahreyfing JC
hefur tekið höndum saman við
UNICEF, barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, um að næsta ár verði
nefnt Alþjóðaár barnsins 1979.
Aðildarfélög JC eiga að vinna að
þessu verkefni, „Öryggi barna í
umferðinni", á því starfsári sem
hefst í haust, en nú fer í hönd tími
stjórnarskipta í félögunum. Hefur
verið gerður bæklingur til að
skýra út í hverju verkefnið sé
fólgið, en að öðru leyti er hverju
aðildarfélagi heimilt að vinna að
þessu verkefni eins og það telur að
verði bezt gert í sínu byggðarlagi.
Fyrrverandi og núverandi landsstjórn JCi
Sigjandi eru Bergþór Úlfarsson t.v. og Fylkir Ágústsson. Aftari röð
frá vinstrii Magnús Gunnarsson, Björgvin ó. Bjarnason, Magnús
Jónsson, Teitur Lárusson og Gunnar Gunnarsson.
Ljósm. Kristinn