Morgunblaðið - 25.06.1978, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978
ERUÞEIR
Stórlaxí
Stóru-Laxá *
Hjá Friöriki Stefánssyni hjá
Stangaveiöifélagi Reykjavíkur,
fengum viö þær upplýsingar, aö
veiðin fyrstu tvo dagana í Stóru-
Laxá í Hreppum heföi verið mun
betri en á sama tíma í fyrra. Veiðin
hófst tuttugasta og veiddust alls 50
laxar á 10 stangir, en í fyrra
veiddust á sama tíma aöeins 20
laxar og þótti þó gott fyrir Laxá. Á
2. svæöi veiddust 27 laxar, en þar
er veitt á 2 stangir. Stærsti laxinn
var 17 pund, enginn var minni en
10 pund og allir nema einn
veiddust við Bergsnös hjá Hrepp-
hólum.
Á þriöja svæði er einnig veitt á
tvær stangir og veiddust þar 7
laxar, þar af 4 á flugu. Þessir fiskar
voru 10—14 pund hver.
Á efsta svæöinu er veitt á fimm
stangir og nær svæöiö langt fram
á afrétti. Friörik sagði aö minnst 16
laxar heföu veiöst þar þessa fyrstu
tvo daga, en gætu verið fleiri. Þetta
voru 10—15 punda fiskar og flestir
dregnir í Hólmahyl.
Að lokum lét Friörik þess getiö,
aö á fimmtudagskvöldiö heföu 85
laxar veriö komnir á land úr
Elliðaánum og væri þaö helmingi
meiri afli en á sama tíma í fyrra.
Veiðin hefst í Grímsá í dag og um
mánaðamótin hefst veiði í Leir-
vogsá.
Þess má að lokum geta, að
samkvæmt skýrslu Veiöimálastofn-
unar veiddust 266 laxar í Stóru-
Laxá í fyrrasumar. Mest hefur hún
þó gefið 340 fiska. Viröist því
hugsanlega metár vera í aösigi.
— 90-
Alþýðubandalag-
ið á Eskifirði
meinar fullar vísi-
tölubætur frá
og með 1. júní
Eskifirði, 23. júní.
HRAFNKELL Jónsson bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins hefur
beðið um leiðréttingu vegna
fréttar af fyrsta fundi bæjar-
stjórnar Eskifjarðar þess efnis að
hann hafi þar átt við að fullar
visitölubætur á laun hæjarstarfs-
manna yrðu Kreiddar frá 1. júní
en ekki aftur til 1. marz.
Fréttaritari.
Útvarp Reykjavík
MANUDAGUR
2fi. júní
20.00 Fréttir oj? veður
20.25 Aujflýsiniíar o« dajfskrá
20.30 Er éjj að Ijújja? (L)
Danskt sjónvarpsleikrit
eftir Mette Knudsen vg
Elisaheth Ryjfárd oj{ eru
þar jafnframt leikstjórar.
Aðalhlutverk Litten Ilan-
sen ojí Finn Nielsen.
Söjjuhetjan er þrij{j{ja
barna m«'>ðir. 36 ára jrömul.
í þessu sjónvarpsleikriti
rekur hún a-viferil sinn eins
ojí hún túlkar hann. Hins
vejfar lýsir leikritið siímu
athurðum svo o« heimsvið-
burðum eins oj{ þeir raun-
verulesa jterðust.
Uýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Nordvision —
Danska sjónvarpið).
22.05 Vertu viðbúinn (L)
Stutt. bresk mynd um að-
ferðir til að halda heilsu.
Uýðandi oj{ þulur Jón O.
Edwald.
22.15 Heimsmeistarakeppnin
í knattspyrnu (L)
Úrslitaleikur. (A78TV -
Evróvision — Danska sjón-
varpið)
23.50 Dajískrárlok
SUNNUDAGUR
25. júní
18.00 Kvakk-kvakk (L)
ítölsk klippimynd án orða.
18.05 Knattspyrnulið Lottu
(L)
Lotta oj{ bekkjarsystur
hennar eru orðnar leiðar á
að þurfa að leysa sérstök
stúlknaverkefni. þejtar
drenjíirnir fá að leika
knattspyrnu. og því gri'pa
þær til sinna ráða.
