Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 14

Morgunblaðið - 18.05.1978, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAI 1978 Rabbað við JÓNAS ÁRNASON um Valmúann, menninguna og pólitíkina Grein: ARNI JOHNSEN Myndir: FRIÐÞJOFUR OG RAX „Aðalpersónan er sjómaður, togarajaxl af gamla skólanum, það er að segja, síðutogaramað- ur, manntegund sem éfí hef verið svo heppinn að kynnast allnáið um ævina." „Þú gehefur róið með þeim.“ „Já,'eéfí hef verið á síðutogur- unum on þegar maður hefur einu sinni kynnst þessu fólki þá lifir hjá manni upp frá því góðu lífi áhuf;inn á því.“ Það er Jónas Árnason alþing- ismaður ofí leikritaskáld sem er að fjalla um aðalpersónuna í nýju leikriti hans, sem frumsýnt verður í Iðnó á næstunni og heitir „Valmúinn springur út á núttunni.“ Við sitjum í einu fundarher- berginu á þriðju hæð í Þórs- hamri, mitt á milli Alþingis- hússins og Iðnó. Leikritaskáldið sprangar um í rólegheitum í herberginu á sokkaleistunum og við röbbum saman um leikritið, bæði það sem er að verða fullæft á fjölunum í Iðnó og einnig mannlífsatriðin úr hversdagslíf- inu sem hver eiga sín tilþrif. eða oftar en nokkuð annað íslenzkt leikrit í Iðnó. Jónas lýsti yfir ánægju sinni með frábærar viðtökur, en leikritið hefur gert ótrúlega víðreist á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan það var frumsýnt 1975. I vetur leið var leikritið sýnt á 6 stöðum úti á landsbyggðinni. Það hefur verið þýtt á ensku, sænsku, norsku, frönsku og pólsku og verið er að þýða það á finnsku. Það var sýnt á sviði á írlandi á tveimur stöðum, á leiklistarhátíð í Dundalk í maí 197(5, en yfirdómari þeirrar hátíðar var Tomás MacAnna þjóðleikhússtjóri Ira og hann vakti athygli leikhúsmanna í Dublin á leikritinu þannig að það var einnig sýnt á leiklistar- hátíð þar á Abbeyleikhúsinu, Þjóðleikhúsi íra, sem Tomás stjórnar. Tomás kom fyrst hingað til lands 1963 til að leikstýra Gísl eftir Brendan Bahen og þá tókst vinátta með Jónasi og honum, en Jónas þýddi Gísl á íslenzku. „Þessi vinátta hefur haldizt síðan,“ sagði Jónas, en það var í september árið 1976 sem íslend- Umkomuleysi ein- staklingsins og tóm- stundadútl pólitískra afla með teoríuna „Blessuð sé minning Svavars og Mozarts“ „Tilurð þessa verks,“ segi ég og Jónas glottir meira en ég. „Þessi spurning kemur fyrir í leikritinu. Fréttamaður í sjón- varpinu spyr stórgáfaðan og frægan höfund nákvæmlega þessarar spurningar og hann svarar að sjálfsögðu jafn gáfu- iega og spurt er: „Requiem eftir Mozart". Hins vegar get ég því miður ekki svarað jafn gáfulega, en aftur á móti læt ég aðalper- sónu leikritsins syngja kvæðið um Þórð sjóara eftir vii> minn Kristján frá Djúpalæk við lag Svavars heitins Benediktssonar. Blessuð sé minning Svavars og Mozarts." „Hvernig siglir fréttamaður sjónvarps í leikmyndina?" „Verkið skiptist í tvenns konar atriði, sjónvarpsatriði og sviðsatriði og þráðurinn spinnst annars vegar í stuttum viðtals- þáttum í sjónvarpi og hins vegar á fjöllum girtum eyðistað sem gæti veri norður á Ströndum. Þessir þræðir rekjast síðan sundur og saman leikritið út.