Morgunblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978
43
skólanefnd og heimild til að ráða
sér skólafulltrúa, — fyrir eigin
reikning. En það er reginmunur á
valdsviði skólanefndar og fræðslu-
ráðs, skólafulltrúa og fræðslu-
stjóra. Verksvið skólanefndar er
að sjá um að skólaskyld börn njóti
lögboðinnar fræðslu og hún skal
sjá um að jafnan sé fyrir hendi
fullnægjandi skólahúsnæði. Ef
bæjarstjórn telur þörf á byggingu
nýs skólahúss eða stækkun eldra
húsnæðis, þá nægir henni ekki að
gera tillögur þar um til mennta-
málaráðuneytisins í samráði við
skólanefnd sína og skólafulltrúa,
heldur yrði bæjarstjórnin að leita
til fræðslustjórans í Reykjanes-
umdæmi, sem staðsettur er í
Garðabæ, og hann kæmi síðan
hugmyndum bæjarstjórnar áfram
til ráðuneytisins. Ef fræðslustjór-
inn í Reykjanesumdæmi, sem
staðsettur er í Garðabæ, og
bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar
verða ekki sammála um staðsetn-
ingu hins nýja skólahúss í Hafnar-
firði, sker ráðuneytið úr að
fenginni umsögn, — og umsagnar-
aðilinn er fræðsluráð Reykjanes-
umdæmis, sem Hafnarfjörður á
engan fulltrúa í. Þannig er valdið
flutt frá þeim aðila, sem nýta á
skólann og kostar byggingu hans
á móti ríkinu, til umsagnaraðila
allsóviðkomandi Hafnarfirði.
Það má halda þessari skólasögu
áfram, því bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar skal líta eftir að þessi
umræddi skóli hafi allan nauðsyn-
legan búnað, húsnæði, skólalóð,
leikvelli, kennslutæki og innan-
stokksmuni og bæjarstjórn er
skylt að annast viðhald húss og
húsgagna, kaup og endurnýjun
tækja, og allt skal vera á full-
nægjandi hátt að mati skólastjór-
ans og — ekki skólanefndar eða
skólafulltrúans í Hafnarfirði —
heldur fræðslustjórans, sem situr
í Garðabæ. Verði ágreiningur milli
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og
þessara aðila sker ráðuneytið úr.
Allir sjá, að hér eru ráðin tekin af
bæjaryfirvöldum og fjármál
bæjarins flytjast úr höndum rétt
Oliver Steinn Jóhannesson
kjörinna fulltrúa bæjarbúa til
embættismanna, sem sitja ýmist í
Reykjavík eða í Garðabæ, en
starfsmaður bæjaryfirvalda,
skólafulltrúinn, sem launaður er
af Hafnfirðingum og er í eðlilegum
tengslum við bæjaryfirvöld, þeirra
fær engu um ráðið. Hið sama
verður uppi á teningnum ef
ágreiningsmál koma upp í skólan-
um, t.d. milli kennara og skóla-
stjóra. Þar hefur skólanefnd og
skólafulltrúi ekkert vald, en
fræðslustjóri Reykjanesumdæmis,
staðsettur í Garðabæ, fellir úr-
skurð um málið. Þetta hét í hinni
frægu þingræðu ráðherrans „sam-
starf ríkis og sveitarfélaga" og að
..byggðin fengi beina aðild að
stjórnun og framkvæmdum".
Undir þetta ok hefur verið reynt
að beygja Hafnfirðinga.
Allir sveitarstjórnarmenn skilja
hvaða þýðingu svona lög geta haft
fyrir bæjarfélag eins og Hafnar-
fjörð. Val á framkvæmdum og
röðun framkvæmda í samræmi við
fjárhag og tekjur hverfur úr
höndum kjörinna bæjarfulltrúa,
að hluta til a.m.k., lendir ekki einu
sinni í höndum einhverra íbúa
bæjarins, því endanlega valdið er
í höndum ráðuneytisstjóra sem
býr í Reykjavík og fræðslustjóra
Reykjanesumdæmis, sem grunn-
skólalögunum samkvæmt skal
hafa aðsetur í Garðabæ.
