Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 63 „Arðsemi fjárfestingar í iðn- aði þyrfti að vera miklu meiri. ef hann á að laða til sfn nauðsynlest frumkvæði og fjár- magn til að standa undir hættum lífskjörum þjóðarinnar eins og viðurkennt er. að hann hafi gert s.l. áratug os verði í vaxandi mæli að gera í framtíð- inni." sagði Haukur Eggerts- son forstjóri fyrirtækisins Plastprents h.f.. þegar Morgunblaðið ræddi við hann og son hans. Eggert. á dögun- um. en fyrir skömmu varð Plastprent 20 ára. En þrátt fyrir að þeir feðgar segi. „að íslenzk stjórnvöld hafi þvælst fyrir eðlilegri uppbyggingu íslenzks iðnaðar." hefur vöxtur Plastprents verið ævintýralega ör. ef miðað er við íslenzk fyrirtæki. Þegar Plastprent hóf starf- semi sína fyrir 20 árum, var það til húsa í 50 fermetra bílskúr. Nú er fyrirtækið í 2250 fermetra húsnæði að Höfðabakka 9 í Reykjavík. í upphafi var tækja- kosturinn aðeins ein sambyggð prent- og pokavél.’ Nú eru vélarnar 20 talsins, auk ýmissa Haukur Eggertsson t.v. og Eggert Hauksson fyrir framan stærstu vélina í húsakynnum Plastprents. „Höfum ekki áhuga á að flytja út á meðan við höf- um ekki undan innanlands” — segja Haukur Eggertsson og Eggert Hauksson í Plastprenti h.f. hjálpartækja. I upphafi voru starfsmenn tveir, en nú er starfsliðið 50 manns, sem vinn- ur margt á vöktum. Unnið er ýmist á tví- eöa þrískiptum vöktum, og í hluta fyrirtækisins er ávallt unnið allan sólarhring- inn. Sem dæmi um vöxt fyrir- tækisins má nefna, að fram- leiðslan jókst um 45% árið 1976 og 70%. árið 1977. Heildarvelta fyrirtækisins í fyrra var rúm- lega 400 milljónir króna. Plastprent hefur flutt starf- semi sína þrisvar. Húsnæðið stækkaði jafnt og þétt í 900 fermetra til ársins 1970, en langstærsta stökkið var tekið árið 1975, er það flutti í 2000 fermetra húsnæði á Höfða- bakka, sem nú hefur verið stækkað i 2250 fermetra, eins og áður sagði. Þrátt fyrir þetta mikla húsnæði er það þegar orðið of lítið. Morgunblaðið spurði þá Hauk og Eggert um ástæðuna fyrir velgengni fyrirtækisins á liðn- um árum: í fyrsta lagi hefur það skipt miklu, að eigendur Plastprents höfðu lokið sinni „einkafjárfest- ingu“, þegar þeir stofnuðu fyrir- tækið. Fyrir bragðið hefur tekist að nýta allan rekstrar- kostnað eingöngu til að byggja upp fyrirtækið. Oft teflt djarft í öðru lagi hefur oft verið teflt djarft og á tæpasta vaö við kaup á vélum, val á nýjum fram- leiðslutegundum og mat á mark- aðsaðstæðum. Þá fara heppni og árangur saman. Vitaskuld hefur ýmislegt mistekist en hitt er fleira, sem hefur heppnast þeim mun betur. I þriðja lagi höfum við oftast verið í leiguhúsnæði og því getað gripið markaðstækifærin fyrr og betur en ef við hefðum jafnframt bundið fé í stein- steypu. Við erum síður en svo á móti því að eignast eigið hús- næði, en alltaf verður að velja og hafna. Við erum í plastiðnaði en ekki byggingarbransanum og viljum halda okkur við plastið á meðan aðrir vilja byggja yfir okkur. í fjórða lagi má ekki gleyma, að við erum með harðsnúið starfsfólk, sém þekkir markaði og möguleika fyrirtækisins og hefur átt ómældan þátt í að gera fyrirtækið að því, sem það er nú. Síðast en ekki sízt eigum við góðan og stóran hóp viðskipta- vina, sem sýnir okkur velvilja og þolinmæði og tekur öllum nýj- ungum okkar opnum örmum.