Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAI 1978
55
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALlF.
Framboðslisti óháðra í Reykjaneskjördæmi:
5 grundvallaratriði í kosn-
ingabaráttu til Alþingis
rekinna fyrirtækja. Um leið hefur
vexti þeirra atvinnuvega, sem ekki
eru hefðbundnir, iðnaðar, verzlun-
ar og þjónustustarfsemi, verið
haldið niðri, og sömuleiðis tilkomu
nýrra fyrirtækja og nýrrar starf-
semi á vegum eldri fyrirtækja. Á
síðari árum hafa viðskipta-
bankarnir og sumir fjárfestingar-
sjóðanna vissulega reynt að beita
heilbrigðu útlánamati. Vaxandi
verðbólga og minnkandi hlutdeild
bankanna í útlánum hefur þó mjög
dregið úr gildi þessarar viðleitni.
Áhrif á eigin-
fjárstöðu banka
Sem betur fór var eiginfjárstaða
íslenzku bankanna mjög traust í
kringum 1950. Síðan hefur hún
smátt og smátt látið undan síga.
í hlutfalli við innlán var eigið fé
bankanna að meðaltali 18% 1953,
en hafði lækkað í 7% 1976. Að því
er ríkisbankana snertir, er þess
enginn kostur að auka eigið fé
þeirra með framlagi frá eigandan-
um, ríkinu, nema því aðeins að til
vandræða horfi. Eini kosturinn er
þá að halda uppi nægilegum
tekjuafgangi. Þetta hefur hins
vegar reynst erfitt vegna skatta,
sem lagðir hafa verið á tekjur af
gjaldeyrisviðskiptum, og vegna
strangra vaxta- og gjaldeyris-
ákvæða. Á árunum 1975 og 1976
tókst eigi að síður, á grundvelli
aukins vaxtamunar, að halda
eiginfjárstöðunni að mestu leyti
óbreyttri. Á þessu ári, 1977, verður
þó ekki unnt að komast hjá
versnandi stöðu sökum þess að
mjög aukið hlutfall innlána, sem
bera háa vexti, hefur dregið úr
muninum á innlána- og útlána-
vöxtum. Einkabankarnir eiga þess
aftur á móti kost að auka eigið fé
sitt með útboði hlutafjár. Öflug
tengsl þeirra við sérstakar at-
vinnugreinar eða þjóðfélagshópa
hafa gert þetta auðveldara.
Vextir og verðtrygging
Miklar umræður hafa verið á
íslandi um vexti og verðtryggingu
undanfarna áratugi. Stjórnmála-
leg tillit hafa mjög stuðlað að
lágum vöxtum. Auk þess átti
lágvaxtastefnan, sem yfirleitt var
fylgt erlendis fyrst eftir styrjöld-
ina, sína hlutdeild í því að móta
stefnuna á Islandi, hversu lítið
sem hún þó gat átt við íslenzkar
aðstæður. Að vísu voru fram-
kvæmdar nokkrar vaxtahækkanir
upp úr 1950 og aftur upp úr 1960,
og skuldabréfavextir voru gerðir
hreyfanlegir. Almenn sala skulda-
bréfa, sem áður hafði átt sér stað
í nokkrum mæli, var þó útilokuð.
Athuganir á verðtryggingu
skuldabréfa og almennra innlána
voru framkvæmdar þegar á árun-
um milli 1950 og 1960. Það yar þó
ekki fyrr en um miðjan áratuginn
þar á eftir, sem farið var að selja
verðtryggð ríkisskpldabréf. Upp-
haflega var ætlunin sú, að þetta
yrði fyrsta skrefið til almennari
verðtryggingar sparifjár og lána.
Úr þessu varð þó ekki, að nokkru
leyti vegna áhrifa þess, að Finnar
hættu við verðtryggingu sína árið
1967. Á næstu árum þar á eftir,
þegar vaxtabreytingar hefðu getað
verið mjög öflugt tæki í stjórn
efnahagsmála, voru vextir algjör-
lega óhreyfanlegir vegna tillits til
stjórnmálaaðstæðna og afstöðu
verkalýðsfélaga. Samtímis var
sala vísitölutryggðra ríkisskulda-
bréfa aukin æ meir, og átti þetta
sinn þátt í samdrætti spariinnlána
eftir 1970. Bréf þessi má innleysa
eftir fimm ár. Afrakstur þeirra,
áður 6 nú 3‘/2% árlegir vextir auk
fullra vísitölubóta, er hærri en
nokkurrar annarrar fjárbindingar.
