Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
Eyjólfur ísfeld Eyjófsson:
Gengislækkun er
óhjákvæmileg
Að afloknum kosningum er ekki
úr vegi að líta á þann vanda sem
blasir við nýjum þingmönnum og
væntanlega nýrri ríkisstjórn. Hér
verður þó eingöngu fjallað um
stöðu útflutningsgreina, en slæm
staða þeirra hefur bæði bein og
óbein áhrif á marga aðra þætti
efnahagsmála.
Um s.l. áramót er innistæða
frystideildar Verðjöfnunarsjóðs
1050 milljónir. Áætla má að
greiðslur úr sjóðnum fyrir vertíð-
ina, eða tímabilið 1. janúar til 31.
maí, nemi um 450 milljónum,
þannig . að við upphaf yfirstand-
andi verðtímabils frá 1. júní, sé
'inneign aðeins 600 milljónir.
Fiskverð er nú ákveðið til septem-
berloka, en viðmiðunarverð í
Verðjöfnunarsjóði gildir ekki
nema til júlíloka, eða á meðan
sjóðurinn getur staðið við skuld-
bindingar sínar. Frá 1. júní verða
mjög snögg umskipti til hins verra
fyrir sjóðinn vegna iauna- og
fiskverðshækkana. Þá er viðmið-
unarverð sjóðsins fyrir frystan
fisk ákveðið 15% hærra en mark-
aðsverð á núgildandi gengi krón-
unnar gagnvart dollar, en viðmið-
unarverð er sem næst því verði
sem útflutningsframleiðslan
þyrfti að fá á hverjum tíma. Vegna
þess að sjóðurinn greiðir 75% af
mismun viðmiðunarverðs og
markaðsverðs, þá jafngildir þetta
að sjóðurinn hefur skuldbundið sig
til að greiða 11,25% á núgildandi
útflutningsverð. Þrátt fyrir þessa
greiðslu er afkoma frystihúsanna
mjög léleg þar sem tap á heilu ári
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson.
er 1800 til 2000 milljónir, eð'a um
3,5% af veltu. Augljóst er að slíkt
tap er ekki hægt að búa við nema
í skamman tíma og verður að bæta.
rekstrarstöðu þeirra sem fyrst ef
afstýra á stöðvun fleiri frystihúsa
á næstunni.
Það sem af er árinu hefur orðið
mikil magnaukning í frystingu,
eða um 20%, sem m.a. stafar af
slæmri markaðsstöðu skreiðar og
saltfisks. Miðað við núverandi
aðstæður þýðir þetta rúmlega 700
milljóna útgreiðslu frystideildar
Verðjöfnunarsjóðs á heilu ári. Ef
gert er ráð fyrir að þessi fram-
leiðsluaukning haldist á yfirstand-
andi verðtímabili, þá þarf sjóður-
inn að greiða 550 milljónir á
mánuði.
Þar sem innistæða í sjóðnum er
nú aðeins 600 milljónir, þá er ljóst
að hann getur ekki staðið við
skuldbindingar sínar nema til loka
þessa mánaðar. Verði ekki gerðar
ráðstafanir nú þegar sem tryggja
greiðslugetu Verðjöfnunarsjóðs,
munu frystihúsin verða að loka,
nema ef til vill þau fyrirtæki sem
rekin eru af sveitar- eða bæjarfé-
lögum.
Ef einhverjum finnst að þessar
tölur séu ekki nægilega háar til að
skapa verulegan vanda, þá má
benda á að staða saltfiskverkunar
er jafnvel enn lakari, nema að því
leyti að nokkur innistæða er ennþá
í saltfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs,
sem þó mun þurrkast út á árinu
að óbreyttum aðstæðum.
Þá er ljóst að staða vinnslu- og
veiða á bræðslufiski má ekki
tæpari vera og nú er mun verra
útlit með vinnslu og sölu síldar en
var á s.l. ári.
Framleiðendur útflutningsvöru
úr innlendum hráefnum, eins og
t.d. ullar- og skinnavöru, hafa
einnig kvartað undan mjög slæmri
afkomu.
Verðbólgan hefur því grafið
undan samkeppnisstöðu flestra
greina útflutnings óg verður því
ekki hægt að draga það mikið
lengur að leiðrétta það misræmi
sem nú ríkir í tekjuskiptingu, ef
þetta ástand á ekki að leiða til
samdráttar í atvinnurekstri og
gjaldeyristekjum.
Að lokum má minna á að ný
holskefla kostnaðarhækkana er
yfirvofandi með áfanga- og vísi-
töluhækkun launa sem kemur til
framkvæmda .í síðasta lagi 1.
september n.k. og síðan ný fisk-
verðsákvörðun í lok þess mánaðar.
Allur dráttur á viðbrögðum
eykur aðeins þann vanda sem við
er að glíma.
„Fjöllin
eru vitlausu
megin”
í samræmi við endurlífgun-
arstefnu Morgunblaðsins hvað
varðar efni blaðsins, nú eftir
langt tímahil kosningabaráttu.
töltum við RAX út í „ferskt og
heilnæmt sjávarloftið“ í höfuð-
horginni í gærdag, í leit að
lífrænu blaðaefni. Okkur varð
brátt ljóst á ferð okkar, að víða
um bæinn mátti sjá hina
góðkunnu blöndu af sólbrennd-
um andlitum, lopapeysum. húf-
um og rcgnkápum sem við
köllum erlenda ferðamenn.