Þýðandi Sveinbjörg Svein-
björnsdóttir. (Nordvision
— Danska sjónvarpið)
18.30 Hér gildir hæfnin (L)
Fatlaðir geta fundið margs
konar íþróttir við sitt hæfi, •
og þá gildir einu. hvort
menn eru blindir. lamaðir
eða hafa misst útlimi.
í þessari bresku mynd er
sýnt frá alþjóðlegu íþrótta-
móti á Stoke Mandeville
leikvanginum í Englandi og
brugðið upp svipmyndum
frá skólum fyrir fatlaða.
þar sem áhersla er lögð á
iðkun íþrótta.
I>ýðandi og þulur Björn
Baldursson.
18.55 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Gæfa eða gjörvileiki (L)
Bandan'skur framhalds-
myndaflokkur.
8. þáttur.
Efni sjöunda þáttar.
Falconetti sýnir Rudy og
Weslcy banatilræði, en það
mistekst. Rudy lánar Billy
fé til að gerast meðeigandi
í plötuútgáfu Greenbergs.
sem er i kröggum og flýr
með féð. Maggie fer á fuárff
Söru Hunt. fyrrverahdi
einkaritara Esteps. en hún
neitar a leysa írá skjóðunni.
Rudy heimsækir hana og
heitir henni vernd, ef hún
upplýsir illvirki Esteps, en
hún óttast, að henni sé
bráður bani búinn.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.20 Frá Listahátíð 1978
Itzhak Perlman leikur með
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stjórnandi Vladimir Ash-
kenazy.
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
22.00 Undir Jökli (L)
Kvikmynd. sem Sjónvarpið
gerði um þjóðsagnafjallið
Snæfellsjökul og fbúa
byggðanna undir Jökli.
Rætt er við fólk og fjallað
um áhrif Jökulsins á mann
Ii'f og menningu. Meðal
Framhald á bls. 29.
SUNNUD4GUR
25. júní
MORGUNNINN__________________
8.00 Fréttir
8.05 Morgunandakt
Séra Pétur Sigurgeirsson
vi'gslubiskup flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.15 Veðurfregnir.
Forustugreinar dagblað-
anna (útdr.).
8.35 Létt morgunlög
Peter Nero píanóleikari og
Boston Pops hljómsveitin
leika tónlist eftir Gerorge
Gershwin< Arthur Fiedler
stjórnar.
9.00 Dægradvöl
Þáttur í umsjá Ólafs
Sigurðssonar fréttamanns.
9.30 Morguntónleikar. (10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir).
a. Fiðlukonsert nr. 1 í d-moll
op. 6 eftir Niccolo Paganini.
Yehudi Menuhin og Konung-
lega fflharmóníuhljóm-
sveitin í Lundúnum leika*
Alberto Erede stjórnar.
b. „Myndir á sýningu“ eftir
Modest Mússorgský.
Vladímir Ashkenazy leikur
á pi'anó.
11.00 Messa í Dómkirkjunni.
(Hljóðr. setningardag
prestastefnu á þriðjud. var).
Mosfelli og séra Valgeir
Ástráðsson á Eyrarbakka
þjóna fyrir altari. Ein-
söngvarakórinn syngur.
Organleikarit Jón Stefáns-
son.
12.15 Dagskrá. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ____________________
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Fyrir ofan garð og neðan
Hjalti Jón Sveinsson stýrir
þættinum, sem verður frá
Akureyri.
15.00 Miðdegistónleikar
Danssýningarlög úr þekkt-
um óperum.
Hljómsveitir leika undir
stjórn Herberts von
Karajan.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir.
16.25 Um klaustur á lslandi
Sigmar B. Hauksson tek-
ur saman dagskrána og
ræðir við dr. Magnús Má
Lárusson. (Áður útvarpað
í október í fyrra).
17.15 Djassmiðlar
Hljómsveit undir stjórn
Magnúsar Ingimarssonar
leikur. Jón Múli Árnason
kynnir.
