Morgunblaðið - 25.06.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978
í fyrra Pétursbréfi voru
hinum fámenna kristna söfn-
uði gefnar viturlegar reglur
um hegðun og stöðu hans í
hafi heiðinna manna. En
hvernig var hægt að ætlazt til
þess, að kristnir menn væru
„undirgefnir mannlegu skipu-
lagi“, sem að öllu hvíldi á
heiðnum grunni og hlaut að
valda daglegum árekstrum við
kristna samvizku?
í hinu fámenna kristna
samfélagi var lífið ævintýri
líkast en þegar útfyrir endi-
mörk þess var komið biðu
dagleg störf í heimi, sem var
önnur veröld en sú, sem
kristna samfélagið hrærðist í.
Brátt kom til árekstra. Frá
kristnum mönnum sálarstríð
og orðið samvizku þeirra erfið,
því að kristin samvizka göf-
ugra manna er oft á undan
lögum þjóðfélagsins. Tökum
tvö dæmi sitt úr hvorri átt.
Afi prestsins og lærdóms-
mannsins drs. H. E. Fosdicks
í New York kvaðst einu sinni
á ævinni hafa brotið landslög.
Það var í þrælastríðinu vestra
að hann leyndi hundeltum
svertingja og hjálpaði honum
að flýja yfir landamærin. Ekki
taldi hann sér fært að fyglja
boði Heil. Ritningar að vera
„mannlegu skipulagi undirgef-
inn“ í þessu tilviki. Samvizka
hans var á undan lögum
landsins.
borgaranna að sækja kjör-
fund. Á svo miklu ríður,
hverjir veljast til forystu í
málum þjóðarinnar allrar.
Mikið djúp er staðfest milli
fyrstu kynslóða kristninnar,
sem lögðu á sig þá byrði fyrir
trú sína að reynast hlýðnir
borgarar, undirgefnir heiðnu
þjóðskipulagi, og þeirrar
skefjalausu sjálfshyggju, sem
hikar ekki við að troða fótum
lög, sem til þess eru sett að
tryggja alþjóðarhag og heilL
Jafnvel þótt ríkisstjórn reyn-
ist misvitur í athöfnum rétt-
lætir það ekki, að sérhags-
munahópar brjóti löc' sem
réttir aðilar setja, brfóti þau
sínum hagsmunum til fram-
HEIÐRIÐ KONUNGINN
HLYÐIÐRÉTTU
heiðnum mönnum bárust
valdhöfum kvartandir um að
hinir kristnu væru óhollir
þegnar keisaranum, uppreisn-
armenn, sem hættulegir væru
hinni rómversku ríkisheild.
Rómverjar voru umburðar-
lyndir við þegna sína á marga
lund, en þoldu ekki, að lögum
og rómverskum reglum væri
ekki hlýtt að öllu. Hafi Jesús,
eins og margt bendir til,
einkum nú eftir að farið er að
rannsaka hinn merkilega
fornleifafund við Qumran,
haft eitthvert samband við
munkasamfélag Essenanna,
var rík ástæða fyrir hina ungu
kristni til að gæta varúðar, því
Essenar voru yfirlýstir
andófsmenn gegn rómverska
ríkisvaldinu, hinum erlendu
drottnurum í Gyðingalandi.
Hér varð að fara varlega og
viturlega að, ef ekki ætti að
stefna í voðalegar ógöngur
hinni fámennu kristni. Því er
skipun Péturs postula, sem
líklega er höf. 1. Pétursbréfs,:
„Virðið alla menn elskið
bræðrafélagið, óttist Guð,
heibrid konunginn“.
Kröfunni um konunginn,
Keisarann, var kristnum
mönnum í heiðnum heimi
engan veginn auðvelt að hlýða.
En við skulum færa þetta
vandamál sjálfum okkur nær:
Eiga kristnir menn skilyrðis-
laust að hlýða landslögum,
hver sem þau eru?
Sú spurn hefur oft vakið
Göfugir menn hafa oft háð
innri baráttu þegar sitt hvað
í landslögum var andstætt
æðra lögmáli, sem á hjarta
þeirra var skráð. Fyrir fáum
áratugum gaf merk kona út
minningabók og segir þar
fallega sögu af alþýðukonu
norður á Ströndum: Umkomu-
lausri stúlku hafði verið vísað
úr hreppnum, svo að barnið
sem hún var að því komin að
fæða, skyldi ekki öðlast sveit-
festi þar. Þegar stúlkan kom á
bæ einn í sveitinni, reis
samvizka húsmóðurinnar til
andspyrnu. Þrátt fyrir bann
hreppstjórans lét hún stúlk-
una fæða barnið í bænum
sínum, fátæklegum bæ. Þessi
kona fylgdi ekki boði Ritning-
arinnar um að vera „mannlegu
skipulagi undirgefin", en
manndómur hennar var sann-
kristinn og því fór hún sínu
fram, þótt fátæk væri sjálf.