Veruleg breyting á vaxtastefn-
unni hefur átt sér stað síðan 1974.
Vextir hafa orðið miklu hreyfan-
legri en áður, hækkanir og til-
færslur hafa verið framkvæmdar
hvað eftir annað og dregið hefur
verið úr vaxtamismuni á milli
atvinnugreina. Þetta á ekki aðeins
við um bankana heldur einnig um
fjárfestingarlánasjóðina, þar sem
í stað lána með lágum nafnvöxtum
og þaðan af lægri raunvöxtum
hafa komið verðtryggð og gengis-
tryggð lán. Það, sem að baki
þessarar nýju vaxtastefnu liggur,
er sú nauðvörn, sem ört minnkandi
ráðstöfunarfé banka og sjóða
hefur kallað á, jafnframt því sem
gætt hefur aukins skilnings á
mikilvægi vaxta.
Almenn verðtrygging sparifjár
hefur aftur komist á dagskrá og
nýjar athuganir á þessu hafa verið
framkvæmdar. Niðurstaða þeirra
athugana er sú, að verðtrygging
innlána og útlána sé mjög erfið í
framkvæmd, nema þegar um
skuldabréf er að ræða, og hafi í för
með sér mikla áhættu fyrir
útlánastofnanir. Það sem á þarf að
halda, eru hreyfanlegir vextir, sem
breytast eftir stigi þeirrar verð-
bólgu, sem vænta má, frekar en
eftir verðbólgu liðins tíma.
Á hinn bóginn virðist svo sem
mönnum veitist auðveldara að
skilja tilgang hreyfanlegra vaxta,
ef þeir með einum eða öðrum hætti
eru tengdir ferli verðbólgunnar. Sé
þetta gert, virðast menn einnig
eiga auðveldara með að sætta sig
við háa vexti. Það hefur því orðið
ofan á að koma á nýju vaxtafyrir-
komulagi, sem gekk í gildi í ágúst
1977, þar sem vöxtum er skipt í
grunnþátt og verðbótaþátt.
Grunnþáttinn ákveða stjórnendur
peningamála að eigin mati eins og
áður, og er gert ráð fyrir því, að
hann breytist lítið. Verðbótaþátt-
inn á hins vegar að endurskoða á
þriggja mánaða fresti með tilliti
til þróunar verðlags. Þessi endur-
skoðun á að byggjast á því, að 60%
af aukningu verðbólgunnar leiði til
samsvarandi hækkunar vaxta.
Þetta nýja fyrirkomulag hefur
nú leitt til þess, að vextir á sparifé,
sem bundið er til eins árs, eru
orðnir 29%. og hæstu útlánavextir
30% . Þetta er vissulega lægra en
sú verðbólga, sem vænta má á
næsta ári, sem er um 35%, en
dregur þó úr neikvæðum raunvöxt-
um og veitir sparifjáreigendum
nokkra tryggingu um framtíðina.
Enda þótt enn sé of snemmt að
fullyrða nokkuð í þessu efni, er þó
ýmislegt sem bendir 'til, að hreyf-
anleg vaxtastefna yfirleitt og nýja
fyrirkomulagið sér í lagi hafi
örvað sparifjármyndun í bönkum
og dregið úr eftirspurn eftir
útlánum. Verði þetta reyndin,
hefur hin nýja stefna einnig bætt
skilyrðin fyrir almennu viðnámi
gegn verðbólgunni.
Nokkrar ályktanir
Mikilvægustu ályktanir, sem
unnt virðist að draga af reynsl-
unni á Islandi, eru þessar:
1. Sé verðbólga ekki mikið yfir
10% og komi ekki til sögunnar
eftirvænting um áframhaldandi
aukningu verðbólgu, eru áhrif
hennar á innlánaþróun tiltölu-
lega lítil. Þetta á einnig við,
enda þótt raunvextir séu nei-
kvæðir. Hreyfanleg vaxtastefna
og skattaívilnanir til sparifjár-
eigenda, sem þó hafa alvarlega
annmarka að öðru leyti, eru
áhrifarík tæki við þessar
aðstæður.
2. Örari verðbólga en þetta, eink-
um samfara eftirvæntingu um
áframhaldandi vöxt verðbóigu,
hefur mikil áhrif á innlánaþró-
un. Ráðstöfunarfé banka getur
þá stórlega rýrnað á fáum
árum, nema öflugar gagnráð-
stafanir komi til framkvæmda.