“ prentsal Plastprents eru nú 4 vélar. í þessari vél eru mynzturmót á plastpokana búin til. Hráefni sett í eina slönguvélina. Aðeins 2.4% veltunnar í húsnæðiskostnað Eigendur Plastprents hafa sem sagt valið aðra stefnu en flestir aðrir atvinnurekendur á yfirstandandi verðbólgutímum, þegar viturlegast er talið að fjárfesta í steinsteypu. Þessi ákvörðun hefur reynzt fyrirtæk- inu gæfurík, því í leiguhúsnæði hefur starfsemin þanizt út og framleiðslan vaxið risaskrefum, sem engin leið hefði verið að taka, ef þurft hefði að bera þunga skuldabagga vegna hús- næðis. Þess má og geta, að húsaleigan er nú um 2,4% af heildarveltunni, og geta menn séð í hendi sér, hvort húsnæðis- kostnaður af nýju eigin húsnæði væri ekki nokkru hærri á tímum hárra vaxta og verðbólgu, segja Haukur og Eggert. Vélakostur Plastprents hefur margfaldast s.l. 3 ár. í upphafi var aðeins ein prent- og pokavél, sem vann úr plastslöngum, sem fyrirtækið keypti að. Nú á Plastprent þrjár fullkomnar vélar, sem framleiða plastslöng- ur, sem eru frá 7 sentimetrum á breidd upp í 4 metra. Slöng- urnar eru framleiddar úr inn- fluttu hráefni og vélarnar ganga allan sólarhringinn. Nú hefur þessi vélakostur verið aukinn, þannig að framleiðslugetan eykst um 35% . Fyrsta slöngu- vélin 1975 „Það var árið 1975, sem við keyptum slönguvélarnar, en áður fluttum við slöngurnar inn og eins keyptum við slöngu frá Reykjalundi, sem viö gerum re.vndar enn,“ segir Haukur. í prentsal f.vrirtækisins eru 4 vélar. Þar stendur enn fyrsta vél f.vrirtækisins, önnur sem keypt var fyrir 16 árum, en fyrir þremur árum var keypt mjög fullkomin og hraðvirk prentvél. I fyrstu var hún aðeins í notkun þriðja hvern dag að jafnaði, en notkunin jókst mjög ört. Síðasta árið hefur hún verið í gangi allan sólarhringinn og í septem- ber s.l. var keypt önnur slík vél og er hún einnig í fullri notkun. Ur prentsalnum fer efnið í pokagerðarsalinn, en þangað fer einnig beint það efni, sem ekki er prentað á. Þar eru 9 vélar í gangi, flestar yngri en 5 ára. Þarna taka hinar ýmsu umbúðir á sig endanlega mynd, stórir sorpsekkir og áburðarsekkir, umbúðapokar, fiskumbúðir o.fl. Plastiðnaður- inn að mestu óverndaður Þeir Haukur og Eggert sögðu að plastiðnaðurinn væri að mestu óverndaður og stæði því í beinni samkeppni við erlend stórfyrirtæki. Vitaskuld væri það erfitt, þegar tillit væri tekið til þeirrar aðstöðu, sem iðnaði væri búin í íslenzku atvinnulífi, einkum hvað varðar skatta- og lánamál, og hún borin saman við aðstæður erlendra sam- keppnisaðila. „Annars er það svo,“ segir Haukur, „að við eigum í mestu erfiðleikunum með að byggja upp okkar fyrirtæki, svo vel sé, fyrst og fremst vegna tolla sem lagðir eru á tækjabúnað til okkar. Reyndar voru aðflutn- ingsgjöld að mestu felld niður fyrir einu ári, en tekin upp á ný í ár. Sem dæmi má nefna, að okkur er nauðsyn að byggja upp efnisflutningakerfi innan fyrir- tækisins, en tollar á þeim tækjum, sem við þurfum til þess, eru frá 84—94%.. Má nefna, að vörul.vftari, sem kost- ar margar milljónir og við þurfum að nota, tvöfaldast næstum í verði, þegar búið er að borga aðflutningsgjöldin. Sömu sögu er að segja af öðrum tækjum, sem þarf til að bæta framleiðsluna, og með því að taka ný og fullkomin tæki í notkun, getum við einnig fækk- að fólki og hækkað launin.“ Hagstæðari tilboð en frá erlendum keppinautum Engu að síður hefur Plast- prent h.f. reynst mjög sam- keppnisfært og hefur oftast tekist að gera hagstæðari tilboð en erlendir keppinautar í mörg stór verkefni. Má þar til nefna áburðarsekki, sorpsekki og fisk- umbúðir, sem eru geysilega stór verkefni og mjög eftirsótt af erlendum keppinautum. Fisk- umbúðirnar eru að mestu notað- ar af Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sambandinu, en Framhald á bls. 53.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.