Þetta eru höfuðástæður þess að
bæjarstjórn Hafnarfjarðar vildi fá
fram þá breytingu, sem nú hefur
verið gerð á grunnskólalögunum,
þ.e. að ráðherra yrði heimilað „að
stofna sérstakt fræðsluumdæmi í
sveitarfélagi með 10 þúsund íbúum
eða fleiri, ef sveitarstjórn óskar
þess og fjárveiting er fyrir hendi“,
eins og stendur í 1. gr. frum-
varpsins. Samþykkt þessarar
breytingartillögu við grunnskóla-
lögin opnar því Hafnarfirði og
öðrum hliðstæðum byggðalögum
möguleika á auknu sjálfræði í
fræðslumálum, sem aðeins getur
talizt sanngjarnt og rétt þegar
haft er í huga að bærinn er stærri
en sum fræðsluumdæmin og kjör-
dæmin eru nú.
Hafnfirðingar gerðu sér þess
fulla grein að róðurinn að þessu
marki yrði þungur, því guðfaðir
grunnskólalaganna var þessari
breytingu meira en heilshugar
mótfallinn. Svo var einnig um
bæði núverandi og fyrrverandi
menntamálaráðherra. Var því ekki
nema eðlilegt, að góður hugur
fylgdi málinu heiman úr héraði og
inn fyrir dyr Alþingishússins.
Frumvarp um þessa breytingu var
fyrst flutt í lok þings 1977, en
komst ekki á dagskrá. Það var enn
flutt á síðasta þingi og fljótlega
varð vart andstöðu menntamála-
ráðuneytisins, þótt þar ríkti til-
töluleg ró framundir þinglokin,
enda töldu þeir sig hafa líf
frumvarpsins nánast í höndum
sér. A leið frumvarpsins gegnum
deildir.þingsins mátti að minnsta
kosti reikna með þrem tiltölulega
öruggum dauðagildrum. Yfir
fyrstu dauðagildrunni réð for-
maður menntamálanefndar neðri
deildar og þar mátti sem bezt
svæfa þetta óþægilega réttinda-
mál Hafnfirðinganna. Þetta var
eina mál nefndarinnar og ekki
talin ástæða til að hlaupa upp til
handa og fóta eða flýta afgreiðslu
þess úr nefndinni. Þrýstingur
heiman úr héraði og drengilegur
stuðningur varaformanns
nefndarinnar varð hér til bjargar,
þrjár umræður fóru fram um
málið, það var samþykkt og því
var vísað til efri deildar. Þar beið
önnur dauðagildran. Hún var
undir stjórn formanns mennta-
málanefndar efri deildar. Þrek
hans var minna en þrýstingur úr
héraði og auk þess var meirihluti
nefndarinnar honum andsnúinn í
skoðunum um málið, það var
afgreitt frá nefndinni og umræður
hófust, — þar með hin fræga ræða
ráðherrans. Þriðja dauðagildran
og hálfgerð þrautalending, var
tillaga þriggja þingmanna um að
vísa málinu til ríkisstjórnarinnar,
en samþykkt slíkrar tillögu er að
jafnaði talinn dauðadómur máls.
Þessi tillaga var felld, og einnig
tillaga menntamálaráðherra, sem
hann flutti við þessar umræður, en
frumvarpið síðan samþykkt með
12 atkv. gegn 7.
Þar með á að vera lokið þessari
sjálfstæðisbaráttu Hafnfirðinga,
því vafalaust verður ráðherra við
ósk bæjaryfirvalda í Hafnarfirði
þegar er hún berst ráðuneyti hans.
Hafi flutningsmenn, þeir Ólafur
G. Einarsson, Gils Guðmundsson,
Jón Skaftason og Benedikt
Gröndal, heila þökk fyrir flutning
þessa réttlætismáls og öðrum
ágætum þingmönnum vil ég þakka
stuðning við málið, stuðning
þeirra við frjálsa hugsun og frjálst
samstarf sveitarfélaga, gegn mið-
stýringarvaldi embættismanna-
kerfis og ríkisbákns.