17.1640 Harmónikumúsik o.fl.
létt lög
Fred Hector og hljómsveit hans
leika. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIO
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Uppruni atómskáldskap-
ar
Þorsteinn Antonsson rithöf-
undur flytur erindi.
19.55 Norræn alþýðulög í
hljómsveitarútsetningu
Sinfóníuhljómsveit Berli'nar
leikuri Stig Rybrant stj.
20.30 Útvarpssagani „Kaup-
angur“ eftir Stefán Júlíus-
son Höfundur les (14).
21.00 Stúdíó II
Tónlistarþáttur í umsjá
Leifs Þórarinssonar.
21.50 Satt og ýkt
Höskuldur Skagfjörð fer
með nokkrar meinlausar
kosningafréttir frá fyrri tíð.
22.15 Einsönguri Giuseppe di
Stefano syngur vinsæl lög
frá heimalandi sínu, Ítalíu.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
23.00 Kosningaútvarp — og
tónleikar.
Útvarpað verður beint frá
talningarstöðum í öllum
kjördæmum landsins, þ.e.
frá Reykjavík, Hafnarfirði,
Borgarnesi, ísafirði, Sauðár-
króki, Akureyri, Seyðisfirði
og Hvolsvelli. Einnig verður
beint samband við Reikni-
stofnun háskólans. Umsjónt
Kári Jónasson. Dagskrárlok
á óákveðnum ti'ma.
Fréttamenn frá
útvarpi á öllum
talningarstöðum
KOSNINGAÚTVARP hefst í kvöld
kl. 23.00 og mun þaö standa alla
nóttina og sennllega til hádegis á
mánudag og má því búast viö
röskun á morgunútvarpi á mánu-
dag.
Utvarpað veröur beint frá taln-
ingarstööum í öllum kjördæmum
landsins, þ.e. frá Reykjavík, Hafn-
arfiröi, Borgarnesi, ísafiröi, Sauö-
árkróki, Akureyri, Seyöisfiröi og
Hvolsvelli og verða fréttamenn frá
útvarpinu á öllum þessum stööum,
en þetta er í fyrsta skipti sem þaö
er gert. Einnig verður beint
samband viö Reiknisstofnun há-
skólans.
Þegar niöurstööur kosninganna
liggja aö mestu leyti fyrir veröa
viötöl viö frambjóðendurna og
þeim útvarpaö beint. Ummæli
þeirra veröa síöan endurtekin á
mánudag. Klukkan 7.00 á mánu-
dagskvöld er ætlunin aö fulltrúar
allra flokkanna hittist í útvarpi og
segi álit sitt á úrslitum kosning-
anna og geri jafnvel grein fyrir
vaentanlegri stjórnarmyndun.
í kosningaútvarpinu verður einn-
ig sagt frá úrslitum í hreppsnefnd-
arkosningunum eftir því sem viö
veröur komiö, en kosið er á 168
stööum.
Að sögn Kára Jónassonar um-
sjónarmanns kosningaútvarpsins
veröur þaö eingöngu byggt upp á
kosningatölum, frásögnum frá
kjörstööum og viötölum viö fram-
bjóðendur en inn á milli atriöa
veröur leikin létt tónlist.
— 0 —
Kosningasjónvarpið í kvöld hefst
kl. 22.45 en ekki er búiö aö ákveöa
lengd þess, þannig aö dagskrárlok
verða óákveöin. í kosningasjón-
varpinu veröa birtar atkvæöatölur
og rætt viö stjórnmálamenn f
sjónvarpssal. Kjördæmin veröa
kynnt og spjallaö við fólk um
kosningarnar. Einnig veröur á
dagskránni ýmislegt skemmtiefni
og birtar kosningaspár.
Umsjónarmenn kosningasjón-
varpsins eru Ómar Ragnarsson og
Guöjón Einarsson en Maríanna
Friðjónsdóttir annast stjórn út-
sendingar.
Úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni í Argentínu
veröur leikinn í kvöld og eru paö liö Hollands og
Argentínu sem pá keppa til úrslita. Á morgun, mánudag,
kl. 22.00 mun sjónvarpiö sýna pennan leik og veröur hann
án efa mjög spennandi. Myndin er frá einum leiknum í
heimsmeistarakeppninni.