Þeir litu í búðaglugga, mund-
uðu myndavélar, brostu upp í
vindinn og mæltust við á alls
kyns framandi tungum.
Við endurlífgunarmenn héld-
um inn að tjaldstæði í Laugar-
dal til að kanna hvort hinn
margumtalaði árvissi ^ferða-
mannastraumur hefði nú skollið
á landinu með tilheyrandi iðu-
köstum.
Ekki virtist nú ferðamanna-
straumurinn sérlega stríður í
Laugardalnum og tjöld þar ekki
mörg. Fyrir utan eitt þeirra sat
ungur knálegur maður berfætt-
ur og hugaði að skótaui sínu og
ganglimum. Við tókum þennan
mann tali.
„Ég heiti Rudy Muller," sagði
hann og bætti svo við brosandi,
„það er algengasta nafn heima
í Þýskalandi. Ég kom hingað til
lands fyrir fjórum dögum með
Smyrli frá Noregi og fékk bílfar
til Reykjavíkur með Þjóðverja
sem ég hitti á skipinu. Annars
vil ég helst ganga. Sérstaklega
þegar landslagið er eins fallegt
og það er hér. Þá sér maður Svo
margt sem að öðrum kosti færi
framhjá manni.
Ég ætla að dvelja hér á landi
næstu þrjá mánuði og ganga til
allra helstu ferðamannastað-
anna. Ég mun byrja á að ganga
til Þingvalla, en síðan ætla ég
áfram til Gullfoss og Geysis og
þaðan inn á hálendið og til
Öskju og Mývatns.
Ég vil komast inn á þessi
óbyggðu hraun til að stunda
hugleiðslu. Það hlýtur að vera
gott. Ég hef reynt það í eyði-
mörkunum í Árabalöndunum,
en þar er allt of heitt fyrir mig.“
— Hvernig datt þér í hug að
koma hingað til lands?
„Ja, það er nú þannig að ég er
vörubílstjóri og hef það að
atvinnu að aka vörubílum frá
Þýskalandi til kaupenda í
Arabalöndunum og Miðjarðar-
hafslöndunum, svo að þegar ég
á frí vil ég halda mig fjarri hita
og sól í líkingu við það sem
gerist þarna suðurfrá. Undan-
farin sumur hef ég dvalið á
hinum Norðurlöndunum og auk
þess var þetta eina landið í
Evrópu sem ég hafði ekki
heimsótt, fyrir utan löndin
handan járntjalds. En þar get
ég ekki hugsað mér að ferðast,
því ég vil geta þvælst um
óhindrað þar sem ég fer.
Ég kann líka vel við fólkið
hérna norðurfrá. Það er ekki
eins auðvelt að ná sambandi við
það, en sambandið verður mun
tryggara, ef af því verður.
Fólkið er líka heiðarlegra. Svo
finnst mér líka landslagið feg-
urra hér en í sólarhitanum
suðurfrá. Litirnir eru svo falleg-
ir hér.“
— Hvað er það sem þér þykir
mest gaman við svona ferðalög?
„Að sjá ný lönd og hitta nýtt
fólk. Það er sérstaklega gaman
að kynnast sumarnóttinni hér
og varðandi veðrið, þá tek ég
svolitla rigningu fram yfir
sólarbruna og hita. Ég er strax
búinn að ákveða að koma hingað
aftur næsta surnar."
— Ertu ekkert banginn við
jökulárnar og öræfin sem þú
hyggst fara yfir einn þíns liðs.?
„Nei, ég er vel útbúinn með
nesti og fatnað og þar að auki
er ég í góðri æfingu eftir að hafa
verið í Noregi og í Alpafjöllum.
Mér þykir verst að hafa ekki
meðferðis búnað til að ganga á
jöklana. Ég verð að geyma það
þar til á næsta ári.“
í Laugardalnum hittum við
einnig norska fjölskyldu frá
Stafangri, sem var að búa sig
undir að tjalda og hafði komið
með bíl sinn með sér til
Seyðisfjarðar, ekið norður um
og hingað suður. Þau hjónin,
Ove og Berit Olsen, kváðust hafa
ekið unj mest alla Evrópu og
sagði Berit að ísland hefði alla
tíð heillað sig. Bæði landið og
ekki síst tungumálið.
„Náttúran hér er stórkostleg
og loftið svo ótrúlega tært. Við
söknum ekki skóganna, því í
Stafanger er lítið um skóga og
reyndar er svo margt líkt með
Stafangri og Reykjavík að þegar
við komum hingað var eins og
við værum komin heim, nema
hvað fjöllin eru vitlausu megin.
Við verðum hér í viku og
ætlum að skoða Þingvelli og
Gullfoss og Geysi og sem flest
annað áður en við förum frá
Seyðisfirði áttunda júlí. Það er
bara verst að við getum ekki
ekið að öllum ferðamannastöð-
unum, vegna þess hve vegirnir
eru slæmir."
Við ræddum síðan mikið um
skyldleika norsku og íslensku og
þáu Ove og Berit spurðu okkur
um framburð og merkingu
ýmissa íslenskra orða sem þau
höfðu lesið á skiltum á leið sinni
frá Seyðisfirði, en síðan kvödd-
um við Morgunblaðsmenn og
tókum stefnu á húsið númer sex
við Aðalstrætið og veltum því
fyrir okkur hvernig Reykjavík
liti út ef Esjan væri í suðrinu
eins og í Stafangri.
Ove og Berit Olsen frá Stafangri. ásamt sonunum Stein og Björn Ove. (Ljósm. RAX).