Morgunblaðið - 29.06.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
5
Samvinnutryggingar:
Hagnaður s.l.
árs 79,9 millj.
Hreppsnefnd
Gnúp ver j ahrepps
Á síðasta ári varð hagnaður af
Samvinnutryggingum 79,7
milljónir kr. og iðgjaldagreiðsl-
ur til félagsins jukust um 32%
á árinu. Kom þetta fram á
aðalíundi tryggingafélaga Sam-
bandsins, sem haldinn var f
Bifröst í Borgarfirði þann 1.
júní s.1.
Tryggingafélög Sambandsins
íþróttakennara-
skóla íslands slitið:
eru Samvinnutryggingar h.f., Líf-
tryggingafélagið Andvaka og
Eneurtryggingafélag Samvinnu-
trygginga. A fundinum kom fram,
að heildariðgjöld ársins hjá öllum
félögunum námu alls 3.026,3 millj.
kr. Heildartjón ársins námu hins
vegar 2.250.9 millj. kr.
I reikningum Samvinnutrygg-
inga kom fram, að iðgjöld ársins
hjá félaginu námu 2.259,2 millj. kr.
og höfðu aukizt um 548,1 millj. kr.
eða 32% frá árinu áður. Tjóna-
greiðslur námu hins vegar 1.647,8
millj. kr. og höfðu þær aukizt um
357,2 millj. kr. eða 27,7% Nettó
bóta- og iðgjaldasjóður félagsins
var í árslok 1977 1.528 millj. kr.,
en var 1100 millj. kr. 1976.
I sambandsfréttum segir, að
frumtryggingadeildir hafi skilað
samtals afgangi að upphæð 82,7
millj. kr og tekjur af óreglulegri
starfsemi námu 17,6 millj. kr.
Hins vegar hafi orðið nokkurt tap
á endurtryggingum eða samtals
20,5 millj. kr. en hafi verið 60,1
millj. kr. árið áður. Hagnaður á
árinu varð því 79,7 millj. kr.
Iðgjöld líftryggingafélagsins
Andvöku námu 126.8 millj. kr. á
s.l. ári á móti 84,1 millj. kr. árið
áður og var aukningin 50,8%
Rekstrarafgangur félagsins nam
15.8 millj. kr.
VIÐ hreppsnefndarkosningar í
Gnúpverjahreppi á sunnudaginn
var kjörsókn hreppsbúa 93,4
prósent. Á kjörskrá voru 199 og
186 kusu. Tveir hreppsnefndar-
manna gáfu ekki kost á sér til
endurkjörs, en það eru þeir
Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum
og Erlingur Loftsson á Sandlæk.
Ilafa þcir um árabil átt sæti í
hreppsnefndinni.
Nú voru kosnir: Steinþór
Ingvarsson á Þrándarlundi, Páll
Magnússon Búrfelli, Sveinn
Eiríksson Steinsholti, Haraldur
Bjarnason Stóru-Mástungu og Jón
Ólafsson Eystra-Geldingaholti.
Eru þeir Haraldur og Jón nýir
menn í hreppsnefndinni. Vara-
menn voru kjörnir: Bjarnheiður
Guðmundsdóttir Tröð, fyrsti vara-
maður, Finnbogi Jóhannsson
Stóra-Núpi, annar varamaður,
þriðji varamður er Benedikt
Sigurðsson Búrfelli, þá Erlendur
Jóhannsson Hamarsheiði og
fimmti varamaður er Sigurður
Páll Ásólfsson á Ásólfsstöðum.
Steinþór Gestsson á Hæli, sem
verið hefur sýslunefndarmaður
Gnúpverja um árabil, gaf ekki kost
á sér til endurkjörs. Kosinn var
Bjarni Einarsson Hæli og til vara
Erlendur Jóhannsson Hamars-
heiði.
Ekki er hægt
að anna eft-
irspurn eft-
ir skólavist
ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLA íslands
var slitið 15. júní s.l. oftir tveggja ðra
starf. Brautskráðir voru 34 íÞrótta-
kennarar, 17 stúlkur og 17 piltar, og
hafa aldrei fyrr verið brautskráðir
jafnmargir ípróttakennarar samtím-
is frá skólanum.
Hæstu einkunnir hlutu Rósa Þóris-
dóttir, Laugavatni, Jón Júlíusson,
Noröurhjálegu, Álftaveri og Jóhanna
Þorgilsdóttir, Hafnarfiröi. Annars
voru nemendur úr öllum kjördæmum
landsins. Auk hins almenna náms
lögöu nemendur sérstaka áherzlu á
nám í einni valgrein í íþróttum og má
þar nefna fimleika, sund, knattleik-
ina, frjálsar íþróttir, gamla dansa og
glímu. Nokkur námskeið voru haldin
viö skólann á námstímanum, t.d. var
fariö báöa veturna á skíöi noröur í
Hlíöarfjall viö Akureyri.
Samtals hafa nú verið brautskráöir
525 íþróttakennarar frá íþróttaskóla
Björns Jakobssonar og íþrótta-
kennaraskóla íslands á 46 ára
starfstíma skólanna.
Margir gestir voru viöstaddir
skólaslitin. Meöal þeirra voru fulltrúar
eldri íþróttakennara, fulltrúi stjórnar
íþróttakennarafélags íslands, for-
maöur og framkvæmdastjóri Ung-
mennafélags íslands, formaöur Fim-
leikasambands íslands og fulltrúi
Handknattleikssambands íslands.
Ávörpuöu þessir gestir samkomuna
og fulltrúar fimleikasambandsins og
handknattleikssambandsins færöu
gjafir þeim nemendum, sem sköruöu
framúr í valgreinum tengdum sér-
samböndunum.
Skólastjóri, Árni Guðmundsson,
gat þess í skólaslitaræöu, aö aösókn
að námi í IÞróttakennaraskóla ís-
lands væri nú mjög mikil, svo hvergi
nærri væri hægt að anna eftirspurn
eftir skólavist og yröi að vísa frá
stórum hópi umsækjenda en skólinn
tekur nemendur inn í skólann annað
hvert ár.
Segir í frétt frá skóianum aö ekki
hafi fengist nægilegt fé til fram-
kvæmda og þrengt sé aö honum
fjárhagslega, aö íþróttahúsiö og
sundlaug séu of lítil og vanbúin
tækjum til þeirrar starfsemi sem
ætlast sé til aö þar fari fram og aö
tilfinnanlega vanti húsnæöi fyrir
bóklega kennslu.
Einnig alls konar fatnaður annar svo sem:
□ Stutterma og langerma sportskyrtur □ Bullitt canvas buxur, rifflaðir flauelsbuxur og bolir
□ Kjólar □ Stuttjakkar úr geysi fjölmörgum eftirgerðum á bæöi dömur og herra □ Bolir og
aftur bolir □ Blússur □ Leöurkápur □ Leðurstuttjakkar □ Föt í sumarlitum □ Stakir jakkar
úr riffluðu flaueli o.m.fl. o.m.fl.
Opiö til kl. 7 föstudaga
Lokað laugardaga.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
>yl
WKARNABÆi
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155