Rall á
Húsavík
í juh
Ýmislegt er á döfinni hjá
Bifreiðaííjróttaklúbbi
Reykjavíkur í sumar og er
nú unnið að því að ljúka
frágangi á svonefndri
rally-cross braut þar sem
efnt verður til keppni
nokkrum sinnum í sumar.
Ólafur Guðmundsson sem
á sæti í stjórn klúbbsins
sagði að brautin væri nokk-
urn veginn tilbúin og yrði
senn farið að keppa á henni,
hún væri 900 metra löng og
yrðu 4 bílar í henni í einu
og mætti búast þar við
spennandi keppni en í þess
konar keppni eru einkum
notaðir gamlir bílar sem
ekki eru lengur á skrá.
Þá gat Ólafur þess að
næsta rall af stærri tegund-
inni yrði haldið í nágrenni
Húsavíkur og stæði að því
Bifreiðaíþróttaklúbbur
Húsavíkur. Yrði það haldið
helgina 8. og 9. júlí. Ekin
verður 400 km löng leið og
myndu félagar Bifreiða-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur
væntanlega fjölmenna
norður bæði til keppni svo
og til að aðstoða við fram-
kvæmd keppninnar.
Næsta rall BÍKR verður
19.—20. ágúst og er um 1000
km langt og í nóvember er
síðan ráðgert annað rall.
Skákmótið
í Lone Pine
EINS og komiö hefur fram í
frétfum er hinu geysisterka
alpjóðlega skákmóti í Lone
Pine í Bandaríkjunum nú lokið.
Góökunningi íslendinga,
danski harðjaxlinn Bent Lar-
sen, varð sigurvegari á mótinu
sem kunnugt er og skaut hann
pekktum stórmeisturum eins
og Petrosjan, Polugaevsky,
Portisch, Browne, Miles og
Timman ref fyrir rass. Larsen
tapaði í fyrstu umferð og fékk
við pað mikinn Monrad með-
vind og hlaut 7'h vinning úr
síöustu átta skákunum.
Sovézki stórmeistarinn Lev
Polugaevsky varð að bíta í pað
súra epli aö horfa á bak
Larsens, eftir að hafa haft
forustu allt mótiö. Hann hafnaði
pó í öðru sæti með sjö vinn-
inga.
íslendingar áttu fimm fulltrúa á
mótinu og stóðu þeir sig vonum
framar. Haukur Angantýsson og
Margeir Pétursson hlutu báðir
fimm vinninga og fyrri áfanga að
titli alþjóðlegs meistara og Helgi
Ólafsson hlaut 4'h vinning og
seinni áfanga alþjóðlegs titils.
Helgi er því fjórði titilhafi okkar
íslendinga í skák. Hinum tveimur
íslendingunum á mótinu gekk
ekki eins vel, Ásgeir Þ. Árnason
hlaut 2 vinninga og Jónas P.
Erlingsson einn vinning. Það
breytir þó engu um aö þetta er
einhver bezt heppnaöa utanför
íslenzkra skákmanna á síöari
árum.
Eftirfarandi staða kom upp í
fyrstu umferð. Skákin leiðir vel í
Ijós áhættu þá sem svartur tekur
með því að skilja kóngsvæng
sinn eftir óvarinn í Skileyjarvörn.
Svart: Odendahl, Bandaríkjun-
um
Hvítt: Mestrovic, Júgóslavíu.
18. Bxh7+I! — Kxh7, 19. Dh5+ —
Kg8, 20. f5
(Hugmynd hvíts með fórninni er
nú komin í Ijós. Hún byggist á því
að peðið á f7 er aðeins valdað
af svarta kóngnum.)
exf5, 21. Rxf5 — Bxg2+
(Örvænting. Svartur er glataöur
eftir 21 .. .Dc7, 22. Rh6+! —
gxh6, 23. Dxf7+ — Kh8, 24. Dg6)
22. Kxg2 — Db7+, 23. Rd5 —
Hd7, 24. Kg1 — Bf8, 25. exd6 —
g6, 26. Dg4 — Re6, 27. Be5 —
Hc8, 28. Dh3 — f6, 29. Rfe7+, 30.