“ Af hjartans einlægni í Skjaldhiimrum Nýja leikritið segir bezt sjálft sína sögu og talið vék að öðrum þáttum. Ég nefndi Skjaldhamra sem sýnt hefur verið 200 sinnum ingar komu mikið við sögu í Abbey-leikhúsinu, m.a. Gunnar Evjólfsson. Þjóðleikhúsið var svo vinsamlegt að gefa honum leyfi og einnig fór Steinþór Sigurðsson út í bæði skiptin til þess að sjá um sviðsmyndina." írar sýndu mikinn áhuga á þessari íslenzku leiksýningu og m.a. sá forseti írska lýðveldisins sýninguna og bauð síðan öllum leikhópnum heim á forsetasetr- ið. Og ferill verksins spannst áfram, því að í Abbey sá bandarískur leikhúsmaður, Artcole, verkið og það vakti áhuga h'ans. Artcole rekur Mid- land-leikhúsið í Texas, en hann er forseti Alþjóðasambands áhugaleikhúsa. Skjaldhamrar var síðan sýnt í Texas í fyrra undir leikstjórn Artcole og s.l. haust var það sýnt á Wasa í Finnlandi undir stjórn Eyvindar Erlendssonar, en um þessar mundir er verið að æfa það í tveimur borgum í Póllandi í leikhúsum í Wroclaw og Bia- lystock sem er við sovétmærin. Sá sem þýddi Skjaldhamra á pólsku er Piotr Szymanowski, sonur pólska verzlunarfulltrú- ans í Reykjavík. í Póllandi var leikritið gefið út á pólsku í Dialog, pólsku leikhúsriti, og þar var m.a. grein um Jónas og Island. Þá er það nýjasta að frétta af Skjaldhömrum að leikritið verður sýnt í haust í finnsku borginni Komi og sænsku borginni Luleá. Ég spurði Jónas um skýringu hans á vinsældum verksins? „Ég veit það ekki, ég fyllyrði ekkert um það,“ svaraði hann, “en hitt get ég fullyrt að verkið var samið af hjartans einlægni og Jón Sigurbjörnsson leikstjóri og leikarar hér í Iðnó sáu til þess að á sýningum var hvergi dregið úr þeirri hjartans ein- lægni. Ef til vill er skýringin á vinsældum verksins sú að ís- lenzkur almenningur hafi ennþá til að bera töluvert af hjartans einlægni þrátt fyrir allt og allt.“ Boðskapur skotsins „Það er eitt í sambandi við Skjaldhamra,“ sagði ég, „sem ég hef heyrt fólk hér og þar velta vöngum yfir og það er hvers vegna þú lætur leikritið enda með skoti bandarísks hermanns. Fólk spyr hvers vegna Banda- ríkjamaðurinn skuli allt í einu vera dreginn inn í endi leikrits- ins?“ „Sá sem þannig spyr, skilur ekki verkið. Verkið er samið sem aðdragandi að skotinu. Ef ekki væri fyrir þann boðskap sem í skotinu felst hefði ég aldrei samið þetta verk. Þeir sem hafa farið út úr leikhúsinu án þess að skilja merkingu þeirrar ærandi röskðnar sem verður á lífinu á Hjalti Rögnvaldsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir í hlutverkum Gassa og Önnu en Þau leika einnig Freudistann og Fidelu. Jón Sigurbjörnsson sem Keob í aöalhlutverki Valmúans, Lilja Guörún í hlutverki Fidelu og Margrét Ólatsdóttir í hlutverki grasafræðidoktorsins. Frumsýníng Valmúans verður 19. maí. Hjalti í hlutverki Freudistans. Skjaldhömrum þegar Amerík- aninn skýtur kópinn, þeir eiga í rauninni skilið að fá aðgöngu- miðann endurgreiddan, en ætli það sé vert að segja meira um þetta í Morgunblaðinu, fólk gæti farið að endurheimta miðaverð- ið.“ „Er einnig hleypt af í nýja leikritinu?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.