Framhald á bls. 62.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi kosningaávarp frá
framboðslista óháðra í Reykja-
neskjördæmii
1. Við viljum efla, treysta og í
heiðri hafa í hvívetna reglur
lýðræðisins, sem að okkar mati á
að vera meginmarkmið í stjórnun
landsins.
Við munum standa þéttan vörð
um sjálfstæði og frelsi íslands. Að
þessum markmiðum munum við
vinna á grundvelli þjóðlegrar
umbótastefnu, sem byggist á
fornum dyggðum og kristnum
grundvelli.
2. Við leggjum áherslu á heil-
brigðan og traustan atvinnurekst-
ur og viljum því vara þjóðina við
ískyggilegum efnahagshorfum og
óðaverðbólgu. Verði eigi fljótlega
spyrnt við fótum með sameigin-
legu átaki, þá er efnahagslegt
sjálfstæði okkar í stórhættu.
Áhrifa þróunar verðlagsmála um
nokkurra ára skeið, gætir á
fjölmörgum sviðum til hins verra
og skal aðeins þrennt talið. Dregið
hefur úr siðferðislegu þreki þjóð-
arinnar og heilbrigt verðmæta-
skyn er horfið og komið hefur í
ljós, að raunverulegur kaupmáttur
fólks vex ekkert við þessar aðstæð-
ur. Lífsnauðsyn er því, að sem
fyrst verði gjörbreyting á þessum
málum. Hér þarf ríkið sjálft að
ganga undan með ábyrgri og
aðhaldssamri fjármálastjórn.
Forystumenn þjóðarinnar verða
að sýna í verki, að þeir eigi
frumkvæðið og allir landsmenn
verða að taka höndum saman að
axla byrðarnar í viðnáminu gegn
verðbólgunni. Lögð er áhersla á
það, að aðilar vinnumarkaðarins
móti launastefnu, sem heldur í
heiðri hagsmuni allra stétta, en
vinni gegn kjarakapphlaupi ein-
stakra hópa.
3. Við viljum leggja áherslu á að
atvinnuvegir þjóðarinnar standi á
traustum eigin fótum, án þess
ríkið þurfi að hlaupa undir bagga
með rekstrinum.
Hin síðari ár hefur átt sér stað
mjög jákvæð þróun í tónlistar-
starfi innan skólanna. Ber þar
bæði að hafa í huga beina
tónmenntafræðslu í grunnskólun-
um en ekki síður í hinum ýmsu
tónlistarskólum, sem stofnsettir
hafa verið víðsvegar úti um landið
og einnig í höfuðborginni og
nágrenni hennar. Hefur þar ekki
sízt borið á ört vaxandi starfi
barna- og unglingalúðrasveita,
sem hvarvetna setja hátíðarblæ á
mannfagnaði heimabyggða sinna,
jafnframt því að hafa ótvírætt
Undirstöðuatvinnugrein lands-
manna er sjávarútvegur og vinnsla
sjávarafurða. Á heimsmarkaðin-
um eru tíðar verðsveiflur á þessum
afurðum, sem hafa haft skaðleg
efnahagsáhrif og leitt til tíðra
gengisfellinga.
Til þess að mæta aflabresti og
verðlækkun afurða, þá þarf að
leggja í varasjóð er betur árar
hluta af afurðaverðinu svo að við
getum mætt áföllunum. Jafnframt
verði markvisst unnið að því að
tryggja samkeppnisaðstöðu ís-
lensks iðnaðar og stuðla að fjöl-
breyttum iðnaði og koma á fót
nýjum atvinnugreinum. Við telj-
um að frjálst markaðskerfi muni
leiða til hagkvæmustu viðskipta-
kjara fyrir þjóðina. En vörum
jafnframt við þeirri þróun, sem
stöðugt fer í vöxt, að viðskiptin
færist á fáa aðila á kostnað
smáfyrirtækja.
Hér verður því sem fyrst að
setja löggjöf, sem vinnur gegn
hverskonar einokun og hringa-
myndun. Sérstaklega verður að
taka fyrir hvernig stjórnmála-
flokkarnir tryggja nokkrum fyrir-
tækjum verkefni og fyrirgreiðslu
gegn stórfelldum aflátsgjöfum til
starfssemi flokkanna.