Dxe6+ — Kg7, 31. dxe7 og
svartur gafst upp.
Það þykja ætíð mikil tíöindi
þegar þeir Petrosjan og Portisch
leiöa saman hesta sína við
skákboröiö. Fyrir einvígi þeirra
1973 haföi Portisch mjög gott
vinningshlutfall gegn Petrosjan,
en tapaði síðan einvíginu naum-
lega. Við skulum líta á viðureign
þeirra í Lone Pine, en þar tefldu
þeir mjög lærdómsríka skák.
Hvítt: Lajos Portisch
Svart: Tigran Petrosjan
Nimzoindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3
— Bb4, 4. e3 — 0-0, 5. Bd3 —
d5, 6. Rf3 — b6, 7. 0-0 — Bb7,
8. a3 — Bd6, 9. b4 — dxc4, 10.
Bxc4 — a5, 11. b5 — Rbd7, 12.
Bb2 — e5, 13. He1
(Betra er hér sennilega að leika
13. a4. Framhaldiö í skák þeirra
Spasskys og Tals í Moskvu 1975
varð 13 . . . De7, 14. h3 — Had8,
15. De3 — Hfe8, 16. Had1 og
hvítur stendur örlítiö betur)
e4, 14. Rd2
(Þessi staða kom einnig upp í
skák Portisch við Bolbochan á
millisvæðamótinu í Stokkhólmi
1962. Bolbochan lék 14 . . . He8
og lenti ekki í erfiöleikum. Leikur
Petrosjans er þó nákvæmari)
De7, 15. Be2 — Had8
16. Dc2
(Portisch hefur taliö 16. f3
þarfnast meiri undirbúnings.
Þeim leik gæti svartur nefnilega
svarað með 16 . . . Rc5! og 17.
dxc5 gengur ekki vegna 17 ...
Bxc5 og hvítur er varnarlaus.
T.d. 18. Bf 1 — Bxe3+, 19. Kg2
— Rh5 eða 18. Kf2 — Bxe3+!
Eftir 16. f3 — Rc5! yröi hvítur því
að leika 17. Dc2 og staðan er
mjög óljós)
Hfe8
(Undirbýr Rd7-f8-g6. Peðið á e4
þrengir töluvert að kóngsvæng
hvíts og hann reyndir nú að
bæta úr því)
17. f3!7 — exf3, 18. Bxf3 — Bxf3,
19. Rxf3 — Re4!
(Svartur stendur nú greinilega
betur. 20. Rd5 gengur t.d. ekki
vegna 20 ... De6, 21. Rxc7? —
Hc8 og svartur vinnur mann)
20. Rxe4 — Dxe4, 21. Dxe4 —
Hxe4, 22. Rd2 — He6, 23. e4?
(Tapleikurinn. Hvítur hefur aö
vísu slæman veikleika á e3, en
ef hann heföi leikið hér 23. Rc4
á svartur samt enn langt í land
með að innbyrða vinninginn)
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Rc5!
(Skyndilega kemst hvítur ekki
hjá liðstapi. Svartur hótar nú
einfaldlega 24 ... Rd3)
24. Rc4 — Rxe4
(Svartur hefur nú unnið peð og
afgangur skákarinnar er aðeins
tæknilegt atriði)
25. Hac1 — Bf8, 26. Re5 — Rd6,
27. a4 — f6, 28. Rf3 — He1, 29.
Re1 — Hd7, 30. Rf3 — Rf5, 31.
Kf2 — h5, 32. Hc2 — g5, 33. Hc4
— Bd6, 34. g3 — Kf7, 35. Rg1
— Re7, 36. Re2 — Rd5, 37. Bc1
— Ke6, 38. Hc2 — Kf5, 39. Kf3
— g4, 40. Kf2 — Hh7!
(Framrásin h5-h4-h3 reynist nú
allþung á metunum)
41. Hd2 — h4, 42. Kg2 — Ke4,
43. Hd1 — Re3, 44. Be3 — Ke3,
45. Rc3 — h3.
Hér átti skákin aö fara í bið,
en Portisch kaus fremur að
gefast upp, enda staðan von-
laus.