Að brjóta ranglát, ómann-
úðleg lög á ekkert skylt við það
að brjóta landslög vegna eigin
hagsmuna. En af því hugar-
fari eigum við Islendingar
meira en nóg. Skattsvik og
misferli, sem varðar við lands-
lög, eru daglegt umræðuefni
manna á meðal, og svikin
kosningaloforð flokkanna
munu trúlega gera einhverjum
örðugt um vik í kosningaklef-
unum í dag þótt allur þorri
kjósenda muni væntanlega
gegna þeirri sjálfsögðu skyldu
dráttar og neyti vægðarlaust
aðstöðu sinnar í þjóðfélaginu
fram yfir aðra borgara í
landinu, „þrýstihópar" sem
horfa ekki út fyrir túngarðinn
sinn til þeirra, sem þar eiga
sinna hagsmuna að gæta.
„Heiðrið konunginn" var
sagt við söfnuði frumkristn-
innar, og til hvers? Til að
bægja þeirri hættu frá hinni
ungu kristni að hún yrði sökuð
um að vera andspyrnuhreyf-
ing, skaðsamleg ríkisheildinni,
en slík ásökun var stórhættu-
leg fámennum flokki innan
rómverska ríkisins. En mý-
mörg dæmi þess geymir saga
kristninnar, að menn höfðu til
þess hugrekki að brjóta rang-
lát og miskunnarlaus lög
þegar kristin samvizka þeirra
var á undan samvizku hinna,
sem lögin höfðu sett. Þessir
menn, sem sagan kann marga
að nefna, brutu ekki iögin
sjálfum sér í hag, heldur af
hollustu við æðri hugsjón, sem
þeir gátu ekki brugðizt. En
grundvöllinn lagði Kristur
þessum mönnum, er hann
mælti hinum sígildu orðum:
„Gjaldið þá keisaranum það,
sem keisarans er, — og Guði
það, sem Guðs er“.
Slíkir menn eru gersemi
hverrar þjóðar og gull, en
hinir ekki, sem leika sér að
lögbrotum til eigin hagsmuna
og horfa ekki á þjóðarhag,
hversu mikið sem í veði kann
að vera.
r
Afengisvarnaráð:
Kannaðar verðhækk-
anir á brennivíni
Áfengisvarnaráð hefur borið
saman verð á brennivíni og verð
á kaffi og ýsu og komist að
þeirri niðurstöðu að brennivínið
hafi ha“kkað mun minna en verð
á þessum vörutegundum. Einnig
báru þeir brennivínsverð saman
við vinnulaun og varð útkoman
sú sama. kostnaður á flösku af
brennivíni hefur hækkað minna
en vinnulaun.
í nóvember 1967 kostaði 1 kg af
ýsu 15 kr., 1 kg af kaffi 84 kr. og
1 flaská af brennivíni 315 kr. í
júní 1978 var ýsan komin upp í
306 kr. kílóið, kaffið 2.340 og
flaskan af brennivíninu í 4.200
krónur. Ef brennivínsverð hefði
hækkað jafnmikið og verð á ýsu
ætti það að vera komið í 6.405 kr.,
ef það hefði hækkað jafn mikið
og verð á kaffi ætti það að vera
8.775 kr.
Árið 1937 var tímakaup í
hafnarvinnu 1,45 kr. og flaskan
af brennivíni kostaði 8,50 kr. Árið
1978 var tímakaupið komið í 844
kr. en flaskan í 4.200 kr. Ef
brennívínsverð hefði hækkað
jafnmikið á 40 árum og tímakaup
í hafnarvinnu ætti það að vera
4.948 kr.
SKYNDIMYNMR
Vandaðar litmyndir
í öll skírteini.
barna&fjölsk/ldu-
Ijósmyndir
ÁUSTLRSIMH 6 SÍMI12644
Hinar vinsælu „classic^-baöinnréttingar
nú fyrirliggjandi.
kajmar
innréttingar hf.
SKEIFAN 8. REYKJAVIK SÍMI 826*5
Viö útvegum
til ísetningar
dieselvélar og fylgihluti
í ýmsar geröir bifreiöa.
Frekari upplýsingar gefur
HAFRAFELL HF
VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211
DIESEL