Slík viðskipti hafa leitt til
stjórnmálaspillingar og eru sjálf-
stæði okkar hættuleg.
4. Við viljum breyta núverandi
kosningafyrirkomulagi, sem í raun
stuðlar að stórauknu flokksræði.
Kjósendur eiga að ráða með
atkvæði sínu, hverjir kosningu
hljóta og veita þannig stjórnmála-
mönnunum nauðsynlegt aðhald. I
Reykjaneskjördæmi gildir atkvæð-
isréttur kjósenda að einum
fimmta hluta miðað við fámenn-
ustu kjördæmin og ekkert kjör-
dæmi er eins illa statt í þessum
efnum, enda fólksflutningur mest-
ur þangað.
Hér er raunverulega um mann-
réttindamál að ræða og gegnir það
furðu og mun vera einsdæmi
meðal annarra þjóða, að jafn
uppeldisgildi fyrir þátttakendur í
því starfi.
Fyrir nokkrum árum gekkst
Mýrarhúsaskólinn á Seltjarnar-
nesi fyrir þeirri skemmtilegu
nýbreytni að bjóða til hátíðar að
loknu vel unnu vetrarstarfi. Komu
þá saman lúðrasveitir barna frá
höfuðborgarsvæðinu og léku fyrst
einar sér og síðan allar í samein-
ingu í íþróttahúsi Seltirninga.
Nú hefur Tónlistarskólinn í
Görðum ákveðið að taka upp
augljós réttindaskerðing sé ekki
leiðrétt. En þrátt fyrir ítrekuð
fyrirheit forystumanna allra
stjórnmálaflokkanna um leiðrétt-
ingar á framangreindum málum,
þá er ekkert samkomulag um
raunhæfar tillögur til úrbóta.
Ástæðan mun vera valdabarátta
innan flokkanna og samtrygging
þeirra. Lítil von er til úrbóta.
nema að kjósendur sýni fyrirlitn-
ingu sína á þessum vinnubrögð-
um í verki.
Sérstaklega viljum við styðja þá
hugmynd er fram hefur komið, að
stjórnmálaflokkar, er fengið hafa
5% fylgi eða meira meðal þjóðar-
innar í kosningu eigi rétt á að fá
fulltrúa á Alþingi með hliðsjón af
fylgi sínu.
5. Við stefnum að því, að
sérhver einstaklingur geti notið til
svo að hann geti orðið hamingju-
samur og nýtur þjóðfélagsþegn.
Þróa skal skólastarfssemi að
aðstæðum og sérþörfum íslensks
þjóðfélags og gefa íbúum skóla-
hverfa möguleika á að hafa meiri
og ábyrgari áhrif á hana.
Einnig er nauðsynlegt að marka
gleggri skil en nú eru á milli
fjármögnunarskyldu ríkis annars
vegar og sveitarfélaga hins vegar.
Við viljum einnig tryggja öllum
landsmönnum félagslegt öryggi.
Það er aðalhlutverk almanna-
trygginga og lífeyrissjóðanna að
tryggja og standa þéttan vörð um
hagsmuni aldraðs fólks, öryrkja,
einstæðra mæðra og barnmargra
fjölskyldna.
Hér þarf heildarendurskoðunar
við og samræma þarf starfsemi
þessara aðila og stefnt verði að
því, að einn lífeyrissjóður verði
fyrir alla landsmenn.
Við viljum stuðla að því að sem
flestar fjölskyldur eignist eigið
húsnæði. Það er þó aðeins hægt
með sameiginlegu átaki og stór-
bættu skipulagi.
Jafnframt verði með löggjöf enn
betur tryggður réttur þeirra, sem
búa í leiguhúsnæði.
þráðinn að nýju og bjóða til slíks
fagnaðar laugardaginn 20. maí kl.
15.15. Hafa fjölmargar lúðra-
sveitir barna og unglinga þekkst
boðið og munu að öllum líkindum
aldrei fyrr svo margar sveitir
verða saman komnar á einum stað.
Standa vonir til að áheyrendum
gefist kostur á að hlýða á stærstu
lúðrasveit, sem nokkru sinni hefur
leikið á Islandi, þegar um 450
ungmenni þeyta lúðra sína í
kröftugum samhljómi í iþrótta-
húsinu í Görðum næstkomandi
laugardag.
Fjölmargar barna- og unglinga-
lúðrasveitir á móti í Görðum